Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGUST 1975 Tímablll Apollos or loklð Nytl timabii i kiöttar handtaks i gelmnum Bandarisku geimfararnir hringja f eiginkonur sfnar: Slyton, Stafford og Brand. SÍÐAN sameiginlegri geimferð ApoIIos og Soyuzar lauk hafa opinberir talsmenn f Bandaríkjunum og Sovétríkj- unum keppzt við að lýsa yfir að geimfararnir hafi markað upphaf nýs tímabils alþjóðlegrar samvinnu á sviði geimvfsinda með sögulegu handtaki f geimnum. 1 fyrsta skipti hafa bandarfskt og sovézkt geimfar verið tengd saman á braut og f fyrsta skipti hafa bandarískir og sovézkir geimfarar hitzt og starfað saman f geimnum. Svo rækilega hefur ferðin verið auglýst að heita má víst að hún verði talin með merkari atburðum aldarinnar. Henry Kissinger utanríkisráðherra sagði að ferðin hefði verið „táknræn fyrir það sem hefði áunnizt í samskiptum Bandarfkjanna og Sovétríkjanna.“ Sovézk blöð tóku f sama streng og vitnuðu með velþóknun f orð hans og ýmsar yfirlýsingar frá mörgum löndum þess efnis að vonandi leiði ferðin til samvinnu í geimnum og á fleiri sviðum. Áður hafði háttsettur starfsmaður sov- ézku geimferðaáætlunarinnar sagt að ferðin væri árang- ur friðsamlegrar sambúðar og „þrotlauss starfs“ Leonid Brezhnevs flokksleiðtaga. Hann minntist ekki á aðra sovézka ráðamenn í því sambandi og talið er víst að ferðin treysti Brezhnev í sessi. Sérfræðingar hafa látið í ljós ánægju með vísindaleg- an árangur ferðarinnar: tenginguna sem tókst tæknilega vel og tækin sem voru notuð við hana og athuganir sem voru gerðar á fjarlægum reikistjörnum og ljósmyndir sem voru teknar af stöðum á jörðu niðri. Þeir segja að bandarfsku geimfararnir hafi fundið reikistjörnu, sem kunni að vera hundrað sinnum heitari en sólin, með stjörnukfki sem hefur ekki verið áður notaður f geimn- um og er ekki hægt að nota á jörðu niðri. Hann er sérstaklega smfðaður til athugana á uppsprettum út- fjólublárra geisla utan sólkerfisins og vísindamenn telja að hér með kunni bandarfsku geimfararnir að hafa innleitt nýja grein f stjörnufræði er geti afhjúpað nýja leyndardóma. Sameiginleg ferð Appollos og Soyuzar markaði enda- lok „ApolIo-tfmabilsins“ því að með henni lauk notkun Apollo-geimskipanna sem fluttu menn í fyrsta skipti til tunglsins, alls sex sinnum, og til vísindastöðva á braut um jörðu. Sfðan fyrsta Apollo-farinu var skotið á loft 1968 hafa verið farnar 14 mannaðar geimferðir, vega- lengdin sem var farin í sfðustu ferðinni var 3,5 milljón mílur en vegalengdin sem Apollo-förin hafa farið alls er um 92 milljónir mflur sem er álíka mikil vegalengd og frá jörðunni til sólarinnar. Alls hafa menn dvalizt um borð f Apollo-förum f geimnum f 20.000 klukkustundir. Hið sögulega handtak f geimnum, Leonov og Stafford skiptast á gjöfum og kveðjast. Frá tengingunni: Apollo nálgast Soyuz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.