Morgunblaðið - 03.05.1975, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAl 1975
Stórvirkjun á Norðurlandi vestra;
Blönduvirkjun og Norðurlandsvegur
prófeteinar á raunhæfa byggðastefnu
Magnús Torfi Olafsson (SFV)
mælti í sameinuðu þingi í gær
fyrir þingsályktun, sem hann flyt-
ur ásamt samflokksmanni sínum,
Karvel Pálmasyni, um stórvirkj-
un á Norðurlandi vestra. —
Eyjólfur Konráð Jónsson (S)
flutti við þá umræðu tölu, sem að
meginefni fer hér á eftir.
Ég kveð mér hljóðs til að lýsa
mikilli ánægju minni yfir flutn-
ingi þeirrar tillögu, sem hér er til
umræðu, ekki einungis vegna efn-
is hennar, heldur einnig vegna
þess hverjir flutningsmenn eru.
Það er því miður fátitt, að þing-
menn flytji tillögur um meiri-
háttar framkvæmdir í öðrum
kjördæmum en þeim, sem þeir
sjálfir hafa boðið sig fram í. Slík
viðsýni heyrir til undantekninga,
en hér flytur þingmaður Vestfirð-
inga og landskjörinn þingmaður,
sem í framboði var i Reykjavík,
tillögu um stórfelldustu fram-
kvæmdir, sem um getur í Norður-
landskjördæmi vestra. Fram-
kvæmd, sem gjörbreyta mun lífs-
afkomu fólksins i þessum lands-
hluta, vekja með því bjartsýni og
verða undirstaða nýrrar fram-
farasóknar, ef í hana verður ráð-
izt.
Virkjun Blöndu eða Jökulsánna
í Skagafirði er að mínum dómi
annað tveggja mestu hagsmuna-
mála Norðuriands vestra, þess
kjördæmis, sem ég er þingmaóur
fyrir. Hitt er lagning Norður-
vegar, sem neðri deild Alþingis
samþykkti einróma að hefði sér-
stakan forgang, þegar ráðizt
verður i meiriháttar vegafram-
kvæmdir á næstu árum. Að því
vik ég nokkru siðar.
Um iangt skeið hefur atvinnu-
ástand á Norðurlandi vestra verið
einna verst á landi hér, og raunar
hvergi verið þar um að ræða veru-
legar tekjur síðan sildin hvarf á
braut fyrir nær þremur áratug-
um. í öllum öðrum landshlutum
hefur oft á þessu tímabili árað vel
og tekjur verið miklar, stundum
uppgrip. Afleiðingin hefur orðið
sú, að fólkið í Norðurlandi vestra
hefur dregizt aftur úr efnahags-
lega, tekjur hafa verið þar lægri
en.í nokkrum öðrum landshluta,
framkvæmdir minni og atvinnu-
lifið ótraustara. Svo rammt hefur
að þessu misrétti kveðið, að
hvergi á landinu eru færri ung-
menni, sem sækja framhaldsnám,
en í þessu kjördæmi. Þannig er
sama hvar borið er niður. Vegna
ytri aðstæðna hefur á þessu svæði
landsins verið erfiðara um öflun
lifsgæða en annars staðar, og i
sumum þessara byggðarlaga
hefur verið háð stöðug varnarbar-
átta á meðan aðrar byggðir hafa
getað sótt fram til stórbættra lifs-
kjara.
Eitt megin stefnumál núver-
andi rikisstjórnar er byggðajafn-
vægi, og stjórnarandstaðan styður
einnig þá stefnu. Þingmenn eru
sammála um það, að nauðsyn beri
til, að íslendingar byggi land sitt
allt og aðstaðan til að hagnýta
gæði landsins og njóta kosta þess
verði sem jöfnust. Ef menn meina
eitthvað með þessum staðhæf-
ingum er alveg ljóst, að sá lands-
hluti, sem hér er um rætt, á að
njóta algjörs forgangs við upp-
byggingu meiriháttar atvinnu-
reksturs nú um sinn og hitt er
líka ljóst, að öflun ódýrrar orku
heima í þessum héruðum er eitt
af megin skilyrðum þess, að öflug
atvinnufyrirtæki á sviði iðnaðar
rísi þar.
Nú þegar er ljóst, að stór-
virkjanir, bæði í Blöndu og
Jökulsám, eru hagstæðar virkjan-
ir. Kannski þær hagstæðustu, sem
unnt er að ráðast í I nánustu fram-
tíð. Þessar virkjanir yrðu utan
jarðskjálfta- og eldgosasvæða, og
þær yrðu þegar í stað tengdar
Suðvesturlandinu, er byggðalínan
svonefnda hefur verið gerð.
Virkjun á Norðurlandi vestra ætti
að geta verið fullgerð þegar upp
úr 1980 eða um það Ieyti, sem
orkuskortur verður. Þaðan mætti
um nokkurt árabil leiða allmikla
orku suður, t.d. til að fullnægja
kröfum málmblendiverksmiðj-
unnar í Hvalfirði, á meðan unnið
væri að uppbyggingu iðnaðar á
þessu svæði og annarri hagnýt-
ingu orkunnar heima fyrir. Síðan
mætti með stórvirkjunum austan
lands eða sunnan fullnægja þörf-
um fyrir norðan um skeið, þegar
orka þar væri fullnýtt og meðan
unnið væri að öðrum virkjunar-
framkvæmdum i þeim landshluta.
Upplýsingar hafa nú borizt um
það, að norska fyrirtækið Norsk
Hydro hafi áhuga á að reisa
allstóra álverksmiðju á Islandi,
annaðhvort noróan lands eða
austan og einna helzt er þá rætt
um Eyjafjörð. Háttv. þingmaður
Magnús Kjartansson, sem heiður-
Nýr þingmaður.
Guðrún Benediktsdóttir (F),
Grundarási Vestur-
Húnavatnssýslu, hefur tekið
sæti á Alþingi f fjarveru Páls
Péturssonar, sém 1. varaþing-
maður Framsóknarflokksins í
Norðurlandskjördæmi vestra.
Skiptar skoðanir um
sauðnaut.
Innflutningur og eldi sauð-
nauta varð deilduefni þing-
manna á fundi neðri deildar í
gær. Stefán Valgeirsson (F) og
Ingólfur Jónsson (S) mæltu
með frumvarpi um það efni, en
lögðu áherzlu á, að hér væri
aðeins stefnt að heimildarlög-
um ráðherra til handa, sem háð
væru samþykki yfirdýralæknis
og náttúruverndarráðs. Sjálf-
sagt væri að fara að öllu með
gát í þessu efni. Spurning væri,
hvort ýmis landsvæði, t.d. á
norðanverðum Vestfjörðum,
sem í engu væru nýtt, hentuðu
ekki slikri búskapargrein.
Hvert sauðnaui gæfi af sér allt
að 2,7 kg ullar, sem væri að
verðmæti rúmir $100 pr. kg.
auk kjötafurða.
Kyjólfur Konrió Magnús Torfi
Jónsson Ólafsson
inn ber af byggingu málmblendi-
verksmiðjunnar á Grundartanga,
og félagar hans, gerðu mig
allfrægan fyrir nokkrum árum, er
þeir héldu því fram, að skoðun
mín væru sú, að á Islandi ætti að
byggja 20 álbræðslur eða nokk-
urn veginn sem svaraði tvöföldun
heimsframleiðslunnar á þeim
ágæta málmi. Ég væri alveg til
með að semja við þá um það að
strika núllið aftan af og hafa
álbræðslurnar tvær, Ég held, að
ágætt væri að fá aðra slíka verk-
smiðju, t.d. í tengslum við
Halldór E. Sigurðsson (F),
Pétur Sigurðsson (S) og
Magnús Torfi Olafsson (SFV)
mæltu gegn frumvarpinu.
Töldu þeir að hér væri ekki
nægrar varúðar gætt, flytja
ætti inn lifandi dýr (ekki sæði
til einangraðar stöðvar, eins og
gilti um holdanaut), smithætta
og snfkjudýr fylgdu þessari
Guðrún Benediktsdóttir.
Blönduvirkjun. Bjarnan vildi ég,
að Húnvetningar hagnýttu sem
mest þá orku, sem i héraði þeirra
væri aflað og vil ég benda á, að
hreppsnefnd Blönduóshrepps
hefur gert um það ályktun, að
virkja beri Blöndu og hefja stór-
iðju í héraðinu, en þá sérstaklega
bent á áburðaverksmiðju.
Við umræður um sérstaka fjár-
öflun til Norðurvegar, benti
annar þingmaður frá Vestfjörð-
um, háttv. þingm. Sighvatur
Björgvinsson, á hverja þýðingu
það hefði fyrir byggðir Vest-
fjarða, að góðar samgöngur yrðu
um aðalbraut, ekki einungis til
höfuðborgar Suðurlands, heldur
einnig til Norðurlandsins — og
um það allt til Akureyrar. Hann
taldi það réttilega eitt af megin-
hagsmunamálum Vestfirðinga að
efla tengslin við Norðurland.
Raunar á hluti Vestfjarðakjör-
dæmis beina landfræðilega sam-
leið með Norðurlandi vestra, og
dýrategund, eftirtekjan væri
nánast hagalagðar sem tfma
þyrfti um fjöll og firnindi og
þar að auki væru skepnur þess-
ar mannskæðar og sem slíkar
fáum fagnaðarefni á friðlýstu
svæði Vestf jarða.
Félagsmálasáttmáli
Evrópu
Gunnar Thoroddsen (S),
félagsmálaráðherra, og Þor-
valdur Garðar Kristjánsson (S)
mæltu fyrir þingsályktun um
fullgildingu á félagsmálasátt-
mála Evrópu. Sáttmáli þessi
var undirritaður 1 Turin á
Italíu 18. október 1961. Flest
rfki Evrópu hafa þegar staðfest
sáttmálann, þar á meðal öll
Norðurlöndin, utan Island, sem
er í hópi 7 ríkja, er utan sátt-
málans standa. Tími er til kom-
inn að við fylgjum fordæmi
annarra Norðurlanda f þessu
efni.
Flugvöllur í Skerjafirði
Guðmundur Þórarinsson (F)
mælti fyrir þingsályktunartil-
þessi 2 kjördæmi ættu að stór-
auka samskipti sfn og samstöðu,
ekki einungis um orkuöflun held-
ur einnig í samgöngumálum. Auð-
vitað er alveg ljóst, að það yrði
gífurleg lyftistöng fyrir Norður-
land vestra að vera í þjóðbraut
milli höfuðborga Suðurlands og
Norðurlands, þegar fullkominn
vegur lægi þar um garð, en þetta
er líka geysimikið hagsmunamál
Vestfirðinga og raunar landsins
alls.
Ég vil að lokum ítreka þakkir
minar fyrir flutning þessarar til-
lögu og benda enn á ný á það, aó
engin byggðastefna á Islandi
getur i dag verið raunhæf, nema
Norðurlandskjördæmi vestra
njóti sérstöðu, meðan það er stað-
reynd, að lifskjör þar eru lang
lökust, og svo rammt kveður að,
að æskufólk getur ekki notið
menntunar nokkurn veginn á
borð við það, sem annars staðar
gerist.
lögu um nýjan innanlandsflug-
völl á Reykjavíkursvæðinu.
Taldi hann að Reykjavíkurborg
ætti að standa að sfnum hluta
undir kostnaði við þessa flug-
vallargerð, þar sem borgin
öðlast verðmætt land til afnota
við tilkomu nýs vallar, tryggði
borgarbúum framtfðarflugvöll
í næsta nágrenni, öryggi
borgarbúa sem flugfarenda yk-
ist og loft- og hljóðmengun yrði
bægt frá íbúum borgarinnar.
Framfærslukostnaður
Lögð hefur verið fram þings-
ályktunartillaga, sem sex þing-
menn úr öllum stjórnmála-
flokkum flytja, þess efnis, að
ríkisstjórnin skuli fela Hag-
stofu Islands að reikna útfram-
færslukostnað, amk. á einum
stað í hverjum landsfjórðungi.
Þessari athugun verði hraðað,,
þannig að niðurstöður liggi
fyrir við endurskoðun á vísi-
tölugrundvelli. I greinargerð er
lögð áherzla á, að ýmsir
kostnaðarliðir séu mjög mis-
munandi við Reykjavíkursvæð-
ið svo sem gert hefur verið til
þessa í slfkum útreikningum.
Hverjum bjallan glymur?
Selfossdeilan síast inn í þingsali
Eggert Þorstcinsson (A), 1.
varaforseti efri deildar Alþing-
is, hringdi tvívegis forseta-
bjöllu í jómfrúrræðu Ölafs
Ölafssonar, kaupfélagsstjóra á
Hvolsvelli sl. miðvikudag, og á-
minnti þingmann um að ræða
þingmál ekki of persónulega.
Soffía Guðmundsdóttir (K)
hafði mælt fyrir þingsályktun,
sem fjallar um réttindi og
skyldur fastráðins starfsfólks á
almennum vinnumarkaði, þar
sem hún vék mjög að svokall-
aðri „Selfossdeilu“ sem dæmi-
gerðri sönnun fyrirþörf á laga-
setningu um þetta efni, vegna
ofríkis viðkomandi vinnuveit-
anda.
Ólafur Ólafsson (F), sem
flutti jómfrúrræðu sína sem
þingmaður í þessari umræðu,
sagðist gjörkunnugur máli
þessu í öllum atriðum, enda
hefði hann fylgzt vel meó því
frá upphafi og frá báðum hlið-
um. Hann sagðist undrast allt
það moldviðri og allan þann
áróður, sem upp hefði verið rót-
að, sem og að flytja þetta mál
inn í þingsali, greinilega í þeim
tilgangi að óvirða samvinnu-
hreyfinguna. Ástæðan til þess
að málið hefði ekki verið nægi-
lega skýrt af Kaupfélagi Árnes-
inga væri sú, að það hefði þótt
of persónulegt og því ekki
drengilegt gagnvart viðkom-
andi starfsmanni. Rakti hann i
grófum dráttum starfssögu við-
komandi aðila, er hann taldi
sýna, að honum hefði ekki verið
sagt upp af ástæðuiausu.
Ölafur kvaðst fylgjandi þvi
að sett yrðu lög um réttindi og
skyldur fastráðins starfsfólks,
en greinargerð og málflutning-
ur framsögumanns væru um of
á þann veg, að vanvirða sam-
vinnuhreyfinguna og draga
fram vilhalla mynd af við-
kvæmri deilu.
Aðrir, sem tóku til máls í
umræðunni, vóru: Helgi F.
Seljan (K), Einar Ágústsson,
utanríkisráðherra (F) og
Albert Guðmundsson (S).
Úr sölum Alþingis
í stuttu máli: