Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAI 1975 3 J[
— Greinargerð
Framhald af bls. 17
Gengisáhætta
— gengistap
Greiðslufrestur á innflutningi
er svo til algild regla á innflutn-
ingi strásykurs. Sykur er þannig
verðlagður og seldur miðað við
það gengi, sem gildir, er sykurinn
er tollafgreiddur, en greiðsla fer
ekki fram af hálfu innflytjenda
fyrr en að þremur mánuðum liðn-
um og þá miðað við það gengi,
sem þá gildir.
Þetta fyrirkomulag innflutn-
ings hefur i för með sér mikla
áhættu, þar sem leyfileg hámarks-
álagning er mjög lág, miðað við
þær breytingar, sem geta og hafa
orðið á gengi krónunnar gagnvart
öðrum myntum. Hafi verð krón-
unnar t.d. lækkað sem nemur
álagningarprósentunni, eyðir sú
verðbreyting nær öllum álagning-
artekjunum.
Segja má, að það sé sjálfskapar-
viti að nýta erlenda greiðslufresti
á vörum með lágri álagningu á
timum gengissigs og gengisfell-
inga. Þó er það svo, að einmitt
vegna tíðra og stórra gengisbreyt-
inga, sem etið hafa upp fjármagn
innflutningsverzlunar, hafa fyrir-
tækin i auknum mæli talið sig
tilneydd til þess að nýta erlenda
greiðslufresti eða að öðrum kosti
að draga saman seglin.
Hversu mikla áhættu og stórar
upphæðir hér er um að ræða, má
sjá af því, að lendi innflytjendur
tvisvar sinnum í gengisfellingum,
annarri, sem veldur 20% verð-
hækkun erlends gjaldmiðils og
hinni, sem veldur 25% verðhækk-
un, er tapið 62.5 milljónir króna.
Hér er miðað við seldar en
ógreiddar þriggja mánaða birgðir
(2.190 tonn) miðað við innfjutn-
ing á árinu 1974, sem væri í bæði
skiptin metnar á meðal F.O.B.
verði 1974 kr. 63.42. Tekjur af
álagningu hjá innflytjendum ná
aldrei þessari upphæð, þótt lagð-
ar séu saman tekjur ársins 1974
og þær tekjur, sem orðið hafa til
þessa i ár.
Hversu mikið raunverulega
gengistapið var á árinu 1974, er
vandsvarað, en fullyrða má, að
það hafi eytt öllum álagningar-
tekjum heildverzlunar af sykur-
sölu á árinu.
Athugasemdir við
Viðauka II
1. Tölur áranna 1971—1974 og
janúar, febrúar 1975, eru sam-
kvæmt Verzlunarskýrslum Hag-
stofu Islands. Varðandi tölur fyr-
ir ársbyrjun 1975 og 21. apríl 1975
sjá aths. 7 og 8.
2. Aætlaður beinn innflutning-
ur iðnaðar undanskilinn, en er
meðtalinn i C.I.F. verði.
3. Álagningartekjur heildverzl-
unar af sölu til iðnaðar, og á al-
mennan markað.
4. Hámarksálagningartekjur
smásöluvefzlunar. Miðað, er við
hámarksálagningu á hverjum
tima og einungis kostnaðarverð
þess magns, sem er dreift i gegn
um smásöluverzlun.
5. 11% 1971 og 1972; 12,67%
1973; 16.5% 1974. Tölur áranna
1973 og 1974 eru vegin meðaltöl.
Söluskattur er einungis reiknað-
ur af sölu til endanlegs neytanda.
Fyrir ársbyrjun er notað vegið
meðaltal ársins 19,75%, en 20%
miðað við april 1975.
6. Verðmæti sykurs (markaðs-
verð) á almennan markað og til
iðnaðar, bæði beinn innflutning-
ur iðnaðar og kaup af heildverzl-
uninni, miðað við fulla álagningu.
7. 8.440 tonn, meðaltal síðustu
fjögurra ára i verði C.I.F. 295 kr.
sem er hæsta verð sem kom til
landsins (metið á núverandi
gengi) en var þó ekki eins hátt og
verðið fór hæst á heimsmarkaði.
8. 8.440 tonn á verði C.I.F. 121
kr. sem er heimsmarkaðsverð
miðað við 21. apríl 1975.
9. Hafa ber i huga, að sykur
hefur verið seldur í smásölu án
fullrar álagningar, og jafnvel án
álagningar, til þess að draga að
viðskipti. Hér eru áhrif þess ekki
metin, heldur reiknað með
hámarksálagningu í smásölu á
hverjum tima.
— Athugasemd
Framhald af bls.6
hefir verið i marga áratugi, er
ekki við öðru að búast en mjög
óverulegur hluti saltsildarinn-
ar fari til niðurlagningar innan-
lands. Þessvegna er bráðnauð-
synlegt að hafizt verði handa
hið allra fyrsta að byggja salt-
sildarmarkaði okkar upp á ný.
8. Að svo miklu leyti, sem
mér er kunnugt, hefir Sölu-
stofnun lagmetis og starfslið
hennar, hvorki sparað peninga
né fyrirhöfn til þess að afla
markaða fyrir niðurlagðar og
niðursoðnar sjávarafurðir,
þ.m.t. niðurlagða saltsild.
Ég vil því taka það skýrt
fram, að það væri hin mesta
ósanngirni að kenna starfsliði
stofnunarinnar um það, þótt
sala afurðanna gangi ekki eins
vel og skyldi. Starfslið stofnun-
arinnar virðist mér áhugasamt
um að leysa hið erfiða verkefni,
sem því er ætlað. En þeir sem
landinu stjórna og lögin semja
verða að gera sér ljóst, að þótt
lög séu samþykkt um hundruð
milljóna króna styrki og fram-
lög í ýmsu formi til sölu- og
framleiðslustarfsemi lagmetis-
iðnaðarins, er því miður heldur
ósennilegt aö tilraunin takist
eins vel og alþingismenn
virðast hafa gert sér vonir um,
a.m.k. verða afurðasölumál salt-
síldariðnaðarins ekki leyst með
fjölgun sildarniðurlagningar-
verky^iðja.
Eí't.. vill gefst tækifæri til
þess síðar að gera nánari grein
fyrir þeirri fullyrðingu.
Reykjavík, 26. apríl 1975.
Gunnar Flóvenz
— Minning
Jóhanna
Framhald af bls. 30
ur, fimm ára gamall, til sumar-
dvalar að Viðimýrarseli. Sleppti
úr þvi ekki sumri næstu níu árin.
Ég kynntist Erlu þvi vel sem
drengur og leit á hana sem mína
aðra móður. Henni á ég margt að
þakka sem ekki verður 'með orð-
um tjáð.
Þar sem Erla var, þar var gleði
og birta; fegurð sumardagsins lék
um hana. Að vera húsfreyja á
barnmörgu sveitaheimili er eril-
Skeiðklukk-
um stolið
BROTIZT var inn í Laugardals-
höllina og þaðan stolið
þremur skeiðklukkum auk ein-
hvers magns af sælgæti. Málið er í
rannsókn.
samt og erfitt, og ekki öllum
gefið. En Erlu var iðjusemin í
blóð borin og starfið henni leikur.
Hún hreif aðra með sér með
dugnaði sinum og elju; letingjar
voru ekki að hennar skapi. Hún
var dæmigerð islenzk húsfreyja.
Erla var kona skapmikil og hélt
fast við sínar skoðanir og lét ekki
sinn hlut ef þvi var að skipta.
Samfara skapfestu var óbilandi
kjarkur er aldrei lét bugast. Var
það henni mikill styrkur í bar-
áttunni við hinn erfiða sjúkdóm,
auk heldur sem hún hafði fullt
traust á skaparanum og missti
aldrei trúna á lifið. Erla var mik-
ill dýravinur. Hún leit þau ekki
sem skynlausar skepnur, heldur
sem verur með næmar tilfinn-
ingar og viðkvæmt hjartalag.
Hennar yndi voru hrossin, sem
hún umgekkst af ákveðni og
hlýju, og var einstaklega lagin að
vinna tiltrú þeirra og traust. Fátt
var henni kærara en sitja góðan
hest á fögrum degi, og átti hún
margan gæðinginn um dagana.
— Nú er hún horfin. En minn-
ingin um hana lifir með þeim er
hana þekktu, og sú minning er
veganesti sem aldrei þrýtur.
Þórður Kristinsson.
AUGLÝSIIMGATEIKNISTOFA
MYNDAMÓTA
Adalstræti 6 sími 25810
Hvoll — Hvoll
Logar frá Vestmannaeyjum
fyrsta sinn á Hvoli á þessu ári Sætaferðir frá BSÍ kl. 9,
Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi.
£jcf ridcmsa\(lMuri m
Zldiw
Dansaði'
Félagsheimili HREYFILS
í kvöld kl. 9—2. (gengið inn frá Grensásvegi.
Fjórir félagar leika
Aðgöngumiðar i síma 85520 eftir kl. 8.
Skrifstofustúlka
Fyrirtæki i Miðborginni óskar að ráða skrifstofustúlku
til framtiðarstarfa nú þegar eða sem allra fyrst.
Verzlunarskóla- eða hliðstæð menntun æskileg.
Reynsla i enskum bréfaskriftum, launaútreikningi og
tollaafgreiðslu nauðsynleg.
Upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, ásamt
upplýsingum er máli kunna að skipta óskast sendar til
afgreiðslu Mbl. fyrír n.k. þriðjudagskvöld merkt:
„Framtið 6948".
STAPI
DANSLEIKUR
BRIMKLÓ
skemmtir í kvöld stapi
HAUKAR A BORG GRIMSNESI
SÆTAFERÐIR
FRÁ B.S.Í. KL. 9.
FRÁ SELFOSSI
FRÁ HVERAGERÐI
FRÁ ÞORLÁKSHÖFN
FRÁ KEFLAVÍK
FRÁ MÝVATNI
HAUKABALL
MEÐ LÉTTUM
ÞRÝSTING FRAMAN
AFENFERÚTÍ
SVÍVIRÐILEGAN
NÚNING MEÐ
SNÚNING ER
LÍÐA TEKUR
Á OG HALLA FER
UNDAN FÆTI
VERÐUR SAMAN
OG ENGIN LÆTI
NEMA KANNSKI?
Haukar besta
stuöhljómsveit
landsins