Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGUST 1975 11 son kennari frá Reykjavík, Krist- inn Guðmundsson kennari frá Ár- borg og frú Lilian Skúlason, sem kennt hefur íslenzku við skólann í Arborg. Tollafgreiðslan gekk furðu- greiðlega, e'nda gætti lítillar tor- tryggni í garð þessa æskuglaða hóps. Um kvöldið var ekið norður til Arborgar, en sú leið er nálega 75 milur. Þar var stanzað við barnaskólann, en þar beið margt fólk til að taka á móti íslenzku gestunum, meðal annarra margir þeir unglingar, sem heimsóttu Is- land á síðasta sumri. Virtist þarna verða fagnaðarfundur og erfitt að sjá mun á svipmóti gesta og gest- gjafa. Unglingarnir fóru svo skjótlega í náttstað, en allir fengu þeir dvalarstað á einkaheimilum. Að morgni næsta dags var ekið norður til indíánabyggða við Hud- son og dvalið þar lengi dags við gleðskap í hópi hinna innfæddu, sem dönsuðu og sungu fyrir gesti sína. A leiðinni til baka var komið við í sveitaþorpi með um 1000 íbúa og snæddur þar kvöldverður í boði kvenfélags lútherska kirkjusafnaðarins. Var þar ríku- Iega veitt og alúð í hverju hand- taki. Þegar komið var til Arborgar um kvöldið tvístraðist hópurinn og er óhætt að segja, að þrátt fyrir nokkra þreytu vegna hitans, sem um daginn komst upp í 33° á C hafi ánægja skinið út úr hvers manns andliti. Daginn eftir, 26. júlí, fór ungl- ingahópurinn út I Mikluey, — Hekla ísland, — þar voru hátíða- höld i tilefni af því að eyjan hefur nú verið gerð að þjóðgarði fyrir Manitobafylki. Á hátiðinni var meðal annars afhjúpuð minning- artafla um fyrstu hvítu mennina, sem eyjuna byggðu, en þeir komu heiman fra Islandi fyrir nær 100 árum. Sú ráðstöfun stjórnar Manitoba að taka eyjuna til þess- ara nota hefur mætt mótspyrnu hjá mörgum, sem þar hafa verið búsettir og eiga þar Iönd og lóðir. A sunnudfaginn valdi feröa- fólkið hjá gestgjöfum sinum, sem óku með það um byggðina og sýndu því margháttaðan vináttu- vott. Nú eru unglingarnir á fimm daga ferðalagi um norðvestur byggðir Manitoba, undir farar- stjórn Halldórs Þorsteinssonar og leiðsögn séra Bobs Blyre og Kristins Guðmundssonar. Ungmennahópurinn fór frá Árborg í gærmorgun. Kvöldverður var snæddur i Vogum. Þar hitti ferðafólkið marga Vestur-Islendinga, sem fögnuðu því af mikilli alúð. Undruðust unglingarnir þennan skýra þróttmikla málhreim, sem einkennir tungutak fólksins. Við hittum að máli nokkra úr hópnum og allir voru sammála um það, að þessir fyrstu dagar Jónatal Olafsson ásamt konu sinni, Mariu Jensdóttur, en á milli þeirra situr V-Islendingurinn Sigfús Jónsson Hildibrandsson. Mynain er tek in f Betel. hefðu verið ævintýri líkastir, hvort sem nefnt væri viðmót fólksins ellegar yfirbragð náttúrunnar. En merkilegast og eftirtektarverðast af öllu þessu væri þó að hitta alls staðar fólk, sem talaði íslenzku með þeim ágætum, að margur heimaalinn mundi vart kinnroðalaust geta látið það heyra tungutak sitt. Og annað hið mikla vinarþel og huglægu tengsl við ættlandið sem alls staðar kom fram. I dag ók ferðafólkið um Riding mountain international park. Þar stóð það augliti til auglits við svipmikla vísunda, fór á hestbak, en lét dálítið misjafnlega af því ævintýri, og lék sér svo góða stund á baðströndinni við Lake. — Þar þótti auðsjáanlega öllum gaman. Að síðustu var svo garöveizla í Newpava hjá dr. Bjarka Jakobssyni og konu hans. Þegar við yfirgáfum hópinn sat hann í gróðursælum skógarlundi niður við lítið vatn, sem heimili Iæknishjónanna stendur við, og söng íslenzka söngva. I hópnum eru margir af ferðamönnunum frá Árborg, sem heimsóttu Island í fyrra. Við höfðum orð á því við dr. Bjarka, að þetta væri hálfgerð innrás á einkaheimili. Hann sagði, að þau hjónin og reyndar allt fólk i Manitoba fagnaði innilega þessari heimsókn hinna ungu Islendinga. Því það styrkir okkur i þeirri trú, að mögulegt sé að viðhalda og auka samskipti og kynningu fólks af íslenzku þjóðerni austan hafs og vestan. Annars er það nú svo, að þessi hópur sem þið hafið orð á að sé stór vex okkur ekki í augum. Við hjönin eigum átta börn, barnabörnin eru orðin býsna mörg og hér á öll fjölskyldan oft góðar stundir saman. — I fyrramálið mun svo ferðafólkið snæða morgunverð hjá læknishjónunum og að því búnu halda vestur til Brandon. I morgun kl. 10 var útvarpað í Manitoba viðtali við fióra úr hópnum, Kristin Guðmundsson kennara frá Árborg, Halldór Þorsteinsson kennara frá Reykjavík, Erlu Alexdóttur frá Hveragerði og Eyjólf Guðjónsson frá Reykjavík. Að síðustu skal þess getið, að fararstjórar lýsa sérstakri ánægju sinni yfir allri framkomu unglinganna og telja hana vera aðstandendum og þjóðinni til sóma. Halldór Einarsson og Steinþóra Þórisdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.