Morgunblaðið - 03.05.1975, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAl 1975
Skeifukeppnin 1975 að Hvanneyri
Ár hvert fer fram á
Bændaskólanum aö
Hvanneyri keppni i tamn-
ingu hrossa og er keppnin
nefnd Skeifukeppnin.
Nafnið er dregið af verð-
laununum í keppninni en
þau er Morgunblaðsskeif-
an, sem gefin er af Morg-
unblaðinu; einnig hefur
blaðið veitt sams konar
viðurkenningu á Bænda-
skólanum að Hólum. Vill
blaðið meó þessum hætti
hvetja unga hestamenn til
að leggja stund á tamn-
ingar og þykir vel við hæfi,
að þessi viðurkenning sé
veitt þeim nemendum
bændaskólanna, sem sýna
bestan árangur i tamningu
unghrossa.
Skeifukeppnin 1975 að Hvann-
eyri fór fram síðastliðinn sunnu-
dag. Það var ekki laust við að
greina mætti spennu í andliti
nemenda Bændaskólans og átti
þetta þó einkum við þá, er sáust á
hestbaki, en er Morgunblaðs-
menn bar að garði voru þátt-
takendur i keppninni í óða önn að
leggja síðustu hönd á undir-
búning keppnishrossa. Smám
saman stækkaði hópur manna og
hrossa á keppnisstað en nepjan
minnti menn á að þó sumarið
væri komið samkvæmt daga-
talínu, er íslensk veðrátta litlu
betri en kenjóttur klár.
Til þátttöku í Skeifukeppninni
1975 voru mættir 16 hestar. En
skilyrði fyrir þátttöku í keppn-
inni er að viðkomandi hestur hafi
ekki verið taminn áður en
nemandinn hóf að temja hann á
þessum vetri. Tamning hrossanna
hófst i lok janúar. I keppninni
voru dæmd eftirfarandi atriði:
Fet, brokk, töít, skeið, stökk,
fegurð í reið, áseta, stjórnun og
hlýóni. Réðu tvö síðast töldu
atriðin mestu i dómnum. Dóm-
nefnd skipuðu þeir Agúst Odds-
son, Akranesi, Reynir Aðalsteins-
son, Sigmundarstöðum og Gísli
Höskuldsson, Hofsstöðum.
Nemendur í bændadeild
skólans á Hvanneyri mega frá
áramótum hafa hross á húsi á
skólanum. Ekki er hér um að
ræða námsgrein við skólann held-
ur bara tómstundagaman.
Nemendur hafa ákveðinn tíma á
hverjum degi frá kl. 1—4 til að
sinna hrossunum, nema laugar-
daga frá kl. 1 til 6. Einu sinni í
viku er með þeim leiðbeinandi,
sem síðast liðinn vetur var Þor-
valdur Arnason og var hann eink-
um með nemendur í gerðis-
æfingum. Utreiðar eru stundaðar
hina dagana og á góðviðrisdögum
er riðið að Andakilsá og hrossin
vanin við vatnið.
Þeir nemendur skólans, sem
Mbl. hafði tal af sögðu aðstöðu til
hrossahalds og ástundunar hesta-
mennsku þvi miður ekki nægilega
góða. Ekki veldur þar um tima-
skortur heldur hitt, að hesthúsi
staðarins er nokkuð ábótavant og
tamningargerðið er orðið heldur
hrörlegt. Vegna þess rúma tíma,
sem til hestamennsku er ætlaður,
bentu nemendurnir á að nauðsyn-
legt væri að nýta þennan tima
betur, en til þess að svo mætti
verða þyrfti meiri leiðsögn af
hálfu leiðbeinenda. Kváðu
nemendur að svo virtist, sem
umsjón: TRYGGVI
GUNNARSSON
Fyrir hönd Morgunblaðsins afhenti Tryggvi Gunnarsson sigurvegar-
anum, Jóni Halldórssyni, Morgunblaðsskeifuna.
skólayfirvöld hefðu heldur
takmarkaðan áhuga á vexti og
viðgangi hestamennskunnar.
Urslit Skeifukeppninnar 1975
urðu þau að Jón Halldórsson frá
Krossi i Lundarreykjadal sigraði
á Skímu og hlaut hann Morgun-
biaðsskeifuna. Skíma er 5 vetra,
steingrá, ættuð frá Krossi. Annar
varð Jónas R. Lilliendahl frá
Skálmholti í Flóa. Hann keppti á
Andvara, 5 vetra, rauðum frá
Hjaltastaðahvammi í Skagafirði.
Þriðji varð Haukur Þór Hauksson
úr Reykjavík en hann keppti á
Golu, 5 vetra, grá frá Hjarðarholti
i Stafholtstungum. Félag tamn-
ingamanna veitir einnig viður-
kenningu þeim keppanda, sem
situr hest sinn fallegast og best. 1
ár hlaut þessa viðurkenningu
Jónas R. Lilliendahl.
Þegar úrslit keppninnar voru
kunn átti Mbl. stutt samtal við
Þátttakendur f Skeifukeppninni 1975 ásamt Guðmundi Jónssyni frá
Reykjum, sem stendur við fána Hestamannafélagsins Grana á Hvann-
eyri. Keppendur taldir f.v. Magnús Þórarinsson frá Eiðum, S-Múl.,
Gunnar Örn Isleifsson, Hafnarfirði, Haukur Þór Hauksson, Reykjavík,
Edda Þorvaldsd., Háfelli Hvftársíðu, Jónas R. Lilliendahl, Skálmholti,
Flóa, Magnús Þórðarson, Reykjavfk, Guðjón Grétarsson, Reykjavík,
Jón Halldórsson, Krossi, Lundarreykjadal, Jóhannes Halldórsson,
Litla-Fljóti, Biskupstungum, Bjarni Egilsson, Sauðárkróki, Kristfn
Gunnarsdóttir, Skeggjastöðum, Flóa, Eirfkur Ásmundsson, Asgarði,
Grfmsnesi, Valdimar Kristinsson, Reykjavík, Guðmundur Ragnar
Ólafsson, Hafnarfirði, og Guðmundur Eggertsson frá Melum, Borg. Á
myndina vantar Þórhildi Ólafsdóttur, Hrauni, Ölfusi. Ljósm. Mbl.
Sveinn Þormóðsson.
sigurvegarann, Jón Halldórsson.
Jón er eins og áður sagði ættaður
frá Krossi í Lundarreykjadal í
Borgarfirði, sonur Halldórs heit-
ins Björgvinssonar á -Krossi og
Aslaugar Árnadóttur. Hann er 21
árs og leggur stund á nám í
bændadeild skólans. Kynni af
sveitastörfum fékk Jón strax í
barnæsku heima á Krossi, en
siðar hefur hann unnið við
bústörf bæði við fjárræktarbúið á
Hesti i Borgarfirði og Hvanneyri.
Hver voru fyrstu kynni þín af
hrossum?
„Ég er uppalinn i sveit og
komst þvi snemma í nána snert-
ingu við hross en tólf ára var mér
gefinn gráskjóttur hestur, sem ég
nefndi Hrfmfaxa. Þetta var fyrsti
hesturinn, sem ég hef tamið að
öllu leyti frá upphafi nema þessa
hryssu, sem ég keppti á núna.“
Attu mörg hross?
harla lélegt. Við nemendurnir
þurfum ekki að gefa, en skipt-
umst á að moka undan hross-
unum. Það verður að hafa í huga
að hestamennska er ekki náms-
grein við skólann, heldur tóm-
stundagaman nemenda. Erfiðlega
hefur gengið að fá leiðbeinanda
til að sinna þessu, sem skyldi. I
vetur hefur einn nemenda i fram-
haldsdeild skólans annast þessa
leiðsögn en hann hafði tak-
markaðan tima vegna náms síns.
Það er því von nemenda, að úr
þessu verði bætt á næstu árum.
Þó ekki séu allir nemenda skólans
þátttakendur í þessari tómstunda-
iðju hafa langflestir í bændadeild
áhuga á hrossum en í framhalds-
deild er áhuginn minni.“
Hvernig líst þér á þá þróun, að
stöðugt fjölgar þeim bæjum í
sveitum, þar sem ekki eru til
hross?
,,Ég á hryssuna, sem ég keypti á
og þrjú önnur hross. Á hestbak
fer ég eins oft og ég get.“
Hvernig er aðstaða nemenda
Bændaskólans til að stunda hesta-
mennsku hér á staðnum?
„Aðstaðan er nú því miður ekki
nógu góð. Hesthúsið mætti vera
betur loftræst og tamningar-
gerðið hér á staðnum er orðið
„Mér líst hreint ekkert á það,
þó ekki þurfi að smala fé eða
öðrum búpeningi, er öllum
nauðsynlegt að lyfta sér upp og til
sveita gefur fátt betri tækifæri en
góður hestur.“
Jón stefnir að þvi að hefja
búskap ásamt unnustu sinni,
Jófríði Leifsdóttur frá Akranesi,
eins fljótt og tækifæri gefst til. Og
aðspuróur kvaðst hann ætla að
halda áfram að temja hross.
Aður en Morgunblaðsmenn
héldu á brott frá Hvanneyri þágu
þeir veitingar i mötuneyti skólans
og var hver heitur kaffibollinn
vel þeginn, því ekki var laust við
að nokkurn kulda hefði sett að
okkur. Ekki gátum við horfið svo
frá Hvanneyri, að við kæmum
ekki i hesthús staðarins og var
það síðasti áfangastaðurinn okkar
á Bændaskólanum á Hvanneyri.
t-g.