Morgunblaðið - 03.05.1975, Side 14

Morgunblaðið - 03.05.1975, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAl 1975 Valgarður L. Lárusson, Eystra-Miðfelli: Brú á Hvalfjörð Um þessar mundir er mjög deilt um væntanlegar stórframkvæmd- ir á Grundartanga við Hvalfjörð norðanverðan. Hvað sem segja má um þessa verksmiðjubyggingu nú, þá er eitt vist, að það eiga fleiri mannvirki eftir að risa af grunni á þessum stað og nágrenni í framtiðinni. Þetta er rétt að byrja. Hvað sem hver segir nú, er óhætt að bóka, að enginn vildi missa slíkar atvinnustöðvar úr sveit sinni eftir að þær fara að skila arði og fólkinu atvinnu. Eg man vel óánægjuna hjá fólki, þeg- ar herinn lagoi undir braggabygg- ingar sínar og sem framkvæmda- svæði tvö býli hér á ströndinni, Miðsand og Litlasand. Það var vissulega full ástæða fyrir þeirri vanþóknun. Þegar herinn fór, varð þetta eign rikisins og sem kunnugt er, risu þar upp tvö stór atvinnuíyrirtæki, Olíustöðin og Hvalstöðin. Frá fyrstu tíð, eftir að þessar jaróir voru i eyði lagðar og annað tók við, heíur margur fengið i sinn hlut góða og mikla alvinnu og háar tekjur, þegar á allt er iitið. Það var sárt að sjá iðugrænt túnið fara undir bragga- þyrpinguna, en það er nú þannig, að það er ekkert skeytt um að eyðileggja mannvirki, þveröfugt, hið ræktaða land verður oftast fyrir valinu. Svo var þaö einnig, þegar herinn kom aftur 1951, þá settu þeir bragga sina niöur í tún- blettinn uppi á hæöinni, sem bóndinn á Miðsandi haföi ræktað í stað gamla túnsins, sem fór und- ir byggingar og götur, svo nú varð bóndinn enn að flýja burt af jörð- inni með allt sitt. Nú er herinn farinn af þessum slóðum, þó mannvirki séu þar enn á hluta Miðsands. A ég þar við NATO- mannvirkin, sem telja má ti) hernaðarmannvirkja. En hinar stöðvarnar eru Islendinga eign og væri nú sennilega frjáJst að fjar- lægja allt draslið af jörðunum, Ityggja upp bæina að nýju og rækta tún. En skyldi nokkur Is- lendingur vera með þvi að býtta? Jafna Olíustöðina og Hvalstöðina við jöróu eða vísa þeim á brott nteð allt sitt og reisa í slaðinn tvö kotbýli. Eg held enginn. Eg man lika allan úlfaþytinn út af Sementsverksmiðjubygging- unni á Akranesi eða réttara sagt staósetningu herinar. Eg álít, að það fólk, sem deildi á staðsetn- ingu hennar, hafi haft mikið til síns máls. Það var ekki glæsilegt að fá þessi stóru hús þvert fyrir útsýnið út á sjóinn til suðurs, björtustu og fallegustu útsýnisátt- ina, og svo nálægðin við íbúðar- hverfið. Það var fullyrt þá, að ryk eða óþægindi yrðu ekki teljandi frá verksmiðjunni. Annað hefur komið í ljós. Það gela hennar ná- grannar borið uni. Það virlist ástæóulaust þá að reisa verk- smiðjuna á þessum staó, I óþökk fjölda ibúa Akraness, þvi víóar var land óbyggt á Akranesi undir verksmiðju, þar sem óþæginda hefði litt eða ekki orðið vart, en það er bara ekkert tekið tillit til þess við slaðsetningu mannvirkja, þótt önnur mannvirki verði að vikja eða eyðileggjast. Að sjálf- sögðu mundu Akurnesingar ekki vilja missa Sementsverksmiðjuna frá Akranesi, þrátt fyrir allt. Mörgum er hún búin að veita góða og trygga atvinnu. Svo er bærinn óþekkjanlegur, sanian- borið við það sem áöur var. Nú er þetta einn þrifalegasti bær, sem komið er í. Það gera fyrst og fremst steyptu göturnar. Svo er uppbyggingin geysileg síðustu ár. Það ber vitni velmegunar. Það sem mér líkar verst við staðsetningu fyrirhugaðrar málm- blendiverksmióju á Grundar- tanga er það, að allt þetta góða tún og tilbúið ræktunarland þess- arar góðu bújarðar, skuli allt vera tekið undir þessi mannvirki. Mér sýnist þetta hreinn óþarfi. Því mátti verksmiðjan ekki alveg eins risa fyrir innan Innri- Galtarvíkurhöfðann. Ekki trúi ég því, að slæmt bryggjustæði sé þar t.d. við höfðann og þá hefði bygg- ingarsvæðið komið á óræktað land og heldur hrjóstrugt. Þar sem melar og klappir eru er stutt niður á fastan grunn. A þessum stað hefði verksmiðjan ipinna raskað búsetu. Vegalagning öll minni og ódýrari. Eg geri mér grein fyrir truflandi áhrifum fyr- ir búendur nærliggjandi jarða, þó staðsetningin væri þar, sem hér getur, en truflunin yrði mun minni og minna af góðum mann- virkjum færu undir verksmiðju- hverfið. A Klafastöðum hefur verið vel búið svo lengi sem ég man og miklu lengur. Þvi er það sárt að sjá þessa eyðileggingu á þessari góðu jörð. En væri staðsetningin, þar sem hér er bent á, gæti búskapur haldist á Klafastöðum með sæmilega eðli- legum hætti. Sama má segja með Katanes. Það fer ekki hjá þvi að þessi fyrirhugaða staðsetning verksmiðjunnar veldur ábú- endum þeirrar jarðar óþæg- indum. Það seni kom mér fyrst í hug, þegar um þessi mannvirki ofan Hvalfjarðar var farið að tala i alvöru, var það, að þetta yrði til þess að flýta fyrir brú á Hvai- fjörð. Það er næstum óskiljanlegt hve lítið er opinberlega rætt um þá mikilvægu og sjálfsögðu sam- göngubót. Eg hef veitt athygli áhuga og skrifum Eriðriks Þor- valdssonar um þessi mál. Hann ætti sannarlega skilið að hans máli væri meiri gaumur gefinn og ræddur á opinberum vettvangi. Það er táknrænt hvað þessi eldri, framsýnu athafnamenn eru bjart- sýnir og stórhuga. Friðrik veit hvaó hann er að segja. Fáir vita betur, hvernig gengið hefur að halda uppi samgöngum á sjó milii þessara liyggðarlaga. Hann veit vel að sjóleiðin tilheyrir for- tiðinni og er með öllu óraunhæf og allt, sem í það er lagt, er hrein- lega hent i súginn. Þar á ég við skipaskiptin sl. ár á leiðinni Akra- nes — Reykjavík. Þó mér sé ókunnugt um allan kostnað þvi viókomandi, þá er það víst, að hann er of mikill og er sennilega ekki séð fyrir endann á því. Þeir peningar hefðu betur verið komnir í að ljúka byggíngu sjúkrahússins á Akranesi, ef afleiðingar af því tjóni að láta það verk standa hálfunnið ár eftir ár, skapar óþægindi og vanda. Þar þarf strax að gripa í taumana. Það er sama víð hvaða Akurnesing er talað, allir eru stórhneykslaðir og gramir yfir ferjubraskinu og því tilstandi. Þó spá þeir því, að ekki sé séð fyrir endann á því máli enn. Þetta hljómar í mín eyru, þegar égtaiaviðfólká Akranesi. „Það mátti notast við gömlu Akra- borgina lengur." Það hefði verið meiri framtíðariausn að stofna sjóð með þessum peningum, ef þeir lágu á lausu, sjóð fyrir brú á Hvalfjörð. Hraðbrautarkostnaður fyrirhugaður fyrir fjörðinn á einnig að leggjast i sjóðinn. Það tekur eflaust einhver ár að undirbúa þá framkvæmd, en brú á Hvalfjörð er engir draumórar, það hefur Friðrik Þorvaldsson réttilega bent á. Það er áreiðan- legt að tæknilegar framfarir eiga enn eftir að aukast og eftir nokkur ár verður slik brú ekki talin neitt þrekvirki. Reyndar hefur F.Þ. bent á það, að brúin á Hvítá i Borgarfirði, sem byggð var 1928, hafi verið mun meira fyrirtæki þeirra tima heldur en brú á Hvalfjörð nú. Þetta er mjög trúlegt. Þá var mannshöndin án tækja ein að verki, en nú eru það tækin stórvirku, stjórnað af hönd og huga mannsins. Frá leikmanns sjónarmiði séð, sýnist ákjósanleg- asti staðurinn fyrir brú á Hval-. fjörð vera á Hnausasker. Þar er fastur stöpull á nálægt miðri leið. Athugun mun hafa farió fram á brú yfir Hvalfjörð og ýmsar tillög- ur gerðar, en þetta þarf að athuga betur, fá erlenda sérþjálfaða menn i slíkri iðn, kanna aðstæður og gera áætlun. Það þarf að gefa mörgum aðilum kost á að kanna þetta og jafnvel gera tilboð i verkið. Þegar allar stóriðjurnar fara að skila fúlgum af erlendum gjaldeyri inn í þjóðarbúið, verður hægt að ráðast i stórt. Það hefur stundum verið gert af minni efnum við erfiðari aðstæður og með minni tækni og tækjakpsti, á meðan þjóðin var fátæk. Reynslan sannar, að það er stór- hugur og framsýni, sem ræður meiru en fjármagnið, sem til er þegar verk er hafið. Það sannast þar að hálfnað er verk þá hafið er. Þeir eiga sér minnisvarða viða um land, þeir framsýnu atorku- menn, sem réðu á þeim timum, sem Hvítárbrúín var byggð, héraðsskólahúsin og margar stór- framkvæmdir. Það er staðreynd að Islendingar eru enn stórhuga, dugandi framkvæmdamenn. Það sýna byggingaframkvæmdirnar, uppbygging skipastólsins og margt fleira. Það eru fá ár síðan óhugsandi þótti að brúa og leggja veg syðri leiðina til Austurlands- ins. Það gekk þó fljótt og vel fyrir sig, þegar á því verki var byrjað og nú er þetta orðið að veruleika. Sama verður með brú á Hvalfjörð. Eftir fá ár verður það að veru- leika öllum til gagns og sóma. Það getur verið að fólk átti sig þá betur á þeim stóru þægindum, sem brú á Hvalíjörð veitir, ekki aóeins fólki hér ofan fjarðar, Akurnesingum, Borgnesingum og Borgfírðingum, heldur öllum þeim, sem nú verða að aka fyrir Hvalfjöró. Ætli það væri ekki munur fyrir bílstjóra, sem leggja upp frá Reykjavík í langa ferð til Norður- eða Vesturlands, að vera komnir eftir smástund inn í Borg- arnes. Um leið og Hvalfjarðarbrúin væri komin, kæmi hraðbraut til Akraness, Borgarness og fljótlega vestur á Snæfellsnes, svo i átt til Norðurlands og Vesturlands með timanum. Það er sem koma þarf, góð hraðbraut frá Reykjavík, stytztu leið til Snæfellsness, hið fyrsta. Þá er byggðin sunnan frá Grindavik út á Snæfellsnes orðin ein samtengd heild, öll byggðin kringum botn Faxaflóa, það færi vel á þvi. Þetta eru fengsælustu vertiðarmiðin, Breiðarfjörðurinn, Faxaflói og suður fyrir Reykja- nes. Upp af þessum kaupstöðum og þéttbýliskjörnum úti við sjóinn eru ein beztu skilyrði til land- búnaðar hér á landi, grösug sveit og snjólétt. Hér með má svo telja byggðina austan Hellisheiðar, en þangað er komin hraðbraut og verður sjálfsagt við hana bætt á næstunni, þar með er Árnes- sýslan með sín þorp komin inn í myndina og Rangárvallasýsla reyndar á næsta leiti og svo áfram austur. Þannig verður Suður- landsundirlendið inni í dæminu. Það segir sig sjálft að vel sam- tengd og skipulögð byggð á þessu svæði er það sem þessi kynslóð ætti að leggja kapp á. Ég er ekki að meina það, að aðrar byggðir landsins eigi að hafa útundan, siður en svo. Húnavatnssýslur, Skagafjarðar-, Eyjafjarðar-, og Þingeyjarsýsla allt er þetta ein mjög byggileg heild, sem þyrfti að samtengjast á sama hátt með góð- um samgönguæðum í framtiðinni. Hraðbrautum smátt og smátt, svo kemur hraðbraut milli þessara landshluta. Eg álít þessa tvo landshluta kjarnann úr landinu t.d. varðandi landbúnað. Sjósókn er víða mikil og góð fiskimið bæði fyrir Vestfjörðum og Austfjörðum og þar eru bú- sældarhéruð einnig. En ég held að þessi kynslóó komist ekki yfir að byggja upp allt landið með fullkomnu vegakerfi t.d. Það verður alltaf eitthvað að bióa næstu kynslóða. Landið er stórt og strjálbýlt og fólkið fátt miðaó við önnur lönd. Það er mikill auður sem Islendingar eiga, allt þetta ónýtta land fyrir komandi kynslóðir. Það ér ekki hægt að ætlast til þess af okkur, að við gerum allt hér á landi fyrir marg- ar komandi kynslóðir. Reyndar engin nauðsyn, þvi skyldu ókomn- ir ekki mega eiga hér verkefni fyrir höndum að byggja upp land, jú sannarlega. Það, sem við ger- um, þurfum við að gera vel og skipulega og það verði varanlegt og komi að fullum notum í fram- tíðinni. Ég get aldrei skilið það, að óhagstætt sé að byggð sé mikil á Suður- og Suðvesturlandi, Faxa- flóasvæðinu eða suðvesturkjálk- anum eins og sagt er. Þvi skyldi fólki ekki vera frjálst að búa þar sem bezt er til búsetu eða eins gott og það gerist bezt annars- staðar. Það hefur sýnt sig i vetur að hér við Faxaflóa og á Suðurlandi hefur verið snjólaust ásama tíma og mestu snjóalög eru eftir þennan vetur i öðrum lands- hlutum. Nú, það er svo margt, sem sækja þarf til Reykjavikur að öllu óbreyttu, að fólkið hlýtur að meta það mikils að hafa góðar samgöngur þangað. Það, sem mér finnst óeðlilegast við búsetuna, er, hversu margt fólk hrúgast saman í Reykjavík. Sjáum t.d. þessar miklu bygg- ingar í Breiðholtinu. Það væri glæsilegra, ef sú uppbygging stæði t.d. á Rifi á Snæfellsnesi. Þar er eitt bezta hafnarstæði af náttúrunnar hendi á öllu landinu. Þaðan er stutt á auðug fiskimið. Það er raunalegt að sjá þetta mis- ræmi. Þetta myndi allt breytast til batnaðar með þeim bættu sam- göngum, sem ég hef hér rætt í sambandi við brúa á Hvalfjörð. Fólk vill flytja frá Reykjavik út i hinar dreifðari byggð. Þess vegna ætti að stefna að því, að létta undir með fólkinu að koma því þangað sem það kýs, en það er áreiðanlega á þetta byggilega svæði, sem er þó í góðum tengsl- um við höfuðborgina, komast í hæfilega fjarlægð, þar sem frelsið og rýmið er meira. Því ætti stór- lega a£ draga úr byggingum i Reykjavik, en veita byggðinni hér út á þessa staði, sem biða eftir fleira fólki og uppbyggingu. Stór- borgarbragurinn, umferðar- þrengslin og rúmleysið i Reykja- vík eru fólkinu ekki að skapi. Þetta er vandamál, sem þarf að vinna að og leysa. Það verður bezt gert með því að bæta samgöngur við nærliggjandi byggðir og gera aðrar fyrirgreiðslur fyrir fólkið þar, þá stendur ekki á því að flytja. Með þessu yrði tvöfaldur vandi leystur, létt á þrengslunum i Reykjavik og fólk flytti á þá staði, sem þess er þörf, vegna atvinnu- uppbyggingar af ýmsu tagi. Það er rétt víst að margur hefur hug til að flytjast upp fyrir Hvalfjörð, þegar þar rísa atvinnuþorp. Svo kemur Akranessbyggðin til með að teygjast í áttina inn með Hval- firði, ég tala nú ekki um, ef brúin kæmi fljótlega á Hvalfjörð, þá vildu margir flytja úr Reykjavík- urþrengslunum út í frelsið og hina fögru byggð handan fjarðar- ins. Það er óuppgert dæmi hvað kostar að halda úti allri þessari umferð fyrir Hvalfjörð, en eitt er vist, að það yrði hó upphæð, bensín, oliur, gúmmi, slit á mönn- um og vélum, tíminn sem i það fer, viðhaldið, svo eitthvað sé nefnt, fólk ætti að hugsa þetta mál, ég held það verði fljótt að sannfærast um hagnaðinn af brúnni. Margt fleira kemur inn í dæmið, svo sem ferjan á Akranes, sem legðist niður. Ég tel fyllilega timabært að staldra við og hugsa málið, áður en farið er á stað með hraðbrautarframkvæmdir inn fyrir Hvalfjörð og áður en meira verður eytt í sjóferju Akraness — Reykjavik. Það þýðir ekki að tala um það, sem búið er að gera rangt, eða rífast um það, en það er tímabært að athuga málin af fullri dóm- greind og taka allt dæmið, þá hygg ég að niðurstaðan verði brú á Hvalfjörð. Þó kostnaðarupphæð verði há, þá gæti hún orðið fljót að lækka, þegar allt er tekið inn í dæmið. Svo eru flestir áreiðan- lega fúsir til að greiða brúargjald, þegar þar að kæmi. Það mætti eitthvað vera, svo borgaði sig fyr- ir alla, sem þurfa annars að greiða hátt fargjald milli þessara staða eða aka bil sínum leiðina fyrir fjörðinn. Ég vil að endingu hvetja fólk til að hugsa þetta mál i fullri alvöru. Valgarður L. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.