Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAl 1975
— Portúgal
Framhald af bls. 1
bent, að fundurinn væri ólögleg-
ur, þar sem fjöldafundi skyldi til-
kynna með sólarhrings fyrirvara.
I yfirlýsingu sósíalista, sem les-
in var yfir borgarbúum, sagði
meðal annars, að nú væri nóg
komið af gerræði kommúnista:
„Það er tími til þess kominn að
spyrna við fótum,“ sagði þar,
„með rökum skynsemi og sann-
leikans, en einnig með því að
vekja fjöldann til baráttu. Sósfal-
istaflokkurinn mun ekki taka þátt
í því að nýju einræði verði komið
á í landinu."
Fyrr í dag höfðu helztu forystu-
menn hersins og stjórnarinnar átt
fund með Mario Soares um at-
burðina í gær, er sfðbúin koma
hans til 1. maf hátíðahaldanna
varð til þess að Vasco Goncalves
forsætisráðherra og Fransisco da
Costa Gomes, forseti, urðu að gera
hlé á ræðum sínum.
Á undan var það gengið, að
Soares og um 4000 fylgismönnum
hans var varnað inngöngu á
fþróttavöllinn, þar sem hátíðar-
höldin fóru fram, þar til hann
hafði verið fylltur af stuðnings-
mönnum kommúnista.
Soares var sagður hafa verið
beittur valdi, er hann reyndi að
komast inn á völlinn og eftir að
hann var þangað kominn, var
honum meinaður aðgangur að
stúkunni, þar sem honum hafði
verið ætlað sæti. Áður hafði hon-
um verið bannað að halda ræðu
við hátíðahöldin.
Þegar Soares og fylgismenn
hans komu inn á völlinn, sungu
þeir „Þjóðin hefur kosið,
sósíalistar sigruðu" og vfsuðu þar
til sigurs síns í kosningunum á
dögunum þar sem fengu 38% at-
kvæða. Þessu svöruðu þeir, sem
fyrir voru, með formælingum og
varð af öllu þessu slík háreysti að
forsetinn og forsætisráðherra
urðu sem fyrr segir að gera hlé á
ræðum sínum.
Sá flokkur landsins, sem fékk
næst flest atkvæði í kosningun-
um, Þjóðlegi lýðræðisflokkurinn,
26% atkvæða, fékk ekki leyfi
Inter-Syndical til að taka þátt í
hátíöahöldunum. Fylkingu úr
flokknum, sem reyndi að komast
inn á völlinn, var haldið frá með
valdi.
— Karnabær
Framhald af bls. 40
verðmæti um l'A milljón króna.
Langmest var stolið af karl-
mannafatnaði en einnig var eitt-
hvað tekið af kvenfatnaði.
Innbrotið uppgötvaðist er eigend-
urnir komu i verzlunina 1. mai og
við blöstu hálftómar hillur. Var
lögreglan þegar kölluð á staðinn
og hefur siðan verið unnið stöð-
ugt að rannsókn málsins.
— Náttúru-
verndarráð
Framhald af bls. 15
mengun í og við sjó voru sam-
þykktar, önnur um hertar kröfur
um mengunarvarnir fiskmjöls-
verksmiðja og fiskvinnslufyrir-
tækja, og könnun á áhrifum sem
starfsemi fiskmjölsverksmiðja og
bræðsluskipa hafa á lífríki í fjörð-
um inni, með tilliti til eiturefna-
notkunar og hin um efldar haf-
rannsóknir vegna fjölþættrar nýt
ingar og verndunar lifandi auð-
linda hafsins og þátttöku í al-
þjóðasamþykktum, auk þess sem
stórlega verði efld aðstaða til
eftírlits og varnar gegn olíumeng-
un.
— Þrír fundir
Framhald af bls. 2
Að. sögn Torfa varð árangur lft-
ill á þessum fundum, sérstaklega
þó f togaramálunum. Enginn
fu/idur er boðaður hjá sáttasemj-
ara í dag, en á morgun mæta
Vestmannaeyingar á fund hjá
honum.
— Víetnam
Framhald af bls. 1
halda áfram útgáfu dagblaða
sinna til ársins 1956, er henni var
hætt að boði koriimúnista. í
Saigon hefur verið tekið fyrir alla
blaðaútgáfu borgaralegra aðila —
sagt er, að það bann verði tfma-
bundið. Á annað benda frétta-
menn sem frábrugðið sé Hanoi
árið 1954, en það er hversu litið
hefur verið látið uppi um það
hvaða menn skipi hinu nýju
valdasveit í landinu.
Frá Hanoi og Saigon hafa i
dag verið sendar kröfur um að
skilað verði aftur bátum og skip-
um sem flóttafólk hefur verið
flutt á frá S-Vietnam, ennfremur
hefur þess verið krafizt að her-
skip, flutningaskip, flutninga-
flugvélar og herþotur, sem flutt
voru frá landinu áður en Saigon-
stjórn féll, verði send þangað aft-
ur. Thailandsstjórn var búin að
fallast á að skila 130 bandarískum
orrustuþotum, sem s-víetnamskir
flóttamenn flugu til Thailands —
en hætti við það eftir mótmæli frá
Bandaríkjastjórn og lýsti ábyrgð
á hendur henni í máli þessu.
Fréttamenn geta eftir sem áður
engar fréttir sent frá Saigon, en
franska stjórnin hafði í dag eftir
fulltrúum sínum í Saigon, að þar
væri líf manna að komast í eðli-
legt horf. Fréttamaður Reuters
kom frá sér þeim boðum í gær, að
hann gæti starfað eðlilega en ekki
komið neinu frá sér að sinni.
— Stórtjón
Framhald af bls. 2
hefði verið um kl. 20.30 sem til-
kynnt hefði verið um eldinn.
Slökkviliðið hefði strax komið á
staðinn og bráðlega hefði tekizt
að komast þar að, sem eldurinn
átti upptök sín sem var á snyrti-
herbergi á verzlunarhæðinni. Ef
eldurinn hefði komizt upp á
næstu hæð, þar sem vefnaðar-
vöruverzlunin er, er hætt við að
húsið hefði allt brunnið.
Sagði Páll að kaupfélagið hefði
verið lokað i gær og yrði senni-
lega fram á þriðjudag. Málarar
hefði verið fengnir frá Isafirði til
að mála matvöruverzlunina og
menn frá tryggingunum væru nú
að meta tjónið, sem skipti
hundruðum þúsunda.
r
— Ottast
Framhald af bls. 1
New Vork var sagt eftir full-
trúa frá Sameinuðu þjóðun-
um, sem starfað hefur f Bang-
kok, Gerardus Tuenissen frá
Hollandi, að franskir og
kambódískir stjórnarfulltrúar
hefðu ákveðið að hittast á
landamærunum kl. 9 I fyrra-
málið að staðartfma og ræða
mál flóttafólksins.
Samkvæmt fregnum, sem
borizt höfðu frá Bangkok,
hafði bilalest lagt af stað frá
franska sendiráðinu sfðdegis á
miðvikudag eða snemma á
fimmtudag. Talið var, að f
henni væru 610—615 manns,
og myndi fólkið koma í fimm
hópum, rúmlega 120 manns í
hverjum hópi. Ekki hefur ver-
ið hægt að hafa samband við
sendiráðið franska sfðan 27.
aprfl og er ekki einu sinni
vitað, hvort það er uppistand-
andi. Óstaðfestar fregnir hafa
borizt um að nokkur sendiráð I
Phnom Penh hafi verið jöfnuð
viðjörðu.
— Bretland
Framhald af bls.19. -
eftir að úrslit fóru að berast: „Við
finnum iiiriinn af s;gri.“ Er talið
að úrslitin verði mikill styrkur
fyrir Ihaldsflokkinn i aukinni
baráttu hans gegn umdeildum
áætlunum ríkisstjórnar Verka-
mannaflokksins um aukinn ríkis-
rekstur í ýmsum iðngreinum.
— Hafréttarmál
Framhald af bls. 1
ákveða hver geta þess er að þessu
leyti.
Fyrir Islendinga ætti þetta
orðalag að vera viðunandí, en þó
eru undanþágur, eins og þær sem
fyrr eru nefndar, einungis bundn-
ar við þróunarríki í tillögum 77-
hópsins, og að þvi leyti eru þær
okkur Islendingum hagstæðari.
Auk þess er á við og dreif í tillög-
um Evensenssnefndarinnar
minnzt á rétt annarra ríkja innan
200 milna efnahagslögsögunnar,
enda hefur þrýstingur landluktra
og afskiptra ríkja verið mikill og
þau hafa endalaust reynt að
tryggja sér réttindi innan 200
milnanna i þeim umræðum, sem
fram hafa farið í nefndunum. En
íslenzki fulltrúinn hefur ásamt
bandamönnum okkar í Evensens-
nefndinni, s.s. fulltrúum Ástralíu,
Kanada, Mexiko, Chile,
Argentínu, Kenya og Indlands,
barizt gegn öllum kröfum um
undanþágur fyrrnefndra rikja
innan 200 mílnanna. Fulltrúar
Sovétrikjanna, Japans og Hol-
lands hafa verið talsmenn undan-
þáguflokksins og hafa þeir sagt,
að þeir geti alls ekki fallizt á að
strandríkið hafi algjörlega
óbundnar hendur í þessum mál-
um og geti gert það sem því sýn-
ist. Þó standa Sovéríkin mun nær
sjónarmiðum okkar Islendinga en
Hollendingar, eins og síðar verð-
ur minnzt á.
Fulltrúi Islands í Evensens-
nefndinni hefur ávallt lagt á það
áherzlu, að strandríkið verði
sjálft að ákveða leyfilegan há-
marksafla innan 200 mllna lögsög-
unnar og einnig möguleika sina
til að hagnýta aflamagnið. Á New
York fundunum síðustu (seinni-
partinn i vetur) varð samkomulag
um fyrra atriðið, en hið síðara var
óljóst orðað.
Tillögur Evensensnefndarinnar
eru í 15 greinum og bæði i 9. og
10. grein eru ákvæði um rétt land-
luktra og afskiptra ríkja innan
200 mílna lögsögunnar (strand-
ríki á, þar sem við á, að gera
samning við nærliggjandi afskipt
ríki, á svæða- eða undirsvæða-
grundvelli eða með tvihliða samn-
ingum, um aðgang að sjávarlifi
eða auðlindum hafsins i efnahags-
lögsögunni eða sérstökum svæð-
um hennar, sbr. upphaf 9.
greinar). Og i upphafi 10. greinar
segir, að landlukt riki geti, ef
landfræðilegar og efnahagslegar
ástæður leyfi, haft aðgang að auð-
lindum hafsins innan 200 milna
efnahagslögsögunnar, en um slíkt
þurfti þó að semja, með svæða-
samningum, undirsvæðasamning-
um eða tvíhliða samningum.
Landluktu og afskiptu ríkin hafa
með sér sérstakt samstarf hér á
ráðstefnunni og umræðuhópur
þeirra hefur nú náð samkomulagi
um texta, sem þau hafa afhent
formanni annarrar nefndar ráð-
stefnunnar. Þar er þess krafizt i
upphafi, að þessi riki fái fullan
aðgang að allri efnahagslögsög-
unni. Riki þessi eru um 50 og
segjast með '4 atkvæðamagns geta
komið í veg fyrir bindandi, end-
anlega niðurstöðu, því að % hluta
atkvæða þarf til endanlegs sam-
komulags. Má þvf engu muna, að
nýr hafréttarsáttmáli sjái dagsins
ljós á næsta ári, eins og stefnt er
að. Það voru landluktu ríkin, sem
sneru sér á sinum tima til af-
skiptra landa til að auka áhrif sfn,
og samstarf þeirra hefur nú borið
fyrrnefndan árangur fyrir þau.
Ætla hefði mátt, að þróunarríki
ættu ekki samleið með fyrrver-
andi nýlenduveldi eins og Hol-
landi, sem hefur haft forystu fyr-
ir afskiptu ríkjunum, auk fyrrver-
andi nýlendu eins og Singapore
(en það er vist sama hvaðan gott
kemur). önnur afskipt riki eru
t.a.m. Sviþjóð og Vestur- og Aust-
ur-Þýzkaland og er hið siðast-
nefnda sýnu harðast i sinni af-
stöðu. Sem dæmi um landlukt ríki
má nefna Boliviu og Paraguay í
Suður-Ameríku, Sviss, Austur-
riki, Tékkóslóvakíu og Ungverja-
land i Evrópu og 18 Afríkuríki,
með Sambíu i broddi fylkingar.
Þannig hefur verið reynt með
ýmsum ráðum að komast inn fyrir
200 milna efnahagslögsöguna og
hafa sumir áhyggjur af því, að
niðurstaðan geti orðið sú, að til-
lögurnar um 200 milna efnahags-
lögsögu verði orðnar svo útvatn-
aðar, að þær verði óviðunandi.
Endanlegur samningstexti þessa
fundar, sem liggja mun fyrir sein-
ast í næstu viku, gefur væntan-
lega vísbendingu um það. En texti
77-hópsins, sem er sterkur og fjöl-
mennur, og uppkast Evensens-
nefndarinnar gefa vonir um að
málstaður Islands nái fram að
ganga á ráðstefnunni áður en upp
verður staðið, enda þótt fyrirvar-
ar séu I plaggi siðartöldu nefndar-
innar eins og drepið hefur verið
á, en vel getur svo farið, að und-
anþágurnar verði margar, enda
fast knúið á. Þannig hefur
Yankov frá Búlgaríu, formaður
þriðju nefndar (fjallar um meng-
un vísindi), gert það að tillögu
sinni í Evensensnefndinni, að
strandrikið skuli, þegar það
ákveður möguleika sína til að
hagnýta leyfilegan hámarksafla
innan efnahagslögsögunnar, hafa
hliðsjón af vísindalegum upplýs-
ingum og aflaskýrsium frá hlutað-
eigandi svæðistofnunum, eða al-
þjóðastofnunum. Þessu mótmælti
Hans G. Andersen, formaður ís-
lenzku sendinefndarinnar, þegar
i stað harðlega — og að þvi er
snertir landlukt ríki sagði hann
m.a. í yfirlitsræðu í Evensens-
nefndinni: „I fyrsta lagi vil ég
taka fram, að í ýmsum tilfellum
er sanngjarnt og réttlátt að sér-
stakt tillit sé tekið til ríkja, sem
eru landlukt eða landfræðilga af-
skipt og hafa ekki tök á að hafa
eigin efnahagslögsögu eða búa við
skort á öðrum auðlindum. Hitt er
jafnljóst, að kröfur i þessum efn-
um eiga ekki allar rétt á sér. Svo
að tekið sé nokkuð langsótt dæmi,
getum við hugsað okkur, að hið
háþróaða riki, Sviss, vildi fá að-
gang að efnahagslögsögu Islands.
Nú stendur svo á, að Island er
e.t.v. afskiptara landfræðilega séð
en flest önnur lönd, þvi að þar er
um að ræða klettaeyju, sem er
umkringd fiskimiðum, en hefur
mjög takmarkaðar auðlindir að
öðru leyti — enga málma, enga
oliu, enga skóga, enga möguleika
til háþróaðs landbúnaðar — í
stuttu máli land, sem verður að
flytja inn allar lífsnauðsynjar og
greiða fyrir með útflutningi
afurða efnahagslögsögusvæðisins.
Hvers vegna ætti t.a.m. Sviss að
nota banka sína til að hagnýta
auðlindir okkar? Eins mætti
nefna Sambandslýðveldið Þýzka-
land — annað háþróað iðnaðar-
riki. Ætti það að hafa rétt til að
senda rikisstyrkta togara með að
miklu leyti erlendum áhöfnum
inn i okkar efnahagslögsögu, með
sama rétti og okkar landsmenn?
Nomina sunt odiosa — en einhver
dæmi verður að taka til aó skýra
málið.
— Listamenn
skora
Framhald af bls. 3
ista fyrir þrjátíu árum og enda-
loka síðari heimsstyrjaldarinnar
viljum við undirrituð skora á
ríkisstjórn Tékkóslóvakiu að
veita sakaruppgjöf öllum þeim,
sem nú sitja i varðhaldi eða fang-
elsi í landinu og ekki hafa brotið
annað af sér en að gagnrýna rikj-
andi stjórnarfar. Sem liður i há-
tíðahöldunum 9. maí n.k. myndi
slík almenn náðun mælast vel
fyrir, og er reyndar ekki annað
sæmandi í menningarriki en að
skoðana- og tjáningarfrelsi sé virt
að fullu.
Við leyfum okkur að vekja sér-
staka athygli á því að þrír starfs-
bræður okkar, sem staðið hafa að
brúðuleikhúsi í Tékkóslóvakíu,
voru dæmdir i eins og hálfs til
tveggja ára fangelsi í desember í
fyrra. Islenskir listamenn munu
fylgjast náið með því hver verða
afdrif þeirra Emils Hauptmans,
Lenku Horakovu og Frantiseks
Maxera, sem og annarra tékkó-
slóvakiskra listamanna sem svip-
að er ástatt um, og fagna því, ef
þau fá á ný að leggja stund á list
sína.“
Undir þessa áskorun rituöu
eftirtaldir listamenn:
Hannes Davíðsson, arkitekt,
fráfarandi form. Bandalags ísl.
listam., Thor Vilhjálmsson, rit-
höfundur, form. B.I.L., Halldór
Haraldsson, píanóleikari, form.
Félags ísl. tónlistam., Jónas Guð-
mundsson, rithöfundur, form.
félags ísl. rithöfunda, Atli Heimir
Sveinsson, tónskáld, form. Tón-
skáldafélags Islands, Helga
Magnúsdóttir, dansari, form. List-
dansarafélagsins, Sigurður A.
Magnússon, rithöfundur, form.
Rithöfundasambands Islands,
Hjörleifur Sigurðsson, listmálari,
form. Félags ísl. myndlistar-
manna, Hrafnkel Thorlacius,
arkitekt, form. Arkitektafélags Is-
lands, Jón Sigurbjörnsson, leik-
ari, form. Félags ísl. leikara, Gisli
Gestsson, kvikmyndagerðarmað-
ur, form. Félags kvikmynda-
gerðarm., Skúli Norðdahl, arki-
tekt, Edda Scheving, listdansari,
Kristín Ag. Björnsdóttir, listdans-
ari, Kristján Daviðsson, listmál-
ari, Magnús G. Árnason, listmál-
ari, Ási í Bæ, rithöfundur, Björg
Þorsteinsdóttir, myndlistamaður,
Kristinn Hallsson, söngvari, Olga
G. Arnadóttir, rithöfundur, Stein-
unn Jóhannesdóttir, leikari, Ólaf-
ur Haukur Simonarson, rithöf-
undur, Hörður Ágústsson, listmál-
ari, Kjartan Guðjónsson, listmál-
ari, Jenna Jensdóttir, rithöf-
undur, Ingimar Erlendur Sigurðs-
son, rithöfundur, Þorsteinn
Gunnarsson, leikari, Hringur Jó-
hannesson, listmálari, Hafsteinn
Austmann, listmálari, Snorri
Sveinn Friðriksson, listmálari,
Baldur Hrafnkell Jónsson, kvik-
myndagerðarmaður, Þorsteinn
Jónsson, kvikmyndagerðarmaður,
Rúnar Gunnarsson, kvikmynda-
gerðarmaður, Einar Bragi, skáld,
Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöf-
undur, Þorgeir Þorgeirsson, rit-
verkamaður, Gunnar Reynir
Sveinsson, tónskáld.
— Byrjaði
að stela
Framhald af bls. 3
manninn. Var farið með hann á
lögreglustöðina og þar kom i ljós,
að hann var einn af þessum
gömlu kunningjum og var nú ný-
kominn út af Litla-Hrauni. Maður
þessi hefur mikið komið við sögu
vegna allskonar hnupls og
ávísanafals.
Lögreglan biður fólk að vera
vel á varðbergi gagnvart mönnum
sem þessum, ekki sfzt börn og
unglinga.
— 100 reiðhjól
Framhald af bls. 3
er alltof latt aó koma hingað og
því hranna^* munirnir upp. Það
þarf að brýna fyrir fólki að hafa
betri gætur á hlutunum hjá sér og
ef það týnir einhverju á það að
ieita hingað til min þvi hlutinn er
kannski hér að finna."
I maímánuði ár hvert er
hreinsað til í geymslu óskilamun-
anna og það selt á uppboði sem
enginn hefur vitjað.
— 1. maí
hátíðarhöld
Framhald af bls. 3
sinn að riðla nokkuð kröfugöngu
launþegafélaganna, þar eð um
tíma villtist töluverður mann-
fjöldi á þessa útifundi einkum þó
þann sem haldinn var við Mið-
bæjarbarnaskólann.
Að sögn lögreglunnar fór allt
friðsamlega fram nema hvað það
gerðist á útifundinum á Lækjar-
torgi, að maður nokkur, sem taldi
sig misrétti beittan af verkalýðs-
forustunni, réðst að einum ræðu-
manna og reif af honum ræðu-
blöðin. Hann var þó fljótlega
handsamaður og lét blöðin af
hendi án þess að valdi þyrfti að
beita, enda kvaðst maðurinn
ekkert eiga sökótt við viðkomandi
ræðumann. Var málið síðan látið
niður falla.
1. mai hátíðarhöld fóru einnig
fram i helztu nágrannabæjum
Reykjavíkur og tók fjölmenni
þátt í þeim.
— Ljubojevic
Framhald af bls. 19.
inu var þessi: Kuzmin, Sovét-
rikjunum, er efstur með 2 vinn-
inga og biðskák, Saks, Ungverja-
landi, Hulak, Júgóslaviu, Minic,
Júgóslaviu, og Kean, Bretlandi,
hafa 2 vinninga, Nokolac,
Júgóslavíu, og Cheskovski, Sovét-
ríkjunum, hafa l'A vinning og bið-
skákir, Marovic, Júgóslaviu,
hefur 1W vinning, Kavocevic,
Júgóslavíu, hefur 1 vinning og
biðskák, Tringov, Búlgaríu, hefur
1 vinning, Matulovic, Júgóslaviu,
hefur Vi vinning og Ljubojevic,
Andersson og Planinc frá
Júgóslaviu hafa engan vinning
hlotið. Keppendur eru alis 14 tals-
ins.