Morgunblaðið - 03.05.1975, Side 38

Morgunblaðið - 03.05.1975, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAI 1975 Urslit á W embley FULHAM KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Ful- ham var stofnað árið 1880, en það var ekki fyrr en árið 1898 sem atvinnuknattspyrna var tekin upp hjá félaginu, enda hafði það allt fram til þess tima ekki haft neinn fastan samastað, né leikvang. En árið 1896 lauk framkvæmdum við völl félagsins við Craven Cottage, sem rúmaði til að byrja með um 20.000 áhorfendur en var síðar stækkaður og tekur nú um 45.000 manns. Þegar litið er á feril Fulhams verður ekki sagt að hann sé neitt sérstaklega glæsilegur. Félagið hefur reyndar leikið i 1. deild, en aldrei komizt þar framar en i 10. sæti. Hins vegar vann félagið ann- arrar deildar keppnina 1949, og varð þar i öðru sæti 1959. 1932 varð félagið sigurvegari í 3. deild- ar keppninni og 1971 varð það þar í öðru sæti. Bezti árangur Ful- hamliðsins í bikarkeppninni fyrir þetta keppnistímabil var árið 1908, 1936, 1958 og 1962 en í öll skiptin komst félagið i undanúr- slit. Bezti árangur þess í deildar- bikarkeppninni er að komast i fimmtu umferð, en það gerðist árið 1968 og 1971. 103árasaga í DAG fer fram á Wembley-leikvanginum I Lundúnum úrslitaleikurinn I ensku bikarkeppninni I knattspyrnu og eigast þar við 1. deildar liðið West Ham United og 2. deildar liðið Fulham. Eru nú liðin 103 ár frá þvl að bikarkeppnin I knattspyrnu hófst I Englandi, en saga keppninnar er þó ekki samfelld. Á árum heimsstyrjaldanna var keppnin felld niður, samtals I 10 ár. Úrslitaleikur bikarkeppninnar I Englandi er tvimælalaust einn af meiri háttar Iþróttaviðburðum ársins. Ekki það, að knattspyrnan sé betri I Englandi en víða annars staðar, heldur fyrst og fremst vegna þeirrar stemmningar sem hin langa saga bikarkeppninnar og skapferli Englendinga þegar knattspyrna á ! hlut hefur skapað. Þannig er t.d. áætlað að um 400 milljónir manna fylgist með leik þessum, og þá aðallega I sjónvarpi, þar sem „aðeins 100 þúsund manns komast inn á Wembley-leikvanginn og geta fylgst þaðan með leiknum. Er jafnan uppselt á bikarúrslitaleiki löngu fyrirfram, og slðustu dagana fyrir leikinn viðgengst jafnan mikið svartamarkaðsbrask með aðgöngu- miða, og hagnast þar ýmsir spákaupmenn um drjúgar upphæðir. Að þessu sinni er spenningurinn meiri en oft áður, þar sem 2. deildar lið hefur komizt I úrslitin, en sllkt er ekki algengt nú hin slðari ár. Og áhuginn á 2. deildar liðinu, Fulham, er sennilega enn meiri vegna þess að I þvl leika þekktar stjörnur ensku knattspyrnunnar frá fyrri árum, Bobby Moore, sem um árabil var fyrirliði enska landsliðsins og Alan Mullery. einnig þekktur enskur landsliðsmaður. Lék Mullery áður með Tottenham Hotspur og hlaut bikarmeistaratitil með því félagi, en Bobby Moore var um árabil fyrirliði andstöðuliðs slns I dag, West Ham, og varð bikarmeistari með þvl. Það eru fyrst og fremst þessir tveir kappar sem fleytt hafa Fulham yfir marga erfiða hjalla á leiðinni til Wembley, og sem áður hafa þeir vakið aðdáun áhorfenda fyrir snilld slna og yfirvegun. Hvort hún nægir I dag. skal látið ósagt. f liði West Ham er valinn maður I hverju rúmi, og að undanförnu hefur liðið búið sig mjög vel undir úrslitaleikinn og miðað allt sitt við það að vinna þar sigur. Billy Bonds — eln tielzta stjarna West Bobby Moore — fyrrnm fyrlrlldi West Ham-liðsins. Ham, nú burúar&s Fulham. WEST HAM WEST HAM United féiagið var stofnað árið 1900, og varð þá strax atvinnumannafélag. Til að byrja með gekk á ýmsu hjá félaginu, en hagur þess tók þó fljótlega að vænkast er það eignaðist eigin knattspyrnuvöll, Boleyn Ground skammt frá Upton Park f Lund- únum. Það tók félagið þó tæp tuttugu ár að komast á toppinn í ensku knattspyrnunni, en árið 1922—1923 var eitt bezta árið í sögu félagsins. Þá hafnaði það I öðru sæti í 2. deildar keppninni og komst í úrslit i ensku bikar- keppninni. Um miðjan sjötta áratuginn tók veldi West Ham að aukast fyrir alvöru, og má segja að það hafi náð hámarki er liðið sigraði í Evrópubikarkeppni bikarhafa árið 1966. Besti árangur sem West Ham hefur náð í 1. deildar keppninni i Englandi er 6. sæti, á árunum 1926—27, 1958—1959 og 1972—1973. Sigurvegari í 2. deild varð félagið 1957—1958 og I öðru sæti 1922—1923. Bikarhafi varð félagið 1964, og í öðru sæti 1923. Þá komst West Ham í úrslit i deildabikarkeppninni 1966. átti auðvelda leió I úrslitaleikinn, en þar maetir hann Friðleifi Haraldur Kornelfusson Stefánssyni, KR. Haraldur oa Friðleifur í úrslitum ISLANDSMEISTARAMOTIÐ í badminton hófst I Laugardals- höllinni í fyrradag og fóru þá fram undankeppni f einliðaleik. Svo sem við var búizt tryggði Haraldur Kornelíusson sér auðveldlega þátttökurétt f úrslita- leiknum, og mætir hann þar hinum gamalkunna kappa úr KR, Friðleifi Stefánssyni, sem kom mjög sterkur frá leikjum sfnum f undankeppninni, og ætti að geta veitt Haraldi mikla keppni f úr- slitaleiknum og á jafnvel sigur- möguleika. I undankeppninni mætti Haraldur fyrst Jóni Arnasyni og vann góðan sigur. Næsti andstæð- ingur hans var Sigfús Ægir Árna- son og hann vann Haraldur einn- ig örugglega. Friðleifur mætti hins vegar félaga sínum úr KR, Óskari Guðmundssyni, i undanúr- slitum, og sigraði. Annars var ekki margt í undan- keppninni sem kom á óvart. Helzt var það góð frammistaða Hannes- ar Ríkharðssonar i A- flokkskeppninni. Lenti Hannes oft í erfiðum leikjum, en vann sig áfram og mætir Jóhanni Möller í úrslitaleiknum. Ætti þar að geta orðið um hina skemmtilegustu viðureign að ræða, þar sem báðir eru þeir Jóhann og Hannes harðir keppnismenn. lslandsmótinu I badminton verður haldið áfram í dag, og hefst keppni þá kl. 14.00. Fer þá fram undankeppni i tviliðaleik i öllum flokkum og í tvenndarleik. Á morgun kl. 14.00 hefst svo úr- slitabaráttan, og ef að líkum læt- ur má þar búast við mörgum skemmtilegum leikjum, bæði í meistaraflokknum og þá ekki siður í A-flokknum, þar sem hið unga og efnilega fólk sem nú er að koma fram i íþróttagrein þessari reynir með sér. Sigurvegarar FRÁ ÞVl að bikarkeppnin hófst f Englandi 1872, hafa úrslit f úrslitaleikjunum orðið sem hér segir: 1872: Wanderes — Royal Engineers 1—0 1873: Wanderes — Oxford University 2—0 1874: Oxf. Univ. — Royal Engín. 2—0 1875: Royal Engineers — Old Etonians 2—0 1876: Wanderes — OldEtonians 3—0 1877: Wanderes — Oxford University 2—0 1878: Wanderes — Royal Engineers 3—1 1879: Old Etonians — Clapham Rovers 1—0 1880: Clapham Rovers — Oxford University 1—0 1881: Old Cathusians—OldEtonians 3—0 1882: Old Etonians — Blackburn Rovers 1—0 1883: Blackburn Ol. — Old Etonians 2—1 1884: Blackb. Rovers — Q.P.R. Glasgow 2—1 1885: Blackb. Rovers — Q.P.R. Glasgow 2—0 1886: Blackb. Rovers — W. Bromw. 2—0 1887: Aston Villa — West Bromwich 2—0 1888: West Bromwich — Preston North End 2—1 1889: Preston North End — Wolverhampt. 3—0 1890: Bl. Rovers — Sheff. Wed. 6—1 1891: Blackburn Rovers — Notts County 3—1 1892: West Bromwich — Aston Villa 3—0 1893: Wolverhampton — Everton 1—0 1894: NottsCounty —Bolton Wanderes 4—1 1895: Aston Villa — West Bromwich 1—0 1896: Sheffield Wednesd. — Wolverhampton 2_1 1897: Astoh Villa — Everton 3—2 1898: Notthingham Forest — Derby County 3_1 1899: Sheffield United — Derby County 4—1 1900: Bury—Southampton 4—0 1901: Tottenh. Hotsp. — Sheff. Utd. 3—1 1902: Sheffield United — Southampton 2—1 1903: Bury — Derby County 6—0 1904: Manchester City — Bolt. Wanderes l—0 1905: Aston Villa — Newcastle United 2—0 J906:Everton—Newcastle United 1—0 Í907: Sheffield Wednesday —Everton 2—1 Í908: Wolverh. — Newc. United 3—1 1909: Manchester United — Bristol City 1—0 1910: Newcastle United—Barnsley 2—0 1911: Bradford City — Newc. United 1 —0 1912: Barnsley—West Bromwich 1—0 1913: Aston Villa — Sunderland 1—0 1914:Burnley—Liverpool 1—0 1915: Sheffield United — Chelsea 3—0 1920: Aston Villa — Huddersf. Town 1—0 1920: Aston Villa — Huddersf. Town 1—0 1921: Tottenham Hotsp. — Wolverhampton 1—0 1922: Huddersf. Town — Preston North End 1 —0 1923: Bolton Wand. — W. H:m Utd. 2—0 1924: Newcastle United — Aston Villa 2—0 1925: Sheffield United — Cardiff City 1—0 1926: Bolton Wanderes — Manchester City 1—0 1927: Cardiff City—Arsenal 1—0 1928: Blackburn Rovers — Huddersf. Town 3_1 1929: Bolton Wanderes — Portsmouth 2—0 1930: Arsenal — Huddersfield Town 2—0 1931: W. Bromw.—Birmingh. Cfty 2—1 1932: Newcastle United — Arsenal 2—1 1933: Everton—Manchester City 3—0 1934: Manchester City — Portsmouth 2—1 1935: Sheffield Wednesd. — WestBromwich 4—2 1936: Arsenal — Sheffield United 1—0 1937: Sunderland — Preston North End 3—1 1938: Preston North End — Huddersf. Town 1—0 1939: Portsmouth — Wolverhampton 4—1 1946: Derby County — Charlton Atletic 4—1 1947: Charlton Atletic — Burnley 1—0 1948: Manchester United — Blackpool 4—2 1949: Wolverhampton — Leicester City 3—1 1950: Arsenal — Liverpool 2—0 19?1: Newcastle United — Arsenal 1—0 1953: Blackpool — Bolton Wanderes 4—3 1954: West Bromwich — Preston North End 3—2 1955: Newcastle Utd.—Manch. City 3—1 1956: ManchesterCity — Birmingh. City3—1 1957: Aston Villa — Manchester Utd. 2—1 1958: Bolton Wanderes — Manchester United 2—0 1959: Notthingham Forest — Luton Town 2—1 1960: Wolverhampton — Blackburn Rovers 3—0 1961: Tottenham Hotspur — Leicester City * 2—0 1962: Tottenham Hotspur — Burnley 3—1 1963: Manch. United — Leicester City 3—1 1964: West Ham United — Preston North End 3—2 1965: Liverpool—LeedsUnited 2—1 1966: Everton — Sheffield Wednesday 3—2 1967: Tottenham Hotspur — Chelsea 2—1 1968: West Bromwich — Everton 1—0 1969: Manch. City—Leicester City 1—0 1970: Chelsea — Leeds U nited 2—1 1971:Arsenal—Liverpooi 2—1 1972: Leeds United—Arsenal 1—0 1973: Sunderland — LeedsUnited 1—0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.