Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAl 1975 11 Messur á bœnadaginn Sextugur: Hermóður Guðmunds- son bóndi Árnesi Ju//td iSSn aj&trrr? a /t'Ó/tTUsiu st/ZZ/'Zýct. óeýrict cntji/ia/c/ jPaZ/ans t s/a'/ scm c er /25m/ f '/v p/n/) af /'a/c/rc mfólk'. ^fey/ct J>ar til löcjurcnn er fiy/kur (2m/nJ s/u/ fccf /ramccf v jrtcnnf, oya/ó c/a f fcssÁ'ufJuna ) sfafic/ St/fan tnr? c Jrysf/n/?, urrc />aj />// / f/s/. DÓMKIRKJAN. Messa kl. 11 árd. Séra Þórir Stephensen. HATEIGSKIRKJA. Messa klukkan 2 siðd. Séra Kristján Búason dócent predikar. Séra Arngrimur Jónsson. NESKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Séra Frank M. Halldórs- son. Kirkjutónleikar verða í Neskirkju mánudagskvöld 5. mai kl. 9 síðd. Orgel- og flautu- leikur. Sóknarnefnd. ÁSPRESTAKALL. Messa kl. 2 siðd. að Norðurbrún 1. Séra Grimur Grímsson. DÓMKIRKJAN — Messa DÓMKIRKJA KRISTS KONUNGS LANDAKOTI. Lág- messa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 siðd. LANGHOLTSPRESTAKALL. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Óska- stundin kl. 4 siðd. Séra Sigurð- ur Haukur Guðjónsson. FlLADELFlA. Safnaðarguðs- þjónusta kl. 2 siðd. Almenn guðsþjónusta kl. 8 síðd. HALLGRIMSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Messa kl. 2 síðd. Séra Karl Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL. Messa í Breiðholtsskóla kl. 2 síðd. Séra Lárus Halldórsson. LAUGARNESKIRKJA. Messa kl. 2 siðd. Séra Garðar Svavars- son. ÁRBÆJARPRESTAKALL. Barnasamkoma i Árbæjarskóla kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta í skólanum kl. 2 síðd. Séra Guðmundur Þorsteinsson. GRENSASSÓKN. Guðs- þjónusta kl. 11 árd. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson messar. Kvenfélagið efnir til kaffisölu i safnaðarheimilinu kl. 3 síðd. Sóknarprestur. HAFNARFJARÐARKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 11 árd. Athug- ið breyttan messutíma. Séra Garðar Þorsteinsson KEFLAVlKURKIRKJA. Messa kl. 2 siðd. Prófasturinn, séra Garðar Þorsteinsson, setur séra Ólaf Odd Jónsson inn i embætti. Sóknarnefndin. UTSKÁLAKIRKJA. Messa kl. 2 síðd. Séra Guðmundur Guðmundsson. GRINDAVlKURKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Séra Jón Árni Sigurðsson. STOKKSEYRARKIRKJA. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Almenn guðsþjónusta klukkan 2 siðd. Sóknarprestur- inn. EYRARBAKKAKIRKJA Kvöldbænir kl. 9 siðd. Sóknar- presturinn. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA. Fermingarguðsþjónusta og altarisganga kl. 2 síðd. Séra Stefán Lárusson. I dag, laugardaginn 3. maí 1975, er Hermóður bóndi i Árnesi, Guð- mundsson, skálds á Sandi sextug- ur. Hermóður ber aldurinn vel, svo sem sæmir gömlum iþrótta- manni, og góðum bónda. Hann er siungur i anda og alltaf sami ákafamaóurinn, enda umvafinn einni hinni mest náttúrufegurð i okkar fagra landi. Hermóður er löngu orðinn landskunnur maður. Ungur að ár um gat hann sér héraðsfrægð sem mikill og snjall íþróttagarpur. Þá lágu leiðir okkar fyrst saman í sveit knattspyrnumanna iþrótta- félagsins Völsunga á Húsavik, er þá fagnaði viðasthvar sigrum i djörfum leik þar nyrðra. Okkur félögunum i þeirri sveit, þótti þá á stundum kapp hans og ákafi næstum hemjulaus og þrek hans og úthald með ólikindum. Það kom því snemma í ljós, að Hermóður mundi ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna — og bera nafn með rentu. Það er vissulega oft gaman að orna sér við eld minninganna frá þessum björtu æskuárum og sjá, fyrir innri sjónum, hina mörgu leikdjörfu félaga geysast fram á lífsleiðina. Hermóður hefur alltaf gengið djarfur og bjartsýnn fram á þenn- an breiða og margslungna veg, tekist hugrakkur og afkastamikill á við viðfangsefnin á hverjum tíma og sett markið hátt. Hann varð lika svo lánsamur og hamingjusamur að eignast sem lifsförunaut eina af „dísum Aðal- dalsins“ — Jóhönnu Steingríms- dóttur, Baldvinssonar bónda og skálds í Nesi og konu hans, Sigríð- ar Pétursdóttur, sem bjuggu á bökkum „árinnar eilífu" — Laxár i Aðaldal. Þar reistu ungu hjónin sér ný- býlið Árnes i Neslandi, af hinum mesta myndarskap og smekkvísi, eignuðust mannvænleg börn, feg- urðardísir og glæsimenni. Moldin á bökkum Laxár var þeim góð. Ræktun var þegar framkvæmd í stórum stíl og búskapur rekinn með forsjá, þekkingu og af viti. Þeim búnaðist því með ágætum og alltaf var tekist á við ný og ný viðfangsefni. Vinnudagurinn varð langur og oft strangur en aldrei slakað á, enda ásetningur- inn einbeittur um það, að ná settu marki í hverri grein. Minna mátti ekki gagn gera. Hermóður ávann sér traust og trúnað sveitunga sinna og sýsl- unga. Hann valdist fljótt til for- ystu í félasmálum í héraði á mörg- um sviðum, jafnt i búnaðar- og ræktunarmálum, veiðimálum sem baráttumálum og síðar í lands- samtökum stéttarbræðra sinna. Hann er landsmönnum löngu kunnur af þeirri fjölbreyttu fé- lagsmálastarfsemi og þvi ekki þörf á að rekja þá sögu hér. Sem betur fer hafa ieiðir okkar Hermóðs oft legið saman. Við eig- um enn og alltaf mörg sameigin- leg áhugamál, sem við unnum. Og sem betur fer höfum við líka sleg- ið margar brýnur, báðir dálítið ákveðnir og ekki æfinlega á einu máli og sót þá „sjóinn" fast. En þeim mun betur höfum við kynnst og þeim mun betur höfum við jafnan vitað, hvar við áttum hvor annan. Hitt er þó miklu oftar að skoðanir okkar hafa fallið i Ferming Ferming og altarisganga að Stórólfshvoli, 4. maí kl. 2 e.h. Prestur: Séra Stefán Lárusson. Pétur Rúnar Kjartansson, Norðurgarði 9 Hvolsvelli. Hólmfríður Kristin Helgadóttir, Stóragerði 12 Hvolsvelli. Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, Stóragerði 10 Hvolsvelli. Marta Sonja Gísladóttir, Vindási Hvolhr. Rang. Sigrfður Svandís Hjálmarsdóttir, Norðurgarði 1 Hvolsvelli. FÆREYSKA SJÖMANNA- HEIMILIÐ. Samkoma kl. 5 siðd. Forstöðumaður. BUSTAÐAKIRKJA. Messa kl. 2 síðd. Séra Bragi Friðriksson messar. Sóknarprestur. FRlKIRKJAN REYKJAVIK. Messa kl. 2 siðd. Séra Þorsteinn Björnsson. FELLAPRESTAKALL. Barna- guðsþjónusta i Fellaskóla kl. 10.30 árd. Messa í skólanum kl. 2 siðd. Séra Hreinn Hjartarson. ELLIHEIMILIÐ GRUND. Messa kl. 10 árd. Séra Lárus Halldórsson messar. DIGRANESPRESTAKALL. Guðsþjónusta i Kópavogskirkju kl. 11 árd. Séra Þorbergur Kristjánsson. KÁRSNESPRESTAKALL. Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd. i Kársnesskóla. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2 síðd. Séra Árni Pálsson. GARÐASÓKN. Barnasamkoma kl. 11 árd. i skólasalnum. Séra Bragi Friðriksson. 'þegarfér layii gím, H.BENEDIKTSSON H.F SÍMI 38300 - SUÐURLANDSBRAUT 4 - REVKJAVÍK Ég sendi þessum æskuvini min- um, myndarbónda og hörkudug- lega framkvæmdamanni, beztu árnaðaróskir á sextugsafmælinu um leið og ég þakka forna og nýja vináttu á samleið okkar frá fyrstu kynnum. Konu hans og börnum þakka ég hlýhug og vinskap. Og ég vildi mega ljúka þessari fátæk- legu afmæliskveðju minni til Her- móðs í Árnesi, til fjölskyldu hans og fólksins í Nesi, með þvi að taka mér i munn hin fleygu orð Fagra- skógarskáldsins: Þar bíða vinir i varpa, sem von er ágesti. Jakob V. Hafstein. einn og sama farveg. Þannig er gott að kynnast mönnum, þvi að þeim mun betur geymast kostir þeirra í vitundinni og vinskapur- inn verður þá oftast tryggari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.