Morgunblaðið - 03.05.1975, Page 7

Morgunblaðið - 03.05.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAI1975 7 Gunnar Flóvenz: Athugasemd og upplýsing- ar varðandi saltaða síld til niðurlagningar Laugardaginn 19. þ.m. birtist í Morgunblaðinu viðtal við dr. Örn Erlendsson, framkvæmda- stjóra Sölustofnunar lagmetis. I viðtalinu er skýrt frá söluerfið- leikum á svokölluðu lagmeti, þ.e. niðursoðnum og niðurlögð- um fiskafurðum. I viðtali þessu hefir fréttamaðúr blaðsins eftirfarandi setningu eftir framkvæmdastjóranum: ,,Hvað Rússlandsmarkaðinn snertir, þá ættu Islendingar ekki til þá tegund lagmetis, sem Rússar vildu. Það væri síld og hún væri ekki til i augnablikinu." Þar sem hér er ekki um réttar upplýsingar að ræða, sem hlýtur að stafa af misskilningi milli fréttamannsins og fram- kvæmdastjórans og ennfremur vegna villandi upplýsinga, sem oft koma fram i fjölmiðlum varðandi markaðsmál saltaðrar síldar, tel ég æskilegt að koma á framfæri eftirfarandi athuga- semd og upplýsingum: 1. Er undirbúningur vegna söltunar og sölu á Suðurlands- síld veiddri i reknet hófst í fyrra sumar, sneri Síldarút- vegsnefnd sér til þeirra íslenzkra niðurlagningarverk- smiðja, sem lagt höfðu niður síld í dósir árin á undan (Siglósild og K. Jónsson & Co., Akureyri) og var spurzt fyrir um það, hvort verksmiðjurnar hefðu áhuga á að tryggja sér samninga um kaup á rekneta- sild, hvaða verð þær gætu greitt og hve mikið magn þær óskuðu eftir að kaupa. Í bréfi Síldarútvegsnefndar til umræddra verksmiðja dags. 31. júlí 1974, var sérstaklega vakin athygli á því, að það myndi hafa mikil áhrif á um- rædda sildarútgerð, hve hátt fersksildarverð unnt yrði að greiða og jafnframt var bent á, að líkur væru á þvi að fersk- síldarverð til frystingar yrði mjög hátt. Öskaði Sildarútvegs- nefnd eftir skjótum svörum, m.a. með tilliti til þess, að Verð- lagsráð sjávarútvegsins hafði þá þegar óskað eftir upplýsing- um um söluhorfur og marks- verð á saltaðri Suðurlandssíld. Afrit af bréfum nefndarinnar var sent Sölustofnun lagmetis. Eftir nokkur viðtöl við for- svarsmenn verksmiðjanna, barst frá þeim svarbréf hinn 2. ágúst þar sem árs- þörf beggja verksmiðjanna á kryddsíld og/eða syk- ursíld var áætluð samtals 10—12.000 tunnur. Siðan sagði, að sú áætlun væri byggð á því, að Sölustofnun lagmetis tækist að selja sildina niðurlagða og á mun hærra verði en á „síðasta tímabili". Verksmiðjurnar voru á þess- um tíma ekki reiðubúnar að semja um kaup og liðu margir mánuðir þar til önnur verk- smiðjan (K. Jónsson & Co.) til- kynnti að hún væri reiðubúin að semja um kaup á 900 tunn- um, en taldi sig ekki geta greitt það verð, sem framleiðendur töldu sig geta sætt sig við. Hinn 25. nóvember féllst hin verksmiðjan, Siglósild, á að kaupa 480 tunnur. Meðan um- ræður við hina islenzku aðila stóðu yfir, var markaðsverð í hinum ýmsu markaðslöndum saltsíldar kannað en ekki var unnt að ganga frá sölusamning- um vegna óvissunnar varðandi síldarþörf islenzku verksmiðj- anna. Þrátt fyrir þetta var sölt- un síldarinnar hagað þannig að hún hentaði fyrir hina inn- lendu aðila. Nokkrum dögum eftir að samningurinn við Siglósíld var undirritaður, var meginhluti saltsíldarinnar seldur til erlendra kaupenda. Hinn 7. janúar var undir- ritaður samningur við K. Jóns- son & Co um sölu á um 500 tunnum. Samkvæmt framansögðu höfðu hinir íslenzku aðilar for- gangsrétt í marga mánuði til að tryggja sér umrædda síld. Sölu- stofnun lagmetis var skýrt jafn- óðum frá þróun þessara mála, svo og framleiðendum síldar- innar, sem voru mjög óánægðir með þann drátt, sem varð á þvi að tryggja sölu síldarinnar, m.a. vegna ákvörðunar bankanna um afurðalán. 2. FOB-söluverð síldarinnar, sem seld var úr landi, var 17—23% hærra en á sildinni, sem seld var til umræddra tveggja niðurlagningarverk- smiðja. 3. Vegna hins háa verðs, sem fékkst fyrir Suðurlandssíldina erlendis, keypti Siglósild 2500 tunnur á lægra verði frá Noregi og K. Jónsson & Co 1200 tunn- ur, einnig á lægra verði, frá Færeyjum. Ættu því að vera til í landinu samtals tæpl. 4700 tunnur til vinnslu á gaffalbit- um. 4. Af framangreindum upp- lýsingum sést, að það er á mis- skilningi byggt, að engin sild sé til í landinu til niðurlagningar. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að ekki hefir enn tekizt að selja síldina niðurlagða. Sölustofnun lagmetis hefir unnið að því sleitulaust síðan í fyrrahaust að reyna að selja þetta óverulega magn og m.a. tvivegis sent sölu- menn í því skyni til Moskvu, en því miður hafa samningar enn ekki tekizt. Sölustofnunin hefir tjáð Síldarútvegsnefnd, að svo virðist sem Sovétrikin séu eini aðilinn, sem til greina komi sem hugsanlegur kaupandi vegna ákveðins kvóta í samningi landanna um niður- soðnar og/eða niðurlagðar fisk- afurðir („canned seafood") en til þessa hafi Rússar ekki viljað samþykkja það verð, sem fram- leiðendur telja sig verða að fá til að standa undir kostnaði við framleiðsluna. Vonandi dregst þó ekki lengi að samkomulag náist, þar sem geymsluþol síldarinnar er takmarkað. 5. 1 sambandi við þennan kvóta í viðskiptasamningi okk- ar við Sovétríkin, er rétt að láta I það koma fram, að Rússar hafa nánast verið þvingaðir til að fallast á kvóta fyrir þessa vöru- I tegund i viðskiptasamningum I landanna. I öllum þeim viðræð- um um endurnýjun viðskipta- I samninga við Sovétríkin, sem I átt hafa sér stað siðan íarið var I að ræða um kvóta fyrir niður- I lagðar og/eða niðursoðnar I sjávarafurðir, hafa Rússar I vægast sagt verið ákaflega treg- I ir til að fallast á slika kvóta, I þrátt fyrir það að um stórar I upphæðir hefir ekki verið að I ræða. Af Islands hálfu hefir I jafnvel verið gengið svo langt, að gefa i skyn, að engir við- I skiptasamningár yrðu undir- I ritaðir nema fallizt yrði á I ákveðinn kvóta fyrir þessa I vörutegund. Siðast þegar samið I var um nýjan viðskiptasamning I og samkomulag hafði náðst um kvóta fyrir alla liði nema niður- soðnar og/eða niðurlagðar fisk- afurðir, varð þáverandi við- skiptaráðherra, Lúðvík Jóseps- son, að taka upp sérstakar við- ræður á ráðherragyundvelli til þess að fá Rússa til að koma til móts við kröfur Islendinga. Verður ekki annað sagt en að Rússar hafi sýnt sérstakan vel- vilja i okkar garð í þessu máli. Svipaða sögu hefir yfirleitt verið að segja, þegar viðræður hafa átt sér stað um söluna. Þá hafa viðskiptaráðuneytið, sendiráðið í Moskvu og ráð- herra viðskiptamála orðið að koma til skjalanna, svo að samningar gætu tekizt. Hitt er svo annað mál, að þegar samningar hafa tekizt ganga Rússar yfirleitt fast eftir þvi, vegna áætlunarbúskapar síns, að umsamið magn verði af- greitt. 6. Þess misskilnings hefir stundum gætt hér á landi, að söltuð síld sé öll seld sem hrá- efni út úr landinu. Hið rétta er, að venjuleg söltuð síld er að verulegu leyti fullunnin neyzluvara. A vissum mörkuð- um er þó sérverkuð síld notuð til frekari vinnslu og þá eink- um til framleiðslu á gaffalbit- um og svipuðum vörum. Þvi er stundum haldið fram að Sviar og Norðmenn flytji út i stórum stíl gaffalbita og aðrar svipaðar niðurlagðar vörur framleiddar úr saltaðri sild, þ.m.t. krydd- og sykursild. Hér er um regin mis- skilning að ræða. Það sem framleitt er af þessum vörum i þessum löndum fer svo til allt á innanlandsmarkað. Á þetta bæði við um markaðsástandið i dag og eins og það var á árun- um, þegar nóg framboð var á hinni stóru og feitu Norður- landssíld. Áratuga tilraunir þessara þjóða til að flytja út niðurlagða sild framleidda úr salt-sykur- eða kryddsíld hafa farið út um þúfur. 7. Vegna friðunaraðgerða undanfarinna ára er nú að koma að þvi, að sildveiðar verði á ný leyfðar hér við land með herpinót, að sjálfsögðu mjög takmarkað magn í fyrstu. I því sambandi má geta þess, að ekki þarf nema mjög óverulega veiði til að framleiða saltaða síld fyrir marga milljarða króna í dýrmætum gjaldeyri. Það er yfirlýst stefna Síldarútvegs- nefndar að láta sérverkun síld- ar fyrir hinar inniendu niður- lagningarverksmiójur sitja i fyrirrúmi enda verði samið um kaup og aðra skilmála i tæka tið. Eins og ástandið er i dag og Framhald á bls. 31 SJÁ smáauglýsingar á síðu Humarbátar Hraðfrystihús á Reykjavíkursvæðinu óskar eftir hurriarbátum í viðskipti í sumar. Upplýsingar í símum 43580 og 1 6260. Q) ÚTBOÐ Tilboð óskast í lögn dreifikerfis í Garðahreppi. 1. áfanga fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, gegn 1 5.000.— skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 1 6. mai kl. 1 1.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Auðvitað vill konan laga gott kaffi fyrirhafnarlítið. Gefið henni því Remington kaffilagara. Helstu kostir: Samstæða meS könnu og trekt. Hægt að stilla rennsli heita vatnsins (þér getið notað eigin kaffikönnu) — Hitavatns- geymir tekur 1.3 lítra og er með skiptingu fyrir 1—10 bolla — Sjálfvirkur hitastillir varnar ofhitun — Hitaplatan heldur kaffi hæfilega heitu allan daginn — Fallega hannað heimilistæki — Árs ábyrgð SPERRV=y=REAAINGTON Laugavegi I78 simi 38000 — merki sem tryggir gæðin. A Hótel Club 33, Palma Nova (Mallorca) hittist ungt fólk frá allri Evrópu f sumar. Þetta nýja og glæsilega hótel býður þér meðal annars uppá: Fullt fæði (og næturmat), eigin útvarps- og sjónvarpsstöð, aóstöðu til allskyns fþróttaiðkana og eigið diskótek. Þetta eru tvfmælalaust hag- stæðustu ferðakjör unga fólksins f sumar. Pantaðu farið strax, þá hefurðu tryggingu fyrir eftirminnilegu sumarfrfi. Klúbbur 32, Lækjargötu 2, sfmi 26555 og 17800.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.