Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGÚST 1975 7 Sr.BOLLI GÚSTAFSSON í Laufási: „Ekkert er hættulegra æskunni en neikvæð af- staða til lífsins og kæru- leysi.“ Þannig komst norski rithöfundurinn Knut Hamsun, m.a. að orði, er hann veitti Nóbelsverðlaunum við- töku í Stokkhólmi árið 1920. Honum varð tíð- rætt um æskuna á þeirri miklu hátíðarstundu, í bjarma þess heiðurs, sem honum hafði fallið í skaut. „Mig brestur æsku“, mælti hann með eftirsjá þess lifandi manns, sem kominn er á efri ár. Okkur er öllum vel ljóst, sem tilheyrum þjóðfélagi allsnægta, að í velsældinni dafnar ein- mitt neikvæð afstaða til lífsins og kæruleysi eins og arfi í votviðri og hlýindum. Undanfarin ár hefur ungt fólk yfirleitt ekki þurft að hafa mikið fyrir lífinu né skort f jöl- breytt lífsgæði, heldur miklu fremur viðnám til að stæla þrek, andlegt og líkamlegt. Heimskunnur æskulýðsleiðtogi, Lord Baden Powell ritaði í síðasta bréfi sínu til skát- anna: „Ég trúi því að Guð hafi sent okkur inn í þennan heim til þess að njóta lífsins og verða hamingjusöm. Hamingjan er ekki fólg- in f því að vera ríkui; né í því eingöngu að þér gangi vel eða eftirlátsemi við sjálfan þig. Eitt skref í áttina til hamingjunnar er að gera þig heilbrigð- an á meðan þú ert ungur, svo að þú getir orðið þarfur maður og þannig notið lífsins.“ — íslenzk æska er í brýnni þörf fyr- ir hressandi hugsjónir skátahreyfingarinnar, einmitt vegna þess, að hún leggur áherzlu á mikilvægi þess viðnáms, sem stælir og mótar heil- brigt fólk. Hún tengir félagsstarf sitt náttúrunni og finnur að „út í móum, upp til heiðar á sér viljinn stál og brýni.“ Þeir sem taka virkan þátt í skátastarfi, gera það, sem í þeirra valdi stendur, til þess að rækja skyldur sínar við Guð og ættjörðina. Raunar hefur margt verið ritað um þessa gagnmerku hreyfingu, sem starfað hefur í rúm 60 ár hér á landi, en af tveim ástæðum finnst mér við hæfi að leiða hugann að henni núl fyrsta lagi hefur það vart farið fram hjá neinum, að um þessar mundir er háð alþjóðamót, Jamboree, hjá frændum okkar í Noregi og þar dvelja nú 350 íslenzkir skátar. Aldrei fyrr hefur slíkur f jöldi íslendinga sótt alþjóðamót, sem stefnir markvisst að bræðralagi og friði. Þar eru ekki farnar troðnar slóðir pólitískra ráð- stefna, þar sem glamrað er yfir skálum og hin silkimjúkai „diplómatíska“ kænska og bellibragðaþrá sitja f fyrirrúmi; sú hundslega óeinlægni, sem almenningur er orðinn dauðþreyttur á og leitt hefur til algjörrar van- trúar hans á pólitískum ráðherrafundum eða leiðtogasamkomum. Orðið Jamboree mun hafa táknað friðareld Indíánaflokka. Við þá elda söfnuðust villi- mennirnir saman, þegar endir skyldi bundinn á missætti og erjur. Nú er Jamboree staður þar sem friður er styrktur á drengilegan hátt i sam- starfi, íþróttum og heil- brigðum leikjum skáta- útilegunnar. Baden Powell mælti á fyrsta Jamboreeinu, sem haldið var árið 1920 í Olympíu- garðinum í Englandi: „Stríðið hefur kennt okkur, að reyni ein þjóð að kúga aðra til undir- gefni, munu grimmilegar gagnráðstafanir fylgja á eftir. Jamboree hefur kennt okkur að sýnum við hver öðrum um- burðarlyndi og gefum og þiggjum, þá mun allt falla í ljúfa löð. Sé það vilji ykkar, þá skulum við fara héðan ákveðnir í því að efla meðal okkar sjálfra og drengja okkar slíkan vinarhug með bræðralagi skáta um allan heim, svo að við megum koma á friði og vinarhug milli þjóðanna og bróðurhug meðal manna. Skátabræður! Svarið mér. Viljið þið taka þátt í þessari við- leitni?“ Þessari spurningu fyrsta al- heimsskátahöfðingjans Stál og brýni vilja og þreks hafa skátar svarað með því að berjast drengilegri baráttu gegn neikvæðri afstöðu til lífsins og gegn hverskyns kæruleysi. — önnur ástæða þess, að hér er fjallað um jákvætt gildi skátahreyfingar- innar fyrir þjóðfélagið er sú, að þann 16. júlí sl. lézt einn af merkustu æsku- lýðsleiðtogum Islands, Tryggvi Þorsteinsson skólastjóri á Akureyri. Hann var um áratugi einn styrkasti máttar- baðmur skátastarfs í landinu. Við erum fjöl- mörg sem eigum honum margt gott upp að inna. Hann brast aldrei æsku og vegsögn hans var óbrigðul og heil. Hann kvað markmið skáta- hreyfingarinnar vera að ala ungmenni upp með verklegri, líkamlegri, andlegri og trúarlegri þjálfun, svo þau yrðu nýtir menn og konur. Og hann benti einmitt á það, að skátahreyfingin hafi löngum reynt að færa skátunum raunhæfa trúarskoðun og hvatt þá til að láta trúna koma fram í verkunum. Þetta er sannleikurinn um skátastarfið, að hvar sem það er rækt af einlægni og því beitt sem uppeldis- kerfi, að þar leiðir það til blessunar. Við erum í þörf fyrir aukið starf skátahreyfingarinnar á íslandi og samstarf og samband hennar og krist- innar kirkju mætti auk- ast og styrkjast. Æsku- lýðsstarf kirkjunnar hefur ekki áhrifamátt skátastarfsins einmitt vegna þess, að það veitir ekki viðnám til átaka á borð við leiðir skáta- hreyfingarinnar. Kristin kenning mælir eindregið með þeirri lífsafstöðu að menn ræki þá skyldu af samvizkusemi, að fara vel með og ávaxta gjafir Guðs, og að þeir sýni drengskap bæði í orði og verki. „Ekki mun hver sá er við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnariki, heldur sá, er gjörir vilja föður míns, sem er í himnunum." (Matt. 7, 21). Þessi orð Jesú Krists hefur skáta- hreyfingin látið sér að kenningu verða og það leiðarljós orðið henni til heilla. Að sjálfsögóu vegna einstakra gæóa Reyplasteinangrunar. 1. Hitaleióni er mjög takmörkuó (lamdagiidi 0,028 - o,03Q) 2. Tekur nólega engan raka eóa vatn í sig 3. Sérlega létt og meófœrileg ^ÉIlll Yfírburðir REYPLASTeinangrunar eru augljósir og ^É|§ enn sem fyrr er REYPLAST í fararbroddi. REYPLAST hf. tSSj lcefood ÍSLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4—6, Hafnarfirði. Seljum reyktan lax og graflax Tökum lax í reykingu Útbúum graflax Vacuum pakkað ef óskað er Póstsendum um allan heim. ISLENZK MATVÆLI SÍMI 51455 Saumavélaborðin eru komin aftur verðið er enn hagstætt. Borðin eru fáanleg úr álmi, tekk, eik og furu (nýtt). Skápanir fyrir töskuvélarnar eru með þriggja þrepa lyftibúnaði. 1. Neðsta staða: Vélin geymd. 2. Miðstaða: Fríarmurinn á vélinni er nú jafn borðplötunni. 3. Efsta staða: Fríarmurinn fyrir ofan Með smávægilegum breytingum er einnig hægt að nota þessi borð fyrir flestar aðrar saumavélar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.