Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAl 1975
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10 100.
Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
Landsfundur
S j álfstæðisflokksins
Landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins kemur
saraan í dag. Þetta er fjöl-
mennasti landsfundur
flokksins fram til þessa og
ber því órækan vott um
framfarasókn sjálfstæðis-
manna. Þetta er í fyrsta
skipti, sem sjálfstæðis-
menn koma saman til
landsfundar eftir að þeir
tóku á ný við forystu í rík-
isstjórn sl. haust og það
endurreisnarstarf hófst í
efnahagsmálum, sem nú
stendur yfir. Eðlilegt er að
líta til baka nú og meta þær
miklu breytingar, sem orð-
ið hafa siðan landsfundur
Sjálfstæðisflokksins var
siðast haldinn fyrir tveim-
ur árum.
Efnahagsstefna vinstri
stjórnarinnar var þá smám
saman að leiða til þeirrar
ringulreiðar, sem hér var
orðin algjör á síðasta ári.
Átökin við Breta vegna
landhelgismálsins voru
komin á mjög hættulegt
stig og reynt var að nota
þau til þess að knýja fram
slit á samstarfi okkar viö
þjóóir Vestur-Evrópu bæði
í varnar- og viðskiptamál-
um. Jafnframt var unnið
að því gegn skýrum meiri-
hlutavilja þjóðarinnar að
rjúfa varnarsamstarfió við
Bandaríkin og gefa ísland
varnarlaust.
Vinstri stjórnin féll fyrir
ári, eftir að forseti Alþýðu-
sambandsins hafði sagt sig
úr henni vegna ágreinings
um stefnu hennar í kjara-
málum. 1 kosningunum sl.
sumar vann Sjálfstæðis-
flokkurinn undir forystu
Geirs Hallgrímssonar um-
talsverðan sigur. Það var
krafa kjósenda, að tekin
yrði upp ný stjórnarstefna.
Stjórnarforysta Sjálfstæð-
isflokksins var því rökrétt
framhald kosningaúrslit-
anna. Eins og styrkleika-
hlutföllum var háttað eftir
kosningarnar lá beinast við
að semja við Framsóknar-
flokkinn um stjórnarsam-
starf.
Frá því að ríkisstjórn
Geirs Hallgrímssonar tók
við völdum sl. haust hafa
orðið veruleg umskipti í ís-
lenzkum stjórnmálum. 1
fyrsta lagi ber að nefna, að
með öllu hefur verið horfið
frá þeirri gálausu stefnu í
varnar- og öryggismálum,
sem vinstri stjórnin fylgdi.
Þegar á fyrstu vikum
stjórnarinnar var gerður
nýr samningur við Banda-
rikin um framkvæmd varn-
arsamstarfsins. í þessu
efni hafa því orðið algjör
þáttaskil, sem fyrst og
fremst eiga rætur að rekja
til ákveðinnar stefnu Sjálf-
stæðisflokksins og kosn-
ingasigurs hans. Þá má
nefna, að á þessu ári verð-
ur fiskveiðilandhelgin
færð út í 200 sjómílur í
samræmi viö þá stefnu
sem Sjálfstæðisflokkurinn
markaði í þeim efnum.
Lokaátökin í þriggja ára-
tuga landhelgisbaráttu eru
því á næsta leiti og við höf
um aldrei staðið betur aö
vígi við útfærslu landhelg-
innar en nú.
Meginverkefni ríkis-
stjórnarinnar hefur á hinn
bóginn verið endurreisnar-
starf í efnahags- og at-
vinnumálum. Þegar ríkis-
stjórnin tók viö sl. haust
ríkti hér algjör ringulreið í
efnahagsmálum. Gengi
krónunnar var fallið, gjald-
eyrisviðskipti höfðu verið
stöðvuð um tíma, stöðvun
atvinnufyrirtækja blasti
við, fjárfestingalánasjóðir
voru á þrotum og fyrirsjá-
anlegur var verulegur halli
á ríkissjóði. Vegna þessar-
ar ringulreiðar og yfir 50%
verðbólgu höfðu launþegar
eðlilega oróið fyrir kjara-
skerðingu.
Endurreisnarstarf ríkis-
stjórnarinnar hefur verið i
því fólgið að styrkja stöðu
útflutningsatvinnuveg-
anna og freista þess að
bæta gjaldeyrisstöóuna
jafnframt því að greiða
fyrir lausn kjaramálanna.
Rikisstjórninni hefur
tekizt að halda atvinnulíf-
inu gangandi og tryggja
þar með fulla atvinnu, og
vinnufriður hefur haldizt
að mestu leyti. Til þess að
greiða fyrir kjarasamning-
um hefur ríkisstjórnin
staðið aó umtalsverðum
skattalækkunum jafn-
framt þvi, sem útgjöld rík-
issjóðs í hlutfalli viö þjóð-
artekjur hafa farið heldur
minnkandi.
Sjálfstæðismenn, sem i
dag koma saman til lands-
fundar, geta því, þrátt fyr-
ir erfiðar aðstæður, fagnað
þeim umskiptum, sem orð-
ið hafa í íslenzkum stjórn-
málum frá því að síðasti
landsfundur var haldinn
og þeim árangri, sem ríkis-
stjórnin undir forystu
Sjálfstæðisflokksins þegar
hefur náð.
Upphaf þeirrar umræöu, sem
undanfarna tvo mánuöi hefur
staöió á Norðurlöndum um ýmsa
þætti, er varða öryggismál þeirra
og framtið, má rekja til skýrslu
yfirmanns sænska hersins, Stigs
Synnergrens hershöföingja, um
hernaðarlega stöðu Svíþjóðar
gagnvart öðrum ríkjum.
Skýrsla þessi er lögð fyrir ríkis-
stjórn landsins á ári hverju, en
hefur ekki verið birt opinberlega
fyrr en nú i vetur. Það var gert
vegna þess m.a., að framundan
eru umfangsmiklar umræður um
fjármálalegar og pólitiskar hliðar
hermálastefnu Svía. Er gert ráð
fyrir, að þeim verði lokið fyrir
1977, því þá stendur til að gera
nýja varnaráætlun á grundvelli
fyrirliggjandi staðreynda og
sjónarmiða. Siðast var slik áætlun
gerð árið 1972.
I Svíþjóð er nokkur
ágreiningur, m.a. milli sænsku
herstjórnarinnar og yfirstjórnar
sænska landvarnaráðuneytisins,
um það, hvernig meta beri þær
breytingar, sem orðið hafa i átt til
batnandi samskipta Austurs og
Vesturs og áhrif þeirra á herstöð-
una í Evrópu, svo og hvaða
ályktanir Sviar geti af þessu dreg-
ið um eigin varnir og viðbúnað.
Landvarnaráðherra Svia, Eric
Holmqvist, og fleiri stjórnmála-
menn þarlendir, hafa verið þeirr-
ar skoðunar, að herstjórnin taki
ekki nægilegt tillit til detente-
stefnunnar í Evrópu. Hefur þetta
m.a. komið fram i sambandi við
umræður um útgjöld Svia til her-
mála; margir telja þau of mikil og
sænska herinn óþarflega sterkan
miðað við það gagn, sem hann geti
gert, komi til meiri háttar átaka.
Hafa þessir aðilar gagnrýnt
Synnergren fyrir að binda sig um
of við blákaldar tölulegar
staðreyndir um vígbúnað
nágrannalandanna.
Synnergren hefur hins vegar
varað við oftrú á viðleitni stór-
veldanna og rikjablokkanna I
Evrópu til að draga úr spennu og
hættu á hernaðarátökum sin i
milli. Hann staðhæfir, að ekki
sjáist nein tilhneiging til að draga
úr vopnaframleiðslu í heiminum,
og vísar m.a. til ölvu Myrdal sér-
fræðings í afvopnunarviðræðum,
og alþjóðlegu friðarrannsókna-
stofnunarinnar í Stokkhólmi
SIPRI, sem segja að herbúnaður
þjóða heims fari vaxandi.
Mat Synnergrens er, að því er
fram kemur i skýrslunni, að ekki
megi einblína á einn þátt ein-
göngu, þegar varnarmálum sé
mörkuð stefna, hafa verði i huga
allt i senn þá lærdóma, sem
dregnir hafa verið af sögulegum
staðreyndum, orð og æði
umheimsins nú um stundir, vig-
búnað þjóðanna, gang yfirstand-
andi viðræðna, reynsluna af fyrri
milliríkjasamningum hervalda og
fleira. Hann bendir á, að þó stór-
veldin sýni tilhneigingu til aukins
jafnvægis i búnaði sinum hafi
ekki dregið úr honum. Minnkandi
spenna ætti að leiða til sam-
dráttar í herbúnaðarframleiðslu
segir hann, en þess sjást enn
engin merki.
Synnergren telur litla hættu á
meiriháttar styrjöld milli stór-
veldanna meðan viðhaldið sé því
„hræðslu“-jafnvægi, sem verið
hefur undanfarna áratugi. Hins
vegar telur hann hættu á, að stað-
bundin átök, til dæmis við
Miðjarðarhaf, gætu leitt til
annarra meiri átaka stig af stigi,
enda þótt stórveldin leituðust við
að hamla gegn þeim.
Hershöfðinginn er þeirrar
skoðunar, að hernaðarlegt mikil-
vægi Norðurlanda haldi áfram að
aukast og byggir það einkum á
tveimur forsendum: Annarsvegar
olíufundunum undan Noregs-
ströndum og hins vegar sistækk-
andi hernaðarbækistöð Sovét-
manna á Kolaskaga. Og hann
telur að Norska hafið og Barents-
haf muni skipta höfuðmáli bæði
fyrir NATO og Varsjárbandalags-
rikin, komi til meiri háttar
hernaðarátaka.
Synnergren segir það alkunna
staðreynd, að á friðartímum hafi
Sovétríkin algera yfirburði á
þessum slóðum og hann telur ein-
sýpt, að Varsjárbandalagsrikin
eigi miklu hægar með að tefla
fram til Norðurlanda sterkum
liðsauka en NATO-ríkin.
Synnergren lét það álit i ljós í
skýrslu sinni, að þróun vopna-
búnaðar, sem gripa mætti til
fyrirvaralaust og víðtækar um-
bætur á flutningaleiðum, hefðu
haft það í för með sér, að hugsan-
legir árásaraðilar úr austri gætu
með góðum árangri gert skyndi-
innrás í Sviþjóð úr fleiri áttum en
'einni. Hann benti á vaxandi
herflutningamöguleika Varsjár-
bandalagsríkjanna, bæði frá
heimskautasvæðunum og yfir
Eystrasalt, og taldi þau fær um að
beita nægilegum herstyrk eftir
þessum leiðum, jafnvel þó þau
ættu samtímis í útistöðum á
öðrum vettvangi.
Synnergren gerði samanburð á
vopnabúnaði Atlantshafsbanda-
lagsríkjanna og Varsjárbanda-
lagsríkjanna (hér eftir verða
notaðar skammstafanirnar NATO
og VB) og sagði, að innan NATO
væri tilhneiging til niðurskurðar
á herafla og búnaði, án tilsvar-
andi aðgerða af háifu VB. Að vísu
reyndu NATO-ríkin með ýmsu
móti af efla hersveitir sinar, án
aukins tilkostnaðar, en af hálfu
VB gætti hvergi samdráttar.
Hann hafði eftir Gretschko, land-
varnaráðherra Sovétríkjanna, að
Sovétrikin hefðu efni á að koma
sér upp hvers konar nútíma-
vopnakerfum og að minnkandi
spenna milli Austurs og Vesturs
gæfi alls ekki tilefni til
niðurskurðar á herafla.
Eitt af því sem Synnergren upp-
lýsir í samanburði sinum á her-
afla NATO og VB er, að VB-ríkin
geti á tiu dögum teflt fram á
þessum slóðum 12—14 herdeild-
um en á sama tíma geti NATO
einungis teflt fram tveimur og
tveimur þriðju hlutum herdeild-
ar. Ein VB-herdeild segir hann
skipaða 10—12.000 mönnum en
NATO herdeild 14,—16.500
mönnum, þannig að samtals gætu
VB-rikin teflt fram á þessum tima
allt að 140—168.000 manna liði
gegn innan við 45.000 manna liði
NATO-ríkjanna. Hann segir og,
að VB-deildirnar hefðu fleiri her-
0 Þegar þing Norðurlandaráðs sat á rökstólum f Reykjavík f febrúar sl. mátti merkja af ræðum ýmissa
fulltrúa þar, að öryggismál Norðurlanda væru enn á ný að verða talsvert hitamál.
Eitt helzta umræðuefni þingsins var hugsanleg samvinna Norðurlanda á sviði orkumála og spunnust
þar inn ýmsir forvitnilegir öryggispðlitfskir þættir. Sú skoðun kom t.d. fram, að hugsanleg hlutdeild
vestrænna fjölþjóðafyrirtækja í olfuleit og olfuvinnslu við Noreg kynni að bjóða heim átakahættu á
þeim slóðum og f þvf sambandi var rætt um hugmyndir, er þá höfðu nýlega komið fram f Finnlandi um,
að samstarf Norðurlanda og Sovétrfkjanna yrði eflt og aukið. Aðild Dana og Norðmanna að Atlantshafs-
bandalaginu var reifuð, ekki sfzt eftir að finnski forsætisráðherrann, Kalevi Sorsa, hafði f ræðu sinni lýst
þvf yfir, að ástæða væri til að taka aftur til umf jöllunar hugmyndir forseta sfns, Uhros Kekkonens, um að
Norðurlönd yrðu kjarnorkulaust svæði.
Fréttirnar um hugsanlega sölu sænskra orrustuflugvéla til fjögurra NATO-rfkja urðu þingfulltrúum
tilefni spurninga og bollalegginga um það, hvort breytingar væru yfirvofandi á hlutleysisstefnu Svfa f
utanrfkismálum og merkja mátti, að nýbirt skýrsla yfirmanns sænska hersins um vfgbúnaðarstöðu
Norðurlanda gagnvart Sovétrfkjunum, var Finnum og Svíum viðkvæmt umræðuefni, ekki sfzt það sem
þar var sagt um, að sporvfdd járnbrauta f Finnlandi og Sovétrfkjunum hefði verið samræmd svo og, að
Rússar gætu á skömmum tfma flutt talsvert herlið að sænsku landamærunum.
Bæði fyrir og eftir Norðuriandaráðsþingið var margt rætt og ritað um öll þessi mál á Norðurlöndum,
einkum f Noregi og Svfþjóð og þá teknar fyrir margar hliðar þeirra, staða Norðurlanda f hugsanlegum
átökum stórveldanna, vfgbúnaður stórveldanna á þeim slóðum, er skiptu Norðurlandabúa miklu máli,
hugsanleg áhrif Norðursjávarolfunnar á viðbúnað þeirra og stefna Svfa f utanrfkis- og varnarmálum.
Kekkonen-áætlunin var reifuð m.a. í ljósi þeirrar afstöðu Norðmanna að leyfa ekki kjarnorkuvopn f
Noregi á friðartfmum og aukins kjarnorkubúnaðar Sovétrfkjanna á Kolaskaga, ennfremur aðstaða Finna
sém aðila að norrænu samstarfi, jafnframt sterkum tengslum við Sovétrfkin og þau áhrif, sem þessi
viðkvæma og erfiða staða þeirra hefur á finnsk innanrfkismál.
1 Sovétrfkjunum var bfugðizt af talsverðri hörku við þessum skrifum, svo harkalega raunar, að til þess
var tekið meðal erlendra sendimanna annarra rfkja, að þvf er vestrænir fréttamenn í Moskvu hermdu.
Gagnrýni og andsvör voru birt bæði f sovézkum blöðum og tfmaritum og þeir, sem reifað höfðu málin á
Norðurlöndum voru sakaðir um að reyna að viðhalda anda kalda strfðsins. 1 Noregi og Svfþjóð létu menn
hins vegar f Ijós undrun sfna yfir þvf, að raunsætt og opinskátt mat á hernaðarlegri stöðu þessara landa
skyldi talið ámælisvert f Moskvu.
Morgunblaðinu hefur borizt talsverður fjöldi frétta — og greina frá Norðurlöndum um ýmsa þætti
þessara mála og verður drepið á nokkra þeirra f blaðinu næstu daga.
Meðal heimiida eru Svenska Dagbladet og TT-fréttastofan sænska, Hufvudsstadsbladet f Finnlandi,
Aftenposten, Dagbladet, Morgenbladet, Arbejderbladet og Verdens gang f Oslo svo og fréttaskeyti frá
NTB.