Morgunblaðið - 03.05.1975, Page 23

Morgunblaðið - 03.05.1975, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAl 1975 23 Sýning FIM fær lofsamlega dóma í norskum blöðum EFTIR áramót sendi Félag fslenzkra myndlistarmanna farandsýningu 18 félagsmanna til Noregs og Svfþjódar. Hér var um að ræða nokkurs konar svar félagsins við Vestlandutstilling- en, sem hingað kom frá Noregi og haldin var f Norræna húsinu fyrir um það bil ári, og var íslenzka sýningin opnuð í Björgvin 10. janúar s.l. I febrúar var sýningin svo opnuð í Kiruna í Svfþjóð, og í marz f Luleá. Þá var óskað eftir þvf að sýningin kæmi einnig tii Finnlands, og verður hún opnuð f Uleáborg 4. maí n.k. Islenzku listamennirnir, sem verk eiga á sýningunni, eru eins og fyrr segir 18 að tölu. Þeir eru Ágúst F. Petersen, Björg Þor- steinsdóttir, Finar Hákonarson, Eyborg Guðmundsdóttir, Guð- munda Andrésdóttir, Hafsteinn Austmann, Hringur Jóhannesson, Jóhannes Geir Jónsson, Louisa Matthíasdóttir, Ragnheiður Jóns- dóttir Ream, Jens Kristleifsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Guð- mundur " Benediktsson, Örlygur Sigurðsson, Hallsteinn Sigurðs- son, Jón Benediktsson, Jóhann Eyfells og Magnús Á. Árnason. Á sýningunni eru alls 87 verk, högg- myndir, grafík-myndir, olfu- myndir, vatnsfitamyndir og teikn- ingar. Þegar munu mörg verk- anna vera seld. Dómar um sýninguna hafa verið mjög lofsamlegir, og hafa Mbl. borizt umsagnir um hana í blöðum í Björgvin. Hér verða birtir kaflar úr nokkrum þeirra: „Jóhannes Geir Jónsson er áberandi persónuleiki í hópi mál- aranna. Expressjónistisk list hans með fvafi landslagsáhrifa stendur föstum fótum í nátturu og lífi fólksfns. Ágúst Petersen og Ragn- heiður Jónsdóttir Ream eru ljóð- rænni að skapgerð og Ragnheiður hefur raunar til að bera sterkari tilfinningu fyrir litum.“ Þetta segir Harald Flor í Bergens Tid- ende 17. janúar s.l. og ennfremur: Hafsteinn Austmann málar abstrakt i anda Parísarskólans. Kerfisbundni rytminn, sem hann glímir við; sýnist hafa opnað leið til áframhaldandi þróunar. Björg Þorsteinsdóttir og Einar Há- konarson vinna bæði á landamær- um óhlutbundinnar listar annars vegar en figúratifrar hins vegar. Björg hefur einkum komið til leiðar hárri myndrænni spennu. Spennuhlaðinn undirtónn er líka rauður þráður hjá Hringi Jó- hannessyni. Hringur hefur bæði lært af Magritte og nýrealist- unum og er höfundur þeirra verka á sýningunni, sem lengst verður munað eftir. Walemar Stabell segir í Morg- enavisen 22. janúar: ,,Á sýning- unni eru ennfremur góð grafisk verk og höggmyndir islenzkra myndlistarmanna. Töfrandi eru teikningar og vatnslitamyndir Örlygs Sigurðssonar. Ragnheiður Jónsdóttir er góður grafískur listamaður. Hún átti sæti í dóm- nefnd Frederikstad-biennalsins í fyrrasumar. Yngsti þátttakand- inn, Jens Kristleifsson, sýnir dá- lítið torskilin en örugglega gerð dúkskurðarverk. Magnús A. Árnason er þekktur listamaður, bæði sem málari og myndhöggvari. Hann teflir fram fingerðri stúdíu af syni sínum Vífli. Aðrar myndir eftir hann heita Genivive og Karlinn i tungl- inu. Ég þekki ekki forsendu siðast talda verksins, en kröftug einbeit- ing anda i þessu höfði er sannar- lega íslenzkum myndhöggvara til mikillar sæmdar.“ Sami gagnrýnandi segir síðan: „Áhugaverðar höggmyndir sjá- um við hjá Guðmundi Benedikts- syni, Hallsteini Sigurðssyni, Jóni Benediktssyni og prófessor Jó- hanni Eyfefls. Allt eru þetta lista- menn, sem veita okkur rikulega hlutdeild í verkum sínum.“ Síðar í sama listdómi segir: „Svartur hestur" Louisu Matthfasdóttur er málaður djörfum og kraftmiklum pensilförum. Litirnir eru oftast fullhljóma, nokkuð harðir og taka stór stökk milli ljóss og myrkurs. Louisa segir blátt áfram frá því, sem hún sér. T.B. segir í Bergenes Arbeider- blad 18. janúar: „Fyrir nokkrum árum efndi Bergen Billedgalleri til sýningar á verkum ungra íslenzkra mynd- listarmanna. Hún kitlaði forvitni mína og sagði mér, að ungir myndiistarmenn á Islandi væru gagnteknir sömu formrænu vandamálum og starfsbræður þeirra viðsvegar um heiminn — en um leið var eitthvað alveg sér- stakt við nútímalega túlkun þeirra. Nokkrir höfundanna af eldri og mið-kynslóðum velja sér auðvitað fyrirmyndir úr islenzkri náttúru. Aftur á móti er meiri- hlutinn staðfesting þess, að Is- lendingar lifa ekki á neinum út- kjálka í Evrópu, heldur fylgjast þeir vel með formbreytingum tímans. Listgæði einkenna þessa sýningu, en hún er hvorki mjög sérstæð, né heldur kemur hún okkur á óvart.“ Samsöngur Kvennakórs Suðurnesja Söngurinn er vafalítið ein besta leiðin til að fagna sumri og sól. Raddir vorsins eru svo nátengdar söngnum. Kvennakór Suðurnesja tókst fádæma vel að vekja vor- gleðina hjá áheyrendum sem hlýddu nýverið á söng þeirra í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Efnisskráin var fjölbreytt, sam- ofin íslenskum og erlendum lögum. Fyrir hlé voru sungin lög eftir islensk tónskáld. Sum þeirra voru i ágætri útsetningu söng- stjórans, Herberts H. Ágústs- sonar. Ragnheiður Skúladóttir lék undir á pianó á fágaðan hátt og fleiri voru til aðstoðar við undirleikinn. Það vakti undrun mina er tvær konur úr kórnum tóku fram gitar og harmonikku og léku undir þegar Austfjarða- þokan var sungin. Þeim er ekki fisjað saman Suðurnesjakonum. Eftir hlé aðstoðaði skólahljóm- sveit Tónlistarskólans í Keflavik. Þar tókst söngstjóranum að sam- stilla undirleik ungra hljóðfæra- leikara við söng kórsins með góð- um árangri. Það var vel til fundið að fá unga fólkið til að vera með. Það er vart hægt að hugsa sér betri leið til að brúa kynslóðabilið sem stundum er verið að tala um. Kórinn söng erlend lög á ensku og þýsku. Hann söng sérlega vel lögin More, og Yesterday ásamt syrpu úr Cabaret. Elísabet Erlingsdóttir söng einsöng með kórnum. Hún söng lögin Du sollst der Kaiser meiner Seele sein eftir Robert Stolz og Ich bin verliebt eftir Nico Dostal, með miklum ágætum. Kórinn og einsöngvar- inn fengu mjög góðar undirtektir hjá áheyrendum og mörg lögin á efnisskránni voru endurtekin. Hegel sagði eitt sinn: „Almenningur vill helst finna i tónlistinni eitthvað af tilfinn- ingum og hugmyndum sem liggja alveg í augum uppi, að inntakið blasi við, af því stafar dálæti fólks á sönglögum.*1 Það er mikill sann- ieikur í þessum orðum og einmitt þetta tókst söngstjóra og kór- félögum Kvennakórs Suðurnesja með flutningi og efnisvali. Menn þurfa ekki að vera að hafa áhyggj- ur af menningarneyslu í sjávax plássum á tslandi meðan þar er að finna dugmikið hæfileikafólk á ýmsum sviðum listarinnar. Nær væri að þiggja af þessum glöðu veitendum og lifa sig inn í tónlist- ina með þeim. Brucella í slipp á miðvikudag BREZKI togarinn Brucella, sem varðskipið Týr kom með til Reykjavíkur í byrjun vikunnar liggur en við bryggju í Reykjavík- urhöfn og býður eftir því að kom- ast í slipp. Að sögn Geirs Zöega, umboðsmanns brezkra togara, mun togarinn ekki verða tekinn upp fyrr en á miðvikudag. Togar- inn lekur töluvert og er stanzlaust dælt úr honum, en lekinn virðist mestur i vélarrúmi hans. Mér er ekki grunlaust um að kvennakór Suðurnesja hafi skákað mörgum karlakórnum með söng sinum. Eflaust finnst Suðurnesjakonum það vel á kvennaári. En hvað um það, besti árangurinn af samsöng er að senda áheyrendur raulandi heim. Það tókst Kvennakór Suðurnesja. Hafið þökk fyrir vel heppnaða og ánægjulega kvöldstund. Ölafur Oddur Jónsson. Ráðstefna leiðsögu- manna haldin í dag FÉLAG leiðsögumanna heldur ráðstefnu að Hótel Loftieiðum í dag og hefst hún kl. 13.30. Á ráðstefnunni verða flutt þrjú erindi. Þór Magnússon þjóðminja- vörður flytur erindi um íslenzkar fornminjar, séðar með augum út- lendinga, Tómas Zoéga formaður Félags fsl. ferðaskrifstofa ræðir um leiðsögustörf frá sjónarhóli ferðaskrifstofa og Vigdís Finn- bogadóttir leikhússtjóri fjallar um sama efni frá sjónarmiði leið- sögumanna. Að erindaflutningi loknum verður rætt um erindin og uppkast að starfsreglum leið- sögumanna. I Félagi leiðsögumanna eru nú 219 félagar viðsvegar að af land- inu. Formaður félagsins er Birna Bjarnleifsdóttir. Róbert bangsi á stórri hljómplötu DEMANT h.f. hefur sent á mark- aðinn fyrstu hljómplötur sinar, stóra hljómplötu með sögunni um RÓBERT BANGSA í Leikfanga- landi og 16 lögum og tveggja laga hljómplötu með lögunum HERRA FLINKUR og RÓBERT BANGSI, sem Pálmi Gunnarsson og Rut Rekinalds syngja. Er undirleikur á lögunum flutt- ur af enskri hljómsveit. Stóra hljómplatan tekur rúma klukku- stund í flutningi. RUT REKINALDS, sem á með- fylgjandi mynd er í góðum félags- skap, er aðeins 9 ára gömul, en mjög efnileg söngkona, og fer hún með hlutverk Röberts bangsa á hljómplötunni. Aðrir, sem fram koma á hljóm- plötunum um RÓBERT BANGSA í Leikfangalandi eru: HELGI SKULASON, sem fer með hlut- verk sögumanns, PÁLMI GUNN- ARSSON, SIGRIÐUR HAGALlN, Pétur Einarsson, Ásgeir Óskars- son, Þórhallur Sigurðsson og Har- aldur Sigurðsson, Janis Carol, Drifa Kristjánsdóttir, Helga Möll- er, Linda Gísladóttir og Helga Steinsdóttir. Magnús Kjartansson stjórnaði upptökunni, en Böðvar Guð- mundsson þýddi. □ 353 Getum afgreitt nú þegar, eóa í næsta mdnuói, CATERPILLAR aflvélar og rafstöövar í eftirtöldum stæröum: 398 - 12 strokka - 850 hö viö 1225 sn/mín 379 — R —11— — 565-"- —" — í°" ílar <! D- aflvelar 353 - 6 —11— - 425-"- -••- -••- —»— »- 1500 —•• — rafstöó < D-3306 6 —ii— _ 155 _ii D 353 425 hö 1225 sn/mín Einnig bjóðum vió hinn vióurkennda ULSTEIh^skiptiskrúfubúnaó. * ^ ^ Sölu-, viógeróa- og varahlutaþjónusta í sérflokki ____j HEKLA HF. Laugavegi 170-172, — Sími 21240 Caterpillar, Cat, og □ eru skrasett vörumerki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.