Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 48
Fallegri litir FUJI FILM Litfilmur Fallegri litir FUJI FILM Litfilmur SUNNUDAGUR 3. AGÚST 1975 Leyfi fæst ekki til vatnsmiðlunar við Lagarfljótsvirkjun Getur þýtt tugmilljóna aukakostnað NATTCRVERNDARRAÐ Is- lands og Lagarfljótsnefnd hafa ekki gefið leyfi til vatnsmiðlunar við Lagarfljótsvirkjun, en fyrir- hugað var að gera fyrir veturinn uppistöðulón, 20,5 metra hátt, með u.þ.b. 50 gfgalftrum af vatni. Ef leyfið fæst ekki fyrir veturinn getur það þýtt að Lagarfljóts- virkjun stöðvast algerlega f mestu vetrarhörkum og þarf þá að keyra varaaflstöðvar. Sagði Er- Krónan styrkist heldur SAMKVÆMT tilkynningum um gengisskráningu frá Seðla- banka Islands hefur fslenzka krónan heldur styrktzt gagn- vart erlendri mynt á undan- förnum mánuðum. Þannig var sölugengi sterl- ingspunds rúmlega 341 króna 31. júlí en var 352 krónur f maf og 361 króna I marz. Hefur gengi pundsins þannig lækkað um 5,5%. Sölugengi vestur- þýzka marksins var tæpar 62 krónur 31. júlí en var rúmlega 65 krónur í maí. Lækkun um 4,6%. Sölugengi dönsku krón- unnar var rúmlega kr. 26.50 31. júlf, en f maf rúmlega 28 krónur. Bandarfkjadollarinn hefur aftur á móti styrkzt gagnvart öðrum gjaldeyri að undan- förnu.*Hann er nú seldur á 159 krónur, en sölugengi harts í maf var 151 króna. ling Uarðar Jónasson, rafveitu- stjóri á Egilsstöðum, við Morgun- blaðið, að ef næsti vetur yrði eins harður og sfðastí vetur yrði kostn- aður við keyrslu dieselvélanna upp undir 100 milljónir, ef ekki kæmi til vatnsmiðlun. Erling Garðar sagði að rök fyrr- greindra aðila fyrir neitun leyfis væru þau, að ekki hefðu farið fram nægar líffræðilegar rann- sóknir á Lagarfljótssvæðinu. „En þeir hafa bara ekki viljað skil- greina hvað þeir eiga við með þessu, hvort það eru rannsóknir sem taka eiga mörg ár eða ein- hverjar skammtfma rannsóknir," sagði Erling Garðar. Hann sagði að fyrirkomulagið við vatnsmiðl- unina yrði það að hafa eina still- anlega loku og þrjár trélokur sem hægt væri að taka úr með litlum fyrirvara ef ifkur væru á flóði. Vatnsmiðlunin væri forsenda rekstraröryggis Lagarfljótsvirkj- unar því vatnsrennslið f fljótinu yrði svo lítið f mestu frosthörkun- um að það sneri ekki einu sinni túrbfnunum. I slíkum tilfellum væri hægt að grípa til varavatns- birgðanna. Erling Garðar sagði að f júní s.l. hefði síðast verið lögð fram beiðni um að fá að setja lokurnar f, en þá hefði komið neit- un. Eins og fram kom f fréttum á sfnum tíma kom upp bilun í stjórnkerfi Lagarfljótsvirkjunar. Gekk erfiðlega að finna þessa bil- un en nú hefur það tekist og er búið að gera við kerfið. Reyndist vera galli f átöppunarkút í þrýsti- olíukerfi. Komu fjórir menn frá framleiðandanum í Tékkóslóvak- íu til að líta á kerfið en fslenzkir starfsmenn höfðu áður fundið bil- unina og gert við hana. Tveir menn hætt komn- ir er bátur þeirra sökk TVEIR menn voru hætt komnir, er bát þeírra fyllti og sökk á Tungufljóti f Biskupstungum á fimmtudaginn. Björguðust þeir naumlega f land, en mun ekki hafa orðið meint af volkinu. Mennirnir tveir voru jarðfræð- ingar starfsmenn Orkustofnunar, og voru að strengja stálvír yfir ána vegna rannsókna sinna. Höfðu þeir fengið lánaðan bát hjá Vatnamælingum, en voru að öðru leyti alls óviðkomandi Vatnamæl- ingum og að Ifkindum óvanir að fara með bát við þessar aðstæður. Mbl. tókst ekki að afla nákvæmra upplýsinga um þennan atburð áð- ur en það fór f prentun í gær, en Sigurjón Rist vatnamælingamað- ur staðfesti f samtali við Mbl. að þetta hefði gerzt. Báturinn sökk og týndist eitthvað af munum úr honum, en svo flaut hann upp aftur og náðist skömmu sfðar. Sig- urjón taldi Tungufljót ekki erfitt yfirferðar yfirleitt, en þegar verið væri að strengja vír yfir ár reynd- ist oft erfitt að stjórna bátum og þar yrðu vanir menn að stjórna, ef ekki ætti að fara illa. Bóndi lézt í dráttar- vélarslysi BANASLYS varð í Axarfirði um hádegisbilið á föstudag. Bóndi um fertugt lézt I dráttarvélar- slysi, en ekki lágu fyrir I gær nánari upplýsingar um með hverjum hætti slysið varð. Ekki er unnt að birta nafn mannsins að svo stöddu, þar sem ekki var búið að ná til allra ættingja hans f gær. Nordjamb ’75 — Ragnhildur Helgadóttir, forseti Norðurlandaráðs setur skátamótið I Noregi. Sjá myndir og frásögn á bls. 35. Flestir í Galtalæk „UMFERÐIN hefur gengið alveg slysalaust hingað til,“ sagði Arn- þór Ingólfsson lögregluvarðstjóri þegar Mbl. talaði við upplýsinga- þjónustu umferðarmála um há- degið I gær. Arnþór sagði að umferðin virt- ist ekki vera mjög mikil en jöfn. „Það er eins og fólk hafi ekki fyllilega gert upp við sig hvert það ætlar að halda,“ sagði Arn- þór. Flestir voru í Galtalækjar- skógi um hádegið i gær, um 2000, og fór þar fjölgandi. I Vatnsfirði voru 800—1000 manns og var þar kuldi og rigning. Þá höfðu víða myndast dálitlar tjaldborgir svo sem í Þórsmörk og Þjórsárdal. Upplýsingaþjónustan verður starfrækt allan sólarhringinn yfir verzlunarmannahelgina Eyjar: Tjöld fuku og rign- inghrelldi þjóðhátíðargesti LEIÐINDAVEÐUR var f Vest- mannaeyjum á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardags, mikil rigning og auk þess rok um tíma. Fuku nokkur tjöld aðkomumanna f veðrinu, en tjöld heimamanna stóðu þetta af sér. Allmargt ungt fólk var bæði „slæpt og sjúskað og blautt", eins og lögregluþjónn f Vestmannaeyjum komst að orði f samtali við Mbl. f gær, og var töluverð áfengisneyzla, þó lfklega ekkert meiri en gerist á þjóðhátfð f Eyjum. Þó hefur leiðindaveður oft þau áhrif, að fólk drekkur meira áfengi en ella til að reyna að halda á sér hita. Lögreglan þurfti að hafa nokkur afskipti af þjóðhátíðar- gestum vegna ölvunar, en engin slys eða umtalsverð óhöpp hafa orðið á hátíðinni. Þeir aðkomu- menn, sem misstu ofan af sér tjöldin i rokinu fengu inni í næstu tjöldum eða í húsum I kaupstaðnum og nokkrir fengul gistingu hjá lögreglunni. Fjöldi aðkomumanna mun ekki vera eins mikill og búizt var við, að sögn lögreglunnar, og kann e.t.v. að hafa valdið þvf, að á fimmtudag lá flug alveg niðri til Eyja, en hins vegar kom Herj- ólfur tvívegis með stóra hópa. Á föstudag var mikið flogið á vegum Flugfélags tslands og fékk félagið m.a. leigða Twin Otter-vél hjá Vængjum til að anna flutning- unum. Vaktstjóri hjá Flugfél- aginu taldi að á föstudag hefðu verið fluttir um 650 farþegar til Eyja og hann bjóst við að á laugardag færu þangað nálægt 300 manns. A mánudag hefst flutningur fólksins til baka og sagði vaktstjórinn, að flogið yrði viðstöðulaust eftir þörfum milli Iands og Eyja. Vegna veðurs varð að stöðva dans- leikinn á Þjóðhátíð á föstudags- kvöldið fyrr en áætlað hafði verið. Til stóð. að dansað yrði til Framhald á bls. 47. Beinin frá heiðni? PALL ARASON hafði samband við Morgunblaðið vegna fréttar frá Mývatnssveit um beinafund við Suðurá. Sagði hann að þessi bcin hefðu fundist áður. Var það árið 1948 að hópur frá Forsetahjónin komin til Gimli □ Sjá ennfremur bls 10 og 11 □-----------------------------□ Winnipeg, 2. ágúst. AP og fréttaritari Mbl. Þorsteinn Matthiasson FORSETI Islands, dr. Kristján Eldjárn, og kona hans Hall- dóra, komu til Winnipeg á föstudag og hófst þar með fimm daga heimsókn þeirra til Manitoba-fylkis. Verða forseta- hjónin viðstödd hátiðarhöldin I tilefni 100 ára afmæli Islend- ingabyggðar I Kanada, sem fara fram í Gimli, 2000 manna bæ um 75 km norður af Winnipeg. Alec Thorarinsson, ræðis- maður lslands I Manitoba, tók á móti forsetahjónunum á her- flugvellinum I Winnipeg. Mót- taka var haldin þeim til heið- urs I fylkisstjórnarhúsinu á föstudagskvöld, en í dag áttu forsetahjónín að fara til Gimli. I fylgd með forsetahjónun- um eru Einar Agústsson utan- ríkisráðhera og kona hans og Haraldur Kröyer, sendiherra Islands I Kanada, og kona hans. Mun forsetinn ferðast ásamt fylgdarliði sínu um Islendinga- byggðir i grennd við Gimli en koma svo aftur til Winnipeg á fimmtudagskvöld. Þaðan flýgur hann til Vancouver, þar sem hann mun dveljast I tvo daga meðal afkomenda Islendinga. Fréttaritari Mbl. á Gimli, Þorsteinn Matthfasson sendi eftirfarandi frásögn I gær: Eftir veizluna á Gimii að kvöldi dags 31. júlí fóru gest- irnir hver til sinna heimkynna, og I gær munu margir hafa not- að daginn til að skoða sig um í Winnipegborg og líta I verzlan- ir. Sumir hafa tekið bíla á leigu og aka út um landið í skoðunar- ferðir, aðrir fá fyrirgreiðslu hjá gestgjöfum slnum sem hvorki spara tlma né fjármuni til að gera Islendingum ferðina sem skemmtilegasta. 1 gær komu unglingarnir úr fimm daga ferðalagi um Manitobafylki. Við náðum tali af Halldóri Þorsteinssyni sem verið hefur Islenzkur fararstjóri hópsins I þessari ferð og lét hann mjög vel yfir því hve hún hefði verið ánægjuleg i alla staði. Eins og fyrr var sagt var lagt af stað til Árborgar. Þaðan var ferðinni heitið til Manitoba með viðkomu á ýmsum stöðum. Framhald á bls. 47. Ferðafélagi Akureyrar fann bein- in. Sagðist Páll hafa haft þau heil- legustu með sér til Reykjavikur sama ár, þar á meðal tvær haus- kúpur. Hefði prófessor Jón Steff- ensen fengið þær til rannsóknar. Jón Steffensen staðfesti I samtali við Mbl., að hann hefði rannsakað hauskúpurnar og taldi Ifklegt að þær væru úr heiðni. Sagði hann að þær væru væntanlega frá þeim tlma sem byggð væri þarna og hefði verið vitað um beinin á efstu bæjum I Bárðardai. Með fuUfermi Siglufirði, 2. ágúst. LOÐNUSKIPIÐ Eldborg GK kom til Siglufjarðar ( morgun með fullfermi af loðnu, 550 tonn. Afl- ann fékk skipið á svipuðum slóð- um og áður, við Reykjafjarðarál- inn. Þetta er þriðja löndunin hjá Eldborgu og er hún nú komin með rúm 1600 tonn f allt. Þá kom Arni Sigurður með um 440 lestir rétt fyrir hádcgið. Bræðsla hófst f morgun og eru yfir tvö þús. lestir komnar á land. — mj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.