Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGUST 1975 23 týrið um Ijóta andar ungann Andersen haf8i alltaf kaðal með sér i ferðalög, ef kvikna skyldi f þar sem hann gisti. Andersen Hann snart strengi, sem endurómuðu í hverju Allir þeir, sem lesið hafa „Ævintýri lífs mins", vita, hvernig sonur skósmiðsins brauzt áfram úr nafnlausri fálækt til heimsfrægðar sem rithöfundur. Bókin kom út 1855, en hvernig síðustu tuttugu ár ævi hans liðu, er ekki eins almennt vitað.Hann sagði ekki ýkja mikið frá því sjálfur né var heldur frá svo miklu að segja. Leiðin til stjarnanna er stórum merki- legri en lífið á meðal þeirra, og þegar H.C. Andersen skrifaði „Ævintýri lffs mins", var starfsævi hans lokið. Hann hafði fengið fullnægt æðstu óskum sínum, sem hann hafði alið í brjósti sér frá barnæsku. Honum hafði tekizt að skapa bók- menntir, sem höfðu gert nafn hans frægt um víða veröld, og hann hafði komizt efst i mannfélagsstigann. Tak- markinu var náð. Ekkert var eftir til að berjast fyrir, ekkert mark til að stefna að né neitt ævintýralegt eða furðulegt til frásagnar. Þar með er þó ekki sagt, að hann hafi hvílzl á lárviðum sínum eða að líf Itans upp frá því hafi verið viðburðasnautt. Listræn sköpunargáfa hans var óskerl. Á sjötta og sjöunda áratugnum skapaði hann verk, sem, að skáldskapargildi voru ekki miklu síðri meistaraverkum hans frá fimmta áratugnum. En bæði heima og erlendis tók hann nú að uppskera ávexti þeirrar frægðar, sem fyrir honum var mergur lífsins. Og hámark þess var, er hann var gerður að heiðursborgara fæðingarbæjar síns, Odense, 1867. Bréf það er hann sendi bæjarstjórninni af þvi tilefni sýnir, hve þessi heiður snart hann djúpt. En annars var að sjálfsögðu ekki um stórviðburði eða merkisatburði i lifi hans að ræða, en aftur á móti gat liann lifað frernur þægilegu lifi á yfirborðinu. Hann var fjárhagslega sjálfstæöur og gat hagaö lífi sínu aö vild sinni. Hálft árið bjó hann í Kaupmannahöfn annað hvort í tveimur leiguherbergjum eða á hóteli. Þar heim- sótti hann vini sína og sótti leikhús. Ef hann vildi breyta til, fór hann út á land og dvaldist á herragörðum, þar sem hann átti vini og var alltaf velkominn. Eriendis var hann einnig aufúsugestur, dáður og virtur hvervetna. Þelta var lif, sem átti vel við farfuglseðli hans. En þó hafði þetta frjálsa og óbundna líf sinar skuggahliðar, og þær urðu stærri og dekkri eftir því sem tíminn leið. Fjöl- skyldubönd átti hann engin, og vogaði sér aldrei að bindast í hjónabandi. Ohjá- kvæmilega saknaði hann þess meir og meir, að hann átti ekkert heimili. A f.vrri árum sinum gal liann flúið einmanna- kennd sína meö þrotlausum skriftum og stanzlausum ferðalögum. En þegar árin færðust yfir hann, varð einveran honum þung byrði. En heilsan var honum einnig erfið. Hann hafði aldrei verið hraustur, þó að líkamsbygging hans gæti hafa bent til mannlegu hjarta Hans Christian Andersen dó k- ágúst 1875 og þar með lauk furðulegasta æviferli í sögu danskra bókmennta þess. llann hafði aö eölisfari ákaflega veiklaöar laugar, sem ollu honutn alls kyns þrautum og þjáningum alla ævi: yfirliðum, svima, ógleði og sjúklegu til- finninganæmi. Honum fannst hann nær alltaf vera veikur. Eftir 1860 ágeröisl þelta mjög. Honum var það þvi ósegjanlega mikils virði, að eftir 1862 stóð honum heimili Melciiiors kaupmanns opið og þar átii htinn vini. sem skildu til fulls erfiðleik:* hans og aðstöðu. Hann var innilega þakklátur fyrir þá gestrisni og að- hlynningu alla, er honum var sýnd og hann þarfnaðist æ meir. Eftir 1868 fór heilsu hans mjög að hraka, en þó átti hann enn eftir að ferðast um i' tvi) ár erlendis. Frá Sviss skril'aði liann heiin 1873: „Stundum Iíður mór þannig i þindinni, eins og ég hafi verið slilinn sundur og negldur saman aftur. en ekki vel." Á heimleiöinni leið Ivisvar yfir hann í jarnbrautarlestinni. Það var siöasta ferð hans erlendis. Hann hafði krabbamein i lifrinni, og öllum var ljóst, að hann aúti ekki langt eflir ólifað. En dauðinn fór sér þó hægt, og hann lifði sjölugasta afmæiisdag sinn 2. april 1875. Kannski var það eftirvæniingin eflir honum. sem héll i honum lífinu. og hann varð heldur ekki fyrir vonbrigðum. Allur hugsanlegur heiöur veitlisl honum. Sendi- nefndir heimsóttu hann. blóm og skeyti bárust hvaöanæva úr heiminum. konung- ur og drottning veittu honum áheyrn og hátiðarsýning var i Konunglega leik- húsinu. Sjá nœstu síður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.