Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1975 Morðið á T rotsky ir The Assassination of Trotsky. B rezk / f rönsk / ítölsk, 1972. Leikstjóri: Joseph Losey. Mynd eftir Losey vekur ávallt nokkra eftirvæntingu — og vonir. Trotsky er mjög sérstakt efnisval fyrir Losey, þar sem hér er um að ræða frægan, raunverulegan og pólitískan atburð. Myndir Loseys hingað til hafa hins vegar verið byggðar á frum- sömdum handritum, lang- flestum eftir Harold Pinter. Það er því ekki að undra þó að ýmsir þeir, sem fara að sjá myndina til að öðlast frekari skilning á Trotsky og sam- bandi hans við Rússland Stalíns, verði fyrir vonbrigð- um. í fyrsta lagi rígbindur Losey myndina við síðustu tíu vikurnar í lífi Trotskys og í öðru lagi gefur hann þá yfir- lýsíngu í upphafi myndar- innar, að hann styðjist við þær upplýsingar einar, sem þegar eru taldar sannaðar. Upplýsingagildi myndarinnar er þannig ákaflega rýrt og heimildargildi hennar nánast ekkert. Hins vegar tengist myndin sterkt mörgum fyrri myndum Loseys, t.d. Boom, Secret Ceremony, The Ser- vant og The Go-Between. Leggur Losey höfuðáherzl- una á að lýsa sálarástandi þessara tveggja manna, Trot- skys og morðingjans, Trotsky (Richard Burton) situr í víg- girtum búgarði sínum, ásamt eiginkonu sinni, riturum og lífvörðum, skrifar and- stalínskar greinar í heims- blöðin og lofar hvern dag, sem hann fær að vakna til, fullviss um, að útsendarar Stal'ms drepi sig á hverju augnabliki. Fyrsta myndin, sem við sjáum af Trotsky, (eftir Ijósmyndaseríu af honum á ýmsum aldurs- skeiðum) er bak við vírnet í garði hans, tákn um flótta hans frá umheiminum og hugfræðilega stöðu hans. Morðinginn, Frank Jacson, (Alain Delon), er hins vegar fyrst sýndur í bólinu með Romy Schneider og er gefið í skyn, að þar sé ekki allt með eðlilegum hætti. Það kemur líka í Ijós síðar er hún ásakar hann um getuleysi og ræðst að honum fyrir þunglyndis- köst hans, auk þess sem hún ber sig illa yfir því, að vita i rauninni ekkert um hann, hvaðan hann kemureða hvað hann geri. Og áhorfendur fá lítið annað að vita, nema hvað þeir vita fyriifram, að hann mun drepa Trotsky. Hvorki er gefin skýring á ástæðunni fyrir því að hann skuli flæktur í þetta mál, né tilgangi hans með morðinu. Við yfirheyrslur í lokin þegir Joseph Losey og Richard hann, unz hann segir stoltur: „Ég drap Trotsky, " og er sú skýring ein sér, að hann hafi drepið sér til frægðar, ærið þunn. í stað upplýsinga baðar Losey sig upp úr ýmsum táknmyndum, t.d. heyrum við kirkjuklukkur slá fjórum sinnum í myndinni og í síðasta skiptið stekkur Jac- mund l/íooni SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON son á klukkustrenginn og stöðvar sláttinn, staðfesting á því, að hann muni stöðva Trotsky og eðlilega rás tím- ans. Til frekari undirstrikunar „frystir" Losey myndína (þ.e. gerir hreyfingu augnabliksins að Ijósmynd og lengir það). Losey lætur Jacson og stúlk- una einnig horfa á nautaat, þar sem hann gerir mikið úr því, hvað þetta sé ógeðs- legur leikur og vekur ótak- markaða samúð með naut- inu. Það er athyglisvert, að í upphafi og enda þessa atrið- is, sýnir Losey okkur styttur af nautabönum og nautum, sem eiga að frægja þessa „göfugu" íþrótt, jafnframt því sem í myndinni er komið mikið inn á málaralistina í Mexico á þessu tímabili, póli- tíska list, sem Trotsky talar um að sé framkvæmd undir byssustingjum og hefur megnustu andúð á. Annars hefur Losey í viðtali svarað spurningunni um það, hvers vegna hann hafi verið með þetta nautaatsatriði í mynd- inni, og er rétt að birta hér brot úr viðtalinu. „Þrefaldur tilgangur," segir Losey, „í fyrsta lagi þá held ég að fólk sé mjög kærulaust um mannslíf og grimmd í garð Burton í hlutverki Trotsky. manna og beri miklu frekar fyrir brjósti grimmd manns- ins gagnvart dýrum. Morðið á einum mesta snillingi tutt- usgustu aldarinnar er tiltölu- lega mikilvægara en dráp á nauti. Svo mér fannst, að ég gæti náð tilfinningalega til áhorfenda með nautaatinu, svo þeir myndu verða mót- tækilegri fyrir þeim hryllilegu örlögum, sem Trotsky varð fyrir. Annað er svo það, að Mexico er á margan hátt villi- mannaþjóðfélag — í margar aldir við ólík skilyrði hefur þar ríkt algjör villimennska og grimmd. Annar tilgangur var að lýsa ótta og hlédrægni morð- ingjans sjálfs, auk þess að reyna að sýna fram á, að hann væri rekinn áfram af einhverskonar eigin hug- myndafræði. í atriðinu I fátækrahverfinu eftir nauta- atið, segir hann við stúlkuna: „Gerðu þér grein fyrir þessu — þú hefur áhuga nefnda- störfum, ég hef áhuga á raunveruleikanum," sem mér fannst hafa verið undirbyggt með nautaatinu á undan. Ég vildi líka sýna í eitt skipti fyrir öll raunveruleika nautaats. Fólk horfir á þetta í fjarska og gerir sér allskonar hugmyndir um fínni drætti þessa verknaðar, leikni og stíl. Ég vildi láta fólk horfa á hvert smáatriði þessa hildar- leiks, í nærmyndum, svo það sæi, hvað þárna er raunveru- lega að gerast." í viðtalinu kemur m.a. fram, að Losey var á yngri árum virkur vinstrisinni og þá mótfallinn Trotsky, en telur þá afstöðu slna nú hafa verið byggða á röngum upplýs- ingum. Hann hafði talið af og frá að gera mynd um Trotsky, en þegar handrita- höfundur einn, sem settur hafði verið á svartan lista hjá McCarthy, kom með hand- ritið að Trotsky til hans og neyddi hann til að lesa það, segir hann að augu sín hafi opnast fyrir því, hvað hann vissi raunverulega lítið um manninn. Hann fór að kynna sér hugmyndafræði Trotskys og persónu þéssa manns, sem Stalín hræddist svo mjög og lét elta til Mexico til að drepa. Myndin varð að vera and-stalínisk og lýsa Trotsky eins vel og hægt var. Losey viðurkennir hins vegar, að vandinn hafi eðli- lega legið í því að velja og hafna til að koma hug- myndum hugsjónamannsins til skila. Hann viðurkennir að upplýsingarnar séu ekki n’ægar, en um leið séu þær of miklar. Staðreyndin er sú, að Trotsky sem persóna kemst alls ekki til skila í þessari mynd Loseys. Á Edinborgarkvikmynda- hátíðinni 1972 mættu Trotsky-sinnar til sýningar á myndinni vopnaðir allskyns dreifimiðum, þar sem mynd- in var kölluð fölsun og mark- mið Loseys dulbúinn póli- tlskur áróður fyrir þá, sem enn starfa í anda Stalíns. Svar Loseys við því, af hverju hann geri ekki meira úr hugmyndum Trotskys í myndinni er tvíeggjað. . . . „Það er efni í aðra mynd, og ég gæti ekki gert hana. Ekki svo að skilja að ég sé ófær um það, en ég veit ekki hvernig ég ætti að fara að því að fjármagna hana, eða hver mundi vilja dreifa henni. Maður berst innan takmark- anna eins og hægt er, en ef maður reynir að gera eitthvað, sem ómögulegt er innan takmarkanna, þá gerir maður ekki neitt." SSP. Nunnur, kúrekar og slagsmálahundar.... ★★★★ O Lucky Man! (Austurbæjarbíó) ★★ Morðið áTrotsky (Háskólabíó) ★ Slagsmálahundarnir (NýjaBíó) O Nunnan frá Monza (Stjörnubíó) O Jory (Hafnarbíó) ÞAÐ er ekki hægt að segja annað en að kvikmyndaúr-' valið í bænum í síðustu viku hafi verið, eins og það er oft orðað í frægum auglýsing- um, „eitthvað fyrir alla" Með 0 Lucky Man! og Morðið á Trotsky í fararbroddi, fylgja nunnur, byssubófar og kú- rekar fast á eftir og mynda litríka hjörð. Even Angels Eat Beans (Nýja Bíó) er oft á tíðum smitandi fyndin og er það að mestu sök eins manns, Bud Spencers, sem með sínu rólega yfirbragði og hægu hreyfingum kemur kipringi á magavöðvana. Eins og margkemur fram í auglýstngu kvikmyndahúss- ins er myndin gerð af sömu aðilum og stóðu að Trinity- myndunum svokölluðu, en í stað þess að gera grín að vestrum, snúa þeir sér að amerískum „gangster" myndum. Eini gallinn er sá, að myndin er gerð á Ítalíu með ítölskum leikurum, sem lesið er inn á fyrir á ensku, og sviðsmyndin er með amerísk- um auglýsingaskiltum, til að reyna að láta líta svo út, sem myndin gerist raunverulega í Ameríku. Þessi tilbúningur er hins vegar svo augljós, alla myndina í gegn, að það háir efninu og stendur sem múr milli áhorfandans og leikar- anna. Öðru máli er að gegna um hina Itöslku myndina í þessari viku, en það er Nunnan frá Monza. (Stjörnubíó). Þar þarf ekki að dulbúa umhverfið og raunar er það einmitt það, sem skiptir mestu máli. Hórlífi nunna og hræsni kirkjunnar kann að hneyksla suma kaþ- ólska á og í kringum Ítalíu, en þessi sex ára gamla klám- mynd í miðaldabúningi mun ekki hrófla við trúarlífi nokk- urs einasta Lútherstrúar- manns. Upphaflega var hlut- verk nunnunnar ætlað fyrir Catherine Deneuve, en af skiljanlegum ástæðum hafn- aði hún hlutverkinu. Leik- stjórinn nefnist Eriprando Visconti og ef seinna nafnið hljómar kunnuglega þá er það af því, að hann mun vera bróður- eða systursonur Luchino Visconti, þess mikil- hæfa leikstjóra, en því miður ber hér lítið á snilli frænda hans. Anne Heywood, sem lék með ágætum í The Fox, gerir hér lítið annað en að stynja af frygð og hefur nú endurtekið þessa list sína ! annarri ítalskri nunnumynd, Teh Nun and the Devil, og ef marka má vinsældir nunnu- mynda, þá mun hún eflaust verða til sýnis innan skamms. Jory (Hafnarbló) er einhverskonar tilraun til kennslu I siðfræði innan kú- rekamynda. Með lögbókina I annarri hendi og byssuna I hinni, er ýmist reynt að kenna drengnum Jory lög- fræði utanbókar eða bera byssu og skjóta. Það merki- lega við þessa siðfræði- kennslu I kúrekamynd ( og kannski ekki það merkilega) er, að byssar talar margfalt oftar og hærra en lögbókin. í rauninni er henni sleppt nema I upphafi og enda. Þegar drengurinn I lok mynd- arinnar leggur einsamall af stað út I heiminn, hefur hann fyrir framan sig bókina og tvær gullfallegar byssur. Drengurinn tekur þá fárán- legu ákvörðun að skilja byss- urnar eftir en taka bókina — þó það hafi verið byssan, sem margoft bjargaði lífi hans I myndinni og gerði hann að þeim manni, sem hann var orðinn. Lög vesturs- ins — byssan, og lagabók- stafurinn gætu verið skemmtilegar andstæður, en þegar ekkert er unnið úr því, verður myndin bara enn eitt ómerkt leiði I kirkjugarði lé- legra vestra. SSP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.