Morgunblaðið - 03.05.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAl 1975
3
Uppboð á óskilamunum:
Hans G. Andersen:
Ohindruð umferð um sund
vegna alþjóðlegra siglinga
— eina raunhœfa
Genf, 2. maí
frá Matthíasi Johannessen, ritstjóra
1 UMRÆÐUM I vinnunefnd um
siglingar um alþjóðleg sund tók
íslenzki fulltrúinn, Hans G.
Andersen, til máls og skýrði
stefnu Islands í þessum efnum
með svofelldum orðum: „Hr. for-
maður. Ég held, að það hafi verið
Mark Twain, sem sagði, að allir
töluðu um veðrið, en enginn gerði
neitt I málinu.
Nú erum við að ræða siglingar
um alþjóðleg sund. Það er grund-
vallaratriði og i þvi er bæði hægt
að gera mikið og verður að gera.
Á fundinum í Caracas sagði sendi-
nefnd Islands, að sundamálið ætti
ekki að vera þröskuldur, heldur
hvati til lausnar öðrum málum, og
þar með mjög veigamikið til
árangurs hér á ráðstefnunni.
Þegar miðað er við þá málaflokka,
sem önnur nefnd fjallar um, er
raunhæft að gera ráð fyrir
heildarlausn, sem felst í allt að 12
mílna landhelgi, auðlindalögsögu
allt að 200 mílum og óhindraðri
umferð um sund vegna alþjóð-
legra siglinga.
Sehdinefnd Islands vill ein-
dregið mæla með þvi að samn-
ingaviðræðum sé haldið í þessum
farvegi, en ekki látnar drukkna í
endalausu þrasi, annars vegar um
hindranir á siglingum um sund og
hins vegar um útvötnun á auð-
lindalögsöguhugtakinu. Nauðsyn-
legt er að missa ekki sjónar á
veruleikanum og forðast óraun-
hæfar vangaveltur.
Ég vil gjarna bæta þvi við, að ef
Hér getur að lfta einn af félögum Kauorar
verkalýðseiningar sem hélt útifund við Mið-
bæjarbarnaskólann. Hann var heldur en ekki
vfgreifur þessi verkamaður, eins og sjá má —
með fána Vietnam f hendi en klæddur leður-
jakka með stjörnu f barmi og dálk f belti, svo
að fremur minnír hann á stormsveitarmanna
Þriðja rfkisins en kúgaðan alþýðumann.
(Ljósm. ól.K.M.)
Fjöídi fólks tók þátt f kröfugöngu launþegafélaganna og er myndin tekin f Bankastrætinu,
eins og sjá má en hún nam staðar á Lækjartorgi og þar var útifundurinn haldinn.
1. maí hátíðahöldin
með hefðbundnu sniði
LAUNAFÓLK f Reykjavfk minnt-
ist hátfðisdags verkalýðsins 1.
maf að vanda. Vfðtæk samstaða
hafði náðst um hátíðahöldin, og
að þessu sinni stóðu að þeim Full-
trúaráð verkalýðsfélaganna f
Reykjavfk, BSRB og Iðnnema-
samband tslands. Kjörorð dagsins
voru kjara- og atvinnumálin og
stefna stjórnvalda í þeim efnum.
Farin var kröfuganga frá
Hlemmi undir merkjum verka-
lýðsfélaga og kröfuborðum um
bætt lífskjör til handa verkafólki.
Var gengið niður Laugaveginn og
safnaðist þorri göngumanna
saman til útifundar á Lækjar-
torgi. Þar fluttu ávörp Eðvarð
Sigurðsson, formaður Dags-
brúnar, Vilborg Teitsdóttii^ iðn-
nemi, Gunnar Hallgrímsson,
stjórnarmaður í Sjómannafélagi
Reykjavikur, og Kristján Thorla-
cius, formaður BSRB, en fundar-
stjóri var Sigfús Bjarnason.
Að sögn Hilmars Þorbjörns-
sonar, lögregluvarðstjóra, var
mannfjöldinn á Lækjartorgi svip-
aður þvi sem verið hefur á slíkum
útifundum 1. maí. A sama tima og
fundurinn á Lækjartorgi fór
fram, efndu tveir hópar kommún-
ista til útifunda — svonefnd Rauð
verkalýðseining (Fylkingin) við
Miðbæjarbarnaskólann og Komm-
únistasamtökin Marx-Lenín-
istarnir á bifreiðastæðinu hand-
an húss Félags isl. stórkaup-
manna við Vonarstræti. Að þvi er
lögregluvarðstjórinn sagði, virtist
svo sem þessum hópum tækist um
Framhald á bls. 22
lausnin
einhverjum hér dytti I hug að
segja, að svona geti þeir talað,
sem eiga ekki land að sundi þá
mundi ég svara því til, að frá
einhæfu sjónarmiði gæti vel verið
hagkvæmt fyrir Island að krefjast
mjög viðtækrar landhelgi sem
slíkrar á Grænlandshafi — og
lægju augljósar ástæður til þess
— og þá miklu meira en 12 milna.
En þetta er ekki I þessu: Þær
þjóðir sem vildu helzt hafa
þrönga landhelgi fallast á 12
milur að því áskildu, að raunhæf
auðlindalögsaga, allt að 200
mílum, sé samþykkt.
Þetta er sú heildarlausn sem
sendinefnd Islands styður. Við
munum lita á allar tillögur frá
þessu sjónarhorni."
Þessi ræða Hans G. Andersens
féll i góðan jarðveg i vinnunefnd-
inni, enda er umferð um sund eitt
helzta áhugamál margra áhrifa-
mikilla ríkja hér, t.a m. helztu
siglingaþjóðanna, og fulltrúi
Noregs tók í sinni ræðu fram, að
nauðsynlegt væri að halda sig við
veruleikann, eins og fulltrúi Is-
lands hefði undirstrikað.
HIÐ ARLEGA uppboð Sakadóms
Reykjavíkur á óskilamunum
verður haldið { húsakynnum
dómsins að Borgartúni 7 klukkan
13.30 f dag. Þarna kennir að
vanda ýmissa grasa og eru mun-
irnir með alflesta móti i ár að
sögn Agústs Kristjánssonar
gæzlumanns þeirra. Nefndi hann
sem dæmi, að á uppboðinu i dag
væru yfir 100 reiðhjól og mun
margur þar eflaust gera góð kaup.
„Hingað á fólk að leita ef það
hefur týnt einhverju," sagði
Ágúst, er Mbl. rabbaði stuttlega
við hann i gær. „En gallinn er
bara sá,“ bætti hann við, „að fólk
Framhald á bls. 22
Ljósm. Sv. Þorm.
Agúst Kristjánsson með hluta af reiðhjólunum sem boðin verða upp f
dag.
Byrjaði að stela um leið og
hann kom út af Litla-Hrauni
Tveir ungir strákar fóru f gær
niður f miðbæinn til að kaupa sér
blöð og sitthvað fleira. 1 leiðinni
komu þeir við á Hressingar-
skálanum og keyptu sér sinn
hvora kókflöskuna. A meðan þeir
sátu og drukku kókið vatt maður
nokkur sér að þeim og bað þá um
sfgarettu. Piltarnir sögðust enga
eiga, en maðurinn hélt áfram að
kjamsa utan f þeim. Brátt hvarf
hann á braut, og þá uppgötvaði
annar pifturinn að maðurinn
hafði stolið 1000 kr. úr vasa hans.
Pilta.nir þutu strax á fætur og
ætluðu að ná manninum, en sáu
hann hvergi. Eftir um 15 mfnútur
sjá þeir svo hvar maður kemur út
af Óðali og var hann þá búinn að
drekka fyrir þessar 1000 krónur.
Strax og piltarnir sáu manninn
kölluðu þeir á nærstaddan lög-
regluþjón, sem handsamaði
Framhafd á bls. 22
Forystumenn Amnesty International á Islandi við tékkneska sendiráð-
ið f gærdag.
að sleppa
BANDALAG fslenskra lista-
manna hefur skorað á tékknesk
stjórnarvöld að þau sleppi öllum
pólitfskum föngum. A nýloknu
Listamannaþingi rituðu 37 lista-
menn — og þar á meðal formenn
allra aðildarsamtaka Bandalags-
pólitískum föngum
ins — undir áskorun til rfkis-
stjórnar Tékkóslóvakfu um al-
menna náðun allra þeirra, sem nú
sitja f varðhaldi eða fangelsi f
landinu vegna skoðana sinna.
Áskorunin var i gær afhent
Josef Rajchart, sendifulltrúa, i
sendiráði Tékkóslóvakíu i Reykja-
vík. Hún var afhent ásamt með
sérstakri áskorun sama efnis frá
Islandsdeild Amnesty af þeim
Birni Þ. Guðmundssyni, formanni
AI, Einari Karli Haraldssyni,
varaformanni samtakanna, og
Inga K. Jóhannessyni meðstjórn-
anda. Þá beitir Amnesty-deildin
sér fyrir bréfa- og skeytaherferð
til hjálpar hinum tékknesku föng-
um, og segir nánar frá þvi á 5.
siðu blaðsins i dag.
Undirskriftum listamannanna
var safnað fyrir frumkvæði Is-
landsdeildar AI i tilefni þess að
mikil hátíðahöld standa nú fyrir
dyrum i Tékkóslóvakiu og
Amnesty hefur ástæðu til að ætla
að einhverskonar sakaruppgjöf
„samviskufanga" geti komið til
greina í sambandi við þau.
Áskorun listamannanna hljóðar
svo:
„Nú þegar tékkóslóvakiska
þjóðin efnir til mikilla hátiða-
halda i minningu frelsunar
Tékkóslóvakiu úr greipum nas-
Framhald á bls. 22
100 reiðhjól og
fleira er í boði
Listamenn skora á Tékka