Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAl 1975 Árssett Seðlabankans 1975, fréttir frá Myntsafnarafélaginu, klúbbfundur og fleira Seðlabanki tslands hefir nú sett í umferð peninga með ár- talinu 1975. Þetta eru nú 4 pen- ingar. Einnar, fimm, tíu og fimmtíu krónu peningar. Nú eru ekki lengur neinir aurar. Peningar þessir fást nú, í plast- umslagi, hjá Seðlabankanum og kostar árssettið 100 krónur. Árssettin hafa orðið vinsælli með hverju ári. Arið 1970 voru þau 910 Árið 1971 voru þau 1440 Árið 1973 voru þau 3810 Árið 1974 voru þau 4220 Engin ársselt eru til frá árinu 1972, enda engin mynt slegin með þvi ártali. Mér er tjáð að öll árssettin séu nú uppseld með þeim 4 ártölum sem hér að ofan greinir. Er ekki að efa að árssettið 1975 verður vinsælt, enda eru i árssettunum valdir peningar, sem aldrei hafa i um- ferð komið og hafa því ágætt söfnunargildi. Eg hefi lekið eftir þvi, að nokkrir 10 króna peningar frá 1974 eru einslaklega vei slegnir. Áferðin er nærri eins góð og á sérslegnu peningunum frá því ári, Þjóðhátiðarmynt- inni. Eg held það væri ekki úr vegi fyrir Seðiabankann í fram- tíðinni að semja við þá, er slá islenzku myntina, að þeir sköff- uðu valda peninga, með áferð sem á ensku er kölluð „prooflike". Yrðu þessir pen- ingar notaðir í árssettin i fram- tíðinni. lslenzka myntin er nú öll slegin hjá Royal Mint, i nýrri og afar fulkominni mynt- sláttu í Llantrisant i Wales á Englandi. Mét dettur það i hug, meðan ég er að skrifa um Seðlabank- ann að hann lumar enn á sér- slegnu Þjóðhátíðarmyntinni, 500 og 1000 króna peningunum, sem seldir eru í afar fallegri öskju á 4000 krónur. Þessir peningar fást enn í flestum stærri bönkum og bankaúti- búum og svo auðvitað í Seðla- bankanum sjálfum. Ekki fer silfurverð Iækkandi á heims- markaðnum, svo enginn ætti að vera svikinn af þeim kaupum, enda eru þessir peningar bæði fallegir og góðir gripir og ágæt tækifærisgjöf. Þeir létu ekki standa á því að senda Myntsafnarafélaginu við- miðunarpeningana frá Spink í London. Sendu 4 peninga frá Viktoríutímabilinu mismun- andi slitna. Sá bezti var auðvit- að alveg óslitinn. Er Myntsafn- arafélaginu mikill fengur að þvi að hafafengiðþarna kvarða til viðmiðunar, frá heimsþekkt- um, hlutlausum aðila. Segir mér svo hugur um, að i framtið- inni verði mun auðveldara að flokka mynt í gæðaflokka, en hingað til. Næsti klúbbfundur Mynt- safnarafélagsins verður á Rauð- arárstíg 1 á fimmtudaginn kem- ur klukkan hálf niu. Þangað koma menn með þá peninga, frá Norðurlöndunum i þetta skiptið, sem þeir vilja láta í skiptum. Einnig verður hægt að ® Mynt eftir RAGNAR BORG sækja þangað petiinga sem menn hafa pantað hjá félaginu og tekið verður á móti pöntun- um. Myntsafnarafélagið keypti á síðastliðnu ári 50 króna pen- inga frá 1973. Félagsmenn, sem eru skuldlausir við félagið, fá 2 af þessum peningum keypta á nafnverði út á hvert félags- skírteini. Þeir, sem ekki enn hafa sótt sína 50 króna peninga frá 1973, eru hvattir til þess að gera það nú á klúbbfundinum. Mynt- og frímerkjasafnarar halda sameiginlega sýningu í Hagaskólanum í Reykjavík, dagana 13., 14. og 15. júni n.k. Sýningarnefnd Myntsafnarafé- lagsins biður þá félagsmenn, sem sýna vilja, að hafa sam- band við formann sýningar- nefndar, Helga Jónsson, Soga- vegi 112, Reykjavik, sími 30175, sem allra fyrst. Með næsta félagsbréfi fá fé- lagar Myntsafnarafélagsins sent eyðublað, sem þeir eru beðnir um að útfylla og senda til stjórnarinnar. Verið er þannig að kenna hverju menn safna, svo hægt sé að benda á þá félagsmenn t.d., sem safna sænskum peningum, eða norsk- um eða dönskum o.s.frv. og þannig að auðvelda skipti milli félagsmanna. Er nauðsynlegt að félagar útfylli þetta eyðu- blað samviskusamlega og skili sem fyrst. Orðskýringar: „Proof" Sér- unnin slátta, þar sem hamrarn- ir í myntsláttunni hafa verið slipaðir sérlega vel og hver pen- ingur er siðan meðhöndlaður með silkihönzkum. „Prooflike" Þar er um venjulega sláttu að ræða, en vel slegnir peningar eru valdir úr. M0B6iniBLABXB fyrir 50 árum FJÁRLÖGIN — Annari umr. i efri deild var lokið um miðaftan 30. f.m. Af tillögum einstakra þingmanna, er samþyktar voru, má nefna: Til verksmiðjunnar „Mjallar", verðlaun, 2 krónur fyrir hvern kassa niðursoðinnar mjólkur, alt að 8,000. Til þess að kaupa „Móðurást", höggmynd Nínu Sæmundsson, 2,250 kr. Óvenjumargt fólk var á ferli um götur bæjarins í gær, 1. maí, til þess að njóta góðviðrisins. Sumir hafa þó líklega haft það m.a. bak við eyrað að sjá um leið hina svonefndu „kröfugöngu" Alþýðuflokksins, er hefir verið tekin hjer upp að útlendum sið. . . Allir nafntogaðir leiðtogar Alþýðuflokks- ins tóku þátt í kröfugöngunni. Þar var Hjeðinn og Jón Baldvinsson, Feiix og Haraldur, Hallgrímur barnakennari, Sigurjón, Stefán Jóhann, Sigurður Jónasson. Þar var Björn Blöndal í broddi fylkingar og Jón Bach o.fl. o.fl. Er „gangan" nálgaðist þinghúsið, stigu þeir fram á þinghússvalirnar Jónas frá Hriflu og Tryggvi Þórhallsson og horfðu með velþóknun yfir mannsöfnuðinn. . . Rafmagn lækkar eins og að undanförnu niður i 12 aura kwst. til Ijósa, suðu og hitunar um mæla, frá álestri I mai til álesturs i september. — Reykjavik 1. maí 1925. Rafmagnsveita Reykjavíkur. Arðvænleg búgrein Fiskeldi er framtiöarbúgrein. Eitt kílógram af fóðri skilar einu kg af laxi og sé það borið saman við að það þarf 8 kg af fóðri til að skila 1 kg af nautakjöti, þá hlýtur það að vera öllum auðskilið að hér er um framtíðarmatvælafram- leiðslu að ræða og hlýtur að borga sig þegar hún er orðin nægjan- lega þróuð. Einkennileg auglýsing en athyglisverð I desemberhefti Fishing News International rakst ég á heilsiðu auglýsingu frá norsku fyrirtæki, sem mér finnst gefa með ýmsum hætti tilefni til nokkurra vanga- veltna fyrir okkur íslendinga. Auglýsingin var svohljóðandi: „Norsk klak- og eldisstöð á vest- urströndinni til sölu. Fyrirtækið leggur stund á klak- og eldi lax og regnbogasilungs í flotkvíum í sjó. Mikið magn seiða og unglaxa er framleitt í eldisstöðinni, sem byggð var árið 1973. Hér gefst tækifæri til að kynnast því með skjótum og ódýrum hætti, hvern- ig Norðmenn stunda fiskeldi. Ástæðan til sölunnar er sú, að fyrirtækið ætlar að einbeita sér að oliunni undan ströndum lands- ins. Fyllri upplýsingar fyrir þá sem áhuga hafa er að fá hjá Holt- er, Young & Rubicam A/S, aug- lýsingastofu, Box 121, Okern, Oslo 5, Noregi." Fjaðrafok í þjóðernis- sosialska hænsnakofan- um Það þarf ekki mikið ímyndunar- afl til að sjá fyrir sér skrif is- lenzkra blaða, ef Islenzkt fyrir- tæki hefði leyft sér að auglýsa þjóðnytja-fyrirtæki til sölu með þessuin hætti — boðið útlending- um að ná fótfestu í islenzkri at- vinnugrein og bent þeim á í heyr- anda hljóði að öðlast þannig með ódýrum hætti þekkingu okkar uinfrain aðra. — Viðbrögð Norðmannanna, eins og þau birtast okkur í Fiskaren þann 17. febrúar, koma áreiðan- lega fleiri íslendingum en mér spánskt fyrir sjónir. — Við skilj- um illa enn það fólk, sem hefur um aldir lifað i nánu sambýli við aðrar þjóðir og hefur löngu áttað sig á þeirri staðreynd, að enginn Fiskeldisstöð. er eyland, hvorki þjóð né ein- staklingur og það sé til þjóðþrifa að fjármagn, vinnuafl og þekking leiti sem hindrunarminnst milli þjóða. Fiskaren birtir auglýsinguna ljósmyndaða úr Fishing News Int- ernational og jafnframt viðtal við framkvæmdastjóra hjá Stolt- Nielsen samsteypunni, sem á fisk- eldisstöðina, sem auglýst er. Þeg- ar ég rakst á auglýsinguna I Fish- ing News Int. hugsaði ég uppá islenzka vísu: Þessum manni verður stungið inn í Noregi. — Ég byrjaði þvi dálitið spenntur að lesa viðtalið við manninn i Fiskar- en. Hvernig skyldi nú blaðamað- urinn hakka dárann i sig fyrir þessi eindæma óþjóðlegheit. En ég varð heldur betur fyrir von- brigðum. Það er ekki með einu orði íjað landráðum, fjárglæfrum, verzlun með þjóðarhagsmuni, arð- rænandi alþjóðlegu auðmagni né nokkru af því orðbragði, sem hér hefði skreytt siður blaða Viðtalið snýst alfarið um rekstr- argrundvöll fiskeldisstöðva al- mennt og það virðist ekki hvarfla að spyrjandanum, að það skipti nokkru umtalsverðu máli hvort útlendur eða innlendur maður eigi slíka stöð, heldur aðeins þetta, hvernig gengur þessi rekst- ur og hvaða framtíð er fólgin i honum. Mörg Ijón á veginum Norska blaðamanninum er mik- ið í mun að fiska eftir þvi af því að fiskeldi er ung en ört vaxandi búgrein i Noregi. Fiskeldi í kvi- um, einkum flotkvíum, á eftir að vaxa einnig hérlendis og verða þegar tfmar líða arðbær búgrein. A þvi er enginn vafi. Mér finnst þv þetta opinskáa viðtal athyglis- vert fyrir okkur. Okkur er áreið- anlega hollt að gera ráð fyrir ýms- um erfiðleikum áður en fiskeldi verður búgrein, sem skilar okkur umtalsverðum arði. Það vill nefnilega oft brenna við, að menn geri sér ekki nægjanlega grein fyrir þeim ljónum sem geta orðið á veginum, þá missi þeir kjarkinn þegar þeir sjá framan í þau. Fisk- eldi I flotkvium er áreiðanlega ódýr eldisaðferð en samt kostar hún talsvert fé og það tekur okk- ur áreiðanlega nokkurn tíma að þreifa okkur áfram við þær að- stæður sem hér ríkja. Þær eru góðar en ekki eins góðar og marg- ir ætla. Straumur þarf að vera hæfileg- ur og sjór kyrr, en þar sem sjór er kyrr, svo sem i fjarðarbotnum, er hætt við að sjórinn sé svo kaldur að hann hamli vexti og einnig hætt við lagnaðarís. Þar sem sjórinn er hlýjastur, eins og við suðurströndina og bíð- ur þá uppá örasta vöxtinn er litið um lygnur á nægjanlega djúpu vatni. Það er mjög mikilvægt að fram fari ýtarlegar staðhátta- og sjávarrannsóknir á þeim stöðum, sem líklegastir eru til fiskeldis i flotkvium. Þær tilraunir, sem hér hafa verið gerðar, lofa góðu, og það nær engri átt að láta þær renna út í sandinn vegna þess, að það vita allir, að fiskeldi á framtíð fyrir sér og við verðum að taka upp þessa búgrein og munum gera það. Áframhald á því sem þegar hef- ur verið gert er því notadrýgra en að kasta því fyrir róða og byrja síðar uppá nýtt. Viðtalið í Fiskaren fer hér á eftir all-mikið stytt. eftir ASGEIR JAKOBSSON Af hverju er fiskeldisstöð- in til sölu? „Fyrir nokkrum árum varð það stefna Stolt-Nielsens samsteyp- unnar að hefja starfsemi á nýjum sviðum, leita fyrir sér. Nú hefur verið ákveðið að beina kröftunum að rekstri farmskipa og olíunni undan ströndunum, og leggja þá jafnframt niður starfsemi á af- markaðri sviðum, svo sem fiskeld- ið. Stolt-Nielsen samsteypan á klakstöð og eldisstöð og er klak- stöðin nýrri og var eiginlega ekki fullbúin fyrr en fyrir nokkrum mánuðum. Hins vegar var fyrsti hluti stöðvarinnar tekinn i notk- un haustið 1973. Reynsla okkar af klakstöðinni hefur verið ágæt til þessa, bæði að því snertir rekstur- inn og sölumöguleika á hrognum og eldisfiski. Fiskeldismenn i öðr- um löndum eru áfjáðir í að kaupa hrogn frá Noregi vegna þess að þau eru ekki sýkt. Pantanir fyrir vorið 1975 eru uppá 3 milljónir hrognaeininga og áttu þau að selj- ast til Englands, Skotlands, Þýzkalands og Spánar. Norskt fiskeldi er atvinnugrein, sem hefur þróazt hér innan lands og er hefðbundin orðin og þess vegna fannst okkur að möguleik- ar hlytu að vera á því að flytja út reynslu okkar. Klakstöðin er um 23 km frá Haugasundi á stað sem heitir Fjon, og það er hún, sem er til sölu. Fiskeldisstöðin, þar sem fiskur er alinn þar til hann er seljanleg- ur til neyzlu ér í Kvalvogi á Karm- eyju, eða um 15 km. suður af Haugasundi. Þessi eldisstöð var tekin í notkun haustið 1972. Eldis- stöðin er reist og rekin með hefð- bundnu sniði og hún á að geta framleitt um 60 lestir fisks á ári. En eins og kunnugt er þá eru sölumöguleikar á silungi heldur bágir um þessar mundir og þess vegna ætlum við að breyta fram- leiðslunni og framleiða heldur lax. — Á þá laxeldið framtíð fyrir sér? — Bæði laxeldi og silungseldi á framtið fyrir sér, en það getur liðið enn nokkur tími áður en þessar búgreinar verða arðvæn- legar. Það mætti, reyndar nú tala um kreppu á markaði fyrir silung. Það er ekki nægjanlega hagstætt hlutfall á milli framboðs- og eftir- spurnar, en það ástand varir ekki um alla framtið. Þetta lagast, en það geta þó liðið nokkur ár áður en eldið verður arðvænlegra en nú er. Það eru ekki margir sem raka saman peningum á silungs- eldi um þessar mundir, og þess vegna leggja nú sumir upp laup- ana, en aðrir taka upp laxeldi. Þvi er likt farið um fiskeldið yfirleitt og var um minkaeldið á sínum tima, en sú búgrein átti við mikla örðugleika að etja áður en hún varð arðvænleg og rótföst. — “ t lok viðtalsins varar svo fram- kvæmdastjórinn við of mikilli bjartsýni og telur nauðsynlegt að búa menn undir það, að þeir verði að yfirstiga ýmsa erfiðleika, ekki sízt markaðserfiðleika, áður en fiskeldi fari að skila þeim arði.. . Hann segir einnig að um 50 enskir og skozkir aðilar hafi þeg- ar borið víurnar i stöðina og 10 norskir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.