Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGUST 1975 17 Hort og Suetin sigruðu í Brno Fyrir skömmu lauk í borginni Brno í Tékkóslóvakíu allsterku alþjóðlegu skákmóti, og urðu úrslit sem hér segir: 1.—2. Hort (Tékkóslv.) og Suetin (Sovétr.) 10,5 v., 3. Uhlmann (A-Þýzkal.) 9,5 v., 4.—5. Jansa (Tékkóslv.) og Taimanov (Sovétr.) 9 v., 6.—8. Spiridonov (Búlgarla), Vogt (A-Þýzkal.) og Schmidt (Pólland) 8,5 v., 9. Augustin (Tékkóslv.) 8 v. o.s.frv. Þátttakendur voru 16. Tékkneski stórmeistarinn V. Hort bætti þarna enn einni rós I hnappagatið, en síðan um ára- mót hefur hann stöðugt teflt á alþjóðiegum mótum. Sennilega hefur enginn stórmeistari teflt jafn mikið á þessum tíma, og sennilega hefur enginn náð jafn góðum árangri. Hér kemur ein af vinningsskákum Hort I þessu móti. Hvftt: Hort Svart: Nezkark (Tékkóslv.) Sikileyjarvörn 1. e4—c5, 2. c3 (Þannig má líka tefla gegn Sikileyjarvörn). 2. — Rf6, 3. e5 — Rd5, 4. d4 — Rc6, 5. Rf3 — cxd4, 6. cxd4 — d6, 7. exd6 (önnur leið er 7. Rc3 — dxe5, 8. dxe5 — Rxc3, 9. Dxd8+ — Kxd8, 10. bxc3 — h6, 11. Bb5 — Bd7 og hvítur hefur heldur betri möguleika í endataflinu). 7. — Dxd6, (Eða 7. — e6, 8. Rc3 — Rxc3, 9. bxc3 — Bxd6,10. Bd3). 8. Rc3 — e6, 9. Bd3 — Be7, 10. 0-0 —0-0, 11. Re4! (Hvítur flytur riddarann yfir á kóngsvænginn, þar sem hann er virkari). 11. — Dd8, 12. Rg3 — Rf6, 13. a3 — b6, 14. Hel — Bb7, 15. Be3 — Dd5, 16. De2 — Hac8, 17. Hadl — Hfd8, 18. Bc4 — Dd6, 19. Ba2 (Þessi staðsetning biskupsins er velþekkt I stöðum sem þess- ari. Nú heldur hann valdi á skálínunni a2 — g8, og getur eftir JÓN Þ. ÞÓR jafnframt brugðið sér til bl og beint geiri sínum gegn h7 reitn- um, ef á þarf að halda). 19. — Rb8, 20. Re5 — Bd5, 21. Bbl — Dc7, 22. Bd3 (Hvítur má ekki leyfa svörtum að leika Bc4). 22. — Db7, 23. f4 — g6, 24. f5! (Þetta peð verður svartur að drepa og þar með opnast línurnar hvítum i hag). 24. — exf5, 25. Bxf5 (Svartur má ekki taka biskupinn, 25. — gxf5 yrði svar- að með Rxf5 ásamt Bg5 og Df2 og svartur fær ekki varizt lengi). 25. — Rfd7, 26. Bh6 — He8, 27. Dg4 — Rxe5, 28. Hxe5 — Hcd8, 29. Hdel — Bc6, 30. Rh5 — Kh8, 31. Bg7 + ! — Kg8, 32. Bf6! (Vinnur lið með sterkri sókn). 32. — Bf8, 33. Bxd8 — Hxd8, 34. Dh4 — Dc7, 35. d5 — Bb5, 36. a4 — Rd7, 37. Bxd7 — Bxd7, 38. Rf6+ — Kg7, 39. Rxd7?? (Hort var hér í miklu tima- hraki og missir nú af einfaldri vinningsleið: 39. Dxh7+ — Kxf6, 40. Dh8+ — Bg7, 41. Dh4-I---g5, 42. Dxg5 mát). 39. — Dxd7, 40. Khl (Hér fór skákin I bið. Hvita sóknin hefur fjarað út, en liðs- yfirburðir hvíts tryggja honum unnið tafl. Vinningurinn er þó tafsamur og úrvinnslan krefst nákvæmrar taflmennsku. Takið eftir því, hvernig hvítur eykur smámsaman þrýstinginn á f7 reitinn, unz hann telur sig reiðubúinn að „ýta“ frípeðinu). 40. — Bd6, 41. H5e2 — Hc8, 42. Dd4+ — Kg8, 43. b3 — h5, 44. De4 — Kh7, 45. Hfl — Kg8, 46. Hef2 — He8, 47. Dc4 — Hf8, 48. He2 — Hc8, 49. Dd3 — He8, 50. Hef2 — Hf8, 51. g3 — De7, 52. He2 — Dd7 53. Df3 — He8, 54. Hef2 — Hf8, 55. Df6! — Bc5, 56. Hd2 — Bd6, 57. Hd3 — He8, 58. Hdf3 — Hf8, 59. Kg2 — Dc7, 60. Hc3 — Dd7, 61. Hc6 — Bc5, 62. Df3 — Bd6, 63. De4 — Kg7, 64. Hf3 — Hd8, 65. b4 — Kg8, 66. b5 — Bb8, 67. Hcf6 — Hf8, 68. d6! — He8, 69. Dd5 — He2+, 70. Kgl — De8, 71. d7 og svartur gafst upp. CUDO AÐRIR Mun meira af þéttiefni — þrælsterku T erostat, sem ekki þarf að verja sérstaklega. T erostat hefur, skv. prófunum, mestu viðloðun og togkraft, sem þekkist. Álramminn er efnismeiri og gerð hans hindrar að ryk úr rakavamarefnum falli inn á milli glerja. Álrammamir era fylltir rakavarnarefnum allan hringinn — bæði fljótvirkandi rakavamarefni fyrir samsetningu og langvarandi, sem dregur í sig raka, sem getur myndast við hitabreytingar. Yfirleitt mun minna af þéttiefni, vegna rúm- frekari ramma úr þynnra áli. Aðeins 2 hliðar rammans fylltar með einni gerð rakavamar- efnis. Minni viðloðun þéttiefnis, sem þarf að verja sérstaklega gegn utanaðkomandi efna- fræðilegum áhrifum. Við trúum því, að verðmæti húseignar aukist með tvöföldu Cudogleri. Hvort sem þú byggir fyrir sjálfan þig, aðra eða byggir til að selja, þá hækkar verðgildi byggingarinnar við ísetningu glers frá framleiðanda, sem aðeins notar Terostat þéttiefni, sparar hvergi til við samsetningu glersins, og gefur 10 ára ábyrgð á framleiðslunni. Þess vegna borgarðu heldur meira fyrir Cudogler — þú ert að fjúrfesta tilframbúðar. "VIÐERUM REYNSLUNNIRÍKARI” Skúlagötu 26 Sími 26866 ICUDO-II GLERHHjl argus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.