Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 37
37 Sjötugur: Eiríkur G. Brynjólfsson forstöðum. Kristneshœlis I dag, hinn 3. ágúst, er sjötugur Eiríkur G. Brynjólfsson ráðs- maður Kristneshælis í Eyjafirði. Vil ég vegna gamalla og góðra kynna minnast þessara merku tímamóta í ævi hans með nokkr- um línum. Eiríkur er Skagfirðingur að ætt og uppruna, fæddur 3. ágúst 1905 að Breiðargerði' í Lýtingsstaða- hreppi. Foreldrar hans Guðrún Guðnadóttir frá Villinganesi (f. 1881) og maður hennar Brynjólf- ur Eíríksson, frá Skatastöðum í Austurdal, bóndi (lengst að Gils- bakka í sömu sveit) og barna- kennari (1872—1959). Eiríkur ólst upp með foreldrum sinum til fimm ára aidurs, en dvaldist siðan um þriggja ára skeið á nokkrum bæjum í Skagafirði, hjá vensla- og vinafólki, uns hann er tekinn i fóstur, átta ára gamall að Stokka- hlöðum í Eyjafirði til hinna merku hjóna Guðríðar Brynjólfs- dóttur, náfrænkú sinnar, og manns hennar, Einars Sigfús- sonar, albróður Jóhannesar Sig- fússonar, yfirkennara við Menntaskólann í Reykjavík. Eiríkur hóf nám við Gagnfræða- skólann á Akureyri (nú M.A.) árið 1922 og lauk þaðan prófi tveimur árum síðar, með mjög góðum vitnisburði. Komu þá þegar í skóla í ljós stjórnunar- og forystuhæfileikar hans, enda gerði Sigurður skólameistari Guðmundsson hann þegar á öðru skólaári, átján ára að aldri, að mötuneytisstjóra heimavistar- innar, en þvi starfi fylgdi auóvitað mikil ábyrgð og umsvif i fjármálum. Gamall skólabróðir Eiríks og virktavinur hans jafnan síðan, Brynjólfur Sveinsson, fyrr- verandi yfirkennari við Mennta- skólann á Akureyri, sagði við þann, er þetta ritar er Eíríkur barst í tal: „Hann minnti mig í skóla helst á segul, sem gæddur er undra seiðmagni. Hvar sem hann fór var í fylgd með honum gleði og gaman. „Allar vildu meyjarnar með Ingólfi ganga“, var eitt sinn sagt. Allar og allir nutu návistar og félagsskapar Eiríks. Við gamlir skólafélagar hans eigum honum marga góða og glaða stund að þakka. Við gleymum þeim ekki.“ Er Kristneshælið tók til starfa í nóv. 1927, réðst Eiríkur ráðs- maður að stofnuninni og hefur gegnt þvi starfi til þessa dags, að undanskildu árinu 1931—1932, er hann hvarf að kennarastörfum á Akureyri ásamt fleiri störfum, m.a. á vegum Þorsteins M. Jóns- sonar. Einnig var hann samhliða aðalstarfi sinu kennari við Gagn- fræðaskglann á Akureyri árið 1939—’40. Eins og fram hefur komið hefur ævistarf Eiríks verið forsjá Krist- neshælis, sem hefur vaxið og dafnað undir handarjaðri hans og Jónasar heitins Rafnars yfirlækn- is og eftirrennara hans. Leyfum við okkur að vitna til ummæla hins þekkta landlæknis Vilmundar heitins Jónssonar, að Kristneshælið væri best rekna stofnunin, er undir hann heyrði, og taldi hann þá jafnframt ekki á aðra hallað. Eiríkur hefur alltaf átt mörg áhugamál jafnhliða aðalstarfi sínu. Gleggsta vitni um það er hin stórbrotna trjárækt við Hælið, sem hann var frumkvöðull að frá uppbafi, enda kallar núverandi yfirlæknir hælisins þessa mikiu trjárækt, í gamni, „spýturnar — Um almenn- ingsálit Framhald af bls. 21 „almenningsálit“ að bakhjalli, en lög og rétt undir fótum sér, „dóm- stólar“ slikir, sem frá greinir í frétt þeirri, sem vitnað var til hér að framan? Stundum þarf ógnvekjandi at- burði til að opna augu manna fyrir einföldum staðreyndum, þótt oft virðist næsta auðvelt að villa um fyrir mönnum með áróðri, jafnvel þegar um megin- mál er að ræða eins og hornsteina sjálfs lýðræðisins. Almennings- álit á fyrst og fremst að koma fram I almennum kosningum. Það er sem betur fer oft á réttum brautum og getur komið ýmsu góðu til leiðar. En það er lika stundum á villigötum og mótun þess getur farið mjög að geðþótta áróðursmanna. Þeir, sem unna sönnu lýðræðisskipulagi heils- hugar, hljóta að vera sammála um, að almenningsálit og dóms- vald geta ekki átt samleið f lýð- ræðisrfki á þann hátt, að dóms- valdið sé almenningsáiitinu háð f nokkurri grein. Slikt getur ekki leitt til annars en ófarnaðar. Hins vegar má ætla, að dómar hafi al- mennt verulegan hljómgrunn hjá Wmenningi, þar sem lýðræðis- skipuleg er fullkomið, menning á háu stigi og réttarvitund almenn- ings þroskuð. Og þá er að sjálf- sögðu vel. 31. júlf 1975 . Gunnar M. Guðmundsson Fólksbila- Jeppa- Vörubila- Lyftara- Búvéla- Traktors- Vinnuvéla- ATLAS Veitum alhliöa hjólbaröaþjónustu Komiö meö bíiana inn í rúmgott húsnaeöi OPIÐ: mánud.-fimmtud. 8-19 föstudaga 8-22 laugardaga 9-17 HJÓLBARDAR HÖFOATÚNI 8 SlMAR 16740 OG 38900 Samba ns hans Eiríks." Þess má og geta að Skógrækt rikisins hefur sæmt Eirik viðurkeningu fyrir skóg- ræktarstörf. En Eiríkur hefur löngum haft fleiri járn í eldi. Hann stundaði búskap á Stokkahlöðum um fimm ára skeið og var einn af frum- kvöðlum hreppsins um stórfellda jarðrækt eftir þvi sem þá gerðist. Þá hafði hann og hefur enn mikinn áhuga á skólamáium Ey- firðinga, t.d. var hann formaður skólanefndar Hrafnagilshrepps í nokkur ár og einn af aðalhvata- mönnum að hinum glæsilega ung- lingaskóla að Hrafnagili sem nú blasir við augum vegfarenda um Eyjafjörð. Hann var og hvata- maður að landkaupum hreppsins I námunda við skólann og félags- heimilið Laugarborg með þétt- býliskjarna fyrir augum, þvi að þarna er heitt vatn í jörðu. Eirikur hélt skóla fyrir ung- linga heima hjá sér 1956—1959 og kenndi þar m.a. bókfærslu, islensku og reikning. Eiríkur er í eðli sínu bókhneigður og mjög vel ritfær svo sem afmælisrit K.E.A. (50 ára) ber með sér, sem og ýmsar blaðagreinar, en hann hefur frá unga aidri verið mikill áhugamaður samvinnuhreyf- ingarinnar. Eiríkur er kvæntur Kamillu Þorsteinsdóttur úr Reykjavík, hinni mestu ágætis konu; eiga þau fjögur uppkomin og mann- vænleg börn. Eiríkur er Skagfirðingur í húó og hár og ber hann enn öll merki. Hefur hann meðal annars haft hið mesta yndi af hestum og hesta- mennsku alla sina ævi og löngum átt góða hesta, þótt hann hafi eigi getað notið þeirra sem skyldi og hann sjálfur hefði viljað fyrir sakir nokkurs heilsubrests sem hann hefur löngum átt við að glíma. Eiríkur er í eðlí sínu mikill gleðimaður, gæddur góðri kímni- gáfu sem vekur gleði og kátinu i kringum hann. Hann var mjög góður kennari og dáður af nemendum sínum. Sannaðist á honum hið fornkveðna; „Guð blessar glaðan kennara". Eirikur hefur alla tíð verið mjög vinsæll hjá starfsfólki og vistmönnum Kristneshælis, enda sérlega velviljaður og hjálpfús. Ég hef sjálfur haft náin kynni af þessari hlið hans, þar eð ég dvaldist um tólf ára skeið sjúklingur á Kristneshæli, jafn- framt því sem ég var aðstoðar- maður hjá honum á skrifstofunni annað veifið. Flyt ég honum nú og fjölskyldu hans alúðarþakkir fyr- ir hjálpsemi hans og vináttu allt frá okkar fyrstu kynnum. Það er og eigi ofmælt þótt sagt sé að hann hafi ætíð verið foreldr- um sinum systkinum, fósturfor- eldrum og fóstursystkinum ómet- anleg stoð og stytta. Eirikur er einlægur trúmaður og vel fróður um trúarleg efni. Hann var og er enn friður sýnum og af mörgum talinn glæsimenni, enda gæddur persónutöfrum. Ég tel Eirík G. Brynjólfsson gæfumann, bæði i einkalífi og störfum. Er þá auðvitað miðað við hvað maðurinn er, en ekki það, sem fyrir augað ber. A sjötugs afmæli þínu, Eirikur óskum við fjölmargir vinir þinir þér þess, að þér auðnist að halda ævilangt orku þinni, gleði og mannheill. Jón S. Jakobsson Fáið yður sæti Þægileg sæti, sem má raða upp eftir ástæðum og mynda sæti, stóla og sófa. Komið í verzlun okkar og fáið yður sæti.sem hæfir! HÚSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugavefli 13 Reykjavík simi 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.