Morgunblaðið - 03.08.1975, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.08.1975, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGUST 1975 „Það er eitt og hálft ár sfðan ég keypti þessa verzlun, en hana á ég að árum,“ segir Guðlaug, sem hér sést f verzlun sinni við Barmahlfð. „Erfiðara en ég hafði búizt við” — segir Guðlaug Steingrímsdóttir, sem keypti nýlenduvöruverzlun fyrir einu og hálfu ári „Ef ég væri ekki með heimili og þrjú börn, mundi ég steypa mér af fullumkrafti útfþessa atvinnu grein," sagði Guðlaug Steingrims- dóttir í stuttu viðtali við Morgun- blaðið. Guðlaug er með yngri kaup- mönnum Reykjavikur, en hún rekur verzlunina ,,Barmahlíð“, sem er nýlenduvöruverzlun. „Ég keypti þessa verzlun og tók við henni fyrir einu og hálfu ári sfðan og er svona rétt búin að átta mig fyllilega á hlutunum," sagði Guðlaug. Hún var þó ekki alls ókunnug verzlunarstarfi þegar hún tók við verzluninni. „Ég hafði unnið áður hjá fyrri eig- anda verzlunarinnar," sagði Guð- laug. „Ég hef verið við þetta meira og minna frá þvi ég varð 15 ára.“ „Satt að segja hafði ég ekki búizt við því að það væri eins margslungið viðfangsefni að kaupa verzlun og raunin varð á,“ sagði Guðlaug. „Auk þess sem að maður þarf oft að vinna i verzlun- inni langt fram á kvöld, t.d. taka innkaupin og bankaviðskiptin vera búin að borga upp á þrem drjúgan tíma. En mér finnst þetta allt saman spennandi. Það má hafa mikið gaman af þessu starfi." Aðspurð um það, hvort henni finnist það stundum vera þrösk- uldur að vera kona, þegar hún þarf að leita fyrirgreiðslu eins og t.d. i bönkum, svaraði hún: „Nei, aldrei. Þa væri þá frekar þvert á móti.“ Guðlaug reynir að vera í verzl- uninni mestan hluta dagsins, en systir hennar vinnur þar einnig, „og er eiginlega verzlunarstjóri," sagði Guðlaug. Eiginmaður hennar vinnur hins vegar í Sigöldu og kemur því ekki nálægt verzluninni sem slíkri. „En þegar hann er i bænum þarf hann að sjálfsögðu að rétta mér hjálparhönd við eitt og annað, bæði á heimilinu og í verzlun- inni.“ Og að lokum: Hvað ætlar Guð- laug að gera um verzlunarmanna- helgina? „Það er óráðið enn. Mestan hug höfum við þó á þvf að fara með krakkana i Þjórsárdal.“ „ Ofgömul til að geta hœtt” — segir Sóley Þorsteinsdóttir, sem rekur verzlunina Sóley „Það var mjög erfitt að fá vinnu þegar ég var unglingur, en ég var svo lánsöm á fá vinnu i Soffíubúð þegar ég var 16 ára, hjá góðu fólki, sem kunni sitt fag, vandað og traust," segir Sóley Þorsteins- dóttir, sem rekur verzlunina Sóley við Klapparstig. Og Sóley heldur áfram: „Egvar I fimm ár I Soffíubúð hjá Axel Ketilssyni. Siðan var ég frá vinnu og hugsaði um heimili og börn i þrettán ár, en þá þurfti ég að fara að vinna fyrir mér og mínum. Verzlunarstörf voru einu störfin sem ég kunni og því lá beinast við að snúa sér að þeim á nýjan leik.“ Sóley stofnaði verzlun sína 1. október 1952. „Verzlunarstörf eru mjög fjölbreytt og ánægjuleg," segir hún. „Það þarf að fylgjast með öllum nýjungum, tízku, efnum og fjöldamörgu öðru eins og t.d. innflu'tningi og öðru þar að lútandi. Breytingarnar eru svo ótrúlega miklar eins og sést bezt á öllum poppbúðunum. Nú, og svo þarf líka að lesa fagblöð og fá erlendis frá um það, hvað sé um að vera. Eins þarf að fara á sýningar hér heima og er- lendis og reyna að velja það-bezta og fallegasta, sem á boðstólnum er, því viðskiptavinurinn á að fá það bezta fyrir peningana, sem hann hefur unnið fyrir I sveita síns andlitis." Hvað mundir þú taka til bragðs, ef þú þyrftir allt í einu að hætta með verzlunina?" „Ekkert. Ég gæti ekkert gert,“ svarar Sóley. „Ég hef oft verið að hlæja að því einmitt hversu von- laust það væri fyrir mig, að fara að leita fyrir mér að vinnu ef ég vildi eða þyrfti að hætta eigin rekstri. Það mundi enginn vilja fá mig í vinnu þetta gamla hró. Ég fengi ekki einu sinni vinnu við að hella upp á könnuna fyrir ein- hverja karla, eins og t.d. f stjórnarráðinu eða við höfnina. Ég hef gert mér grein fyrir því, að ég verð að þrauka áfram með verzlunina þar til ég kemst á elli- Iaun“, segir Sóley. „Annars er það ekki þannig, að ég bíði spennt eftir því að geta setzt á helgan stein. Maður verður þá gamall strax á öðrum degi. Nei, ég vil geta staðið hér í verzluninni í mörg ár enn. Þetta er starf, sem veitir manni ánægju. Nefnilega það, að mæta fólki. Það er hluti ánægjunnar af að vera til.“ „Eg vona að ég eigi eftir að standa hér við afgreiðsluborðið ( mörg ár enn,“ segir Sðley Þorsteinsdóttir. Samvinnan sparar þeim 17 milljónir króna á ári Rætt við Jón Magnússon, framkvæmda- stjóra eins fyrirtækis í Sundaborg „Heild hf er enn í mótun, en er þegar farið að spara þeim 28 fyrirtækjum, sem þessarar sam- vinnu jóta, gffurlegar fjárupp- hæðir i reksturskostnaði.“ Þetta sagði Jón Magnússon fram- kvæmdastjóri Johan Rönning hf, eins fyrirtækjanna, sem er til húsa í Sundaborg hinni 43 þúsund rúmmetra byggingu Heildar hf við Klettagarða. „Hlutafélagið var stofnað í upp- hafi ársins 1971 að tilhlutun Fél- ags íslenzkra stórkaupmanna og var tilgangur félagsins samkvæmt stofnsamningi, að reisa vöru- geymslu- og skrifstofuhúsnæði fyrir heildverzianir svo og aðra sameiginlega þjónustu, sem hlut- hafar kynnu að hafa þörf fyrir,“ útskýrir Jón. Og hann heldur áfram: „Byggingaframkvæmdir hófust hálfu ári eftir að hlutafélagið var stofnað og var byrjað að af henda hluthöfum húsnæði sín vorið 1973, en það er stutt síðan siðustu fyrirtækin fluttu inn.. Þessi fyrirtæki hafa sparað um 17 milljónir á ári fyrir að hafa sam- einað akstur, telex, póstþjónustu og afgreiðslu banka- og tollskjala og er þó margt ógert, svo sem það, að fá sameiginlegt rými og af- greiðslu í tollvörugeymslu, verð- útreikninga, bókhald með tölvu og fleira þar fram eftir götunum.“ „Ég tel að stofnun Heildar hf. hafi verið verulegt skref í hag- ræðingarátt,“ Segir Jón Magnús- son — og hann gerir stuttlega grein fyrir þeirri skoðun sinni: „I fyrsta lagi ná nefna þá aug- ljósu hagræðingu, sem fólgin er i því, að geta verið með skrifstofu og vörugeymslur I sama húsi, en margir þeirra, sem nú eru í Sundaborg voru áður með þessa tvo þætti rekstursins á sínum hvorum staðnum. I öðru lagi má benda á þá, að hús Heildar eru á því svæði í bænum, sem sérstak- lega er skipulagt fyrir slíka starf- semi, þ.e. vörudreifingu og er við framtíðarhöfn Reykjavikur- borgar. Áður má segja, að ekki hafi verið reiknað með þessari starfsemi í skipulagi borgar- innar.“ „Á síðustu árum hefur þróunin hjá nágrannaþjóðum okkar orðið sú, að heildverzlanir hafa fluzt úr miðborgunum út í úthverfin og jafnvel út fyrir borgartakmörkin og hafa þar risið upp stórar einingar heildsölu- eða verzlunarmiðstöðva þar sem vörum er dreift ýmist til smásala eða neytenda,“ segir Jón. En hann neitar, að bein fyrirmynd að samstarfi margra heildsala, í þeirri mynd, sem Heild starfar, hafi engin verið. „Ennþá hefur okkur ekki tekizt að finna hlið- stæðu I nágrannalöndunum nema þá ef vera kynni ákveðið fyrir- tæki í Noregi,“ segir Jón. I Sundaborg eru eftirtalin fyrir- tæki: Ágúst Armann, Andvari, Borgarfell, Bústofn, Edda,Geva- foto, Gísli Jónsson & Co., G. Ein arsson & Co„ G.S. Júlíusson, heildverzlun, Heildverzlun Andr- ésar Guðnasonar, Jóh. Ölafsson & Co., Johan Rönning, K. Þersteins son & Co„ Klemenz Guðmunds- son, Marínó Pétursson/Borgarás, Ólafur Gíslason & Co„ Satúrnus, S. Óskarsson & Co„ Snyrtivörur, Sveinn Helgason, Sælgætisgerðin Freyja, Vogue, Herakles, Innrétt- ingaval og J.P. Guðjónsson. „Þetta eru 28 fyrirtæki," bendir Jón á, „en fyrirtækin, sem mynda Heild hf. eru aftur á móti 19 tals- ins, en eru ekki öll i húsnæði sínu hér i Sundaborg, heldur leigja sum hver það öðrum." Um það hvað væri á döfinni hjá Heild, viidi Jón sem minnst ræða. „Það er stutt síðan fyrirtækið fór af stað en talsvert mikil samvinna samt hafin nú þegar i rekstri fyrirtækjanna," sagði hann. „Það borgar sig ekki að fara of geyst í framhaldið. Betra að fullkomna fyrst það sem þegar er af stað farið.“ Núverandi stjórnarformaður Heildar hf er Jóhann Ólafsson. Jón Magnússon í vörugeymslu eins fyrirtækisins, sem er til húsa ( Sundaborg, hinni stóru byggingu Heildar hf. við Sundahöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.