Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGUST 1975 5 Atriði úr leikritinu Samson: Briet, Rurik og Ævar. VEORIÐ — EINS OG LISTAMENN SJÁ ÞAÐ Guðrún Helgadóttir deildarstjóri í Tryggingastofnun rikisins, er dagskrár- stjóri í eina klukkustund frá kl. 14 til kl 1 5 í dag, sunnudag. „Ég var beðin um að hafa einhverja höfuðlínu í efnisvali," sagði hún ! sam- tali við Mbl., ,,og ég fór að velta þvi fyrir mér hvað menn hefðu helzt verið að hugsa um að undanförnu. Og mér datt strax í hug veðrið." Og það er veðrið í sínum fjölþreyti- legu myndum sem þáttur Guðrúnar Guðrún Helgadóttir. snýst um Hun hefur þó ekki tekið mið af hinni hversdagslegu umraeðu um veðrið, heldur hefur hún valið Ijóð, söngva, sögur o.fl., sem snúast um veðrið. „Ég hef valið það sem listamennirnir hafa sagt og samið um veðrið," sagði hún. „Það var úr gífurlegu úrvali að velja og ég valdi fjöldamörg brot I þáttinn, alls konar list og alls konar listamenn." kvikmyndir með tónlist hans voru „Hjarta mitt kallar á þig" og „Ég elska allar konur". Eitt kunnasta lag hans heitir á frummálinu: „Im Prater Blúh'n wieder die Baume". Auk þessa hefur hann samið létta innskotstónlist I óper- ettuna „Sumar I Týról" eftir Benatzky. — Robert Stoltz lézt fyrir nokkrum vikum, hálftíræður að aldri. Hann var sístarfandi allt fram I andlátið, m.a. við upptökur á verkum sínum og hljóm- sveitarstjórn. GRUNDARKIRKJA f ARGYLE Séra Kristján Róbertsson flytur erindi um Grundarkirkju I Argyle I erindaflokknum „Þættir úr lifi Vestur- íslendinga" kl. 21.25 I kvöld. Séra Kristján er maður fróður um málefni Vestur-íslendinga, því að frá árinu 1 962 starfaði hann um árabil i Kanada á vegum lútersku kirkjunnar og þjón- aði þá einmitt Argyle-prestakalli I Manitoba, en þar er Grundarkirkja, sem hann talar um I erindi sinu. Séra Kristján Róbertsson er nú þjónandi prestur i Kirkjuhvolsprestakalli í Rang- árvallasýslu. VIOTÖL VIÐ VERZLUNARMENN Ólafur Sigurðsson fréttamaður ræð- ir við fólk úr verzlunarstétt í þættinum „Á búðarloftinu" kl. 14 á mánudag, en það er fridagur verzlunarmanna. „Þegar rætt er við fólk um verzlunar- menn, þá dettur þvi yfirleitt fyrst i hug, að það séu menn sem afgreiða í búðum. Ég vildi þvi í þessum þætti sýna fjölbreytnina i starfsgreininni og tók viðtöl við alls 18 verzlunarmenn, sem segja frá sínum störfum," sagði Ólafur i samtali við Mbl. „Þetta eru ákaflega fjölbreytt störf, allt frá konu sem á litla verzlun til manns sem rekur eina af stærstu heild- verzlunum landsins, frá konu sem starfar í farskrárdeild Flugleiða til manns sem rekur eina af minnstu heildverzlunum landsins." Og Ólafur gaf verzlunarfólkinu kost á að velja sér óskalag og má þvi e.t.v. segja, að þarna sé um að ræða fyrstu tilraunina til að gera könnun á tón- listarsmekk verzlunarfólks! „SEL ÞAÐ EKKI DÝRARA EN ÉG KEYPTI" Jökull Jakobsson rithöfundur fjallar einnig um verzlunarstéttina i þætti sin- um „Sel það ekki dýrara en ég keypti", sem er á dagskrá strax að loknum veðurfregnum kl. 16.15 á mánudag. Þó er ekki umviðtöl að ræða, heldur fjallar Jökull um kaupmenn, eins og þeirra er getið i íslenzkum bókmennt- um, fornum og nýjum Þannig er lesið úr fornritum, þjóðsögum og nýlegum ritverkum og má nefna bæði Hænsna- Þóris-sögu og Sölku Völku. Jökull hefur með þessum þætti inn- reið sína í hljóðvarpsdagskrána að nýju, þvi að hann hefur tekið að sér að annast þætti með léttu efni á laugar- dögum klukkan hálf fimm og þeir þætt- ir heita einfaldlega „Hálf fimm"! Ólafur Sigurðsson. TÓNAFERÐ UM EVRÓPU Baldur Kristjánsson píanóleikari er fararstjóri i „Tónaferð um Evrópu", sem hljóðvarpshlustendum verður boðið i á mánudaginn og hefst klukkan 17. „Ég hugsaði þetta eins og ferðalag, þannig að byrjað er á þvi að leika lög frá (slandi og siðan haldið suður á bóginn, eins og landakortið gefur til- efni til," sagði Baldur i samtali við Mbl, „Þarna verða leikin lög frá 10 löndum, bæði „standardar", þ e. dægurlög, sem alltaf halda fullu gildi, t.d. danskij Framhald á bls. 47. SAMSON OG KYNSLOÐAGAPIÐ Örnólfur Arnason er höfundur leik- ritsins „Samson", sem endursýnt er i sjónvarpinu i kvöld kl. 21:40. Leikritið var frumsýnt í sjónvarpinu 9. október 1972 og það var i dagskrárkynningu Morgunblaðsins skrifað um leikritið, m.a. þetta: „Samson, aðalpersónan, er ungur laganemi Hann kemst i kynni við unga og efnilega listakonu, og þau kynni valda þvi, að hann tekur afstöðu sína til laganámsins og samfélagsins til rækilegrar endurskoðunar. Meðal leik- enda eru Ágúst Guðmundsson, Helga Jónsdóttir, Briet Héðinsdóttir, Rúrik Haraldsson, Ævar R. Kvaran, Lárus Ingólfsson, Hákon Waage, Randver Þorláksson og Sigurður Rúnar Jóns- son." Og eftir Gísla Alfreðssyni, leikstjóra verksins, voru þá höfð þau orð, að „Samson fjallaði um röksemdir ungu kynslóðarinnar gegn arfleifð þeirra eldri og leitaðist við að svara spurning- unni, hvers vegna hin unga kynslóð þægi ekki ráð og forsvar hinnar eldri." Þess má geta, að Helga Jónsdóttir, sem' fer með eitt hlutverkanna í Sam- son, er eiginkona höfundarins, en þó mun hann alls ekki hafa skrifað það hlutverk sérstaklega handa henni. Örnólfur Árnason er hálffertugur. Hann lauk stúdentsprófi 1960 og stundaði siðan lögfræðinám og seinna enskunám við Háskóla íslands. Að námi loknu lagði hann stund á blaða- mennsku og var um skeið leiklistar- gagnrýnandi Morgunblaðsins. Þá gerðist hann kennari og stundaði rit- störf samhliða kennslunni. Hann hefur fengizt við leikritaþýðingar og einnig sneri hann skáldsögu Gunnar Gunn- arssonar, Svartfugli, í leiklistarform. Hann hélt siðan til Spánar og stundaði þar nám i spænsku og leikhússfræðum við háskólann i Barcelona, ásamt konu sinni. DAGUR í LÍFI JÚDASAR Hljómsveitin Júdas frá Keflavik er miðdepillinn í sjónvarpsþætti, sem hefst kl. 21.25 á mánudagskvöldið og nefnist „Júdas svikur engan" — hvað sem liður frásögn Nýjatextamentisins. í þættinum er fylgzt með hljómsveitinni í einn sólarhring, en á þeim tíma drifur sitthvað á daga þeirra félaga „Það var valinn einn dagur i júní til að kvikmynda hljómsveitina," sagði Egill Eðvarðsson, sem stjórnaði gerð þáttarins af hálfu sjónvarpsins. „Við förum af stað til Keflavikur snemma um morgun og náðum að mynda suma þeirra í rúminu áður en þeir vöknuðu Síðan fylgdum við þeim eftir í plötu- Framhald á bls. 47. Hljómsveitin Júdas í sparifötum: Vignir, Hrólfur, Magnús og Finnbogi. Clyde var ekki kominn í hljómsveit- ina, þegar þessi Ijósmynd var tekin, og hann er raunar ekki i hljómsveit inni lengur, en lék hins vegar með hljómsveitinni, þegar sjónvarpsþátt- urinn var gerður. TVÖ HJÖRTU f VALSTAKTI Strax að loknum þætti Guðrúnar Helgadóttur tekur Guðmundur Jóns- Þórhallur Guttormsson cand.mag. son sðngvari við með miðdegistónleik- ana og minnist þar austurriska tón- skáldsins og hljómsveitarstjórans Roberts Stoltz og kynnir nokkur laga hans. Robert Stoltz fæddist í borginni Graz árið 1 880 Eftir að hann lauk tónlistar- námi i Vinarborg var hann hljómsveit- arstjóri við ýmis þýzk og austurrísk leikhús. Jafnframt samdi hann óperett- ur, sem nutu brátt mikilla vinsælda hjá mið-evrópskum áheyrendum. Um nokkurt skeið var Stoltz fremsti óperettuhöfundurinn í Austurríki. í heimsstyrjöldinni siðari dvaldist hann i Bandarikjunum, en fluttist seinna aftur til Vínarborgar. Af óperettum hans má nefna „Der Favorit", „Die Tanzgráfin", „Wenn die kleinen Veilchen blúhen", „Hátið i Casablanca" og „Vor i Prater". Hann samdi einnig tónlist i nokkrar kvikmyndir og er þekktust þeirra „Tvö hjörtu i valstakti", en það er einmitt yfirskriftin á miðdegistón- leikunum að þessu sinni, Aðrar kunnar Nú eru allar Sunnuferðir dagflug — flogið til nær allra staða, með stærstu og glæsilegustu Boeing-þotum fslendinga. Þægindi, stundvisi og þjónusta. sem fólk kann að meta. Fjögurra hreyfla úthafsþotur, með 7600 km flugþol. (Reykjavík — Kaupmannahöfn 2150 km). Sannkölluð luxus sæti, og setustofa um borð. Góðar veitingar og fjöibreytt tollfrjáls verzlun [ háloftunum. Dagflug, brottför frá Keflavik kl. 10 að morgni. Heimkomutímar frá 4—7.30 slðdegis. Mallorka dagflug alla sunnudaga, COSTA DEL SOL dagflug alla laugardaga, KAUPMANNAHÖFN dagflug alla fimmtudaga, fTALÍA dagflug á föstudögum, PORTÚGAL dagflug á laugardögum. COSTA BRAVA, dagflug á sunnudögum. Þjónusta Auk flugsins veitir Sunna Islenzkum farþegum slnum erlendis þjónustu, sem engar Islenzkar ferðaskrifstofur veita, fullkomin skrifstofuþjónusta, á eigin skrifstofu Sunnu, í Kaupmannahöfn, á Mallorka og Costa del Sol. Og að gefnu tilefni skal það tekið fram, að starfsfólk og skrifstofur Sunnu á þessum stöðum, eru aðeins ætluð sem forréttinda þjónusta fyrir alla Sunnufarþega, þó öðrum fslendingum á þessum slóðum, sé heimilt að leita þar hjálpar og skjóls i neyðartilfellum. Hjálpsamir íslenzkir fararstjórar. — Öryggi, þægindi og ánægja farþega okkar, er okkar keppikefli, og okkar bezta auglýsing. Þess vegna velja þúsundir ánægðir viðskiptavinir Sunnuferðir. ár eftir ár. og einniq öll stærstu launþegasamtök landsins. sunna travel ferðaskrifstofa lækjargötu simar 12070 16400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.