Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGOST 1975 45 VELX/AKAIMDI 0 Athugasemd um auglýsingastofu útvarps svarað í tilefni athugasemdar Lúðvíks Guðmundssonar, Barðavogi 19, sem birtist í blaðinu 30. júlí hefur dálkinum borizt skýring frá Gunnari Vagnssyni hjá Ríkisút- varpinu. Er af henni ljóst að um saklaus mistök hefur verið að ræða og verður ekki frekar um þetta mál fjallað á þessum vett- vangi. Gunnar biður um að eftir- farandi sé haft eftir sér i sam- bandi við þetta mál: ,,Kæri Velvakandi. Það er rétt, að fyrir slysni tókst svo til, að starfsmaður Ríkisút- varpsins visaði á símanúmer þess til svars við auglýsingu um hús- næði. Á mistökum þessum er beð- izt velvirðingar og þau munu ekki endurtaka sig. Gunnar Vagnsson.“ 0 Lokun miðeyju Miklubrautar Blaðinu hefur borizt svar Gutt- orms Þormars hjá Gatnamála- stjóranum í Reykjavik við athuga- semd hér í dálkunum í síðustu viku, þar sem gagnrýnd var lokun miðeyju Miklubrautar við Rauð- arárstlg. Guttormur sendir grein- argerð með tillögu um lokun eyj- unnar, sem samþykkt var af borg- aryfirvöldum á síðasta ári. í greinargerðinni segir m.a., að samkvæmt talningu fari að meðal- tali 25—30 þús. bifreiðar um Miklubraut á sólarhring. Einnig, að þessi mikla umferð um Miklu- braut valdi því, að vinstri beygjur á þeim gatnamótum, sem hér um ræðir séu miklum erfiðleikum bundnar og áhættusamar. Þá segir: „Allmörg umferðar- óhöpp hafaþannigorðið á gatna mótunum. Á árunum 1971, 1972 og 1973 varð alls 41 umferðaró- happ á mótunf Eskihliðar og Miklubrautar, en 31 við Rauðarár- stíg. Nokkur gegnumakstur án við- komu er um Eskihlið til vesturs. Kemur það fram af þeim mun, sem er á umferð inn í og út úr götunni við Miklubraut. Kemur sú umferð einkum frá Hamrahlið um Eskitorg, en að einhverju leyti úr þvergötum Lönguhliðar, sem hafa einstefnuakstur til vest- urs. Lokun miðeyju Miklubrautar við Eskihlíð mun gera umferð á gatnamótunum skipulegri og ör- uggari, þar sem þar verða þá ein- göngu teknar hægri beygjur og þá aðallega af Miklubraut inn í Eski- hlið. Gert er ráð fyrir, að neðri endi Eskihliðar verði tengdur Hafnarfjarðarvegi, þannig að um- ferð vestur Eskihlið færi í hægri beygju inn á Hafnarfjarðarveg og að Miklatorgi. Strætisvagn á leið 7 ekur Eskihlíð I báðar áttir og fengi hann með þessari breytingu mun greiöari leið aí Miklatorgi. ara, sagði ég og var aðeins vin- gjarnlegri 1 róninum, ef ske kynni að hún ætti eftir að verða alvöruviðskiptavinur. Hafið þér fengið margar slfkar greiðslur? svaraði hún og horfðf fast f augun á mér. Ég var f varnarstöðu, en reyndi að láta eins og ekkert væri. — Þér hafið valið heldur ó- heppilegan tima til að heimsækja mig, ungfrú Shaw, sagði ég. — Gætuð þér ekki talað opinskátt? — Mér er fullkunnugt um að þér eruð stöðugt í fylgd með helztu stjörnunum í Holliwood framleiðendum kvikmynda- stjórum og fleirum en mér er líka kunnugt um að þér fáið engin verkefni. Hvernig stendur á þvf? Þér eruð mjög góður por- trettmálari — sennilega f hópi þeirra beztu. Það veit ég vegna þess að ég hef kynnt mér rækí- lega yðar hagi og veit um hæfi- leika yðar. Hvað hafa margir af hinum svokölluðu vinum yðar f Hollywood gert sér það ómak að láta mála sig? Það sem þér þurfið er að sanna aðeins einu sinni hæfileika yðar. Hún þagnaði augnablík, en hélt svo áfram. Tengingin frá Eskihlíð að Hafnar- fjarðarvegi er um 70 m löng og yrði aðeins leyft að aka þar til vesturs. Lokun miðeyju Miklubrautar við Rauðarárstíg má teljast eðli- leg afleiðing af lokun við Eski- hlíð, þar sem annars væri hætta á mjög aukinni umferð í vinstri beygju og U-beygju á þeim gatna- mótum. Vegna nálægðar Rauðar- árstigs við Snorrabraut veldur þessi lokun ekki teljandi óþæg- indum fyrir íbúa Norðurmýrar. Hins vegar er minnkun umferðar um Rauðarárstig sunnan Flóka- götu heppileg vegna gönguleiða að Miklatúni. Aðalskipulagning gerir ráð fyr- ir lokun Eksihlíðar og Rauðarár stigs við Miklubraut. Lokun mið- eyjunnar nú má teljast eðlilegur og timabær áfangi i þá átt. Þessi gatnamót Miklubrautar eru þau einu án umferðarljósa, þar sem miðeyjan er enn opin.“ 0 Finnst undarlega margir prestar hafa ánetjazt Guðrfður Einarsdóttir frá Bakka, nú búsett að Sólheimum 25 hér i borg , skrifar: „Kæri herra Velvakandi, Við vorum að tala um það nokkrar konur að mikið værum við þakklátar blessuðum biskupn- um vorum fyrir að setja nú aftur hina hreinu trú á hásætið, og báðu þær mig að setja saman þetta. Oss finnst við séum búnar að búa nógu lengi við allskonar nýja guðfræði og andatrú, og erum honum þakklátar fyrir að segja nú stopp með nýju sálmabókinni og handbók prestanna sem hann er að endurskoða, sem hann er búinn að hreinsa (sálmabókina).» Teljum við veí farið að hreinsa nú út andatrúna og láta séra Heimi byrja. Þarf að rýma bæði draug- um og dúfum úr kirkjunni. Enda er slikt hjátrú og bábiljur. Eru það sjálfsagt fleiri en við sem erum biskupnum þakklátar fyrir þessa hreinsun, enda virðist oss undarlega margir prestar hafi ánetjazt. Guðrfður Einarsdóttir frá Bakka." 0 Ánægja með lýsingu Jóns Ásgeirssonar Sigurður Þorvaldsson, Melgerði 17, Reykjavík hafði samband við okkur og vildi koma á framfæri þakklæti til Jóns Ásgeirssonar, fréttamanns, fyrir lýsingar hans á kappleikjum. Sigurður sagði m.a.: „Ég er gamall íþróttaunnandi og ég held, að ég lasti engan, þótt ég fullyrði að Jón sé færasti í- þróttafréttaritari, sem við eigum. Ég hlustasjaldanáútvarp.en æv inlega þegar Jón Ásgeirsson lýsir kappleikjum. Hann hefur svo gott vit á því, sem um er að ræða, túlkar leikreglur eftir því sem við á svo frábærlega vel, að ég tel mig jafnvel hafa meira gagn af lýs- ingu hans í útvarpinu en því að vera sjálfur viðstaddur og horfa á leikinn." 0 Umferðin um helgina Það er líklega ekki seinna vænna að óska mannskapnum far- sældar á ferðum sinum um helg- ina og góðrar heimkomu. Það tek- ur þvi víst ekki að minnast að veðrið, enda er spáin viða svo óhagstæð, að ekki er á bætandi. Það þarf ekki að brýna það fyrir hérlendum ferðagörpum að kæra sig kollótta um veðrið eftir alla þá þjálfun sem þeir hafa fengið á því. sviði, en hins vegar verður það aldrei nógsamlega brýnt fyrir þeim að hafa aðgát og gæta fyllsta öryggis á þeim stórhættulegu veg- um, sem liggja um sveitir lands- ins, ekki sizt um mestu umferðar- helgi ársins. Það mun viðurkennt, bæði hér á landi og annars staðar, að um ~ helgar sé mun meiri slysahætta þegar menn eru á heimleið en við upphaf ferðar. Skýrihgin mun vera sálræns eðlis, þ.e.a.s. menn eru orðnir slæptir og ergilegir við ferðalok. Þrátt fyrir alla þá upplýsinga- starfsemi, sem stunduð hefur ver- ið hér á landi mörg undanfarin ár, er daglegt brauð að sjá fólk brjóta einföldustu grundvallarreglur um akstursöryggi. Þar er senni- lega frægasta dæmið, að börn eru látin sitja i framsæti. Enn sem komið er hefur ekki tekizt sem skyldi að innprenta fólki, að það eigi að nota öryggisbelti. 1 ná- grannalöndunum hefur notkun öryggisbeltanna víða verið lög- leidd og hefur sú ráðstöfun þótt bera góðan árangur. Þvi er ástæða til að gefa því gaum, hvort ekki eigi að fara sömu leið hér á landi. En látum umvöndunum lokið að sinni og vonum, að umferðin gangi snurðulaust nú um verzlun- 'armannahelgina. 83? SlGeA V/öGA 2 1/LVtWW 6£fA £6 , j WYf\ vyRtötétf A9?OLLt\.cb\GGt\*l [ÁÖWK/W? — jr MTij ALTEú V/S'b OH VA9*? Ltftl) B-K'K/ . SVONAXONA? Petta gerðist líka... Ford gefur frí Ford Bandarikjaforseti var eins og kunnugt er I mikilli reisu nú fyrir helgina um ýmis Evrópulönd og hafði m.a. viðkomu í Helsinki og setti nafn sitt undir plagg eitt umdeilt. En áður en þaS gerSist heimsótti forsetinn m.a. bandariska hermenn sem dveljast [ Vestur- Þýzkalandi. Þar lék Ford ó als oddi, svolgraði þýzkan bjór með soldátunum, át tertur og tók i þúsundir handa á meðan kófsveittir öryggisverðir hlupu botninn úr brókunum til að fylgja honum eftir. Og við mikil fagnaðarlæti herliðsins i Kirch Göns lýsti Ford yfir: „Sem æðsti yfirmaður ykkar gef ég hér lineð út skipun um að allir liðsmenn þessarar herdeildar fái auka fridag." Svona kemur „detente" og öryggissátt- málinn nýi vel við ýmsa. Kristileg kynferðismál kommúnista Og i framhaldi að klausunni um gildi „detente" hér að ofan, er rétt og skylt að geta merkra ummæla prédikarans fræga Billy Grahams, sem sáð hefur vísdómsorðum sinum jafnt i Nixon fyrrum Bandarikjafor- seta og lesendur Morgunblaðsins (án þess að það þýði nokkurn sérstakan skyldleika að öðru leyti). Graham sagði sem sagt nú fyrir helgina að Vestur- lönd gætu mikið lært af þvi að virða fyrir sér, hvernig núverandi rikisstjórnir kommúnistaland- anna takast á við siðferðisvandamál. „ Hvað varðar siðferði í kynferðismálum geta kommúnistar kennt okkur marga lexiuna hvarvetna sem þeir ráða rikjum", sagði prédikarinn. Nýtt Atlantis? Bandariskir vfsindamenn frá háskólanum i Miami segjast nú hafa fengið sannanir fyrir þvi að þeir hafi komizt að leifum meginlands sem sokkið hefur i sæ á margra þúsunda feta dýpi á miðju Atlantshafi. Þessar sannanir eru annars vegar krabbasaur og hins vegar kalksteinn. Dr. Cesare Emiliani, foringi vísindamannanna, segir að meginland þetta sé ekki hið sögufræga meginland Atlantis, og hafi verið ofansjávar löngu áður en Atlantismenningin hefði getað verið til. Niðurstöður visindamannanna eru á þá leið, að land þetta hafi verið af óþekktri stærð á Atlantshafshryggnum milli Ameríku og Afriku fyrir um 70 milljónum ára. Og um það leyti sem meginland þetta skaut upp kolli úr hafinu telja visindamennirnir að Atlantshafið hafi aðeins verið álika stórt og Rauða hafið er nú. Milljónum ára siðar hafi landið svo tekið að sökkva að nýju milli Mið-Afriku og norðurhluta Suður-Ameriku. Sældarlíf stúdentanna Á meðan íslenzkir stúdentar hér heima virðast þurfa að berjast með klóm og kjafti fyrir þvi að fá mannsæmandi vinnu i sumarleyfinu til að afla tekna fyrir nám næsta vetrar, þurfa kollegar þeirra I Bretlandi hins vegar varla að hreyfa legg eða lið. Talið er að a.m.k. 70.000—90.000 stúdentar í Bretlandi muni láta skrá sig atvinnulausa i sumar þó að úr þúsundum starfa sé að velja fyrir þá. Ástæðan er sú að þeir fá meir en 10 sterlingspund á viku i atvinnuleysisbætur (um 3500 isl. krónur) að meðaltali. Skapar þetta öngþveitisástand i háskólabæjunum og hefur orðið að setja þar upp sérstakar skrifstofur til að taka við umsóknum stúdenta um atvinnuleysisbætur. Og þá má geta þess að i vikunni hækkuðu námslaun brezkra stúdenta fyrir næsta vetur um 20% að meðaltali. Síðbúin fyrirgefning Þá hefur Bandarikjaþing loks fyrirgefið uppreisnarseggnum, Robert E. Lee hershöfðingja og yfirmanni hersveita Suðurrikjanna i þrælastrið- inu (myndin). i kjölfar ákvörðunar öldungadeildar- innar um þetta efni i april, hefur nú fulltrúadeildin samþykkt að veita hershöfðingjanum, sem lézt árið 1870, bandarisk borgararéttindi að nýju, en hann var sviptur þeim fyrir að hafa staðið fyrir uppreisn gegn rikinu fyrir rúmri öld. Segja sagn- fræðingar þetta vera i fyrsta skipti sem slik ákvörðun hefur verið tekin siðan 1898. Nánasti afkomandi Lees hershöfðingja sem nú lifir, barnabarnabarnið Robert E. Lee IV., brennivinsfabrikant í Virginfufylki, sagði eftir atkvæðagreiðsluna i fulltrúadeildinni: „Þá er þetta komið i lag." vm votfo TuÍTOáO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.