Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGÚST 1975 27 Á SUMARDEG! Erlendur Jónsson Sannfræði og sögusvið STÖRHÁTÍÐA er gjarnan minnst meö bókaútgáfu. Á björtum dögum lýðveldis 1944 voru mikil umsvif hjá útgef- endum. Sú bókin, sem minnst var að broti, dreifðist víðast: Stjórnarskrá fyrir Lýðveldið ís- land. Bæklingur sá sést nú bók staflega hvergi. Ragnar i Smára sendi frá sér glæsilega bóka- flokka með úrvali islenskra og erlendra bókmennta. Næstu árin var ekki annar maður oftar /íefndur þegar bókaút- gáfa barst i tal. Fjöldi manns gekk hús úr húsi til að safna áskrifendum að geysimikilli al- fræðiorðabók sem í vændum var. Hún kom aldrei út. Ný Is- lendingasagnaútgáfa hljóp af stokkunum og var mikið aug- lýst. Islendingasögur inn á hvert heimili! Það fyrirtæki gekk betur. Fyrir striðsgróðann höfðu margir komið sér upp bókahillum. Utgefendur is- lendingasagnanna vissu því hvað þeir voru að gera: Þetta varð dæmigerð bókahilluút- gáfa, tugir bóka af sömu stærð og allar eins, bandið svart, kjölur vel gylltur — sannkallað stofustáss eða hvað? Raunar var þetta nokkuð meira því þarna höfðu góðir fræðimenn lagt hönd að verki. Og þarna voru saman komin — auk sagn- anna — öll helztu fornrit sem almenningur hafði lagt i vana sinn að lesa. Ég sagði hafði — þvi fram undir það voru fslensk fornrit að minnsta kosti svo mikið lesin að sá þótti illa viðræðuhæfur sem kannaðist þar ekki við helstu nöfn og at- burði. Börnin tóku að lesa þetta strax og þau gátu stautað sig fram úr því og síðan var verið að glugga í þetta alla ævi eftir því sem tími vannst til. Njála og Kapitóla eða Maðurinn með stálhnefana gátu best átt sam- leið sem afþreyingarefni. Forn- ritin höfðu hvarvetna verið fáanleg i útgáfu Sigurðar Kristjánssonar, óbundnar bækur og íburðarlausar og fremur ódýrar en einkar hand- hægar og vel lagaðar til að geyma undir koddanum eins og titt var áður en bókahillur urðu menningartákn og stöðumark. Það var þvi dálítið skrítin en likast til ekki jafneinstæð kald- hæðni örlaganna að þá fyrst, er almenningur gat eignast þessi rit í veglegu og samstæðu bandi til að skreyta með híbýli sfn — að þá fyrst skyldi fólk hætta að Iesa Njálu og Grettis sögu sér til skemmtunar en þess i stað leggja metnað sinn i að sýna „Islendingasögurnar" uppi í hillum. Eins og minjagripi! Nokkru áður höfðu geisað hatrammar deilur um stafsetn- ing á íslenskum fornritum vegna þess að Halldór Laxness hafði búið fáeinar Islendinga- sögur til útgáfu með „nútfma- stafsetning“. Forstöðumaður Handritastofnunar hitti nagl- ann á höfuðið þegar hann sagði fyrir nokkrum árum að sú deila hefði í raun verið pólitisk. Is- lendingasagnaútgáfan fylgdi hefðbundinni samræmdri staf- setning. Nú hafa skólarnir tekið við hlutverki heimilanna i gamla daga að halda fornbókmennt- unum að ungu fólki. Allt er prentað með gildandi stafsetn- ing og flestir sammála um að það sé hyggileg ráðstöfun. Fá- einar sagnanna hafa komið út i „skólaútgáfum", einkar hand- hægum pappfrskiljum. Og ný- verið hefur Skuggsjá I Hafnar- firði sent frá sér heildarútgáfu Islendingasagna, níu bindi alls (að nafnaskrá meðtalinni sem er ókomin út), allt með þeirri stafsetning sem var I gildi þegar bækurnar voru búnar undir prentun. Er útgáfa sú, eins og áður- nefnd íslendingasagnaútgáfa, stofuprýði, einnig ágætlega vönduð að innri frágangi og til þess fallin að halda vakandi áhuga á sögunum, t.d. með þeim sem hafa kynnst þeim í skóla. Það mjög svo viðkvæma deilumál lærðra og leikra hvort sögurnar séu sagnfræði eða skáldskapúr er að mestu hjaðnað og óhætt að segja að þar séu menn nú nær þvi að mætast á miðri leið. Um það gamla og allt að því þjóðlega meiningarmál segja þeir Grímur M. Helgáson og Vé- steinn Ólason í formála Skugg- sjárútgáfunnar: „Menn hafa haft á þvi ólikar skoðanir, hvort þeir atburðir hafi gerzt, sem frá er greint i Islendingasögum, og hvort þeir hafi gerzt nákvæmlega eins og sögurnar segja. Það skiptir litlu máli fyrir okkur, sem Iesum þær okkur til ánægju. Hitt skiptir miklu meira máli, að þær eru „sannar" í æðri merkingu." Þegar ferðast er um landið á björtum degi blasa sögustaðir við í hverju héraði. Ár eftir ár leggja einstaklingar og hópar leið sina á söguslóðir Njálu, enda hæfileg dagsferð úr höf- uðborginni, koma að Hiíðar- enda og Bergþórshvoli og gjarnan einnig að Keldum. Einnig er títt orðið að kennarar fari þangað austur með nem- endur sina, haust eða vor. Svo mjög eru sögurnar runnar þjóð- inni i merg og bein að þeir, sem hafa jafnvel ekki lesið staf í þeim, vita þó furðumikið um efni þeirra og kunna skil á hvað gerðist á þessum eða hinum staðnum þegar á slóðirnar er komið. Dag einn í sumar hitti ég á- gætan vin minn sem er bæði skáld og bókmenntakennari og eiginlega nokkurs konar þús- undþjalasmiður á menningar- sviðinu. Hann hafði nýlega ver- ið norður í Drangey. Og daginn eftir ætlaði hann að leggja af stað norður i Húnavatnssýslu. Hann var að undirbúa skólaút- gáfu af Grettis sögu og kvaðst ekki mundu ljúka þvi verki fyrr en hann hefði kannað helstu söguslóðirnar; ætlaði meðal annars að ganga ýmsar leiðir sem sagan greinir frá að farnar hafi verið. Hann taldi að ýmsir misskildu frásagnir af ferðum söguhetja i Islendinga- sögum vegna þess að þeir gerðu sér ekki grein fyrir hinum fornu alfaraleiðum, miðuðu jafnvel við vegina eins og þeir liggja nú á dögum sem væri auðvitað fjarri lagi. Þó Islendingasögurnar séu si- gildar bókmenntir eru þær líka staðbundnar. Sá, sem les ein- hverja söguna en hefur ekki séð sögusviðið, verður að setja sér það fyrir hugskotssjónir. En fyrri kosturinn er þvi betri sem sjón er sögu ríkari og er ekki ótímabært að minna á það nú því enn er hásumar. Sú tið kemur óliklega aftur að fólk lesi sögurnar almennt til að uppfylla þörf sina fyrir hasar og spennu. Eigi að síður er unga fólkið nú betur heima i Islendingasögum en jafnaldrar þess fyrir svo sem tuttugu ár- um, þökk sé skólunum og skóla- útgáfunum. Erlendur Jónsson. MORGUNBLAÐIÐ MEÐ MORGUNKAFFINU — Myndin sýnir þegar blaðið kemur úr prentvélinni á leið inni pökkunarsalinn — sfðan til yfir 40 þúsund kaupenda um land alit. að Le Monde og þá ekki sizt fyrir tilstuðlan ýmissa forystumanna lýðræðis og frjálsrar hugsunar á Vesturlöndum, sem réttu blaðinu hjálparhönd á örlagastund. Af fjölmörgum merkum blöðum, sem gefin eru út i Paris um þessar mundir er Le Monde nú hið eina, sem skilar hagnaði. Le Monde er borgaralegt blað og þar birtast ýmsar skoðanir, eins og verða vill í góðu dagblaði, sem gegnir skyldu við samfélag sitt. En grundvöllur þess er að sjálfsögðu aá standa vörð um lýðræði í Frakklandi, frjálsa hugsun og borgaraleg réttindi. Þekktasti listmálari Islands, Erro, sagði ekki alls fyrir löngu við þann, sem þetta ritar, að Le Monde væri bezta blað. sem út væri gefið i heiminum. Samt var gerð tilraun til að kúga það til hlýðni og afli rlkisvaldsins beitt til þess. Við skulum muna, að unnt er að gera atlögu að tjáningarfrelsi með ýmsu móti, m.a. með þvi að reyna að svelta blöð og þar með hindra útkomu þeirra með ýmiss konar stjórnarathöfnum, sem enga stoð eiga í neinum lögum eða reglum í þeim þjóðfélögum, þar sem með réttu er unnt að tala um pólitfskt siðgæði og mannréttindi. Astæða er til að minnast á slík dæmi sem þessi, þegar rifjaður er upp hinn merki þáttur Sigfúsar Jónssonar, fyrrum framkvæmda- stjóra Morgunblaðsins, í lífi og störfum blaðsins og hið mikla starf hans, sem allt miðaði að því að treysta fjárhagslegan grund- völl stærsta blaðsins á Islandi og þar með prentfrelsi. I þeirri trú að blað eins og Morgunblaðið þoli alla heiðarlega samkeppni, einnig af ríkisvaldinu, er áfram starfað í anda þeirra brautryðjenda, sem grundvöllinn lögðu. Markmið Morgunblaðsins er, eins og les- endur þess vita, að standa vörð um hin sömu réttindi, sem reynt var að svipta Le Monde á sínum tima, en tókst að sjálfsögðu ekki. Nauðsynlegt er að menn geri sér grein fyrir þvi, að hagsýni, þrautseigja, skarpskyggni og gætni þarf að viðhafa í rekstri góðs dagblaðs, svo að ekki sé talað um þá árvekni og miklu vinnu, sem útkoma þess krefst frá degi til dags, og þá ekki sizt af þeim sem móta blaðið og skrifa það daglega. Ef allir unnendur og vin- ir dagblaðs leggjast ekki á eitt um að slá skjaldborg um það, getur illa farið. Gagnrýni á hvert gott dagblað að þola og ekki sízt af vinum sínum, enda er sá vinur, sem til vamms segir. En órök- studdar fullyrðingar, oft og einatt ungs og reynslulítils fólks, kalla hvorki á athygli né umræður, þær falla í grýttan jarðveg, eins og tilgangslausar árásir heldur lítils- sigldra andstæðinga, sem eiga þá ósk heitasta, að lýðræði verði ein- ræði að bráð, að kommúnismi taki öll völd á Islandi, að aðdáendur og bandamenn Baader-Meinhoffs móti siðgæði og réttarfar — og sfðast en ekki sizt — að blað eins og Morgunblaðið hætti að koma út: Þá verður gaman að lifa, Lára mfn, segir Þórbergur Þórðarson i bréfi til Láru, eins og frægt er orðið. En það, sem einum mesta stílista islenzkrar tungu leyfist ætti ekki að vera leyfilegt hvaða húmorlausum bögubósa sem er: Og eitt að lokum: Meðan rikis- fjölmiðlarnir velta sér upp úr stórtapi, ætti ríkisvaldið að sjá sóma sinn i að veita blöðun- um fullt frelsi til að sinna skyld- um sinum við þegna þjóðfélagsins án fhlutunar eða afskiptasemi af rekstri, vexti eða viðgangi blað- anna. Ef svo er ekki, getur það einungis leitttilátaka eða örþrifa- ráða á borð við aðgerðir þeirra, sem nú eru að gefa lýðræðið upp á bátinn, eins og Indiru Gandhis, svo að nafn sé nefnt. Prédikað yfir vindmyllum Áður en upp er staðið mætti drepa á þær trúmáladeilur, sem hér hafa verið og þá einkum milli þeirra presta þjóðkirkjunnar sem aðhyllast sálarrannsóknir og hinna, sem eru þeim andvigir. Auðvitað er hverjum einstökum heimilt að hafa þær skoðanir á þessum hlutum, sem þeir vilja, og er ekki úr vegi að minna á tvær litlar tilvitnanir, aðra i grein eftir biskupinn, hr. Sigurbjörn Einars- son, sem birtist hér i blaðinu mið- vikudaginn 9. júlí s.l. og heitir Um prestastefnuna, en hina í grein eftir sr. Ulfar Guðmunds- son í Ólafsfirði, Nokkrar skýring- ar, sem birtist hér í blaðinu þriðjudaginn 8. júli s.l. Biskupinn dr. Sigurbjörn segir m.a.: „En jafnframt sagði ég, að það sem flokka má almennt undir merki spfritismans væri ekki allt á sama bási. Þarværu afbrigðin mörg.“ Með þessum orðum er biskup- inn augljóslega að benda mönn- um á, að sálarrannsóknir eru af ýmsu tagi, jafnvel sumt i þeim ekki forkastanlegt, enda sæti það sizt á þeim, sem boða fagnaðarer- indi framhaldslifsins, að afgreiða spiritismann, sem a.m.k. hér á landi byggist á krisjinni trú, með einu pennastriki. I grein sr. Úlfars Guðmunds- sonar, upphafsmanns marg- nefndrar tillögu prestastefnunn- af, sem mestum úlfaþyt olli, segir m.a.: „Afstaða mín til þessara mála er i grundvallaratriðum þéssi: Spiritismi er fjölskrúðug- ur, en í mínum huga reyni ég ætíð að draga skýr mörk milli spirit- ismans sem sálarrannsókna og spiritisma sem trúarbragða eða trúarhreyfingar. Öll rannsóknar- störf og þar með taldar sálarrann- sóknir, sem undir þvi nafni fá staðið vildi ég gjarnan efla. Slíkar rannsóknir hafa að undanförnu verið stundaðar víða' um lönd, m.a. við háskóla og visir að þeim er nú að ganga sin fyrstu spor við Háskóla Islands undir forystu dr. Erlends Haraldssonar, sem ég þekki af góðu einu frá fornu fari. Engum hnútum vildi ég kasta að þessum störfum án tilefnis. Að- eins vildi ég leggja áherzlu á að fullrar nákvæmni sé jafnan gætt i vinnubrögðum og um það eru væntanlega allir á einu máli .. Og ennfremur: „Þá mætti spyrja, hvort ég teldi mögulegt, að sálar- rannsóknir séu stundaðar án þess að rannsóknaraðilar gjöri þær að einhverju marki að átrúnaði sín- um. Það tel ég vera mögulegt, gjöri menn sér far um að sýna fulla aðgát I þeim efnum . . Hér er vel og drengilega mælt. Og nú mætti spyrja: Er ekki kom- inn tími til að prestastéttin, og þá ekki sizt oddvitar íslenzku kirkj- unnar, gangi fram fyrir skjöldu og efli, eins og efni standa til, sálarrannsóknir við Háskóla Is- lands, svo að þessi sffelldu, hvim- leiðu átök milli kristinna manna á Islandi geti einhvern tíma tekið enda. Ekki veitir af að kirkjan snúist einhuga til varnar gegn raunverulegum andstæðingum sinum, fólki sem á þá ösk heitasta að önnur trúarbrögð, kommún- ismi eða eitthvað álfka, Ieysi hana af hólmi — og helzt sem fyrst. Það yrðu hörmuleg endalok íslenzku kirkjunnar, ef hún þyrði aldrei að takast á við raunverulega and- stæðinga, en léti sér öllum stund- um nægja vindmyllurnar einar. Kristur og boðskapur hans munu að sjálfsögðu endast, svo lengi sem Islendingar eru trúir arfleifð sinni og fegurstu fyrirheitum, en nú um stundir er öllu meiri vafi á örlögum kirkjunnar, þvi miður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.