Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGÚST 1975 Hvert er álitþitt á þróun Þróun mála í Portúgal frá því einræðis- stjórn Caetanos var steypt af stóli í apríl í fyrra hefur verið forsíðuefni blaða um allan heim. Undanfarnir mánuðir hafa verið tíma- bil mikilla sviptinga á stjórnmálasviðinu í landinu og enginn getur nú um það sagt, hvert verður endanlegt stjórnarfar landsins. í apríl var kosið til þings, sem setja skyldi landinu nýja stjórnarskrá, en herforingjarn- ir sem landinu stjórna sviptu þingið fyrir- fram öllum raunverulegum völdum. í kosn- ingunum í apríl hlutu lýðræðisflokkarnir mikið meirihlutafylgi, en Kommúnistaflokk- urinn innan við 15% atkvæða. Eftir kosn- ingarnar kom upp deilan um málgagn jafnaðarmanna, Republika, en prentarar hliðhollir kommúnistum, lögðu undir sig blaðið með stuðningi herforingjastjórnar- innar. Síðustu vikur hefur stjórn Goncalves verið að leysast upp, fyrst sögðu jafnaðar- menn sig úr stjórninni vegna ágreinings við herforingjana og alþýðudemókratar fylgdu fljótlega í kjölfarið. Nú stjórnar Goncalves við þriðja mann og Carvalho einn hinna þriggja í stjórninni hefur gefið í skyn að fjöldahandtökur séu væntanlegar. Um fram- haldið veit enginn. Mbl. sneri sér til nokkurra aðila hérlendis og leitaði álits þeirra á þróun stjórnmála í Portúgal. Fara svör þeirra hér á eftir: Gunnar Gunnarsson Gunnar Gunnarsson rithöf- undur: Otlitió er óneitanlega ugg- vænlegt. Af öllum styrjöldum er borgarastyrjöld hvaö skelfi- legust. En hverju var við að búast? Þegar stungið er á gömlu kýli kemur gröfturinn f Ijós. Hvort fundurinn i Hel- sinki megnar að hafa áhrif til hins betra á eftir að sýna sig. Hannibal Valdimarsson fyrrv. ráðhérra: Þróun mála í Portúgal er þjóðmálaharmleikur Evrópu á þessum áratug. Þjóðarviljinn er fótum troðinn af kommún- ískum ofbeldisöflum í skjóli hervalds. I Portúgal þykir nú ekki þörf Hannibal Vaidimarsson á mjúklegum yfirbreiðsluað- ferðum til að koma stefnunni fram gegn þjóðarvilja. Treyst er á, að ítökin í hernum séu nægilega sterk til að geta hrifs- að ríkisvaldið í hendur komm- úniskra Ieiðtoga, þótt þvi fari fjarri að þeir hafi með störfum sínum aflað sér trausts þjóðar- innar. En portúgalska þjóðin hefur fengið meira en nóg af hernað- areinræði, af því vill hún ekki meira, hvorki rauðu né svörtu. Hún virðist reiðubúin og fús til að færa fórnir á altari lýðræðis og frelsis og það er von mín og trú að frelsisþrá samstilltrar þjóðar verði hvorki kúguð né kæfð og reynist að lokum öllu hernaðarofbeldi yfirsterkari. Jón E. Ragnarsson Jón E. Ragnarsson hrl.: Þessi spurning er margræð og verður varla svarað af eða á að svo stöddu. Hafa ber í huga, að í landinu hafði um áratuga skeið ríkt einræðisstjórn, þar sem lýðréttindi skorti. Ný- lenduveldi á fallanda fæti og þjóðfélagslegt óréttlæti mikið. Bylting hersins undir forustu Spínóla hershöfðingja vakti vonir frjálshuga manna, vegna yfirlýsinga um það, að koma ætti á borgaralegu lýðræði í landinu. Rit Spínóla og yfirlýs- ingar um frelsi nýlendnanna og frjálslynda stjórn styrktu þess- ar vonir, þótt valdataka hers sé lýðræðissinnum ekkert fagnað- arefni. Almenn og frjáls stjórn- málastarfsemi hófst f Portúgal. Vilmundur Gylfason Að vísu nokkur ringulreið og fjöldi stjórnmálaflokka mikill. Þetta voru þó skiljanlegar af- leiðingar hins langvinna ein- ræðis. Síðan syrti í álinn. Kommún- istar höfðu bersýnilega hreiðr- að um sig í kyrrþei og nú sýndu þeir tennurnar. Spfnóla var settur af, en kosningabarátta hófst í landinu. Kommúnistar voru sigurvissir. Þess ber að gæta að í þessari kosningabar- áttu var fjölda mið og hægri flokka gert ókleift að starfa. M.a. kristilegum demókrötum, sem áreiðanlega hafa mikið fylgi. Örslit kosninganna urðu kommúnistum mikil vonbrigði, og þá var neytt aflsmunar i herforingjaklfkunni sem stjórnar. Talið er að kommún- istar hafi undirbúið valdatölu í Portúgal í langan tíma og með miklum stuðningi frá Moskvu. Það er ljóst að allur þorri fólks f Portúgal er kommúnist- um andsnúinn. Hin hægfara valdataka þeirra í gegnum her- foringjaklíkuna virðist nú eiga örðugra uppdráttar. Þvf miður virðist stjórnmálaþróunin nú stefna í átt til einveldis herfor- ingjanna, þar sem þeim þyki það eina leiðin til þess að draga úr yfirgangi kommúnista. Portúgal fer því þannig úr ösk- unni i eldinn. Herforingja- stjórnin mun þó væntanlega umbótasinnaðri en hið staðnaða einveldi fasista sem áður ríktí. Vonbrigði frjálslyndra Evrópu- búa eru mikil, en vonandi er ekki öll nótt úti enn. Lærdóm- urinn er sá, að kommúnistar ögmundur Jónasson eru jafnan samir við sig og skammt milli þeirra og fasism- ans. Segir ekki Tómas í kvæði sinu: „1 gær var hún máske brún þessi böðulshönd, sem blóðug og rauð í dag sínu vopni lyftir.“ Mér lízt því ekki vel á ástand- ið. Vilmundur Gylfason mennta- skólakennari: Ég er þess ekki umkominn að segja eða kenna portúgölsku þjóðinni, hvað henni er fyrir beztu stjórnarfarslega eða í öðr- um efnum. Enda geri ég ekki ráð fyrir að Mbl. ætlist til þess, heldur sé blaðið að spá í öreind- ir þess samsafns, sem stundum Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi verða á Kirkju- bæjarklaustri, Hellu og Flúðum 'JM næstu helgi verða íaldin 3 héraðsmót Sjálf- itæðisflokksins: íirkjubæjarklaustri östudaginn 8. ágúst kl. 21. Avörp lytja Gunnar Thoroddsen inaðarráðherra og Steinþór k:stsson alþm. íellu laugardaginn 9. ágúst kl. 21. ivörp flytja: Geir Hallgrímsson orsætisráðherra, Ingólfur Jóns- on alþingismaður og Þorsteinn ’álsson ritstjóri. rlúðuni sunnudaginn 10. ágúst kl. 21. vvörp flytja: Matthías Á. Mathie- en fjármálaráðherra, Guðlaugur lislason alþingismaður og 'aldimar Bragason prentari. Skemmtiatriði á héraðsmótun- m annasl hljómsveit Olafs auks ásamt Magnúsi Jónssyni óperusöngvara, Svanhildi, Jörundi og Hrafni Pálssyni. Hljómsveitina skipa Ólafur Gaukur, Svanhildur, Ágúst Atla- son, Benedikt Pálsson og Carl Möller. Efnt verður til ókeypis happ- drættis og eru vinningar tvær sólarferðir til Kanaríeyja með Flugleiðum. Verður dregið í happdrættinu að héraðsmótunum loknum, þ.e. 20. ágúst n.k. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur til kl. 2 e.m. þar sem hljómsveit Ólafs Gauks leikur fyrir dansi og Söngvarar hljómsveitarinnar koma fram. ÞESSIR litlu steinar eiga sér aðra forsögu en steinarnir, sem menn rekast á á vegi sínu, því að þessir steinar urðu til í tilraunaglösum. Það voru nokkrir áhugasamir steinasafnarar úr öðrum röðum starfsmanna Islenzka álfélagsins hf, sem gerðu tilraun til að „rækta“ kristalla i tilraunaglösum og sýnir myndin árangurinn af fyrstu tilrauninni. Til vinstri er kristall úr kalíum ál súlfati, í miðið úr kalíum natríum tartrati og til hægri úr kalíum ferrícyanidi. — Myndin og frásögn af þessu birtist í nýútkomnum ÍSAL— tíðindum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.