Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGUST 1975 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna | Verzlunarfyrirtæki í hjarta miðbæjarins óskar eftir að ráða nú þegar stúlku til vélritunar, símavörzlu og bókhalds. Umsækjendur vinsamlegast sendi viðeigandi upplýsingar til Mbl. merktum „2835". Atvinna óskast Ungur fjölskyldumaður í Reykjavik sem er skriftvélavirki og vanur viðgerðum á alls kyns smátækjum óskar eftir atvinnu, má vera utan Reykjavíkur (hefur einnig meiraprófsréttindi til aksturs bifreiða). Tilboð er tilgreini laun og starfslýsingu óskast send Mbl. fyrir 1 5.8. merkt: „Atvinna — 5112". Útkeyrslu og lagerstörf \ Viljum ráða röskan og ábyggilega mann til aðstoðar við útkeyrslu og lagerstörf. Uppl. um starfið eru gefnar í skrifstofunni að Laugavegi 13, kl. 15 —16 n.k. þriðju- dag 5. þ.m. Kristján Siggeirsson h. f., húsgagnaverz/yn. Viðgerðarmaður Óskum að ráða nú þegar laghentan við- gerðarmann til daglegs viðhalds hótels- ins. Umsóknareyðublöð liggja frammi í gestamóttöku hótelsins og skal þeim skil- að eigi síðar en 6. þ.m. Hótel Esja, Suðurlandsbraut 2. Ráðskona óskast Óska að ráða ráðskonu á sveitaheimili til heimilisstarfa til eins árs eða skemur. Uppl. í síma 37558 — 82701 á þriðjudag. Barna- og Gagnfræðaskóla Eskifjarðar vantar kennara í iþróttum, íslensku, stærðfræði og eðlis- fræði. Auk þess vantar almennan barna- kennara. Húsnæði er fyrir hendi, á góð- um kjörum. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma (97)- 61 82 og bæjarstjóri í síma (97)-6175. Kennarar Tvo kennara vantat við barna og ungl- ingaskóla Búðardals fyrir n.k. skólaár. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 95- 2151 eða formaður skólanefndar í síma 95-2123. Skólanefnd. Handlaginn maður Stofnun ! Reykjavik óskar að ráða mann sem fyrst til að annast ýmis konar aðstoðar- og þjónustustörf við skrifstofu sina. Viðkomandi aðili þarf að hafa góða þekkingu á meðferð bifreiða og minniháttar viðhaldi þeirra. Þarf einnig að geta annazt minniháttar viðhald á skrifstofu og ýmsa skylda þjónustu ásamt öðrum fastaverkefnum, sem viðkomandi starfsmanni yrðu falin. Upplýsingar sem innihalda nafn, heimili sima, aldur og fyrri störf séu sendar auglýsingaafgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 1 0. ágúst merkt „Handlagni — 2831". Gjaldkeri Starf gjaldkera hjá Rafveitu Hafnarfjarðar er laust til umsókn- ar. Laun samkvæmt kjarasamningi Hafnarfjarðarkaupstaðar við Starfsmannafélag Hafnarfjarðarkaupstaðar. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað fyrir 23. ágúst n.k. til Rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar. Laust embætti er forseti fslands veitir. Prófessorsembætti i vélaverkfræði við verkfræðiskor, verkfræði- og raunvisindadeildar Háskóla íslands er laust til umsóknar. Fyrirhugað er að rannsóknir og aðalkennslugreinar verði á sviði vélhluta- og burðarþolsfræði. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst n.k. Laun skv. launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsækjendur um stöðu þessa skulu láta fylgja umsókn sinni itarlegar upplýsingar um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuneytið 23. júli 1975. Vélritun — símavarsla Innflutningsfyrirtæki óskar að ráða 2 stúlkur til starfa sem fyrst. 1. Vélritun og skjalavarsla. Góð enskukunnátta og færni í vélritun nauðsynleg. 2. Símavarsla Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist Morgunblaðinu fyrir 8. ágúst n.k. merkt 1. september 2756. Afgreiðslustarf Óskum að ráða ungan mann 19— 25 ára til afgreiðslu og lagerstarfa. Fram- tíðarvinna. Fálkinn, Suðurlandsbraut 8, sími 84670. Ritari óskast Ritari óskast hálfan daginn (kl. 13.00—17.00). Snyrtimennska og góð vélritunarkunnátta áskilin. Umsókn um menntun og fyrri störf sendist Mbl. merkt Ritari — 2833. Öllum umsóknum svarað. Afgreiðslustarf Óskum að ráða afgreiðslumann, helst vanan, í varahlutaverslun okkar sem fyrst. Skriflegar umsóknir ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf sendist verslunarstjóra fyrir 14. ágúst. Upplýs- ingar ekki gefnar í gegnum síma. é Austin Jaguar Morris Rover 1 Triumph P. STEFÁNSSON HF. Hvarftagata 103, Raykiavtk, laland. aknl 23911. talaa 2151. P WDRWJT Hjúkrunarkonur Hjúkrunarkonur óskast til starfa við hinar ýmsu deildir St. Jósefsspítalans Reykja- vík. Fastar kvöld- eða næturvaktir koma til greina. Einnig er um hlutavinnu að ræða. Uppl. veitir starfsmannahald. Gangbrautavörður Starf gangbrautarvarðar við Snælands- skóla í Kópavogi er laust til umsóknar. Hér er um heilsdagsstarf í 9 mánuði ársins að ræða. Umsóknir berist fyrir 13. ágúst n.k. til fræðsluskrifstofu Kópavogs, Digranesvegi 10, sími 41863. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar um starfið. Fræðslustjórinn í Kópavogi. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilkynningar Frá Byggingasamvinnufélagi Kópavogs Fyrirhuguð er stofnun byggingarflokks um byggingu fjölbýlishúss sem félagið hefur fengið úthlutað lóð fyrir. Þeir félags- menn sem áhuga hafa á þátttöku þurfa að sækja um fyrir 10. þ.m. Tekið verður á móti umsóknum á skrifstofu félagsins að Lundarbrekku 2 frá þriðjudegi 5. þ.m. til föstudags 8. þ.m. frá kl 5—7 síðdegis og laugardaginn 9. kl. 3 — 7. Stjórnin. Evrópuráðið býður fram styrki til handa kennurum til að sækja námskeið í Sambandslýðveldinu Þýzkalandi á tíma- bilinu ágúst 1 975 til janúar 1 976. Nám- skeiðin standa að jafnaði í eina viku, og eru ætluð kennurum og öðrum er fást við framhaldsmenntun kennara. Umsækj- endur þurfa að hafa gott vald á þýsku. Umsóknir skulu hafa borist Menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 15. ágúst. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 31. júlí 1975. Evrópuráðið býður fram styrki handa kennurum til að sækja stutt nám- skeið í Austurríki á tímabilinu september 1975 til apríl 1976. Námskeiðin standa að jafnaði í eina viku, og eru ætluð kennurum í iðnskólum og tækniskólum, og þeim er fást við menntun slíkra kenn- ara. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á þýskri tungu. Umsóknum skal skilað til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 20. ágúst. Nánari upp- lýsingar og umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 31. júlí 1975.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.