Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGÚST 1975 35 Vinnslubreidd: 1.70 m Þyngd: 320 kq AflþÖrf, hestofl: 45 DIN Hnífafjöldi: 6 Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar eða kaupfélögunum. Góðir greiösluskilmálar. 2}ytá£éa/tiAe£a^t A/ SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVÍK* SlMI 86500 Steinunn Harðardóttir ræðir borgarskipulag við staiisfólk sitt. Islenskír starfsmenn I HEKLU búðum við matarborðiS. Hér er unníð að þvl að reisa hlið HEKLU-buðanna. Ljósm. tók Bergur Jónsson. 0, íslendingar leiðbeina um náttúruskoðun og umhverfisvernd Amlaugur Guðmundsson. tjaldbúða- stjóri HEKLU, að snæðingi. Alþjóðlega Jamboree skátamótið skammt frá Lillehammer I Noregi var sett sl. miðvikudag, með hátlðlegri athöfn á samkomusvæði mótsins, Þingvöllum. Slðan hafa um 18 þús- und skátar frá 97 þjóðlöndum dvalið þar við hina fjölbreytilegustu iðju. Undirbúningur þessa móts hefur ver- ið unninn sameiginlega af öllum Norðurlöndunum og á meðan mótið stendur yfir starfa um 120 fslend- ingar þar við ýmis störf en almennir þátttakendur frá Islandi eru hátt á annað hundrað. Mótinu hefur verið valið heitið NORDJAMB — 75 en mót þetta er mikið að vöxtum og á tveimur til þremur dögum komu jafnmargir skátar og ibúar Kópavogs og Hafnar- fjarðar sér fyrir á nokkrum ferklló- metrum stutt frá Lillehammer. Móts- svæðið er á bökkum Lagarins I Guð- brandsdal og hefur áin mikið verið notuð til baða I þeim hita, sem verið hefur þarna, 25 til 30 gráður á daginn. Eins og áður sagði eru á mótinu um 18 þúsund skátar frá 97 þjóð- löndum. Stærsti hópurinn kemur frá Bandarikjunum. 2500 skátar og eru þar I hópi fulltrúar allra 50 rikjanna. Frá Kanada koma 1300 skátar. Frá nokkrum rikjum kemur aðeins einn þátttakandi. Menn hafa komið til mótsins með ýmsum hætti. þó flestir hafi komið með lestum og rútum. Margir hafa komið á puttanum, einn daginn kom stór hópur með eld- gömlu gufuskipi upp eftir Leginum. Tveir Indverjar komu hjólandi frá Calcutta. Þeir voru tvo mánuði á leiðinni, og hjóluðu samtals tiu þúsund kilómetra. Á mótinu vinna skátarnir að marg- vislegum verkefnum og er hápunkt- ur þess, svokölluð „hæk" ferð. Þetta er ferð sem stendur i 24 klukku- stundir og er aðeins einn frá hverri unnið I bráðum heilt ár þau Steinunn Harðardóttir félagsfræðingur, Þuriður Ástvaldsdóttir náttúrufræði- nemi, Guðbjartur Hannesson kennari, Aðalbjörg Sigurðardóttir kennari og Ólafur Kjartansson. Við hittum að máli Þuríði Ást- valdsdóttur, sem sagði okkur frá þeim hugmyndum, sem þau hafa unnið að siðustu mánuði. „Við vissum i upphafi að við ætt- um að taka á móti einni undii.jald- búð i einu, alls 1500 manns og sjá þeim fyrir nægum viðfangsefnum i þrjá tima. Tveir slikir hópar koma á dag alla vikuna. Dagskrárliðurinn skiptist i þrjá hluta, náttúruskoðun, nýtingu á náttúrunni án þess að eyða af gæðum hennar og röskun jafnvægis i náttúrunni. Hver hluti skiptist i smærri þætti eða spor, alls 12 talsins og við sjáum um 6 þeirra, en um hina þættina sjá aðrir Norður- landabúar. Minn þáttur i dagskránni er spor i náttúruskoðuninni, sem heitir „Steinarnir geta lika talað". Við leitumst við að fá krakkana til að Guðbjartur Hannesson stendur við „snjóhúsið", en það verður notað til að skýra lifnaðarhætti Eskimóa. Þessi hópur hefur unnið mikið að undirbúningi náttúruskoðunarinnar og umhverfisverndarinnar. T.f.v. Ólafur Kjartansson, Steinunn Harðardóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Guðbjartur Hannesson og Þuriður Ástvaldsdótt- ir. þjóð i hópnum. Þetta er gönguferð þar sem þeir verða að leysa ýmis verkefni. Einn er sá þáttur, sem tengdur er mótinu en fer ekki fram á þvi sjálfu. Það eru heimsóknir skáta til fjölskyldna á Norðurlöndum err hjá þeim dvelja þeir i viku fyrir eða eftir mótið. Er með þessu verið að kynna hinum erlendu skátum lif fólks á Norðurlöndum og stofna til kynna milli skáta af ólíku þjóðerni. Á mótinu er starfinu skipt niður i ákveðna þætti og unnið að verk- efnum innan þeirra. Eru þetta smáar skátagönguferðir um ókunn lands- svæði, jöklaferðir, iþróttakappleikir, náttúruskoðun og umhverfisvernd. vatnaiþróttir, norræn menning og lýðræðishefð, nútimatækni og radió- vinna, handiðir ýmiss konar, skáta- iþróttir o.s.frv. Af nægu er þvi að taka og ótrúlegt að nokkur komist yfir að kynna sér allt. Islendingar hafa séð um að hálfu undirbúning og skipulagningu á ein- um dagskrárþætti, náttúruskoðun og umhverfisvernd. Að þessum lið hafa skynja hvernig má lesa jarðsöguna úr stirðnuðu grjótinu. Við kennum þeim fyrst að greina hinar ýmsu steinategundir eftir greiningarlykl- um og þá fá þau að skoða mismun- andi bergtegundir í smásjá. Hinn hluti sporsins segir svo frá hversu lifið hefur verið lengi að þróast á jörðinni og timi mannsins i jarðsög- unni tiltölulega skammur. Þar fá þau að skoða steingervinga frá ýmsum timum." Hvernig hefur undirbúningurinn gengið? „Við komum til Lillehammer á sunnudagskvöldið 20. júli og fórum fljótlega að koma fyrir merkingum á svæðinu, sem okkur hafði verið út- hlutað á hólmum úti við ána. Þá brá svo við að það tók að rigna eftir margra vikna þurrka. Það rigndi i þrjá daga og vatnið i ánni steig um 20—30 sm. Svæðið varð umflotið vatni og allt virtist vera að fara i vaskinn. Við urðum að færa allar merkingar upp á þurrt og byrja að nýju. Nú er hætt að rigna og besta Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.