Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAl 1975 bœtir vatnsfjónt glertjón, Húseigendatryggíng 90 % iógjalds fródráttarbœrt tíl skatts, SUÐURLANDSBRAUT 4 Eyjaferjan smíðuð 1 Noregi Á að afhendast 15. júní 1976 SKIPAFÉLAGIÐ Herjólfur, sem reka mun skip, sem sérsmíðað verður til farþega- og vöruflutn- inga milli lands og Vestmanna- eyja, hefur samið við norsku skipasmíðastöðina Sterkoder I Kristjánssundi um smlði skips- ins, sem á að afhendast hinn 15. júní 1976. Vél skipsins verður þungbyggð Wickmannvél, sem gengið getur fyrir svartolfu. Alls bárust 9 tilboð I skipssmíðina og við athugun voru teknar upp við- ræður við tvo smfðaaðila, Sterkoder og vestur-Þýzka skipa- smfðastöð. Frá þessu máli er skýrt i frétta- tilkynningu, sem Mbl. barst i gær frá stjórn Herjólfs h.f. I fréttatil- kynninguuni segir: Meiri hluti nefndar þeirrar, sem skipuð var 1972 til að gera tillögur um á hvern hátt samgöng- ur við Vestmannaeyjar yrðu bezt tryggðar, lagði til i álitsgerð sinni, að nýtt skip yrði byggt til Vest- mannaeyjaferða til farþega- og vöruflutninga og jafnframt sér- byggt til bifreiðaflutninga. Var stærð skipsins við það mið- uð, að það gæti flutt samtimis 100 farþega i klefum og sætum i sal, 75 tonn af vörum i gámum og 15—20 bifreiðar af venjulegri stærð, — undir dekki, og gert ráð fyrir, að hægt yrði að lesta skipið með því að aka bif- reiðum og vöruflutningagámum um lúgu aftan á skipinu, þegar aðstaða væri sköpuð til þess í Eyj- um og Þorlákshöfn. Ganghraði var áætlaður um 14 til 15 mílur. A þessum grundvelli var siglinga- málastjóra, Hjálmari Báraðar- syni, falið að gera eða láta gera bráðabirgðaútlits- og fyrirkomu- lagsteikningar og fékk hann þar til ráðuneytis norskt fyrirtæki, Ankerconsult A/S, og skilaði fyrirtækið teikningum og kostnaðaráætlun siðari hluta árs 1972. Vegna náttúruhamfaranna í Eyjum tafðist framgangur máls- ins um eins árs skeið en var tekið upp aftur við stjórnvöld í byrjun árs 1974. Veitti Alþingi ríkis- stjórninni heimild til sjálfskulda- ábyrgðar fyrir 80% af kaupverði skipsins og var það skilyrði sett, að stofnað yrði félag i Eyjum, sem yrði rekstrar- og eignaraðili að skipinu og greiddi 20% af kaup- verði skipsins. Félag þetta var stofnað 17. ágúst og voru stofn- endur 433 auk bæjar- og rikis- sjóðs, sem báðir gerðust aðilar að félagsstofnuninni. Hlaut félagið nafnið Herjólfur. Smíði skipsins var boðin út bæði erlendis og innanlands og annaðist siglingamálastjóri og skrifstofa hans útboðið. Alls bárust 9 tilboð í smíði skipsins, öll erlendis frá, og voru þau mjög misjafnlega há og af- greiðslufrestur einnig mjög mis- langur. Að undangenginni nákvæmri athugun á tilboðunum voru tekn- ar upp viðræður við tvær skipa- smíðastöðvar, aðra í Vestur- Þýzkalandi og hina í Noregi. Viðræður enduðu með þvi að samið var við hina norsku skips- smíðastöð Sterkoder í Kristjáns- sundi um smíði skipsins. Tekin var þungbyggð Wickmannvél i skipið, sem gefur möguleika á að keyra vélina á svartoliu. Á skipið af afhendast 15. júni 1976. Stjórn félagsins vill að lokum taka fram, að siglingamálastjóri, Hjálmar Báraðarson, hefur á mjög farsælan hátt aðstoðað í sambandi við úrvinnslu tilboða og samningagerð. r Askorun Amnesty International til almennings: Hjálpið þessum fangelsuðu Tékkum! FRÉTTATILKYNNINGU tslandsdeildar A.I. fylgja nokkrar til- lögur um efni sfmskeyta eða bréfa á ensku til tékkneskra ráðamanna. Hér er mynd af einni þeirra. liberation ÍSLANDSDEILD Amnesty International sendi f jölmiðlum f gær eftirfarandi fréttatil- kynningu: Hinn 9. maí nk. verða liðin 30 ár frá því að sovéski herinn frelsaði Tékkóslóvakiu undan oki nasista. Þessi dagur verður haldinn hátíðlegur i Tékkósló- vakiu. Af þessu tilefni hafa meðlim- ir Amnesty International bund- ist samtökum um að skora á yfirvöld í Tékkóslóvakíu að náða það fólk, sem hneppt hef- ur verið I fangelsi vegna skoð- ana sinna. Jafnframt leita sam- tökin eftir þátttöku og stuðn- ingi málsmetandi manna utan samtakanna sjálfra, svo sem verkalýðsleiðtoga, stjórnmála- manna, embættismanna, þekktra listamanna, o.s.frv. Islandsdeild Amnesty tekur að sjálfsögðu þátt í þessari náð- unarherferð og hvetur alla unn- endur mannréttinda á Islandi til að leggja sitt af mörkum. Til að koma I veg fyrir allan mis- skilning þykir rétt að leggja sérstaka áherslu á, að ekki er stofnað til þessarar herferðar i pólitískum tilgangi. Hún er að- eins framlag til að tryggja al- menn og sjálfsögð mannrétt- indi. Hér er ekki verið að taka afstöðu til hinna mismunandi stjórnmálakerfa i heiminum. Amnesty International reynir að beina spjótum sinum þangað sem hömlur hafa verið lagðar á skoðanafrelsi, hvaða ríki . eða kerfi sem í hlut á. Skal nú skýrt nánar hvernig náðunarherferðin fer fram hér heima: Timamörk: 1.—9. maí, 1975. Þátttakendur: 1) meðlimir Islandsdeildar Amnesty International 2) félagssamtök og/eða for- vigismenn þeirra 3) málsmetandi einstaklingar í viðasta skilningi (stjórn- málamenn, embaéttismenn, listamenn o.fl.) 4) aðrir unnendur mannrétt- inda. Á ofangreindu timabili, þ.e. 1. til 9. maí, mega þátttakendur senda simskeyti eða bréf til eftirgreindra aðilja: 1. General Ludvik Svoboda President of the Czechoslovak Republic Praha — Hrad (Czechoslo- vakia) 2. Dr. Gustav Husak General Secretary of the Czechoslovak Communist Party Praha 1 Nabrezi Kyjevske Brigade 12 3. Sendiráð Tékkóslóvakíu Smáragötu 16 Reykjavik Efni sfmskeyta og bréfa: Berið fram ósk eða áskorun um að allir fangar, sem sitja I fangelsi vegna skoðana sinna og samvisku verði náðaðir i til- efni af frelsisafmælinu 9. maí. Með tilvísun til meðfylgjandi lista yfir tékkneska fanga, sem Amnesty International hefur gert að skjólstæðingum sinum, skal félagssamtökum og ein-1 staklingum, sem eiga starfs- bræður eða systur á listanum, bent á að nafngreina fangana og bera fram sérstaka ósk um náðun þeim til handa. Meðlimir Islandsdeildar Amnesty eru einkum beðnir að óska eftir náðun fyrir Ing Bohumir Kuba, sem er sérstak- ur skjólstæðingur Amnesty- starfshóps nr. 1 á Islandi. Jafn- framt ættu þeir að taka fram, að þeir séu meðiimir i Islands- deildinni. Sumir fanganna eiga við van- heilsu og veikindi að stríða, og er það sérstaklega tilgreint á listanum. Leggja þarf áherslu á heilsufar þeirra í náðunar- beiðninni. Þátttakendur eru umfram allt beðnir að orða símskeyti sín og bréf af fyllstu kurteisi. Ókurteislegar orðsendingar gera ekki annað en skaða mál- stað fanganna. Vinsamlegast sendið afrit af simskeytum eða bréfum i pósti til Islandsdeildar Amnesty, Pósthólf 128, Reykjavík, svo að unnt reynist að leggja mat á þátttökuna og gera sér grein fyrir framlagi og áhuga Islend- inga á þessu mannréttindamáli. Hvertjið vini og kunningja til þátttöku. Skrifstofa Islandsdeildar Amnesty Internatipnal að Lækjargötu 2, Reykjavík, veitir upplýsingar í sima 11220 kl. 17.30—19.00 daglega fram til 9. mai. Þar liggja lika fyrir tillög- ur um efni og uppsetningu mót- mælabréfa eða skeyta. iGeneral Ludvik Svoboda lExcellency, ■On the occasion of the 30th anniversary of the lof Czechoslovakia by the Soviet Army on.9th May I earnestlyj Irequest you to grant full and generous amnesty to all Iprisoners of conscionce in your country. I consider theirf limprisonment to be a violation of buman rights as these |are understood within the TJnited Nations. (Nafn og starfsheiti) Listi yfir tékknesku fangana, sem Amnesty International hefur gert að skjólstæðingum sfnum frá 21. mars '75. Upplýsingarnar um þá eru frá samtökunum. Hvenær Nafn Staða handteknir eða dæmdir Dómur Ivan Dejmal Stúdent i land- Handtekinn í Bíður búnaðarfræðum október1974 dóms Emil Hauptman Brúðuleikhúsmaður Des. 1974 2 Mt ár Lenka Horakova Brúðuleikhúskona Des. 1974 11á ár Dr. Milan Hubl Frantisek Sagnfræðingur Agúst 1972 6 'á ár Jurecka Prestur Sept. 1974 15 mán Dr. Jaroslav Stjórnmála- Krejci fræðingur Mai 1974 21á ár Ing Bohumir G agnf ræðaskóla- Hantekinn Bíður Kuba Frantisek kennari I sept. 1974 dóms Maxera Brúðuleikhúsmaður Des. 1974 15 mán Jiri Miller Ing Zdenek Stúdent Júli 1974 5'á ár Pokorny Dr, Ing Antonin Verkfræðingur Júli 1974 4 ár Rusek Prof.Jaroslav Hagfræðingur Agúst 1972 5 ár Sabata Dn Vladimir Stjórnmálafræð. Ágúst 1972 6!4 ár Stanek Uppeldisfræðingur Mars 1973 3 ár Dk Hubert Stein Þýðandi Júlí 1971 12 ár Dr.J aroslav Studeny Kaþ. prestur Nóv. 1972 4‘á ár DcP.H. Jan Tesar Sagnfræðingur Júlí 1972 6 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.