Morgunblaðið - 03.05.1975, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAl 1975
15
Ályktanir ársþings iðnrekenda:
Leiðrétta verður mis-
mun á samkeppnis-
aðstöðu
A ársþingi Félags fslenzkra
iðnrekenda, sem haldið var fyrir
skömmu, voru samþykktar álykt-
anir um: Markaðsmál, verðlags-
mál, fræðslu og tæknimál, efna-
hagsmál, tollamál, fjármál og
skattamál. I ályktun um skatta-
»mál segir, að tafarlaust verði að
leiðrétta þá mismunun, að ís-
lenzkur iðnaður greiði söluskatt
af rekstrarvörum, sem erlendir
samkeppnisaðilar á fslenzkum
markaði greiði ekki. t ályktun-
inni segir, að þessi mismunur
hafi numið 1000 millj. kr. a.m.k.
árið 1974.
Á það er bent, að iðnaðurinn
hafi greitt 700 millj. kr. meira í
launagjöld og aðstöðugjöld árið
1974 en hann hefði gert, ef sömu
reglur giltu um iðnað og
fiskveiðar. Lögð er áherzla á, að
sömu reglur um skattlagningu
bei;i að viðhafa án tillits til
rekstrarforms fyrirtækja. 1 þessu
sambandi er vakin athygli á skatt-
frjálsum stofnsjóðstillögum sam-
vinnufélaga og skattfrelsi rikis-
fyrirtækja. Arsþingið leggur
ennfremur áherzlu á, að hluta-
félögum verði heimilt að greiða
skattfrjálsan arð, sem ekki
tvískattist, í samræmi við innláns-
vexti af sparifé á hverjum tima.
Arsþingið lýsir yfir óánægju
sinni yfir hversu litilli upphæð
endurkaup Seðlabankans á
afurðarlánum til iðnaðar hafa
numið frá setningu reglna um
þau efni i nóvember 1972. Telur
ársþingið nauðsynlegt að þessum
reglum verði breytt. Þá segir i
ályktun þingsins, að fyrirgreiðsla
í mynd rekstrarlána eða afurða-
lána á hverjum tíma verði að
leysa«það verkefni, að rekstur at-
vinnufyrirtækja, hvort sem þau
framleiði fyrir innléndan eða er-
lendan markað, haldist i fullum
gangi. Bent er á, að ráðstöfun
stjórnvalda á fjármagni til fjár-
festinga verði að vera í fullu sam-
ræmi við það veigamikla hlut-
verk, sem iðnaðurinn hlýtur aó
gegna i atvinnuuppbyggingu
landsmanna í framtíðinni.
Skorað er -á Alþingi að auka
framlag rikissjóðs til Iðnlánasjöðs
þannig að það verði tvöfalt á við
framlag iðnaðarins sjálfs.
I ályktun ársþingsins um tolla-
mál segir m.a.:
„Arsþing iðnrekenda 1975 telur
að ekki verði lengur við það unað,
að aðföng séu tolluð i svo rikum
mæli og minnir i því sambandi á
að um næstkomandi áramót eru
einungis 4 ár eftir af aðlögunar-
tímanum. Er það þvi ófrávikjan-
leg krafa framleiðsluiðnaðarins
að á þessu ári verði I samráði við
fulltrúa F.l.I. undirbuin ný
tollskrá er taki gildi um n.k. ára-
mót, og verði þar endanlega felld-
ir niður tollar á öllum aðföngum
framleiðslufyrirtækja.“
Ársþingið bendir ennfremur á
nauðsyn þess að renna fleiri og
styrkari stoðum undir íslenzkt at-
vinnulíf. Hvatt er til að mótuð
verói langtíma iðnþróunarstefna.
Þingið telur umsvif hins opinbera
of mikil. Athuga þurfi hvort ekki
eigi að gefa almenningi kost á að
ráðstafa sparnaði sinum á annan
hátt en til húsbygginga og kaupa
á vísitölutryggðum ríkisskulda-
bréfum. Stofnun opins verðbréfa-
markaðar í þessum tilgangi
myndi auka fjárhagslegt sjálf-
stæði atvinnurekstursins i
landinu.
I ályktun þingsins um fræðslu
og tæknimál segir, að brýna
nauðsyn beri til að almenn verk-
menntun verði tekin upp á sem
viðtækustu sviði í öllu fræðslu-
kerfinu, allt frá barnaskólastigi
til æðra náms. Námsefni iónskóla
þurfi að sveigja í ríkari mæli að
þörfum verksmiðjuiðnaðarins.
Arsþingið skorar á stjórnvöld
að breyta nú þegar um stefnu í
verðlagsmálum á þann hátt, að
það misræmi sem ríkt hefur i
verðlagninu íslenzkra iðnaðar-
vara gagnvart erlendum iðnaðar-
vörum, verði afnumið. Bent er á í
ályktun um markaðsmál, að
nauðsynlegt sé að hverfa að
virðisaukaskatti sem fyrst. Bent
er á, að í Efnahagsbandalagslönd-
unum njóti vissar íslenzkar
iðnaðarvörur ekki tollfriðinda. Úr
því verði að bæta. Þá telur þingið
eðlilegt, að Islenzk iðnfyrirtæki
eigi kost á aðstoð og þjónustu við
markaðsstarfsemina erlendis.
Kappreiðar Fáks og Gusts
Hestamannafélagið Fákur og Gustur f Kópavogi efna til kappreiða á skeiðvelli Fáks f Selási á morgun
sunnudag. 50 hestar eru skráðir til keppni f sex keppnisgreinum, — 250 m skeiði, 250 m unghrossahlaupi
350 m stökki, 800 m stökki og brokki. Þrenn verðlaun verða veitt f kappreiðunum. Starfsemi Hestamanna-
félagsins Fáks hcfur verið með mesta móti f vetur. Frá áramótum hafa tveir tamningamenn verið við
störf hjá félaginu, og hafa annir þeirra verið svo miklar, að tfmi þeirra er skipulagður til mafloka, en hins
vegar mun vera unnt að koma nokkrum hrossum f tamningu f júnf. Félagið hefur verið með
byrjendanámskeið fyrir börn og fullorðna og hafa þau verið fullsetin. Þá hafa verið svokölluð
hlýðnisnámskeið og hefur aðsókn að þeim verið meiri en hægt hefur verið að anna. 1 sumar mun
Hestamannafélagið Fákur verða með hestamennskunámskeið f Saltvfk f samvinnu við Æskulýðsráð
Reykjavfkur, svo sem verið hefur undanfarin ár. Verða námskeiðin í júní og júlf. Þau verða fjögur, —
tvær vikur f senn. Fákskonur efna til happdrættis f sambandi við kappreiðarnar á morgun. Vinningurinn
er steingrár 6 vetra gæðingur úr Eyjafirði. Hann er taminn, og að sögn Fáksmanna, prýöilegur
tölthestur, svo að til nokkurs er að vinna.
Náttúruverndarþingi lokið:
Varar við mengun og eyðingu dýra —
Vill takmarka vélsleða- og torfæruakstur
NÁTTÚRUVERNDARÞINGI
lauk á sunnudagskvöld. Fjöl-
margar tillögur voru samþykktar
og kosnir voru sex menn f ráðið
til næstu 3ja ára og sex til vara.
Aðalmenn eru Arnþór Garðars-
son fuglafræðingur, Hjörleifur
Guttormsson Ifffræðingur, Hjört-
ur E. Þórarinsson bóndi, Páll Lín-
dal borgarlögmaður, Sigurður
Þórarinsson jarðfræðingur og
Vilhjálmur Lúðvfksson efnaverk-
fræðingur. Varamenn f náttúru-
verndarráði eru Agnar Ingólfsson
Ifffræðingur, Hjálmar Bárðarson
siglingamálastjóri, Jón Ölafsson
haffræðingur, Jónas Jónsson bú-
fræðingur, Snæbjörn Jónsson yf-
irverkfræðingur, Þorleifur
Einarsson jarðfræðingur. For-
maður ráðsins og varaformaður
eru skipaðir af menntamálaráð-
herra, en þeir eru Eysteinn Jóns-
son formaður og Eyþór Einarsson
varaformaður.
I setningarræðu sinni á laugar-
dag sagði Vilhjálmur Hjálmars-
son menntamálaráðherra m.a. um
náttúruverndarmál: „Ekki fer hjá
þvi þegar fjallað er um viðfangs-
efni af þessum toga, sem eru ná-
tengd bæði fjármunalegum hags-
munum og tilfinningalegum, ef
svo mætti segja þá hlýtur iðulega
að koma til ágreinings og jafnvel
árekstra. Það er bót í máli, að
enda þótt mat manna á einstökum
atriðum sé að sjálfsögðu misjafnt
þá eru vist allir eða nær allir
innst inni þannig þenkjandi, að
þeir vilja varðveita Island og þess
aóskiljanlegu náttúrur til heilla
og aukinnar lífsfyllingar fyrir
aldna og óborna. En, góðir þing-
fulltrúar, það er svo auðvelt, bæði
fyrir mannskeppnuna og máttar-
völdin, að turna um og gera aftur
að svaði. Þess vegna eru verkefni
þeirra, sem vinnaað náttúruvernd
utan enda.“
X
tiíTiimf'
Kirkjukaffi
Kvenfélags
Grensássóknar
KVENFÉLAG Grensássóknar
heldur kaffisölu á morgun sunnu-
daginn 4. maf f Safnaðarheimil-
inu við Háaleitisbraut 66 og hefst
hún kl. 3:00. Guðþjónustan verð-
urkl. 11:00.
Kvenfélag Grensássóknar hefur
frá upphafi verið lifandi og traust
félag. Það er vel skipulagt og þar
hafa verið og eru í stjórn konur,
sem kunna vel til verka í félags-
málum og unna kirkjunni af al-
hug. Þær hafa fært kirkjunni
margar, fagrar og dýrar gjafir, nú
siðast veglegar kirkjuklukkur,
sem i vetur hafa hljómað um
sóknina og kallað menn og konur
til helgra tiða.
Eg vil nú skora á allt safnaðar-
fólk í Grensássókn og aðra vel-
unnendur kirkjunnar að fjöl-
menna i Safnaðarheimilið á morg-
un og sýna konunum, að við kunn-
um að meta og þakka hið mikla og
fórnfúsa starf þeirra, og um leið
efla og styðja kirkjuna og safn-
aðarstarfið.
Á boðstólum verður gott kaffi
og mikið úrval af kökum stórum
og smáum.
Kvenfélagskonur, hafið þökk
fyrir dugnaðinn og Guð blessi allt
starf ykkar.
Halldór S. Gröndal.
Vinnuhópar fjölluðu um tillög-
ur, sem lágu fyrir þinginu og
störfuðu í 4 nefndum eftir efni,
en tillögur þeirra voru siðan lagð-
ar fyrir þingið. Mjög miklar og
allheilar umræður urðu um
tillögu um fækkun og eyð-
ingu dýra, svo sem minka og
svartbaks. Að lokum var
samþykkt tillaga þar sem nátt-
úruverndarþing varar við
sliku, en sé um óeðlilega fjölgun
að ræða i stofni dýrategundar, svo
að tjón hljótist af, þá skuli það
tjón itarlega kannaó. En þyki
fækkunaraðgerðir æskilegar að
þvi loknu, skuli leitast vió að
finna orsakir og mióa fækkunar-
aðgerðir við það og er skorað á
alþingi að veita fé á næstu fjár-
lögum til vísindalegra rannsókna
á tjóni af völdum slikra dýra.
Þá voru samþykktar frá alls-
herjarnefnd tillögur um endur-
skoðun á lagaákvæðum um rétt
manna til umferðar, dvalar og
landgæðanýtingar á annarra
landi, um rannsóknir i þágu
gróðurverndar og landgræðslu og
fagnað að ekki skuli uppi áætlan-
ir um meiri háttar áburðardreif-
ingu á háiendinu, um aukna um-
hverfisfræðslu i framhaldsskól-
um, um náttúruverndarmiðstöðv-
ar i landshlutum fjarri náttúru-
verndarráði, um votlendisvernd
og auknar rannsóknir á þvi sviói.
Frá friðunar- og útivistarnefnd
voru samþykktar tillögur, m.a.
um landslagsvernd, einkum fjalla
og strandsvæða og heildaráætlun
um þjóógarða og önnur friðlýst
svæði, um stuðning við ferðalög
og útivist, þar á meðal að fullt
tillit sé tekið til þess að greiða
fyrir ferðalögum Islendinga
sjálfra um landið, um að settar
verði reglur um akstur vélsleða
um útivistarsvæöi og þeir bannaó-
ir þar sem ástæða þykir til, og um
könnun á þvi hvort ekki séu tök á
að hætta torfæruaksturskeþpnum
og að æfingar í slikum akstri fari
aðeins fram á afmörkuðum svæð-
um, völdum af náttúruverndar-
ráði, og jafnfram hert á ákvæðum
um umferð vélknúinna tækja og
notkun skotvopna frá þeim.
Auk tillagnanna sem getið er í
ræóu Eysteins Jónssonar, voru
samþykktar tillögur frá nefnd,
sem fjallaói um jarðrask og mann-
virkjagerð, um breytingu á vega-
lögum, þar sem gert sé ráð fyrir
þjóðgarða- og útivístarvegum og
um kortlagningu nýrra fjallvega
og merkingu leiða. Ennfremur
um auknar skyldur sveitarstjórna
og náttúruverndarnefnda i sam-
bandi við efnistöku.
Samþykktar voru tillögur frá
mengunarnefnd um endurskoðun
reglna um búnað oliugeyma við
íbúðar- og iðnaðarhúsnæði, um
vörueftirlit vegna skaðlegra um-
hverfisáhrifa og um að allar nauð-
synlegar ráðstafanir verði gerðar
til að fylgjast með hvort áður
óþekkt mengun geti stafað af
starfsemi fyrirhugaðrar málm-
blendiverksmiðju og sjá um að
hægt verði að gera nauðsynlegar
ráðstafanir ef skaðleg mengun
kemur i Ijós. Tvær tillögur um
Framhald á bls. 22
Flensborg fjölbrautaskóli
HINN 22. apríl sl. var undirrit-
aður samningur milli mennta-
málaráðuneytisins og Hafnar-
fjarðarkaupstaðar um að Flens-
borgarskóli i Hafnarfirði skuli
starfa sem fjölbrautaskóli. 1
samningnum er kveðið á um að
stefnt skuli að þvi að i skólanum
verði gefinn kostur á námi á eftir-
töldum námsbrautum: Mennta-
skólabraut, tæknibraut, viðskipta-
braut, félagsfræðibraut, heimilis-
fræðabraut, myndlista- og hand-
iðabraut, félagsfræðibraut, heim-
ilisfræðabraut, myndlista- og
handiðabraut, svo og iðnaðar- og
iðjubraut i samvinnu vió Iðnskól-
ann i Hafnarfirði. Embætti skóla-
meistara við hinn nýja fjölbrauta-
skóla hefur nú verið auglýst laust
til umsóknar.
Undanfarin ár hefur með heim-
ild menntamálaráðuneytisins ver-
ið starfrækt menntadeild við
Flensborgarskóla. Er fyrirhugað
að stúdentar verði i fyrsta skipti
brautskráðir frá skólanum á
þessu vori.