Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGÚST 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen þekkir enginn, sem ekki hefur reynt það að vera fátækur. Ég veit það, sagði Sigríður; þú getur ætíð fengið málsverð hjá okkur Indriöa mínum, þegar þér liggur á, en hann annast núna svo sem vikuforða fyrir ykkur; hann Indriði minn afhendir það; en svo er hérna skildingur, Gróa mín — það var spesía — sem ég skulda þér, síðan þú barst fyrir mig bréfið forðum. Taktu við honum, og svo erum við sáttar. Gróa tók við peningnum og kyssti Sig- ríði um leið. — Æ, ég skammast mín að taka á móti þessu öllu saman. — Hún strauk síðan dúki um augun — engir vita, hvort hann var drifhvítur eða flekk- óttur — kvaddi síðan Sigríði sína og hét því að hitta hana og segja henni margt fornt og nýtt,-er enginn skyldi hafa eftir sér, en ólygnir menn hefðu sagt henni. Nú var brúðkaupi þeirra Indriða og Sigríðar lokið. Um veturinn eftir voru þau Indriði og Sigríður að Hóli í góðum fagnaði, og tókust þeirra ástir góðar. Einu sinni, er á leið veturinn, kemur Indriði að máli við konu sína: x—COSPER — ÉG borða ekkerl fyrst ÞU gleymdir saltinu... ! Það er ætlun mín, segir hann, að bezt muni vera fyrir okkur að fara að reyna búskapinn. Víst er um það, að hér erum við í góðra foreldra húsum; en réttast álít ég þó fyrir hvern ungan mann, sem hefur nokkur efni, að ráöast í eitthvað það, sem megi verða honum til gagns og sæmdar og fósturjörð hans til nota; og hver er þá vegurinn fegri og skemmti- legri en að reisa bú? ’Því vænt er að kunna vel að búa, vel að fara með herrans gjöf, og það eigum við að nema, og getur við þá treyst því, að jörð gefur arð eftir atburðum. Ég fellst á það, sem þú segir, elskan mín! sagði Sigríður og klappaði með hendinni á vangann á manni sínum; en hvar ætlar þú okkur aö fara að búa? Margur mundi mæla það, að við þyrft- um ekki að vera jarðnæóislaus, þar sem við eigum fjórar jarðir og allar vænar, sagði Indriói. Ekki eru þær lausar sem stendur og þó svo væri, mundi ég ekki hvetja þig til að taka nokkra af þeim, og lengi hefur mig langaó til að vera hérna í sveitinni; en nú er hér ekkert jarðnæði laust. Þá förum við að Fagrahvammi, sagði Indriði og brosti við. Pétur prangari yrói hún að gera undir eins. „Vel hlýt- urðu að hafa reynst honum Pétri“, sagði konan, „úr því honum liggur svona vel orð til þín núna. Þegar þið fóruð að heiman, vissi hann ekkert, hvernig hann ætti helst að fara að koma þér fyrir katt arnef“. — Síðan lét hún halda brúðkaup og útbjó ungu hjónin eins og kostur var á. Svo fóru þau að búa á jörðinni uppi undir ásnum fyrir ofan höfuðból Péturs ríka. Skömmu síðar kom Pétur heim aftur og það fyrsta, sem hann spurði um, var hvort konan hans hefði farið að eins og hann hafði mælt fyrir í bréfinu. „Já“, sagði konan. „Mér fundust þetta nú skrítnar skipanir, en ég þorði ekki annað en gegna þeim“. Síðan spurði Pétur hvar dóttir hans væri. „Þú getur nú líklega ímyndað þér það, hvar hún er“, sagði konan, „auðvitað er hún hjá manninum sínum í bænum uppi undir ásnum, eins og I bréfinu stóð“. MORÖtJN kafp/no — Allt fólkið er mætt til þess að vera við brúðkaupið. Það er beðið eftir þér. — Ha, hvað ertu að segja, kemurðu ekki? Hvað, var svo gaman f pipar- sveinapartíinu í gærkvöldi að þú hefur ákveðið að vera pipar- sveinn áfram? — Ég sé að þú ert með reifaðan fót, það sér það hver maður, en það þýðir ekki að þú getir feng- ið mig sem hækju. ? I' 26y-C-7-á' Kvikmyndahandrit aö morði Eftir Lillian O’Donnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 12 hann. — Til þess að sannfæra aðra um velgengni varð maður að lifa eins og ekkert væri sjálfsagð- ara en veita sér af lífsins lysti- semdum ... lifa samkvæmt þvf sem maður vonaðist eftir að geta unnið sér inn. Það var ekki f tfzku að svelta og búa f fátæklegum kytrum. Auðvitað var f tfzku að láta mála af sér mynd. en lista- maðurinn varð að vera viður- kenndur ... frægur, jafnvel enn frægari en fyrirmyndin. Þér getið kallað þetta snobb. en þetta var þó heiðarleg afstaða til Iffsins. Nú orðið snobba allir niður fyrir sig. Þá suitu listamenn ekki af þvf að það var f tfzku heldur af beizkri nauð. Ég kærði mig ekki um að svelta, en á hinn bóginn hvarflaði ekki að mér að fá mér fasta vinnu og mála í frfstundum mfnum. Þvf ákvað ég að mála and litsmyndir eftir pöntun. Öll mestu listaverk sögunnar eru meira og minna máluð eftir pönt- un. Og ég fór til Gollywood af tveimur ástæöum: f fyrsta lagi vegna þess að umhverfið bauð upp á mikla peninga og f öðru lagi vegna þess að yrði maður frægur þar var maöur um leið frægur um þver Bandarfkin. Nú, en vfkjum aftur að þvf sem þér komuð til að fá að vita. Þegar Marietta Shaw kom á fund minn bjó ég við hræðileg kjör. Ég hafði notað sfðustu peningana mfna til að kaupa mér stórt og glæsilegt hús f Beverly Hills og ég átti ekki svo mikið sem salt f grautinn. Þar sem ég var ókvæntur var ég eftir- sóttur f samkvæmi og ég var dús við allar helztu stjörnurnar og stórkariana. Ég borðaði mig sadd- an við veiziuborð þeirra en aldrei á mfnu eigin heimili. Og reikn- ingarnir hlóðust upp — f hálft ár hafði ég ekki fengið eina einustu pöntun. Á hverjum degi og nær þvf hverju kvöidi var ég í sam- kvæmum og spilaði mig stóran og fínan karl og mér varð hvergi neitt ágengt og gat ekki haldið mig að þvf að mála neitt fyrir sjálfan mig heldur vegna mæðu og vonieysis. En svo einn góðan veðurdag var ég nýkominn úr skemmtiferð nið- ur á ströndina. Ég hafði rétt tfma til að fá mér blund áður en næsta veizla hæfist. Þegar ég hafði lagt mig út af barði vinnukonan hjá mér og sagði að ung stúlka væri niðri og óskaði eftir að ég málaði hana. í þeirri sælu trú að þarna væri komin einhver stórstjarna greip ég jakkann minn, lagaði hálsbindið og þaut niður. Stúlkan hafði boðið henni inn f dagstof- una og þar stóð hún við gluggann og sneri baki f mig, þegar ég kom inn. Þegar ég kom auga á hana hrundi allt mitt sjálftraust f vask- inn. Ég þekkti nana strax — ja, kannski ekki HANA, heldur manngerðina ... ég sá að hún var nákvæmlega á sama háti og ég sjálfur. Og hún vildi kaupa eitt- hvaðaf mér.AFMÉR! Hún var vissulega nögu vel til höfð, kannski einum of þaulhugs- uð í klæðaburði, þvf að velstönd- ug kona hefði ekki lagt svona mikið upp úr að hvergi sæist biettur né hrukka, en hún hafði valið föt sfn af smekkvfsi og vand- virkni, það sá ég strax. Þegar hún heyrði fótatakið sneri hún sér hægt og ívið tilgerðarlega við svo að ég gæti skoöað hana vel og rækilega. En hvað sem öðru leið vakti hún fofvitni mfna. Hún var grönn og frekar hávax- in, ekki eins hávaxin og atvinnu- fyrirsætur, en mun hávaxnari en stirnin sem ég hafði verið sam- vistum við fyrr um daginn og f samanburði við tilgerð þeirra var hún nánast hversdagsleg. Þó var eitthvað f fari hennar sem ég gat ekki áttað mig á. Kjóllinn var grænn og mjög vfður og snerti ekki Ifkama hennar, ekki beinlín- is samkvæmt nýjustu tfzku, þá beíndist allt að þvf að sýna sem allra mest af gæðum og kostum kroppsins. Hún var dökkhærð og vel snyrt. Hún hafði hvíta hanska, svipaða og tíðkuðust þegar Grace Kelley var að slá f gegn og um hálsinn bar hún einfalda perlu- festi. En sem hún gekk nær mér sá ég hörundið sem var un- aðslega fallegt, andlitsdrættina sem voru reglulegir og dimm og eilítið skásett augun og ég vissi strax að hún var sér meðvitandi um sinn eigin þokka. — Herra Brahm ... ég heiti Marietta Shaw. Rödd hennar var róleg en ekki laust við ég fyndi óstyrk hennar undir niðri og ég hafði á tilfinn- ingunni að hún væri að leika fyr- irfram ákveðið hlutverk. — Hvað get ég gert fyrir yður, ungfrú Shaw? — Máiað mynd af mér. — Ég nota aldrei atvinnufyrir- sætur, sagði ég kuldalega til að láta hana skilja að það þýddi ekk- ert að ætla að reyna að plata mig. — Ég geri mér grein fyrir þvf, sagði hún, og ég sá hún hafði roðnað við. En öryggi hennar setti mig úr jafnvægi. Hafði mér skjátlast um hana? Við komumst nú fljótlega að raun um það. — Ég set upp þrjú þúsund doll-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.