Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGUST 1975 EIRÍKUR EIRÍKSSON OG MÁLFRÍÐUR EIRÍKSDÖTTIR DAGVERÐARGERÐI HRÓARSTUNGU NORÐUR-MÚLASÝSLU Systkinin Eirfkur Eirfksson og Málfrfður sitja f setustof- unni f Dagverðargerði og fá sér f pfpu. „Maður hefur nefnilega látið ■x i y Drottinn hita upp undanfarið Texti og myndir: Árni Johnsen Rigningarsuddi, venjulegur is- lenzkur malarvegur og allt um kring hvanngræn tún, grasið hreinlega þaut upp með heimsókn vætunnar eftir langvarandi þurrka. Rennt f hlað á Dagverðar- gerði i Hróarstungu í Norður- Múlasýslu og barið dyra árla morguns. „Góðan dag, gakk i bæinn", sagði Málfriður Eiriksdóttir þegar ég spurði um Eirfk bróður hennar, hinn fróða. i sama mund kom Eirikur til dyra úðaður i raksápu. Hann var að tina sig til. Við heilsuðumst oa ég spurði um skyggnið. „Ég er í fremur illu skapi núna," svaraði hann, „maður ræður ekki alltaf við þetta — þetta er eins og með veðrið, já, já, en ég er nú á hinn bóginn ekkert á móti þvi að fá vætuna það hefur verið þannig hjá okkur á Austurlandi að við höfum verið að þorna upp, hrein- lega." „Má ekki bjóða þér kaffi?" spurði Málfríður. „Preytil takk," svaraði ég. „Má ekki bjóða þér að setjast hér inn i stofu," hélt Málfríður áfram og opnaði stofudyrnar um leið og hún sagði: „Þetta er nú ekkert fin stofa, þetta er svona setustofa hjá okkur, við setjumst hér og reykjum pípu þegar tóm gefst til." Eirikur kom inn nýrakaður og spegilfagur á kinn: „Héðan er mikil fjallasýnin, en nú hylur þok- an það bara, en hún hylur nú lika gallana eins og í vísunni stendur." Málfríður kom inn og skrúfaði frá ofnunum: „Maður hefur nefni- lega látið Drottin hita upp undan- farið — það hefur verið alveg nóg." Eiríkur tróð i pfpu sina: „Alveg sérstakt, óhemju miklir hitar og sólfar, ekki þó sól í gær, aðeins farið að draga úr hitanum." „Já, aðeins farið að draga úr hitanum," bætti Málfriður við, \„verst Eirikur, að ég hefði þurft að Baka ykkur með kaffinu." „'Algjör óþarfi," skaut ég inn í. „Þáð er ósköp litið um gesti hér," héft Málfriður áfram, „helzt er það tilviljun. Eirikur er aðeins heima af og til og þá er maður einn heima og ekki að baka, það er þá óþarfi." v „I einhverju sérstöku sýsli nú, Eirikur?" spurði ég. „Má segja i snatti þe'tta sumar fyrir þetta væntanlega skjalasafn sem á að koma upp á Egilsstöðujn. Þetta er svona kropp, ég er að kanna hvað til er i hreppunum i kring, hreppsskjöl og fleira i Norð- ur-Múlasýslu til að byrja með. Þetta er allt á byrjunarstigi, get ekki sagt um það enn, þarf að fá gögn um það að sunnan, reglu- gerð um hvað við megum taka endurgjaldslaust og svo þarf skrá yfir það sem til er i Þjóðskjalasafn- inu. Ef ekki er hægt að fá það sem til er þarf að semja um að fá Ijósrit af því í það minnsta. Þetta er dálitið tafsamt verk að vinna, margt sem kemur til og jafnvel þarf ekki annað en að einn af höfðingjunum sé ekki heima þeg- ar maður fer um hlöð. Þetta er ekkert áhlaupaverk og maður fer ekkert um og sópar eins og nú stendur. Annars hygg ég að þetta komist nú fremur á skrið þegar húsnæðið verður fyrir hendi og sjálft safnið. Nú er helzt aðkall- andi að vita hvar þetta er. Ekki er þó tryggt að ég fái að sinna þessu starfi áfram, en ég er í rauninni að byrja, veit hvar hitt og þetta er og fullt upp af jörðum i eyði, en ein jörð hefur byggst." „Fólk hafði ekki þær tekjur," skaut Málfrtður inn I, „sem það taldi sig þurfa að hafa, sildarpen- ingarnir og fleira ollu skiptum skoðunum ( þvi og svo var það lika vegna ótíðar." „Já," sagði Eirikur, „það hafði nú sitt að segja óáran til iandsins, þetta hélzt i hendur og svo vant- aði margt sem sneri að opinberum framkvæmdum." „Svo manstu það Eiríkur," sagði Málfríður, „að ef þú ferð á flakk núna, þá útvegarðu mér eitt- hvað af póstkortum." „Safnarðu póstkortum?" spurði ég. „Já, en þetta gengur djöfullega. Stundum get ég platað þá sem eiaa skrifuð kort, ég hef gaman af þessu, þá étur hver úr sinum dalli. Eiríkur gæti vel útvegað mér kort og kort. Maður hefur gaman af þessu, fólki þykir þetta vitlaust, en ég hef gaman af þessu, hef alltaf haft svo gaman af myndum, allskonar myndum, en ég hef aldrei haft nein tök á að eignast neitt nema á kortum. Ég er eins og framsóknarmenn, opin i alla enda varðandi kort." Ég gat þess að ferðafélagi minn ( Grænlandi fyrir skömmu, Einar Bragi skáld, hefði verið að safna kortum þar. „Já, á hann grænlenzk kort," sagði Málfriður, „ó, hvað það er gaman, ég á bara eitt grænlenzkt kort. Annars er margt nerkilegt á þessum kortum. Þau sýna vinnu- brögð og merkisstaði og það er gaman að bera saman breytingar og hætti. Maður fær kort hér og þar og svo rekur fólk upp á mann augun og spyr: Hvað ætlar þú að gera við þetta — bjánagangur, maður spyr ekki safnara að svona. Það er helzt að strákurinn minn sendi mér kort af og til á flandr- inu." Við glugguðum nú í kortunum góða stund, þúsunda úrvali. Eitt greip ég niður í frá 1899, stílað til Ólafar Marteinsdóttur frá Emmu Long: — „Um leið og ég þakka þér hjartanlega fyrir samveruna og óska gleðilegs sumars, bið ég hamingjuna að strá eins fögrum ánægjublómum á lifsveg þinn ,héðan I frá, eins og blóm þau er spjald þetta sýnir"— Óteljandi litir og tegundir blóma skrýddu kortið. Það er að mörgu leyti skemmtilegt að glugga I kort- um. Þau eru sjaldnast svo per- sónulega skrifuð að hver sem er megi ekki sjá þau. en mörg eru skrifuð eins og litil Ijóð, Ijúf og stilhrein. „Þetta kort er franskt," sagði Málfriður og greip eitt á loft, „það er öruggt að það er frönsk tunga á þvi, þótt ekki sé ég snögg I frönsk- unni. Ég hitti hann Dóra frá Seyð- isfirði fyrir nokkru, hann kveðst eiga gömul kort frá konungskom- unni á Seyðisfirði, gefin út þar, það hefur verið 1 907." „Nei," sagði Eirikur, „1921, þá var Danakóngur eitthvað að vit- leysast hér, Kristján tikall kom 1921 og Friðrik VIII. 1907, held ég „Gakktu bara fyrir þér og fáðu þér meira kaffi," sagði Málfriður við mig um leið og hún handfjatl- aði nokkur kort, „ég verð rænu- iaus þegar kort eru annars vegar. Eirikur hefði getað útvegað mér þúsundir korta, hann hefur flækst hér um allt og hitt hverja kellingu og kall, en hann nennir ekki að snúast í þessu fyrir mig." ..Ég er ómögulegur i þessi kort." möglaði Eiríkur út undan pipunni sinni, „og svo veit ég ekkert hvað þú átt og átt ekki." „Maður hefur svolítið margfalt Framhald á bls. 16 hvað er hvar, þvi ég var búinn að flækjast um flesta hreppa og þekki þetta. Út á það var þetta nefnt við mig, aðrir höfðu ekki haft tima eða áhuga til þess. f siðustu viku var ég á ferð í Jökuis- árhlíðinni og kannaði hvað er til þar. Það veit ég nú i aðalatriðum, en allt þarf þetta nokkurn undir búning, sveitarstjórnarmenn þurfa að athuga sin skjöl og gögn áður en þeir afhenda þau þannig er margt sem kemur til en þetta mjakast." Það var nú farið að volgna vel i stofunni og brátt leiddist talið að búskap: „Það eru 8 ár síðan ég hætti að búa. hafði enga heilsu til þess," sagði Eiríkur, „ég tók við búi hér þegar faðir minn dó og var með búskap i 10 ár, hafði aldrei heilsu til þess og var siðast algjör- lega bannað að sinna gripahirð- ingu og heyjum: maður hefur að mestu lifað á snöpum siðan, en ég er ágætur ef ég hef starf við mitt hæfi. það hefur bara ekki heppn- ast alveg öruggt ennþá. ekki fyrir mig." „Hvernig er nábýlið við fljótið?" „Það er ekkert að lasta nábýlið við fljótið, að mörgu leyti er þægi- legt að búa hér þótt ekki séu skilyrði til stórbúskapar. Það er þó EirlKur neidur af stað f leit að gömlum skræðum hér og þar f sýslunni. 1 baksýn sést niður til Dagverðargerðis og Lagarfljóts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.