Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1975 31 lækninga gegn pólitískum andófs- mönnum. Valery Kaye lýkur grein sinni með eftirfarandi orðum: „Nú er kominn tími til að geðlæknar utan Sovétríkjanna láti frá sér heyra og mótmæli ef þeir eiga að vera trúir köllun sinni sem læknar." Undir þetta tekur Bernard Levine í sinni grein sem var skrifuð í tilefni fundar sem brezka geðlæknafé- lagið hélt nýlega. Þar var meðal annars rætt um ýmsar hliðar mis- beitingar Rússa á geðlækningum og þar var samþykkt að félagið og Alþjóðasamband geðlækna „kannaði betur leiðir til að beita þrýstingi gegn löndum sem mis- beita geðlækningum" og að senda hvatningarskeyti til dr. Gluzman. Annar fundur verður haldinn um málið í haust. A alþjóðlegri rannsóknar- æfingu sem var haldin f Genf í aprfl var skylda sálarfræðinga gagnvart sjúklingum skilgreind og samkvæmt þeirri skilgreiningu leikur enginn vafi á því að geð- lækningum er beitt í annarlegum tilgangi í Sovétrfkjunum segir Levin. Samþykkt var að stofna samtök sem tækju fyrir mál sem snertu svik geðlækna við þær skyldur sem þeir hafa að gegna gagnvart sjúklingum sínum. Vonir standa til að brezkir geð- læknar ákveði hvort þeir taka þátt í slfkum samtökum eða ekki en ef þeir gera ekkert, telur Levine að þeir hafi fyrirgert rétti sínum til þess að segjast vera „trúir köllun sinni sem læknar“ eins og ungfrú Kaye komst að orði. SKYLDA ALLRA Ef þeir gera ekkert verða þeir að spyrja sjálfa sig hvort þeir hefðu viljað eiga samneyti við þá svívirðilegu lækna sem notuðu fólk i fangabúðum Hitlers fyrir tilraunadýr segir Levine, hvort þeir vilja taka i hönd- ina á „læknum“ eins og Snezhnevsky, Vartanian og sadistanum Daniil Lunts. Þeir verða að horfast í augu við það, segir Levine, að hver sovézkur læknir sem misnotar sérfræði- kunnáttu sfnageturengrar viður kenningar notið annars staðar. Það er skylda, erlendra sálarfræð- inga, heldur hann áfram, að styðja þá sem þjást gegn þeim sem ata köllun sína auri, hver sem ástæðan er, í þágu þeirra sem valda þjáningunni. Þetta er skylda okkar allra, segir hann. Viktor Fainberg lagði á það áherzlu þegar hann slapp að áhrifarfkasti þrýstingurinn sem hægt sé að beita gegn sovézkum yfirvöldum sé sá sem komi frá samtökum sérmenntaðra stétta og öðrum alþjóðlegum samtökum sem þau vilja eiga gott samband við. Meðferðin sem andófsmenn í geðsjúkrahúsum sæta, segir Levine, versnaði strax til mikilla muna eftir hinn illræmda fund Alþjóðageðlæknafélagsins f Mexí- kóborg þar sem aðalritarinn dr. Denis Leigh, átti þátt í því að stöðva allar tilraunir sem voru gerðar til að fordæma misbeit- ingu geðlækninga í Sovétríkjun- um. Þegar Rússar þurftu ekki að óttast að þeir yrðu fordæmdir eða reknir úr samtökunum töldu þeir óhætt að herða tökin og þannig hefur þróunin alltaf verið, segir Levine: Þegar uppi eru hávær mótmæli erlendis, einkum frá samtökum sérfrséðinga, dregur úr kúguninni og þegar dregur úr mótmælunum eykst kúgunin. Kannski er það ennþá mikilvæg- ara, segir hann innan sviga, að áður en fundurinn f Mexíkó var haldinn var meðferðin á andófs- mönnunum bætt og dreift var sög- um um að þeir kynnu að verða látnir lausir, svo mikið var Rúss- um i mun að komast hjá því að verða fordæmdir á alþjóðavett- vangi. REGINSKYSSA Fráfarandi forseti Konunglega geðlæknafélagsins, Sir Martin Roth, sendi nýlega ásamt fjórum öðrum mikilsmetnum læknum mótmæli gegn hinni hræðilegu meðferð á Vladimir Bukovsky, hinum hugaðasta hinna huguðu, sem er alvarlega veikur og hefur brotið það af sér að gera umheim- inum viðvart um misbeitingu geð- lækninga í Sovétríkjunum segir Levine. Bukovsky fékk strax betra fæðioghvfldfrá nauðungar vinnu. Val eftirmanns hans, Dr. Linford Rees, veit á illt, segir Levine, því bæði hefur Rees verið mjög handgenginn dr. Leigh og þeir gerðu báðir þá óskiljanlegu reginskyssu að þiggja boð um að vera gerðir að heiðursfélögum í sovézka geðlæknafélaginu. En kannski hefur Rees lært af þess- ari skyssu svo að hann verði fús- ari til að hjálpa sovézku fórnar- lömbunum, segir Levine. En Levine segir að nú dugi ekk- ert hálfkák ef vestrænir geðlækn- ar eigi að hreinsa samvizku sfna. Ef þeir eigi að halda sæmd sinni verði þeir að hætta sam- ij_eyti við sovézka geðlækna sem hafi sýnt að þeir eigi ekkert sameiginlegt með vest- rænum geðlæknum nema nafnið. Þetta samneyti hafi orðið vestrænum sérfræðingum sífellt meir til skammar og það sé til einskis að samþykkja ályktanir til að fordæma misbeitingu geð- lækninga i Sovétrfkjunum, þótt harðorðar séu, ef þeir séu ekki reiðubúnir að fylgja þeim eftir með athöfnum — það er að segja ef þeir séu ekki reiðubúnir að slíta öllu sambandi við sovézka geðlækna þar til þeir hætti ódæð- isverkum sínum. PLYUSCH Svo lesendur haldi ekki að hann taki of djúpt í árinni með því að tala um ódæði lýkur Levine grein sinni með tilvitnun í áskorun frá eiginkonu nafntogaðs stærðfræð- ings, Leonid Plyusch sem var dæmur til dvalar á geðsjúkrahús- um í óákveðinn tíma eftir að hafa verið úrskurðaður geðveikur fyr- ir að undirrita áskorun til Sam- einuðu þjóðanna um að mannrétt- indi yrðu höfð í heiðri í Sovétríkj- unum og að hafa í fórum sínum neðanjárðarrit. Hann er í haldi í „sjúkrahúsi" í Dnepropotrovsk, þar sem yfirmaðurinn heitir Pruss. Formaður nefndarinnar, sem úrskurðaði hann geðveikan að ástæðulausu og lagði til að hann yrði sendur þangað, er Snezhnevsky. Leonid Plyushch er algerlega heill á geðsmunum og er bókstaflega pyntaður til dauða. Kona hans fékk nýlega að heim- sækja hann og í áskorun hennar til umheimsins segir: „Sá Leonid Plyusch sem ég þekkti, börn hans, ættingjar og vinir, sá Leonid Plyusch er ekki lengur til. Það sem eftir er, er úrvinda maður sem hefur verið hrakinn út á yztu nöf þjáningar- innar og er að missa minnið og hæfileika sína til að lesa, skrifa og hugsa og er hræðilega veikur. Og þeir sem eru að myrða hann með eigin höndum vita þetta, vita að þeir eru að fremja glæp. Þeir vita það og gera það. Ég gerði allt sem f mínu valdi stóð til að sanna að hann væri andlega heilbrigður. Það var fánýt heimska: þegar öllu er á botninn hvolft vita allir þeir sem refsuðu honum með því að kalla hann brjálaðan engu sfður en ég að hann var andlega heil- brigður. En nú segi ég: jú, hann er veikur. Hræðilega veikur og það þarf að bjarga honum frá því sem er verra en veikindi, frá dauðanum. ... Látið mig fá mann- inn minn aftur, veikan eins og þeir hafa gert hann, og leyfið okkur síðan að fara úr landi.“ Við þetta hefur Levine að bæta: „ Þetta er það sem sovézkir geð- læknar leggja nafn sitt við og skorað er á Konunglega geðlækna félagið að taka afstöðu — og af- stöðu sem getur haft árangur í för með sér — gegn slíkri mann- vonzku. Ég fær ekki séð hvernig það getur skotið sér undan þvi.“ En félagið hefur frestað aðgerð- um f málinu. : i FERÐASKRIFSTOFA RtKISITVS fí, tOURIST ^ Vegna mikillar þátttöku verður hópferðin um HRINGVEGINN endurtekin dagana 1 1. —18. ágúst. Ekið í þægilegri langferðabif- reið, gist og borðað á hótelum. Fróður leiðsögumaður verður með í ferðinni. Verð kr. 38.500.— á mann, allt innifalið. Kynnið yður nánar ferðatilhögun á skrifstofu vorri að Reykjanesbraut 6, sími 1 1540 / 25855. Austin | Jaguar Morris Rover I Triumph P. STEFANSSON HF. í[ísifvu?t HVERFISGÖTU 103 REYKJAVlK 1 B9R / / / > 4 b 1 '/Aj wP ■ft . i i | wÉy \ I 4 Æ . RFv. ' á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.