Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 40
Aætlunurstaðir:
Blönduús — Siglufjörður
Búðardalur — Reykhólar
Flateyri —Bíldudalur
ÆNGIR"
£2
Gjöjíur — Húlmavik
Hvammstangi —
Stykkishúlmur —Rif
Sjúkra- oj? leiguflug um allt land
Símar: 2-6060 & 2-60-66.
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
Jíloíflxmbtntiiíi
LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1975
Milljónatap lýsisfram-
leiðenda fyrirsiáanlegt
Stærsti lýsiskaupandinn á barmi gjaldþrots
tSLENZKIR lýsisframleiðendur
geta að ifkindum tapað stórfé á
þessu ári, þar sem stærsti lýsis-
kaupandi um áraraðir KIEVIT
B.V. f Rotterdam f Hollandi er á
barmi gjaldþrots. Seljendur hér
heima munu að sjálfsögðu gera
kröfu f þrotabúið, ef af verður en
tap tslendinga áður en það kemur
til skipta mun nema um 180
milljónum króna.
Fyrirtækið Kievit í Hollandi
hefur jafnan keypt mikið af lýsi
af íslendingum og er eitt af fáum
fyrirtækjum sem héðan hefur
keypt loðnulýsi með fyrirvara um
framleiðslu. Síðast liðið haust
samdi fyrirtækið um kaup á nokk
uð miklu magni af loðnulýsi og
tók við fyrstu förmunum. Síðla
vetrar fór hinsvegar að bera á
miklum erfiðleikum hjá fyrirtæk-
inu og enduðu þeir með því, að
það gat ekki staðið við gerða
samninga. Nú munu vera hér á
landi um 6 þús. lestir af lýsi,
sem þetta fyrirtæki var búið að
semja um kaup á, og sitja Islend-
ingar uppi með það. Mest af þessu
lýsi var selt á yfir 500 dollara
tonnið, en ef á að selja það aftur
nú, er vart hægt að fá mikið yfir
300 dollara fyrir tonnið. Þannig
nemur tapið á hverju tonni um
200 dollurum eða 1.2 milljónum
dollara samtals sem eru yfir 180
milljónir ísl. króna.
En það eru fleiri en íslending-
ar, sem eiga kröfu á hendur fyrir-
tækinu. Sagt er að fyrirtækið hafi
verið búið að semja um kaup á 70
þús. lestum af fiskiolíu og hafi
t.d. Danir gert stóra samninga við
það. Ennfremur á fyrirtækið að
hafa samið um kaup á 70 þúsund
lestum af pálmaolíu og búrhvala-
lýsi.
Að sögn þeirra lýsisseljenda,
sem Morgunblaðið hafði samband
við í gærkvöldi, þá veit enginn
enn, hvað fyrirtækið getur staðið
undir miklu af þeim kröfum, sem
gerðar eru á það. Ennfremur
sögðu þeir, að það væri mikið
áfall, að þetta fyrirtæki gefst upp
þar sem gott hefði verið að skipta
við það, — ekki sízt þegar okkur
gekk illa að selja lýsi. Dauði þessa
fyrirtækis gæti einnig leitt til
þess, að auðhringurinn Unilever
yrði enn áhrifameiri á lýsismörk-
uðunum en til þessa.
A HATlÐISDEGI verkalýðsins — 1. mal
hðtfðahöldin fóru fram með svipuðu
snlðl og undanfarin ár nema hvað nú
náðist samstaða með stærstu launþegafé-
lögum í Reykjavfk um sameiginlega
kröfugöngu og útifund á Lækjartorgi.
Aftur á móti tókst ekki samstaða milli
tveggja hreyfinga kommúnista. svo að
útifundirnir urðu alls þrfr en á fundum
hinna rauðu verkalýðseiningar og hinna
rauðu framvarða var þó töluvert alþjóð-
legt andrúmsloft, eins og sjá má — Marx,
Engels, Lenfn, Stalfn og Mao f broddi
fylkingar.
(Ljósm. Mbl.Ól.K M.)
60% hækkun húsnæðíslána
11700 þúsund úr 1060 þúsundum
Á FUNDI sfnum í gær-
morgun samþykkti rfkis-
Fernt slasast í bílveltu
A tíunda tímanum f gærkvöldi,
var lögreglan f Hafnarfiröi köiluð
Veski með 16 þús.
kr. tapaðist
1 GÆRKVÖLDl tapaði maður
peningaveski með 16 þús. kr. f
skammt frá íþróttavellinum i
Breiðholti 2. Finnandi er vinsam-
legast beðinn að skila þvi á lög-
reglustöðina gegn fundarlaunum.
upp f Mosfellssveit, en þar höfðu
fjórar manneskjur slasazt er bif-
reið þeirra valt út af veginum.
Fólkið var allt flutt í sjúkrahús,
en enginn mun vera alvarlega
slasaður.
Bifreiðin, sem var á leið til
Reykjavikur valt út af veginum
skammt frá Korpu á Úlfarsfells-
vegi. Þeir fjórir, sem i henni voru,
skrámuðust nokkuð og einn far-
þeganna var meðal annars
ökklabrotinn.
stjðrnin tillögu Húsnæðis-
málastjórnar um hækkun
húsnæðislána. Morgun-
blaðinu barst í gær frétt
frá félagsmálaráðuneytinu
um þessa hækkun. Þar
kemur fram, að ákveðið
hefur verið að hækka hús-
næðismálastjórnarlán úr
kr. 1.060.000 í kr. 1.700.000.
Þetta er hækkun um kr.
640 þúsund eða um 60%.
Frétt félagsmálaráðu-
neytisins er svohljóðandi:
„Gvnnar Thoroddsen fé-
lagsmálaráðherra hefur í
samræmi við tillögur hús-
næðismálastjórnar ákveðið
að hámarksupphæð hús-
næðismálastjórnarlána
skuli hækka úr kr.
1.060.000 íkr. 1.700.00.“
Þessi hækkun á lánum
húsnæðismálastjórnar
mun vera í samræmi við
hækkun á byggingarvísi-
tölu. Samkvæmt upplýs-
ingum, sem Morgunblaðið
hefur aflað sér, mun verða
miðað við, að allir þeir, sem
gert hafa íbúðir fokheldar
á þessu ári, fái greidd lán í
samræmi við þessa
hækkun.
Karnabær:
Fatnaði stolið
fyrirlM millj.
BROTIZT var inn I tfzkuverzlun-
ina Karnabæ við Laugaveg I fyrri-
Landsfundur Sjálfstœðisflokksins hefst í dag:
Nær 1000 fulltrúar
eiga rétt á fundarsetu
LANDSFUNDUR Sjálfstæðis-
flokksins hefst f dag með setn-
ingarfundi f Háskólabfói kl. 14.
Rétt til fundasetu eiga 987 full-
trúar og tjáði skrifstofa Sjálf-
stæðisflokksins Morgunblaðinu
f gær að þá hefði verið tilkynnt
um kjör yfir 900 fulltrúa. For-
maður Sjálfstæðisflokksins,
Geir Hallgrfmsson, forsætisráð-
herra, setur fundinn með ræðu.
Að loknum setningarfundinum
verður landsfundarfulltrúum
boðið að skoða Sjálfstæðishúsið
og þiggja kaffiveitingar f boði
sjálfstæðiskvennafélagsins
Hvatar. A sunnudag hefjast
landsfundarstörf á ný að Hótel
Sögu kl. 13.30. Þá verður kosin
stjórnmálanefnd og skipað f
umræðuhópa.
Að Ioknum nefndaskipunum
verður fjallað um starfsemi
flokksins. Sigurður Hafstein,
framkvæmdastjóri, flytur
greinargerð um starfsemina frá
sfðasta landsfundi. Að lokinni
ræðu framkvæmdastjóra verða
almennar umræður til kl. 15.30.
1 kaffihléi á sunnudag heldur
Landssamband sjálfstæðis-
kvenna og sjálfsstæðiskvenna-
félagið Hvöt kaffissamsæti í
Átthagasal Hótel Sögu fyrir
konur á landsfundinum. A
sama tíma verður kafíisamsæti
fyrir ungt fólk á landsfundin-
um í boði Sambands ungra
sjálfstæðismanna.
Að því búnu flytja ráðherr-
arnir dr. Gunnar Thoroddsen,
Matthfas Bjarnason og
Matthías Á. Mathiesen ræður,
en að þeim loknum verða frjáls-
ar umræður. A sunnudags-
kvöldið kl. 20.30 sitja ráðherrar
flokksins og borgarstjórinn í
Reykjavík fyrir svörum.
Á mánuag munu nefndir
fundarins’ og umræðuhópar
starfa frá kl. 9.30 til kl. 11.45.
Kjördæmanefndir koma síðan
saman kl. 12, en nefndastörf
halda áfram kl. 13.30 til 15.50.
Kl. 16.00 verður gerð grein fyr-
ir álitum umræðuhópa og fram
fara almennar umræður. Á
mánudagskvöld kl. 20.30 fer
fram kjör formanns, varafor-
manns og annarra miðstjórnar-
manna. Að þvf búnu verða al-
mennar stjórnmálaumræður.
Stjórnmálayfirlýsing og
nefdarálit verða til meðferðar á
fundi, sem hefst kl. 9.30 á
þriðjudag. Þá verða og almenn-
ar umræður. Almennum stjórn-
málaumræðum verður síðan
framhaldið kl. 14 og síðan fara
fram fundarslit. A þriðjudags-
kvöld kl. 20.30 verður kvöld-
fagnaður fyrir Iandsfundarfull-
trúa að Hótel Sögu.
nótt og stolið þaðan miklu af til-
búnum fatnaði. Að sögn eigenda
verzlunarinnar mun verðmæti
þýfisins vera um ein og hálf
milljón króna. Málið er óupplýst
en rannsóknarlögreglan f Reykja-
vfk vinnur að rannsókn þess.
Það var aðfararnótt 1. maí að
brotizt var inn i aðra af tveimur
verzlunum Karnabæjar við
Laugaveg. Brutu þjófarnir upp
hurð og komust þannig inn í
verzlunina. Létu þeir greipar
sópa I hirzlum verzlunarinnar og
tóku þar alfatnaði, frakka, buxur,
skyrtur, peysur og nánast allar
tegundir sem þar var að finna.
Reiknast eigendum verzlunar-
innar til, að horfið hafi vörur að
Framhald á bls. 22
Hass fannst í
póstsendingu
TOLLVERÐIR f Tollpóststofunni
f Reykjavfk fundu á miðviku-
daginn 50 grömm af hassi f send-
ingu sem kom frá Danmörku. Er
þetta önnur sendingin á skömm-
um tfma sem þeir finna, sú fyrri
var 650 grömm af hassi. Skýrði
Mbl. frá þeim fundi f fyrri viku.
Viðtakandi pakkans hefur verið
yfirheyrður en neitar að kannast
nokkuð við efnið.