Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 3. MAI 1975
39
Wafcs varai Luxemburg 3:1
WALES sigraði Luxemburg
3—1 f leik liðanna I 2. riðli
Evrópubikarkeppni iandsliða I
knattspyrnu sem fram fór í
Wales f fyrradag, og eftir þessi
úrsiit standa Wales-búar mjög
vel að vígi í riðlinum, hafa hiot-
ið átta stig eftir fimm leiki.
Austurrfkismenn verða þó án
vafa erfiðir keppinautar, en
þeir hafa hlotið 5 stig eftir 3
leiki.
Svo sem við mátti búast átti
Wales mun meira í leiknum við
Luxemburg, enda aðeins fjórir
atvinnumenn i liði Luxemburg-
ara. Fyrsta markið kom þó ekki
fyrr en á 25. mínútu og var það
Gil Reece sem það skoraði, eftir
að John Toshack hafði átt
skalla i þverslá.
Leighton James bætti svo um
betur skömmu síðar, en ekki
liðu nema örfáar minútur unz
Luxemburgarar höfðu bætt
stöðu sína með marki sem Paul
Philipp skoraði úr vítaspyrnu.
Fleiri mörk voru svo ekki
gerð fyrr en 8 minútur voru til
leiksloka að Leighton James
skoraði sitt annað mark, að
þessu sinni úr vítaspyrnu.
Staðan i riðlinum erþessi:
Wales
Austurrfki
Ungverjaland
Luxemburg
5 4 0 1 13:4 8
3 2 1 0 6:4 5
4112 5:6 3
4004 4:14 0
Jafntefli hjá Sviss
og Tyrklandi 1:1
SVISS og Tyrkland gerðu jafn-
tefli 1—1 í leik sfnum f sjötta
riðli Evrópubikarkeppni lands-
liða f knattspyrnu sem fram fór
f Ziirich f fyrradag. Fór leikur-
inn fram við hin verstu skil-
yrði, þar sem ausandi rigning
var allan tfmann sem hann
stóð. Áhorfendur voru 21.000
talsins, og stór hiuti þeirra
Tyrkir sem starfa sem verka-
menn f Sviss.
Kudi MUller, sem leikur með
vestur-þýzka félaginu Hertha i
Berlin, skoraði fyrir Svisslend-
inga á 44. mínútu. I seinni hálf-
leik sóttu Tyrkirnir svo miklu
meira og tókst að jafna þegar á
53. mínútu. Markið skoraði
Alpaslan, eftir að hafa fengið
góða sendingu inn i eyðu eftir
aukaspyrnu. Eftir mark Tyrkj-
anna var fátt um fína drætti i
leiknum, sem fór að mestu
fram á vallarmiðjunni.
Staðan i 6. riðli eftir leik
þennan er þessi:
Tyrkland 4 12 1 4:6 4
Irland 2 110 4:1 3
Sovétrlkin 2 10 1 3:3 2
Sviss 2 0 11 2:3 1
Fulham vinnur bikarinn
FREDERIC Davies stjörnuspá
maður f London er ekki f vafa
um hvernig leik Fulham og
West Ham f bikarkeppninni
ensku f dag muni lykta. Hann
hefur spáð f stjörnurnar og
segir að „litla Fulham hafi
blessun Júpiters, stjörnu fram-
ans, hamingjunnar og íþrótta-
manna". Segir Davies að Ful-
ham vinni leikinn með einu
marki, sennilega 2—1 eða 3—2,
og að leikurinn verði fram-
lengdur.
Alan Ball á þarna I höggi vlö æstan aödáanda eftir landsleik.
Alan Ball til sölu
I FYRRADAG skýrðu forráða-
menn Lundúnaliðsins Arsenal
frá því að félagið hefði i hyggju
að selja fyrirliða sinn, hinn
þekkta knattspyrnukappa Alan
Ball.
Alan Ball sem einnig hefur
verið fyrirliði enska landsliðs-
ins stendur nú á þrítugu og að
sögn var það hann sjálfur sem
óskaði eftir því að verða seldur
frá Arsenal. Astæðuna fyrir því
segir hann vera þá, að hann
hafi ekki gaman af þvi að leika
knattspyrnu með félaginu.
Ekki er að efa að margir
munu gera tilboð i Ball, en fyrr
í vetur gerði t.d. Tottenham
Hotspur ítrekaðar tilraunir til
að fá hann keyptan.
Úr leik Ármanns og Vfkings á miðvikudagskvöldið, en f þeim leik náðu Ármenningar fyrsta stigi sfnu f
Reykjavikurmótinu.
Ármann krækti í stig
Á miðvikudagskvöldið fór fram
elnn leikur f Reykjavfkurmótinu
í knattspyrnu og mættust þar Vfk-
ingar og Armenningar. Til að
ÍBK meistari
KEFLVfKINGAR urðu meistarar
meistaranna i ár. Sigruðu þeir Vals-
menn i siðasta leik keppninnar sem
fram fór i Keflavik 1. mai. Var leikur
þessi allgóður. sennilega einn sá
bezti sem fram hefur farið á þessu
keppnistimabili, og er nú vonandi að
liðin séu að komast i gang, eftir
mjög svo slaka byrjun.
Valsmenn urSu fyrri til að skora i
leiknum I Keflavik. Þegar á upphafs-
minútum leiksins náðu þeir sókn.
sem lauk með fallegu skoti Her-
manns Gunnarssonar sem hafnaði i
Keflavikurmarkinu.
Keflvíkingum tókst fljótlega að
jafna, og gerði Grétar Magnússon
jöfnunarmarkið. Áttu heimamenn
svo jafnan meira i leiknum, og tókst
Gísla Torfasyni, bezta manni Kefla-
víkurliðsins, að skora sigurmark fyrir
IBK.
Endanleg staða i meistarakeppn-
inni varð því sú, að Keflavik hlaut 7
stig, Akurnesingar hlutu 6 stig, en
Valsmenn ráku lestina með 1 stig.
Sigruðu þeir þó I einum leik i keppn-
inni, á móti Akranesi, en sá leikur
var dæmdur þeim tapaður vegna
ólöglegs leikmanns sem Valur notaði
i leiknum.
byrja með áttu Ármenningar öllu
meira f leiknum og varð oft tölu-
verð hætta við mark Víkinganna.
En aðeins ein af sóknarlotum Ár-
menninga bar árangur: Jens
Jensson, kunnur handknattleiks-
maður úr félaginu, skoraði. Var
staðan 1:0 fyrir Ármann f hálf-
leik.
I seinni hálfleiknum höfðu Vfk-
ingar svo undirtökin, en Ármenn-
ingar vörðust mjög vel. Þeir gátu
þó ekki komið f veg fyrir jöfn-
unarmark hins unga og efnilega
Oskars Tómassonar, en fleiri
mörk voru svo ekki skoruð f
leiknum, og fengu Ármenningar
þar með sitt fyrsta stig í Reykja-
vfkurmótinu f ár.
Belgía vann Holland
BELGlUMENN sigruöu
Hollendinga í landsleik í
knattspyrnu sem fram fór í
Antwerpen 30. apríl s.l.
Silfurlið Hollands frá síð-
ustu heimsmeistarakeppni
virtist ekki hafa mikið að-
dráttarafl hjá grönnum
sínum, þar sem aðeins
15000 áhorfendur fylgdust
með leiknum. Leikurinn
var lengst af þófkenndur,
en Hollendingar áttu þó
öllu meira í honum. Allt
um það voru það Belgíu-
menn sem gerðu eina
mark leiksins. Lambert
skoraði á 76. mínútu.
HAUKAR NÁÐU JÖFNU
2. DEILDARLIÐI Hauka ur Hafnarfirði tókst að halda jöfnu á móti
Islandsmeisturunum á Akranesi í leik liðanna f Litlu-
bikarkeppninni sem fram fór á Akranesi f fyrradag. Markakóngur
Haukanna frá lslandsmótinu f fyrra, Loftur Eyjólfsson, skoraði
snemma f fyrri hálfleik, en Arni Sveinsson jafnaði f seinni hálfleik
fyrir Skagamenn.
Hafnfirðingar hafa nú forystu f Litlu-bikarkeppninni með 7 stig,
Akurnesingar hafa hlotið 6 stig, Kefivfkingar eru einnig með 6 stig
og Kópavogsbúar reka svo lestina með 3 stig.
SKÝRÐU ÁSTÆÐUR SÍNAR FYRIR
BREYTINCU Á STAÐARVALINM
MORGUNBLAÐINÚ hcfur borizt
eftirfarandi greinargerð frá
Brynjari Gunnarssyni sendi-
manni L.S.I. á þing Lyftingasam-
bands Norðurlanda 26/4 1975 I
Solna Svfþjóð.
Þingið hófst kl. 9 árdegis þann
26. april. Strax og það hafði verið
sett bað ég um orðið og mótmælti
þvi að NM hefði verið fært frá
Reykjavik til Sundbyberg við
Stokkhólm og taldi það ólöglegt
og krafðist ég skýringa á þeim
gjörðum.
Frölander, aðalritari Norður-
landasambandsins, svaraði og
skýrði frá þeim vanda er upp
hefði komið vegna hins yfirvof-
andi verkfalls flugliða. Hann
sagði að Flugleiðir h/f hefðu til-
kynnt þann 21/4 að verkfall væri
yfirvofandi. Skrifstofa Flugleiða í
Kaupmannahöfn hefði staðfest
þetta. Þá sagði hann einnig
stjórnir hinna Norðurlandasam-
bandanna hafa samþykkt að fjór-
ar þjóðir af fimm gætu ákveðið
undir slíkum kringumstæðum að
færa mótið. Þó ákváðu þeir frest
til 23.4. kl. 9.00 en þá áttu Flug-
leiðir h/f að láta vita ef verkfallið
væri leyst. Kl. 8.30 þann dag hafði
Moritzen frá Danska lyftingasam-
bandinu viðtal við skrifstofu
Flugleiða h/f i Kaupmannahöfn
og sögðu þeir honum að verkfallið
væri enn óleyst. Sama svar sagðist
Frölander hafa fengið i Stokk-
hólmi, en ákvað að biða enn til kl.
10.00 og þá fyrst var byrjað að
undirbúa NM í Sundbyberg.
Sökum bilunar í sæsímastreng
gat L.S.I. ekki látið stjórn Norður-
landasambandsins vita að verk-
fallið væri þegar yfirstaðið. Þeir
fengu fyrst þær upplýsingar ki.
16.00 eða eins og þeir sögðu 6—7
timum of seint.
Það var samróma álit allra fjög-
urra þjóðanna, Noregs, Finn-
lands, Sviþjóðar og Danmerkur,
að ekki hefði verið hægt að breyta
enn einu sinni ferðaáætlunum
þeirra, en hörmuðu hinsvegar
hvernig málum væri komið.
Hermansson, forseti Norður-
landasambandsins, mun koma
hingað til lands innan tiðar og
skýra sjónarmið þeirra nánar.
Ég fór með umboð L.S.Í. til að
athuga hvernig málum væri hátt-
að og til að mótmæla tilfærslu
mótsins. Þar sem það kom svo i
ljós að óviðráðanlegar ytri ástæð-
ur ollu því að mótið var ekki
haldið í Reykjavík sá ég enga
ástæðu til þess að meina Gústaf
Agnarssyni þátttöku i þessu móti
fyrir íslands hönd. Hann hafði
sjálfur kostað ferð sína og hefði
orðið að sætta sig við að sú ferð
yrði til einskis ef ég hefði talið
ástæðu til að meina honum um
keppnisleyfi.
Einnig má geta þess að Gústaf
sat með mér á þingi og aðstoðaði
mig eftir þörfum.
Brvnjar Gunnarsson.