Morgunblaðið - 03.05.1975, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.05.1975, Qupperneq 4
4 MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGUR 3. MAl 1975 LOFTLEIÐIfí BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLE/ÐIR ® 22 022- RAUOARÁRSTIG 31 V______________/ FERÐABÍLAR h.f. Bilaleiga, sími 81260. Fólksbílar — stationbílar — sendibllar — hópferðabilar. Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður Garðastræti 2, Reykjavik sími 13040. 28444 Bátar til sölu 1 04 t. stálbátur smiðaár 1 960 40 t. eikarbátur smíðaár 1 957 49 t. eikarbátur smiðaár 1 955 vé! Caterpillar 350/1 970. 20 t. eikarbátur smíðaár 1971 til afhendingar strax. 12 t. stálbátur smiðaár 1963. 1 1 t Bátalónsbátur smíðaár 1971 6'A t. frambyggður bátur 1 971 Höfum á söluskrá smaerrí báta. 10-7-6-5, 5-4-2-5 tonna báta. Þeir eigendur báta, sem hug hafa á að selja, hafi samband við okkur sem fyrst. HÚSEIGNIR VELTUSUNDM 8 C|f| D SlMI 28444 OL 9IUr IttorgjsnÞIðMfe MARGFALDAR [fflMÍSl. MARGFALRAR GSHill |Húr0uní)IuMI» Leitað eftir stuðningi gegn samflokksmönnum Gylfi Þ. Gíslason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, gaf nýverið á Alþingi stðr- merka pólitfska yfirlýsingu, sem vakið hefur alþjóðar- athygli. Á öndverðu sl. ári kvaddi Magnús Kjartansson, sem þá gegndi embætti iðnaðarráðherra, á sinn fund formenn þingflokka þáverandi stjórnarandstöðu, Gunnar Thoroddsen og Gylfa Þ. Gísla- son. Þar leitaði hann eftir þing- stuðningi Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins við samn- ingsgerð við Union Carbide, sem hann hafði lengi að unnið, og frumvarp um járnblendi- verksmiðju á Grundartanga f Hvalfirði, er hann hefði samið. Astæðu þessarar málaleitunar kvað ráðherrann þá, að hann væri kominn f minnihluta í eig- in þingflokki f þessu máli, sem hann persónulega og þáverandi rfkisstjórn hefðu rfkan áhuga á að tryggja framgang, og nauðsynlegt væri að geta fullvissað Union Carbide bréflega um það, að þingmeiri- hluti yrði fyrir frumvarpi um járnblendiverksmiðjuna á næsta þingi. Yfirlýsing þessi er einkum athyglisverð fyrir tvennt. Hún undirstrikar og áréttar það, sem raunar var vitað fyrir, að lagafrumvarp um járnblendi- verksmiðjuna f Hvalfirði og samningar við Union Carbide um það efni væru ekki staðreyn í dag, ef ekki lægi að baki margra ára undirbún- ingur Magnúsar Kjartanssonar. Hún sýnir jafnframt, að honum var þetta viðfangsefni svo mikið kappsmál að hann fór bónarveg að bæði Alþýðuflokk og Sjálfstæðisflokk um stuðn- ing við þetta forgangsverkefni sitt, til að fylkja liði gegn sam- flokksmönnum á þingi, sem ekki vildu fylgja foringjanum á leiðarenda f málinu. Samstaða vinstri afla Innanflokksátök f Alþýðu- bandalaginu eru ekki ný bóla. Þau skjóta of oft upp kolli til að koma nokkrum á óvart. Bæði Lúðvfk Jósepsson og Magnús Kjartansson, munu telja sig fædda til forystu f flokknum en hvorugur vill viðurkenna foringjatign hins. Þannig var sætzt á sýndarformennsku Ragnars Arnalds, jafnvel eftir að hann hafði gefið formlegar yfirlýsingar um, að hann myndi ekki lengur f kjöri sem slfkur. Þessi átök speglast svo f ýmsum myndum í afstöðu þing- manna flokksins til einstakra mála á Alþingi. Harðar deilur milli Gylfa Þ. Gfsiasonar og Magnúsar Kjartanssonar um járnblendi- frumvarpið, á lokastigi þess sem Magnús snerist gegn, eftir að hafa samið það og unnið árum saman að samningum við Union Carbide, hafa og m.a. speglað þann sótthitakennda fjandskap, sem rfkir milli núverandi stjórnarandstöðu- flokka. Enda lýsti Ragnar Arnalds, svokallaður formaður Alþýðubandalagsins, þvf yfir á landsfundi flokksins sl. haust, að „Alþýðuflokkurinn væri að deyja" og Alþýðubandalagið myndi fylla það rúm, sem Alþýðuflokkurinn skildi eftir sig! Höfuðverkefni Alþýðu- bandalagsins var sem sé það að þurrka Alþýðuflokkinn út úr fslenzkum stjórnmálum. Samtök frjálslyndra, og vinstri manna voru stofnuð f þeim tilgangi, að sögn, að sameina öll vinstri öfl f landinu. Nú er Björn Jónsson kominn f Alþýðuflokkinn, Hannibal Valdimarsson utan- flokka og samstaða Karvels Pálmasonar og Magnúsar Torfa Olafssonar kom m.a. fram f því, að Karvel felldi vinstri stjórn- ina en Magnús gekk f þver- öfuga átt. Þannig varð samein- ingin f raun. Það virðist því ljóst að kjöf- festa fslenzkra stjórnmála verður trauðla sótt á vinstri væng þeirra. Þar rfkir sú vargöld, sem sfður en svo er traustvekjandi. Yfirlýsing Gylfa Þ. Gfslasonar um fund- inn f Arnarhvoli, þar sem leitað var stuðnings gegn samflokks- mönnum, sem og sfðari snarsnúningur þáverandi ráðherra, eru talandi dæmi um þá staðfestu, sem þar er að finna. Heimsókn svissneska landsliðsins: Dagskráin fullmótuð Stjórn Bridgefélags Reykjavlkur hefur boðið svissneska landsliðinu til keppni og mun það spila við bestu bridgemenn landsins dag- ana 3.—9. mal n.k. f liði Svisslendinga eru heims- frægir bridgemeistarar, sem um árabil hafa spilað I landsliði þeirra. Þeirra frægastur er Jean Besse, 60 ára. Hann hefur spilað fyrir Sviss á 16 Evrópumótum og 4 Olympiumótum. Einnig átti hann sæti I landsliði Evrópu, sem spilaði um heimsmeistaratitilinn I Monaco 1954. Fyrirliði landsliðs- ins er J. Ortiz-Patino, 45 ára. Hann hefur spilað á 12 Evrópu- mótum og 3 Olympiumótum. Aðr- ir liðsmenn eru Tony Trad, 42 ára, nýbakaður heimsmeistari I para- keppni, Pietro Bernasconi, 43 ára og Halit Bigat, 37 ára, sem er nýliði I landsliði Sviss, þótt hann hafi spilað fyrir Tyrkland á 3 Evrópumótum. Fyrsti leikur Svisslendinganna verður við félagsmeistara Bridge- félags Reykjavikur, sveit Hjalta Elíassonar og hefst hann kl. 1.30 á laugardag. Um kvöldið kl. 8 spila þeir við fslandsmeistara 1974, sveit Þóris Sigurðssonar. Á sunnudaginn verða tveir lands- leikir og hefst sá fyrri kl. 1.30 en sá seinni kl. 8. Landsleikina spila eftirtalin fjögur pör: Ásmuridur Pálsson — Hjalti Elíasson Hallur Simonarson — Þórir Sigurðsson Jean Besse. Jakob R. Möller — Jón Baldursson Stefán Guðjohnsen — Símon Simonarson. Fyrirliði landsliðsins er Rikarður Steinbergsson. Á mánudagskvöldið kl. 8 spila Svisslendingarnir við úrvalslið Bridgefélags Reykjavikur en það er sveit undir forystu Guðlaugs R. Jóhannssonar. Allir leikirnir verða spilaðir á Hótel Loftleiðum og verða sýndir á Bridge-Rama og útskýrðir af inn- lendum bridgemeisturum. Áhorf- endur eru hvattir til þess að fjöl- menna til þess að fylgjast með Pietro Bernasconi þessum stærsta bridgeviðburði seinni ára á fslandi. Ennfremur munu Svisslend- ingarnir spila i stórri tvimennings- keppni, sem haldin verður dagana 7. og 8. mai. (Fréttatilkynning frá Bridge- félagi Reykjavikur). XXX Frá Bridgefélagi kvenna: Hin árlega parakeppni félagsins er nú hafin, og taka 40 pör þátt i henni, sem skipt er i 4 tiu para riðla, eftir 1. umferð eru eftirtalin pör efst: Erla Eyjólfsdóttir — Gunnar Þorkelsson 132 Steinunn Snorradóttir — Agnar Jörgensson 132 Árnina Guðlaugsdóttir — Bragi Erlendsson 125 Margrét Ásgeirsdóttir — Vilhjáljur Aðalsteinsson 124 Helga Bachman — Kristján Jónasson 123 Sigrún Pétursdóttir — Pétur Pálsson 1 20 Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigvaldi Þorsteinsson 118 Unnur Jónsdóttir — Jón Baldursson 118 Rósa (vars — Jón Oddsson 117 Ólafia Jónsdóttir — Ólafur Ingvason 116 Margrét Sigurðardóttir — Gylfi Guðnason 1 1 6 2. umferð verður spiluð I Domus Medica mánudaginn 5. mai, og hefst kl. 8 e.h. stundvislega. XXX Þau leiðu mistök urðu i þriðju- dagsblaðinu að sagt var að sveit Braga Jónssonar spilaði hjá Bridgefélagi Reykjavfkur og að sex sveitir hefðu komist i úrslit frá BR. — Þetta er ekki alveg rétt — Sveit Braga er úr Reykjavík og hefur spilað hjá TBK og öðlast rétt til þátttöku i undankeppninni eins og aðrar sveitir frá Reykjavik i Reykjavikurmótinu. Við biðjum Braga Jónsson afsökunar svo og aðra meðlimi sveitarinnar, en sveit Braga er þannig skipuð: Ingólfur Böðvars- son, Dagbjartur Grímsson, Árni Guðmundsson, Bragi Jónsson og Margrét Þórðardóttir. A.G.R. ORÐ I EYRA Sumarmál Er þá ekki vorið komið rétt einusinni og kómedíuhús þjóðarinnar 25 ára og vinur minn, Nonni beikon, fimmtugur. Einar Agústsson er líka kominn frá Rússanum, en Dúbsjekk búinn að fá reisu- passann yfirá astralplanið eða svo gott sem. Annars er náttúrulega Komedfuhúsið það merkileg- asta og silfurtúnglið í upp- siglíngu á menníngarhimin vorn einsog vera ber, þvf við eigum nú einusinni þetta nóbclsskáld hvað sem tautar og raular og ekkert lcikrit til eftir Tór og megasið ekki nema í anddyrinu enn. Einhvur var að gera þvf skóna að Sveini hefði verið nær að hafa sumartúnglið úr ein- hvurjum dýrari málmi en einu saman silfri. En hvað hefur til sfns ágætis nokkuð og að sjálf- sögðu geymir maður gullið til fimmtugsafmælisins ef kómedfuhúsið verður þá ekki komið úr móð og dansflokkar og lúðraþeytarar á byggðasöfn. Þá má tilaðmynda uppfæra Leitina að gullskipinu eftir Ar- mann Kr., nú eða bara hrein- lega Gulleyjuna eftir Sjeikspfr eða eitthvað af þvf fólki. Ekki hefur f annan tfma rek- ið á fjörur manns yndislegra vorkvæði en þessa gömlu vor- vfsu sem Bersi vandkvæðaskáld mun hafa saman setta. Það er vfst jafngott að láta hana á þrykk út gánga áðuren dag fer að stytta á ný. Vorið er komið og gæjarnir góna gfrugum freðsjónum skvfsurnar á. Sýngur f öllu og senn kemur Jóna svffandi í þotunni Mæorka frá. Nú tekur hýrna um herbergið hér, hraðar sér Jóna f fángið á mér. Dómarar brosa og banna að sé lesið um bíræfna þjófa í Sæmundarhlfð. En lömbin sér una við fólskulegt fésið sem forðum var blásaklaust norðan við stríð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.