Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1975 • • _____ Orlög Eistlands, Lettlands og Litháens innsigluð í Helsinki? Á lokafundi öryggis- málaráðstefnu Evrðpu sem haldin er í Helsinki í vikunni verður því m.a. lýst yfir að öll núver- andi landamæri í álf- unni séu Iögmæt og óumbreytanleg nema með friðsamlegum hætti. í júlf í ár eru liðin 35 ár frá því Sovétríkin lögðu undir sig baltn- esku lýðveldin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen og er því fagnað á þessu ári í Sovétríkj- unum. Hátfðahöldin í ár blandast eflaust fögnuði yfir því að með undir- skrift yfirlýsingarinnar í Helsinki er „de facto“ verið að lýsa því yfir að Sovétríkin hafi yfirráða- rétt yfir löndunum þremur, sem á árunum milli heimsstyrjaldanna voru fulIgildir meðlimir í samfélagi þjóðanna, áttu aðild að Þjóða- bandalaginu og héldu uppi stjórnmálasam- handi við önnur lönd. Mbl. telur ástæðu til að rifja örlítið upp sögu baltnesku lýðveldanna og innlimun þeirra í Sovétríkin. Rétt er að geta þess að Ford Banda- rfkjaforseti sá sig til- neyddan vegna þrýst- ings utan lands og innan að lýsa yfir því að Bandarfkin hefðu aldrei viðnrkennt innlimun baltnesku rfkjanna f Sovétrfkin og gerðu það heldur ekki með undir- rituninni f Helsinki. I lok fyrri heimsstyrjaldar- innar lýstu 11 þjóðir innan Sovétrikjanna yfir sjálfstæði sínu. Þær voru: Finnar, Ukra- ínumenn, Eistlendingar, Lett- ar, Litháar, Byelorússar, Azer- bajdzanmenn, Armenar, Georgiumenn, Pólverjar og Kúbanar. Rússar lögðu skjótt undir sig lönd þeirra allra nema Finnland, Pólland og baltnesku löndin þrjú. Sovétmenn réðust á Eistland í nóvember 1918. Eistlenzki herinn hratt þeim á brott og eftir 15 mánaða bardaga var saminn friður og samningur undirritaður i Tartu 2. febrúar 1920. I friðarsamningi þessum lýstu Sovétríkin því yfir að þau viðurkenndu frelsi og sjálfstæði Eistlands og féllu frá öllum kröfum sem þau töldu sig eiga á hendur eist- ienzku þjóðinni og landi þeirra. Einræðisríkin semja 1939 Rússar gerðu nokkrar til- raunir til að steypa stjórn Eist- lands á árunum fram að síðari Molotov utanrfkisráðherra Sov- étrfkjanna, þegar baltnesku rfkin voru innlimuð. „... litla rfkið f Eistlandi hefur frá upphafi vega verið milli steins og sleggju, milli Tevtónanna og Slavanna. Landið hefur verið hernum- ið æ ofan f æ úr austri og vestir — og enn sér ekki fyrir endann ...“ Alexander Solzhenitsyn f „Gulag Eyjahafinu,<^ heimsstyrjöld og sömu sögu var að segja af afskiptum þeirra og Lettlands og Litháen. En með samningi Molotovs og Ribbentrops um friðsamlega sambúð Sovétríkjanna og Hitl- ers-Þýzkalands, sem gerður var 23. ágúst 1939 voru örlög ríkjanna raunverulega ráðin. I samningi stórveldanna var leynilegt ákvæði þar sem kveðið var á um að ríkjunum þremur skyldi skipt milli áhrifasvæða Þýzkalands og Sovétríkjanna, Eistland og Lettland skyldu tilheyra Sovétsvæðinu, en Litháen skyldi heyra til áhrifasvæði Sovétmanna að undanskilinni smáræmu við þýzku landa- mærin. Sovétríkin voru fljót að ganga á lagið og notfæra sér þá aðstöðu sem nazistar höfðu látið þeim eftir með samning- unum haustið 1939. Strax i september var utanríkisráð- herra Eistlands, Karl Selter, neyddur til að undirskrifa svo- nefndan „samning um gagn- kvæma aðstoð“, þegar hann var á ferð í Moskvu til að undirrita viðskiptasamning, sem búið var að gera milli ríkj- anna. Sovétríkin heimtuðu siðan að fá að setja upp her- stöðvar í landinu og hafa þar fjölmennt herlið. Samning- urinn skyldi gilda í 10 ár. Sam- svarandi samningum var með hótunum þröngvað upp á utan- ríkisráðherra Lettlands og Lit- háen, Walters Munters og Joseph Urbsys. Sá síðarnefndi þráaðist við í viku og átti í heitum viðræðum við Molotov en varð að lokum að láta undan og undirrita 15 ára samning um gagnkvæma að- stoð þegar hótað var stríði. Ribbentrop utanrfkisráðherra Hitlers. Hann samdi við Moio- tov f ágúst 1939. 1 samningi þeirra var kveðið á um skipt- ingu baltnesku rfkjanna. Mynd, sem nokkrir fbúar baltn- esku rfkjanna hafa dreift. Áletrunin er svohljóðandi: Öryggisráðstefna! Baitnesku þjóðirnar krefjast brottfarar hernámsliðsins, frelsis og sjálf- ræðis. Þrátt fyrir að þessir samn- ingar væru nauðungarsamn- ingar var i þeim ákvæði sem kvað á um að fullveldi smáríkj- anna væri óskert. Og Molotov utanríkisráðherra Sovétríkj- anna lýsti því yfir á fundi i Æðsta ráði Sovétríkjanna 31. október 1939 að i samning- unum væri fullveldi baltnesku ríkjanna virt og að staðfest hefði verið að ekkert ríkjanna, hvorki hin baltnesku né Sovét- ríkin, hefðu rétt til að blanda sér i innanríkismál hinna. Þetta tal reyndust þó blekk- ingar einar. Sovétríkin setja úsrlitakosti Strax í júní 1940 settu Sovétrikin baltnesku rikj- unum þrem úrslitakosti og var þess krafizt að löglegar stjórnir ríkjanna vikju frá völdum, en í staðinn kæmu stjórnir sem Sovétmönnum félli betur í geð. Jafnframt var þess krafizt að „nægilega öfl- ugt“ herlið fengi að halda inn í löndin. Átti innreið herliðsins að hefjast sólarhring eftir að úrslitakostirnir voru settir. Að sögn Sovétmanna var ástæðan fyrir því að nauðsynlegt væri að setja fram úrslitakosti sú, að baltnesku ríkin hefðu ekki uppfyllt í einu og öllu samn- ingana frá því haustinu áður og að sovézkir hermenn hefðu orðið fyrir áreitni af hálfu heimamanna í löndunum. Þessar ástæður voru þó yfir- skyn eitt og neituðu Sovét- menn jafnan að taka þátt i rannsókn þeirra atvika sem þeir kvörtuðu undan. Litháen voru settir úrslita- kostir 14. júní 1940, sama dag og París féll í hendur Þjóð- verjum og athygli umheimsins beindist að framrás þýzku herjanna í Vestur-Evrópu. Röðin kom að Lettlandi og Eistlandi 15. og 16. júní. Her- sveitir úr rauða hernum biðu við landamærin og héldu rak- leitt inn i löndin þegar ekki var umsvifalaust gengið að úr- slitakostunum. 18. júní má segja að búið hafi verið að her- nema baltnesku ríkin þrjú. Sameining við Sovétríkin Löglegum stjórnvöldum var siðan i flýti vikið frá og í stað- inn settar upp leppstjórnir Moskvusinna. Eins og jafnan voru settar á svið útiaðgerðir sem áttu að sýna samstöðu al- mennings með aðgerðum Sovétríkjanna, en samkvæmt eigin skjölum Kommúnista- flokksins i Eistlandi voru að- eins 130 félagar í honum. Þing voru rofin í löndunum þremur og boðað til „I;osninga“ þar sem öðrum en stuðnings- mönnum Moskvu var ekki leyft að vera í framboði. Ný- kosin þing voru látin koma saman 21. júlí. Aðeins eitt mál var á dagskrá þeirra allra: Sameining við Sovét- ríkin. Þinglepparnir voru látnir samþykkja þessa tillögu með handauppréttingum. 1 byrjun ágúst var baltnesku ríkjunum þremur siðan „hleypt inn“ í Sovétríkin við hátiðlega athöfn i Moskvu. „Rússlandisering“ Strax í kjölfar þessara at- burða var hafizt handa um „Rússlandiseringu“ landanna með morðum, brottflutningi og herferð, sem beint var gegn tungumálum þjóðanna, fjöl- miðlum og menningarlífi. Eist- lendingum sem bjuggu í Eist- landi fækkaði á 10 árum eftir hernámið úr 995 þúsundum í 710 þúsund. Frelsisunnandi landsmönnum var stungið í fangelsi, þeir sendir í útlegð eða hreinlega drepnir. Jafn- framt hófust mikir útflutning- ar íbúa úr Rússlandi sjálfu til landanna. Árið 1914 voru 4% íbúa Eistlands Rússar en árið 1974 voru þeir 40% og í sum- um borgum er hlutfallstalan enn hærri. Leynilögreglan KGB hefur nákvæmt eftirlit með allri starfsemi, sem talin er „óþjóðholI“ og allt andóf er miskunnarlaust barið niður. Ernst von Weizsácker, hátt- settur yfirmaður i utanrikis- ráðuneyti Hitlers á árunum 1938—43 og einn þeirra sem lagði á ráðin um samning Ribb- entrops og Molotovs, ritaði m.a. í dagbók sína 14. október 1939: „. . Eftirgjöf baltnesku ríkjanna og brottflutningur þýzkra borgara þaðan i sam- ræmi við óskir Foringjans var gjöf til Rússlands, sem við færðum strax 23. ágúst 1939. Heimurinn mun áfellast okkur fyrir það um langa framtíð." Sá tími virðist nú iiðinn, því að með undirritun lokayfirlýs- ingar öryggismálaráðstefnu Evrópu í Helsinki lýsa stjórn- málaleiðtogar Evrópu og N- Ameríku yfir því, að núver- andi landamæri í Evrópu séu varanleg og að þeim verði ekki breytt nema með friðsamleg- um hætti. Þjóðfrelsishreyfing- ar í baltnesku ríkjunum telja að með yfirlýsingu þessari sé endanlega verið að innsigla yf- irráð Sovétríkjanna yfir lönd- unum og þjóðum þeirra. Innlímun baltnesku lýðveldanna í Sovétríkin rifjuð upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.