Morgunblaðið - 03.05.1975, Side 37

Morgunblaðið - 03.05.1975, Side 37
37 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAl 1975 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar I slma 10-100 kl. 10.30 — 11.30. frá mánudegi til föStúdags. • BÖNN OG BANNALDUR Bréf frá ungri stúlku, sem gengur illa að komast á ball með kærastanum sínum, og sakleysis- leg ábending Velvakanda í fullri vinsemd, virðist hafa orðið upp- hafið að allmiklum úlfaþyt. Hér eru nú nokkur bréf, öll frá við- kvæmum sálum, sem ekki vilja láta nafns getið og eru þau mjög á einn veg. Eitt bréfanna er frá ungri stúlku, sem trúlofuð er enn- þá yngri strák. Henni standa hin- ar gullnu gáttir skemmtistaðanna opnar, því að hún er rétt orðin tvítug, en festarmaðurinn er að- eins 19 ára. Þessi stúlka hefur tekið sér ákaflega nærri uppá- stunga Velvakanda um að útskúf- uð kærustupör geti t.d. fengið sér göngutúr’ á Sólarlagsbrautinni eða öðrum ákjósanlegum stöðum. Telur stúlkan það óþroskað að láta slíkt og þvilíkt sjást á prenti. Bréfinu lýkur síðan með kröfu um það, að „maður komist á ball með sinn maka“, sem eigi að vera í lagi, þegar ekki vanti heilt ár upp á, að makinn verði 20 ára. Nú er það einu sinni svo, hvort sem reiðu fólki, eins og þessari ágætu konu, Velvakanda og ótal mörgum öðrum líkar betur eða verr, að aðgangur að vínveitinga- húsum er óheimill öðrum en þeim, sem eru fullra 20 ára. Vita- skuld þarf enginn að vera hissa á þótt reynt sé að framfylgja þess- um reglum, en hitt er svo allt annað mál, hvort þetta er heppi- leg ráðstöfun eður ei. Mörgum finnst hart, að fólk, sem þegar ber ýmsar skyldur, sem þjóðfélagið hefur lagt því á herðar, skuli ekki njóta þeirra réttinda að mega skemmta sér kvöldstund á þar til ætluðum stöðum. Afengislöggjöf- in og ýmsar reglur þurfa endur- skoðunar við eins og annað, og sjálfsagt er að þeir, sem óánægðir eru, láti í sér heyra, og reyni jafnframt að koma breytingum til leiðar. náföli og þegar hann gat loks stundið unn orði var það nánasf óskiljanlegt tuldur: — Nei. Æ, nei, riei, þú. . . þú mátt ekki trúa þvi að þú getir gabbað mig... til að ségja annað en það sem ég vil sjálfur. O. nei. gerðu það ekki. — Hvað sem þvi liður, sagði Ghrister seinmæltur. — Lou er enn i haldi. Hún getur þar af leiðandi ekki hafa komið við sögu i þeim dularfuliu atburðum. sem hafa gerzt hér i nágrenninu i nótt. Og þar sem við verðum að ganga út frá þvi sem gefnu að sama manneskjan hafi verið aö verki, hlýtur það að vera augljóst að hún veröur hreinsuð af öllum grun og ákæru, varðandi morðið á Tommy. Það verður mikið áfali fyrir hana. þegar hún verður þess visari að þú verður handtekinn i staðinn fyrir hana... Yngve reis upp snögglega. A andiiti hans speglaðist undrun. reiði, skilningsleysi. Hann gat i fyrstu ekki stundið upp orði, þar sem allt virtist á harðaspani i kollinum á honum, en að iokum sagöi hann: — Þú átt sem sé við... að Lou verði látin laus.. .þrátt fyrír allt? Og ég hefði sem sagt ekki þurft. . . • AFTURHALDS- STEFNAN Húsmóðir skrifar: „Eg veit ekki hvort þjóðin á að hlæja eða gráta, nema hvort tveggja væri, yfir því hvernig ætt- jarðarást sumra þeirra, sem þátt tóku í útvarpsumræðum um málmblendiverksmiðjuna nýiega, lýsti sér. Einlæg var hún, en voru það kannski ekki ágætir Islend- ingar, sem á sinum tima mót- mæltu simanum. Ilvaða bölvun höfum við svo haft af honum? Ekki löngu þar á eftir datt mönn- um svo í hug að virkja Þjórsá. Sama sagan endurtók sig, og var ástæðan sú, að við myndum týna niður íslenzkunni og glata þjóð- erninu vegna þess að viö þurftum erlent vinnuafl. Nú leið og beið og ekkert gerðist. Ihaldið svokallaða rafvæddi Reykjavík, en það vildi lika meira rafmagn handa þjóð- inni. Þótt úrtölumennirnir yrðu í meirihluta i bili þokaðist fram á við og við fengum bæði Sogsvirkj- un og hitaveitu, en alltaf voru til menn sem börðust hatrammlega á móti. Þó keyrði fyrst úr hófi fram þegar farið var að berjast á móti Búrfellsvirkjuninni, þvi að henni fylgdi álverksmiðja. Væri nógu gaman ef eitthvert blað vildi end- urprenta þau skrif, sem þá sáust á prenti. Ég man bara, að þetta voru kallaðir landráðasamningar og þeim, sem þá gerðu, voru ekki vandaðar kveðjurnar. i Þjóðvilj- anum var m.a. vitnað I mann, sem fullyrti að landauðn yrði á Eyrar- bakka. Kisilgúrverksmiðja var sett nið- ur við Mývatn og lagður beinn vegur frá henni til Húsavíkur. Vegurinn lá yfir sanda og hraun, en sumir töldu þessa vegarlagn- ingu hin verstu náttúruspjöll. Þá var byrjað á Laxárvirkjun, en sömu öflum tókst að stöðva frek- ari framkvæmdir við hana. Þess vegna eru Norðlendingar nú úti i kuldanum og þjóðin þarf þess vegna að bera ómældan skaða. Það er rétt, sem Steingrimur Hermannsson sagði, að við byggj- um ennþá i hellum, ef aldrei hefði mátt hrófla neitt við náttúr- unni, en hver vill sitja inni i köld- um og dimmum kofum? Ættjarðarástin getur ekki gefið eins mikinn hita og ljös og raf- magn gerir. Nú þegar loks er búið %ð bæta kjör almennings á öllum kviðum, þá eru líka fiskafurðirn- ar, sem stóðu undir framförunum miklu, farnar að rýrna til muna. Þá getum við sótt björg i bú með því að hagnýta kraftana i landinu sjálfu, og það verðum við að gera, þó svo að við verðum að særa ættjarðarást einhverra, þvi að sem betur fer eru þeir mun fleiri, sem treysta á tungu sina og þjóðerni. Húsmóðir.“ • VEIZLAN MIKLA ÁHÓLI Þá kemur hér bréf frá Svein- birni Markúsi Njálssyni, Vestri- Leirárgörðum í Leirársveit. Gefur hann því ofanskráð heiti. „Ihaldssemi og vanmáttur virð- ist tröllriða öllum og öllu. Þing- menn Islands eru að verða blindir af vanafestu. A hverju ári er hald- in mikil veizla, ekki til heiðurs neinum né neinu. Til veizlunnar, sem kölluð er þingmannaveizla, bjóða allir þingmenn sjálfum sér og mökum sinum. Einnig er öllu öðru starfsfólki þingsins, sem hef- ur aldur til að neita áfengis á vínveitingastöðum, boðið. Öll veizlan er veizlugestum (að sjálf- sögðu) að kostnaðarlausu. A meðan háir herrar, svo sem Gylfi Þ. Gislason og fleiri góðir menn, hamra á þvi hvað eftir ann- að að hinn almenni þegn Lýðveld- isins Islands eigi að spara, spara og spara, þá halda góðmennin að loknum rifrildisdegi í mikla veizlu og éta og drekka eins og þeir geta af skattpeningunum. • UPPLÝSINGAR ÓFÁANLEGAR Þegar undirritaður reyndi að afla sér upplýsinga um þessa ónauðsynlegu veizlu og hafði sam- band við alþingi, fékk hann að- eins huns og óvelvilja hjá þeim Friðjóni Sigurðssyni skrifstofu- stjóra og Asgeiri Bjarnasyni, for- seta sameinaðs þings. Forseti sameinaðs þings gaf þó þær upp- lýsingar, að þessi veizla væri æva- gamall vani, sem aldrei hefði ver- ið felldur niður og ekki ætlunin að fella veizluna niður, „enda engin ástæða til þess“, sagði Ás- geir. Veizlan var ekki einu sinni felld niður á kreppuárunum eða á öðrum tima, þegar illa hefur árað á Islandi. Asgeir Bjarnason sagð- ist ekki geta séð, hvað undirrituð- um kæmi þessi veizla annars við og vildi ekki gefa neinar aðrar upplýsingar „út um hvippinn og hvappinn“ eins og hann orðaði það. • FÉNU VARIÐÁ NYTSAMLEGRI HÁTT Veizlan var haldin að Hótel Sögu og þar fengust þær upplýs- ingar að á matseðlinum hafi verið súpa, hreindýrahryggur og deser, svo og vín eins og menn gátu drukkið. Engin vitneskja fékkst um kostnaðarhlið veizlunnar. Væri betur farið að þessari þingmannaveizlu væri sleppt en fénu varið til nytsamlegri hluta. Nú er rætt um af hinum háu herrum að skera þurfi niður fjár- lög ríkisins og fresta verklegum framkvæmdum, en fyrir engan mun má fresta eða hætta alveg við þessa fáránlegu veizlu. Þingmenn Islands eru menn til þess að borga fyrir mat sinn sjálf- ir eins og annað fólk. Þetta er ekki skrifað vegna öfundar út i þingmenn, heldur til þess að benda á ósamræmi í skoðunum og gerðum stjórnenda Lýðveldisins Islands. Virðingarfyllst Sveinbjörn Markús Njálsson." ■COSPER' Heyrðu kunningi! — Vertu kurteis — og gleymdu því ekki, að ég er vinnuveitandi þinn. Það er augnayndi að myndum sem þessari — og hún hlýjar manni í norðangarranum, sem er þegar þetta er skrifað. Enskunám í Englandi Sumarnámskeið Scanbrit verður í Bournemouth 12. júlí — 16. ágúst. Eyðið sumarleyfinu við að bæta enskukunnáttuna í fögru umhverfi. Uppl. gefur Sölvi Eysteinsson, sími 14029. Takið eftir — húsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu einbýlishús eða stóra íbúð til langs tíma á góðum stað í Reykjavík. Vinsamlegast hringið í síma 721 93. Til ungra landsfundarfulltrúa Samband ungra sjálfstaeðismanna boðar unga landsfundarfull- trúa til fundar með stjórn sambandsins kl. 1 7.30 í dag. Fundurinn verður haldinn í kjallara nýja sjálfstæðishússins við Bolholt í Reykjavík. Æskilegt er að allir ungir landsfundarfull- trúar mæti til fundarins. Reykjaneskjördæmi Bingó Bingó Sjálfstæðisfélag Vatnsleysustrandarhrepps heldur bingó i Glaðheimum Vogum sunnudaginn 4. mai kl. 20:30. Spilaðar 1 2 umferðir. Skemmtinefndin, frumsýnir Þjófur kemur í kvöldverð RYAN O’NEAL JACQUELINE BISSET WARREN OATES Thiefiwtio cameto □INNER Bráðskemmtileg og spennandi, ný bandarísk kvikmynd í litum. — ÍSLENZKUR TEXTI — Sýnd kl. 5, 7 og 9.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.