Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGUST 1975
Auðunn H. ík
Einarsson:
Wm&mMózáé<
Sandfell um aldamótin
Sandfell í öræfum
A síðastliðnu ári var haldið
hátíðlegt ellefu hundruð ára af-
mæli íslandsbyggðar. Voru þá
haldnar margar ræður, þar sem
menn rifjuðu upp sögu liöinna
alda einnig var horft fram á veg.
Einn var sá atburður, er tengdi
þjóðina meira saman en flest
annað. og á ég þar við hringveg-
inn, er hann var hátíðlega opn-
aður. Það var stór stund, og
var margt stórmenni og leiðtog-
ar þjóðarinnar þar saman
komnir. En þó var það ekki
gæfan ein sem fylgdi. Ef ek
ið var frá Reykjavík og farið
yfir brýrnar, mátti sjá, er í Ör-
æfin kom, bæina standa í hlíðum
fjallanna, með viðáttu
sandsins og brimisorfna strönd
í fjarska, en fannhvíta jökla
að baki. Himinninn var
tær fyrrnefndan vfgsludag.
Niður jökulvatnanna var ekki
þungur þennan dag, en þó hafa
jökulárnar deilt löndum greini-
lega mtlli iiræfa og næstu
granna. Þegar ekið var af
hátiðarsvæðinu og austur, gátu
ókunnugir glöggvað sig á nöfnum
bæjanna. Þar sem vegvísarnir
bentu. Skaftafell, Svínafell,
Sandfell, þar stendur einnig á
skilti: Landnámsjörð prestssetur
frá 14. öld til 1931, í eyði. En þó
bær hafi staðið þar sem lengi,
voru húsin nú horfin. Væri ekið
afleggjarann til bæjarins, kom í
Ijós að jarðýta hafði sléttað úr
bæjarhúsunum,
SANDFELL A
þjOðhátioarAri
Þegar hringvegurinn var
opnaður, var talið rétt, að ráða-
menn í Reykjavik litu til Öræfa-
sveitarinnar með það í hug, hvað
þar mætti betur fara. Varð niður-
staðan sú, að bæjarhús lands-
námsjarðarinnar væru betur
komin undir grænan svörð en
standa þar, sem þau hafa staðið
um aldir.
Landbúnaðarráðuneytið fer
með mál þau, er falla undir jarð-
eigmr íslenska ríkisins og sá, sem
hefur með þessi mál að gera inn-
an ráðuneytis er séra Gísli
Brynjólfsson.
Nokkrir bændur i Öræfum hafa
leigt tún Sandfells, og afgjaldið er
greiða skyldi var, að þeir tækju á
leigu jarðýtu og sléttuðu úr bæn-
um, en þeim þótti þungbært að
fara slíkum höndum um prests-
setrið sit fyrrverandi, og færðust
undan. En þegar haldið var hátið-
legt 1100 ára afmæli byggðar í
landinu, kom skipun frá hinu háa
ráðuneyti. Og undan þeim tilskíp-
unum verður ekki komist.
SANDFELL
»74—1974
I Landnámu segir: „Þorgerður
landnámskona nam allt Ingólfs-
höfðahverfi á milli Kvíár og
Jökulsár og bjó að Sandfelli.“
Árið 1179 er að Sandfelli hálf-
kirkja og lá að saung undir
Rauðalæk. En Öræfingar hafa
búið við harm hinna harð-
ari náttúruafla, jökulhlaup,
gos í eldfjöllum undir jökli
með tilheyrandi öskufalli, hafa
oft leikið sveitina hart, og fellt
bústofn bænda. Árið 1362 var gos
i Öræfajökli og tók þá af Rauða-
lækjarsókn, sem i voru 36 bæir,
og hurfu þeir af yfirborði jarðar á
skammri stund. En þá varð aðal-
kirja héraðsins að Sandfelli, en
Hof var annexían. En vegur Sand-
fells átti eftir að verða meiri í
samfélagi bæjanna í Öræfum. Um
1500 á kirkja á Sandfelli orðið allt
heimaland, enda er það höfuð-
kirkja héraðsins.
Gissur biskup Einarsson veitir
Sandfell í Öræfum 1544 og verður
þá prestur þar Jón Einarsson.
Síðan hefur verið samfelld búseta
presta að Sandfelli, þar til séra
Eiríkur Helgason flytur að
Bjarnarnesi 1931. Lengi voru
tvær kirkjusóknir í Óræfum,
Skaftafells- og Hofsókn, en 1914
var ákveðið að sameina söfnuðina
og var þá kirkjan að Sandfelli
rifin, en kirkjan að Hofi verður
aðalkirkja héraðsins. Eftir að
prestar höfðu setið Sandfell í tæp
400 ár, tóku bændur við jörðinni
og jörðin var í ábúð til 1942, er
síðasti ábúandinn fluttist brott.
Hefur verið hljött um þennan
merka bæ síðan, uns land-
búnaðarráðuneytið felldi dóm
sinn, sem betur hefði þurft hér að
hyggja að.
SAMTlÐ OG SAGA
Sumir staðir hafa yfir sér sér-
stakan menningarblæ, það er eins
og hægt sé að hverfa þar langt
aftur til hins liðna tíma. Sand-
fellsbærinn var einn þessara
bæja. Árið 1973 átti ég því láni að
fagna að koma í Sandfell, ganga
þar um bæ, og setjast þar á rúm-
stokk, sem eflaust hefur hvílt
lúna oft áður. Eftir þessa dvöl að
Sandfelli varð mér ljóst, hvílik
perla þetta hús var. En það bar
fleiri gesti að garði það sumar.
Arkitektaskólinn í Árósum og
Kaupmannahöfn sendi fríðan hóp
nemenda til ísiands, um 15 manns
með kennurum, þeir komu einnig
að Sandfelli. En tilgangur farar-
innar vað að teikna upp gamla
bæi á íslandi. Og samkvæmt til-
lögu þjóðminjavarðar var hópn-
um stefnt til Öræfa. Þegar þenn-
an hóp bar að garði í Sandfelli,
var enginn til að taka á móti
gestunum.
Það var meiri reisn yfir Sand-
felli, þegar Daníel Bruun kom þar
1902, er hann vann að kortagerð á
vegum herforingjaráðsins
danska. Þá var prestur að Sand-
felli Ölafur Magnússon, er siðar
var prestur í Arnarbæli. En arki-
tektarnir höfóu ekki lengi kannað
bæinn, er þeir lögðu það mat á, að
bæinn að Sandfelli væri vert að
varðveita. Tvennt kom þeim i hug
með að koma bænum í byggð að
nýju: 1. Að íslenska rikið léti
endurbyggja bæinn eins og hann
var um aldamót og þjóðgarðsvörð-
ur hefði þar búsetu. 2. Að rithöf-
undar, listmálarar eða tónlistar-
menn fengju úthlutun til dvalar
þar til að vinna að list sinni.
En ekki fengu þessar hugmynd-
ir náð fyrir augum ráðamanna.
Þegar hópur hinna dönsku arki-
tekta kom sumarið eftir var bær-
inn horfinn af sjónarsviðinu eins
og að framan greindi. Hefur þjóð-
minjavörður farið hinum bestu
viðurkenningarorðum um vinnu
þá, sem hinir dönsku nemar i
byggingarlist hafa hér unnið, „en
Sandfell hefur því miður verið
jafnað við jörðu“.
DÖNSK MENNINGAR-
STARFSEMI.
Arkitektaskólinn í Árósum og
Kaupmannahöfn hefur sent
hingað nú í fjögur sumur 15—30
manna hóp, er hefur unnið að því
að teikna upp og lýsa gömlum
torfbæjum. Hafa danirnir gefið út
tvær bækur: Þverá 1972 og Öræfi
1974, og eru í þeirri síðarnefndu
teikningar og myndir af húsum á
Hofi, Sandfelli og í Skaftafelli.
Tel ég bók þessa þá merkustu er
út kom á árinu 1974. Komu það ár
út hinar vönduðustu bækur, en
þessi bók dananna er slík gersemi
að ekkert getur komið i hennar
stað. Þar eru t.d. myndir og
teikningar tveggja bæja, sem nú
hafa verið jafnaðir við jörðu.
Vonandi eiga teikningar arki-
tektanemanna eftir að kenna
okkur að meta okkar gömlu bygg-
ingar til jafns við t.d. bókmenntir.
En okkar byggingarlist er merki-
leg, það undirstrika þeir í bókun-
um fyrrnefndu.
HÚSAFRIÐUNARÁR
Nú er kvennaár og húsa-
friðunarár. Sameinuðu þjóðirnar
beina því til menningarþjóða, að
menn beini sjónum sínum að
gömlum byggingum og meti
hverjar skuli varðveitast sem
dæmi um byggingarlag og bygg-
ingarlist liðins tíma. Er undarlegt
að á íslandi skuli vera eyðilögð
fögur hús er eiga sér merka sögu,
þegar svo stendur á. Einnig vissu
allir, er fyrir þessum málum sjá,
að i undirbúningi var að setja á
stofn sérstakan sjóð, er hefði að
markmiði að endurbyggja og
halda við gömlum húsum. En
samt er enn eyðilagt á boró við
það, sem helst gerist í styrjöldum,
eða er hér um fullkomið vanmat
að ræða á gildi gamalla húsa.
Talsverðar umræður hafa orðið
um varðveislu gamalla húsa í
Reykjavík, einnig hvort rétt sé að
eyðilegggja gamlan hó) (Arnar-
hól). Slíkar umræður ættu einnig
að verða um þá staði er á lands-
byggðinni eru, því menning og
saga þjóðarinnar er ekki bundin
við byggðarkjarnana eina. Hversu
fátækari værum við ef: Glaum-
bær, Burstafell, Keldur væru
horfin eða kirkjunar á Víðimýri,
Grundarkirkja eóa gamla kirkjan
að Heydölum I Breiðdal væru
horfnar. Á þessum stöðum býr
menning hins liðna tima. Þjóð-
minjavörður flutti erindi I útvarp
á föstudaginn langa, þar sem
hann bað menn hvern í sinni sveit
að hugsa til viðhalds og varð-
veislu gömlu kirknanna. En sú
góða hugvekja virðist ekki hafa
greypst í vitund allra er hafa fyrir
húseignum ríkisins á sjá..
SÖFN OG VARÐVEISLA
MENNINGARVERÐMÆTA.
Þjóðminjasafnið hefur tilsjón
með fornum minjum þjóðarinnar,
og ákvörðunarvald um hvaó skuli
varðveitt og hverju skuli fórnað.
Langar mig því að fá álit þjóð-
minjavarðar á hvernig það var
metið er örlög Sandfells voru
ákveðin. Einnig er hann manna
færastur að gera grein fyrir því
hvérnig er best að tryggja að slík
verk verði ekki unnin víóar nú á
húsafriðunarárinu eða síðar.
Hvers vegna urðu ekki blaðaskrif
um Sandfell svo reyna mætti á
hvort áhugi væri fyrir þvi aó varð-
veita bæinn? Höfðu umsagnir
arkitektanna dönsku engin áhrif
á að endurmeta fyrri ákvarðanir
um þann bæ? Er hugsanlegt að sá
tími komi að bæjarhúsin að Sand-
felli verði endurbyggð með
timburþili eins og bærinn var um
aldamót? Er það ekki slæm aðferð
til aó varðveita fornar minjar að
láta jarðýtu slétta úr mann-
virkjum? Var jarðýtunni beitt
með samþykki Þjóðminjasafns-
ins? Hvernig er best að rífa gömul
hús, og hvernig er æskilegast að
skilja við tættur, þar sem engin
mannvirki eiga að byggjast aftur?
Auðunn H. Einarsson,
Víðimel 57,
Reykjavík.
Sandfcll 1973