Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGtJST 1975
A bifreiðaafgreiðslunni f Arborg áður en haldið er til norðurbyggða.
Frœndum og vinum
fagnað í Vesturheimi
Þessa dagana standa yfir hátíðahöld í Manitoba í
Kanada í tilefni af 100 ára afmæli byggðar Islendinga þar
í landi. Mikið verður um dýrðir þá daga sem hátiðahöldin
standa og hefur fjöldi Islendinga, þar á meðal forseti
Islands og forsetafrú farið vestur til að taka þátt i þeim.
Þósteinn Matthíasson, mun skrifa fréttapistla frá Mani-
toba fyrir Morgunblaðið og birtast hér þeir fyrstu.
Gimli, sunnudag,
27. júlí, 1975.
Sfðastliðinn miðvikudag 23.
júlf komu fyrstu ferðamannahóp-
arnir heiman frá Islandi hingað
til Winnipeg og lentu tvær þotur
frá Air Viking á flugvellinum
laust eftir hádegi þann dag.
Margt manna var þar saman-
komið til að fagna frændum og
vinum og margir til að stofna til
nýrra kynna og veita fólkinu, sem
þarna var á ferð þráðan beina.
Enda þótt hér væri á ferð rúm-
lega 300 manns varð ekki annað
séð en allir ættu fyrirgreiðslu
von.
Á bekk fyrir sunnan Betel á
Gimli hitti ég hjónin Marfu
Jensdóttur og Jónatan Ölafsson
hljómlistarmann. Milli þeirra
situr aldraður Vestur-
Islendingur, Vigfús Jónsson
Hildibrandsson. Hann er fæddur
1891 hér í þessu landi, en foreldr-
ar hans komu frá íslandi og voru
meðal frumbyggjanna. Hann
segir:
„Ég hef einstaklega gaman af
að sjá hér landa mfna — auðvitað
segi ég landa mína, það er
kannski ekki alveg rétt að nota
þetta orð, — en með fullum rétti
get ég sagt: Fólk frá ættlandi
mínu.“ Og svo leita ég frétta hjá
hjónunum, hvorugt þeirra hefur
verið hér áður.
„Nei, við sjáum sannarlega ekki
eftir að hafa lagt í þessa vestur-
ferð. Að vísu höfum við verið hér
stuttan tíma, en fyrstu áhrifin eru
ógleymanlega góð. Við viljum sér-
staklega taka það fram, að við
erum hjá svo elskulegri konu, frú
Hólmfríðí Daníelsson. Hún hefur
starfað mikið að þjóðræknis-
málum hér. Það er ekki einungis
hlýi vindurinn, sem þýtur um
sléttuna, sem vermir okkur,
heldur einnig og ekki síður við-
mót fólksins, sem við hittum hér.
Það er næstum því of mikið
tilfinningamál til þess að þeim
áhrifum verði lýst með orðum.
Jafnvel kanadískt fólk, sem engar
ættir rekur heim til Islands sýnir
okkur hlýju og hjálpsemi."
Jónatan: Mér finns athyglis-
vert, hve íbúðir hér eru byggðar
af meiri hófstillingu og skynsemi
en heima — eða þá húsbúnaður-
inn. Fólkið hér er ekki að byggja
yfir alls konar húsgögn og muni,
sem I raun og veru eru einskis
virði fyrir heimilið sem slíkt.
Þetta er sérstakt íhugunarefni.
Marfa: Fólkið ber okkur á
höndum sér og sú gestrisni er
engin sýndarmennska. Og hér
meðhöndlar fólk fjármuni sína á
allt annan hátt en við heima. Það
kostar kapps um að hafa nóga og
góða fæðu, en þar sem við höfum
komið ber ekkert vott um fburðar-
mikla lifnaðarhætti á öðrum svið-
um eða neinu samanburðarkapp-
hlaupi við manninn f næsta húsi.
Jón Pálsson og Jónatan hittast á
Betel. Jón er 88 ára gamall, ætt
aður frá Ólafsfirðir og Skagafirði.
Hann var lengi bóndi í Geysis-
byggðinni. Síðan hann kom á
Betel hefur hann föndrað við að
læra á munnhörpu og semja lög.
Það kemur í ljós að hann og Jóna-
tan eiga sameiginlega kunningja
heima á Islandi og geta líklega
rakið saman ættir sfnar. Og nú
spila þeir hvor fyrir annan, fyrst
leikur Jón á munnhörpuna, á
eftir sezt Jónatan við píanóið.
— Já, líklega er mannlffið hér
ennþá athyglisverðara en landið,
sem við sjáum.
Ólafur Guðnason, fyrrverandi
kaupmaður er kominn heiman frá
Islandi og er hér I fyrsta skipti á
ferð. Hann er 81 árs gamall og
mun vera meðal þeirra elztu af
ferðafólkinu. Þeir hittast hann og
Ragnar Líndal, 75 ára gamall vist-
maður á Betel. Ragnar er fæddur
hér fyrir vestan, en hefur einu
sinni dvalizt 6 mánuði á Islandi.
Þeir eru sammála um það gömlu
mennirnir að þetta land hér bjóði
mikla möguleika til lífsbjargar.
Ólafur hefur ekki ennþá hitt
skyldmenni sín hér vestra, en
hefur þó notið beztu fyrirgreiðslu
og finnst sem allir vilji allt fyrir
hann gera.
Næst hittum við hjónin Stein-
þóru Þórisdóttur og Halldór Ein-
arsson, sem nú er fararstjóri
hljómsveitar Reykjavíkur. Þau
eru að skoða hinar fjölbreyttu
ullarvörur heiman frá Islandi,
sem eru á boðstólnum í verzlun
J.P. Tergesen á Gimli.
Þau hjón eru sammála um það,
að þessi önnur ferð þeirra með
hljómsveit Reykjavfkur til Kan-
ada staðfesti fullkomlega og
meira en það þau þægilegu hug-
hrif, sem þau urðu fýrst fyrir
þegar þau komu til þessa lands.
Fólkið hér er ef til vill á þessum
tfmamótum íslenzkara í handtaki
og hugsun en nokkru sinni áður.
Frú Lára Tergesen hefur lengi
staðið framarlega í hópi þeirra
sem vilja viðhalda kynningu og
tengslum milli Islendinga vestan
hafs og austan, og verið um sjö
ára skeið formaður Þjóðræknis-
deildarinnar á Gimli. Hún kveðst
fagna öllum þeim Islendingum,
sem nú leggja leið sína vestur um
haf og vænta þess, að það sam-
félag fólks af íslenzkum ættum,
sem nú er stofnað til hér á Gimli
þessa hátíðisdaga, verði til að
auka og styrkja sambandið milli
þeirra, sem búa austan hafs og
vestan.
— Ég er þess fullviss, að sú
merka kona segir engin orð án
þess að hugur fylgi máli. Ég kom
hingað af öllum óþekktur. Hjá
þeim Tergesenhjónunum eignað-
ist ég kært heimili. Þannig hygg
ég að fleirum fari sem njóta gisti-
vináttu fólks í þessu landi.
Að lokum vil ég geta þess, að ég
flaug með fyrsta hópnum, 16. júlí,
vestur til Vanvouver, og átti þar
þrjá ágæta daga. Landið er fallegt
og það fólk, sem ég hitti, vingjarn-
legt og gestrisið. öll fyrirgreiðsla
og fararstjórn hjá Gfsla Guð-
mundssyni, konu hans og að-
stoðarfólki þeirra tel ég að verið
hafi með ágætum.
Arborg, Man., 28. júlf 1975.
Hér dvelur nú glaður hópur
ungmenna heiman frá Islandi.
Þau komu til Winnipeg með þotu
frá flugfélaginu Air Viking kl.
um 10 að kvöldi dags 24. júli að
staðartíma hér. Fararstjóri hóps-
ins að heiman var Halldór Þor-
steinsson, kennari. A flugstöðinni
beið skólabfll frá Arborg. Og þar
voru mættir til að taka á móti
ferðahópnum Þorsteinn Matthías-