Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1975 19 Þorey Þorsteinsdóttir f vefnaðarvöruverzlun sinni við SnorraDraut. „Mér leiddist alltaf matvaran," segir hún þegar hún rifjar upp sögu verzlunarinnar. Rætt við Þóreyju Þorsteinsdóttur, sem hefur verið við kaupmennsku í áratugi „ Var þá í peysufötum og afgreiddi otíuvörur og brauðjöfnum höndum ” ,,Ég hef verið viðloðandi verzl- un allt frá því að ég man fyrst eftir mér,“ sagði Þórey Þorsteins- dóttir f viðtali við Morgunblaðið. „12 ára gömul var ég byrjuð að aðstoða bróður minn Elfas í verzl- un hans og síðar vann ég í vefnað- arvöruverzlun Marteins Einars- sonar við Laugaveg. Ég vann líka um skeið hjá Kaaber." „Nú, og svo má ekki gleyma því, að ég vann i verzlun föður míns, Þorsteins Þorsteinssonar, í Kefla- vík,“ heldur Þórey áfram. „Hann verzlaði með allt mögulegt. Og ég var þarna í peysufötunum mfnum klifrandi upp og niður stiga til að komast í efstu hillurnar og af- greiddi jöfnum höndum fernisolí- ur og brauð.“ „Það var um 1935, sem ég og maðurinn minn, Sigurður Sig- urðsson, tókum á leigu lítið hús við Grundarstfg 12 — þar sem nú er stórt verzlunarhús — og hófum við þar rekstur verzlunar. Sonur okkar, Þorsteinn var þá þriggja ára og fékk verzlunin nafn hans. Þessi sonur minn er mér til hjálp- ar hér í Þorsteinsbúð í dag, en sonur minn Garðar býr hins vegar í Keflavík og rekur þar húsgagna- verzlunina Garðarshólma í sama húsi og verzlun fjöður mfns var í. Kona Garðars er einnig við verzl- unarstörf. Hún rekur útibú frá Þorsteinsbúð," segir Þórey. „Við Sigurður vorum svo heppin á fá ágæta byggingarlóð í nýju hverfi árið 1937. Það var við Snorrabrautina og þar byggðum við húsið, sem verzlunin er f nú í dag, “ heldur Þórey áfram. „Þetta er viðbygging, sem ég lét gera 1952, skömmu eftir að maðurinn minn dó,“ útskýrirÞórey. „Þetta var lengi brauðbúð, en ég hætti brauðsölunni þegar ég gafst upp að reyna að fá að selja hér einnig mjólk. Þá fór ég að þreifa fyrir mér með vefnaðarvöru.“ „Til að byrja með var einungis matvara til sölu hér í Þorsteins- búð,“ segir Þórey næst. „Ég hafði aldrei neitt sérstakt yndi af mat- Framhaid á bls. 47. ■SHSII9 Heimsþekktar verðlaunavörur frd Finnlandi. Einstakar glervörur, hannaðar af færustu listamönnum Finnlands. Otlit og gæði littala eru í algerum sérflokki. — Komið og skoðið úrvalið. /7\ húsgagnaverzlun kristiáns siggeirssonar hf. \gö/ Laugavcgi 13 Reykjavik sími 25870 n BÆNDUR HEYBINDIG ARN Fyrsta flokks HAMPIÐJU-heybindigarn er framleitt í tveim sverleikum blátt (grannt) og gult (svert) Fæst hjá Kaupfélögum, Sambandinu Ármúla 3, Kristjáni Ó. Skagfjörð h.f. og Glóbus h.f. GOTT HEYBINDIGARN EYKUR REKSTRARÖRYGGI VÉLANNA. STAKKHOLTI 4 Reykjavik Kópal línan Sumar’75 Kópal Dyrotex Málnin'gin, sem hlotið hefur viðurkenningu þeirra sem reynt hafa. Kópal Dyrotex er framleidd hjá okkur í Kópavogi. Framleiðslan er byggð á reynslu okkar og þekkingu á íslenzkum aðstæðum. Kópal Dyrotex er akryl málning til málunar utanhúss, — málning með viðurkennt veðrunarþol. Hressið upp á útlitið með Kópal Dyrotex. Kynnið yður Kópal litabókina og athugið hina mörgu fallegu liti, sem hægt er að velja. Veldu litina strax, og málaðu svo einn góðan veðurdag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.