Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGUST 1975 Dagurinn veitti honum mikla ánægju, en tók mjög á krafta hans. Hann var að þrotum kominn. Tveimur mánuðum síðar var hann fluttur i sveitasetur Melchior- fjölskyldunnar, og þar andaðist hann 4. ágúst. Daginn áður var hann sæll o'g róleg- ur og iaus við allar þjáningar, og hægt og friðsamlega hvarf önd hans úr viðjum líkamans. Jarðarförin fór fram 11. ágúst frá Maríukirkjunni í Kaupmannahöfn a við- stöddu gifurlegu fjölmenni. Hún endur- speglaði stöðu hans í lífinu. Engir ættingjar fylgdu honum til grafar,- því að hann átti ekki neina. Næst kistunni sátu konungurinn og krónprinsinn og persónu- legir vinir hans ásamt fjölda erlendra sendiherra, danskir ráðherrar og sendi- nefndir frá Odense og Kaupmannahöfn. 1 kórnum stóðu stúdentar með fána og með- fram veggjunum fulltrúar fjölmargra félagasamtaka. Vinir báru kistuna úr kirkju, en stúdentarnir gengu næst á eft- ir. Engin fjölskylda syrgði hann, en öll Danmörk. I höfninni og nágrenni hennar flaggaði hvert skip í hálft mastur. Ofangreint er sótt í danska tímaritið „Danish Journal“, sem gefið er út af danska utanríkisráðuneytinu, og er þetta hefti eingöngu helgað minningu H.C. Andersens. Þetta var meginefni fyrstu greinarinnar, sem er eftir Bo Grönbech, dr. phil., en hann hefur gefið út nokkrar bækur um H.C. Andersen og verk hans. Næsta grein i ritinu er eftir Dr. Elias Bredsdorff og nefnist hún: H. C. Ander- sen — hvernig var hann? Greinin er mjög ítarleg, en hér skulu raktir nokkrir kaflar hennar. — Undirfyrirsögn er þannig: Lff hans var ekki hið fagra ævintýri, sem hann vildi svo gjarna vera láta. Og það var heldur ekki eins sorglegt og hann reyndi stundum að sannfæra sjálfan sig um. En það er undarleg og hrífandi saga um undarlegan og merkilegan sérvitring, sem átti tungumál, sem reyndist almennt skiljanlegra en mál nokkurs annars rit- höfundar. Danski bókmenntafræðingurinn Georg Brandes, sem með snilldarlega skil- greindu mati sínu á náðargáfu H.C. Andersens sem rithöfundar 1869 hafði innilega glatt Andersen sjálfan, lýsti honum þannig í bréfi til norska skáldsins Björnstjerne Björnson eftir að hafa lesið nokkur bréf Andersens, sem gefin voru út að honum látnum, að „hann hefði alveg gjörsamlega verið uppfullur af sjálfum sér og ekki haft nokkur einustu andleg áhugamál." Hversu stór sem mönnum kann að virðast þessi orð, þá eru þau þó ekki með öllu óréttmæt. Alla ævi sína hafði Hans Christian Andersen feikilegan áhuga á einu fyrst og fremst — og það var Hans Christian Andersen. Hann hafði alla tfð brennandi þörf fyrir aðdáun og lof, og hin fræga hégómagirnd hans var að veru- legu leyti barnslegur skortur á hæfní til aJ dylja gleði sína yfir að öðlast lof og frægð. Dagbækur hans og bréf eru full af sögum um útlendinga erlendis, sem spurðu hann, þegar þeir heyrðu, að hann væri Dani, hvort hann þekkti H.C. Ander- sen, og í hvert sinn þótti honum jafn- gaman að lýsa viðbrögðum þeirra, þegar hann skýrði frá þvf, hver hann væri. Vinur hans segir frá því, er Andersen hafði séð mann, er hann þekkti, hinum megin á götunni, er hann var á gangi í Kaupmannahöfn eitt sinn, hafi hann gengið yfir götuna til hans og sagt: „Nú eru þeir farnir að lesa sögur mír.ar á Spáni, jæja,verið þér sælir!“ Mörg af beztu verkum Andersens eru einnig fyrst og fremst um hann sjálfan ekki aðeins hinar sex skáldsögur hans, heldur og ævintýrin og sögurnar. Hann er hermaðurinn í „Tindátinn staðfasti". Hann er hin næma prinsessa, sem getur fundið fyrir einni baun gegnum tuttugu dýnur og tuttugu dúnsængur. Hann er stúdentinn f „Blómum Idu litlu“. Hann er hafmeyjan f „Litlu hafmeynni", utan- garðsveran sem kemur upp úr djúpunum og var aldrei litin réttu auga f hinni nýju veröld, sem hún fluttist i. Hann er litli drengurinn, sem sá, að keisarinn var ekki f neinum fötum. Hann er skáldið f „Brellna drengnum", sem verður fyrir örvum Amors. Hann er gamla eikartréð, sem er ófært um að njóta augnabliksins og er alltaf annað hvort að hugsa með sökn- uði til hins liðna eða vonast til einhvers betra f framtíðinni. Hann er garðyrkju- maðurinn í „Garðyrkjumanninum og óðalsbóndanum" o.s.frv. o.s.frv. Andersen hefur, eins og Hans Brix sagði eitt sinn, skrifað fleiri sjálfsmyndir en Rembrandt málaði nokkurn tfma. Gagnrýnendurnir kölluðu það að vera gagntekinn af sjálfum sér. En hann kallaði það að vera persónu- legur og segir f dagbók sinni: „Það getur aldrei verið rangt af skáldi að vera per- sónulegt, því að það i sjálfu sér ber vott um, hversu mikill skáldskapur býr f þvf.“ Andarsen 1867. Deilur hans við suma hinna dönsku gagn- rýnenda hans fyrr á árum, sérstaklega við C. Molbech nokkurn, snerust um það, að þeir vildu, að hann skrifaði, eins og þeir skrifuðu. Hann skrifaði í dagbók sfna 27. marz 1834: „Leyfið mér að fylgja mfnu eigin eðli. Af hverju verð ég að tölta samkvæmt tfzkunni? Ef göngulag mitt er álappalegt, nú, þá er það minn eðlilegi háttur, er ég geng. Ef hann (Molbech) finnur ekki hnetur á mfnu tré, heldur epli, þá er það ekki þar með sagt, að mitt tré sé ómögulegt." Þjóðfélagslegur utangarðsniaður. Allt sitt lif var H.C. Andersen utan- garðsmaður, og ein af meginskýringunum á eðli hans er einmanakennd hans. Hinn eirðarlausi, gamli piparsveinn, sem aldrei tókst að eignast ergið heimili, bjó í hótel- herbergjum, i gestaherbergjum annars fólks eða í bezta faili í tveimur sam- liggjandi herbergjum sem hann tók á leigu með húsgögnum í Kaupmannahöfn. Það er engum vafa undirorpið, að hann myndi hafa viljað eiga sitt eigið heimili. A jóladag 1865 skrifaði hann frá dönskum herragarði, þar sem hann dvaldist, til auð- ugs og örláts vinar sins í Kaupmannahöfn: „Það er ánægjulegur og yndislegur hlutur að eiga heimili eins og þér eigið. Sá skilur það bezt, sem ekkert heimili á sjálfur og er einmana farfugl, sem má þakka fyrir að finna skjól undir vinalegu þaki.“ Þjóðfélagslega var Andersen einnig utangarðsmaður, eins og hann ávallt fann mjög fyrir. Hin auðsveipna aðdáun hans á konungafólki, undirgefni hans gagnvart prinsum og hertogum var örugglega bund- in þeirri staðreynd, að hann væri sonúr fátæks skósmiðs og þvottakonu og að hann var fæddur á timum einveldis, þegar kon- ungar voru enn álitnir ofurmannlegir. Konungar voru yfir gagnrýni hafnir, hvað Andersen snerti, en hann vildi alltaf láta í þessu húsi f ÓSinsvéum er Andersen fæddur. sem svo, að hann hefði meiri mætur á sálum þeirra en kórónum. Næturgalinn talar röddu Andersens i „Keisaranum í Kína“, þegar hann segir: „Ég elska hjarta þitt meira en kórónu þina, og þó er eitt- hvað heilagt yfir henni Iíka.“ Afstaða Andersens til þeirra, sem töld- ust til yfirstéttanná, var miklum mun blendnari. Vissulega líkaði honum það vel að vera aufúsugestur hjá dönsku yfir- stéttarfólki, en hitt er jafnrétí, aðþað var oft það, sem stærði sig af Andersen, enx ekki hann af þvi. Það er ekki of mikið sagt, að Andersen hafi haft rótgróna, já- kvæða andúð á hefðarfólki. I huga hans var það tengt drambi, eigingirni og heimsku. Þessi afstaða til hefðarfólks af bláu blóði kemur fram í mörgum verka hans. Þegar hann var gestur Moltke greifa á herragarðinum í Glorup i júní 1850, skrifaði hann í dagbók sína um framkomu einhverra annarra gesta: „Það er ömur- legt að hiusta á tómleika hefðarfólksins, heyra það setja lög ákveðið og óhikað um allt af heimsku og fáfræði.“ Hann var bæði-undrandi og leiður, er hann hitti þýzkt „leyndarráð" f Dresden 1854, þegar maðurinn, sem „virtist hafa mikinn áhuga á hefðarfóiki, heyrði Svinahirði minn, og varð forviða yfir hinni hræðilegu háðs- ádeilu, eins og hann kallaði ævintýrið". í marz 1867 skrifar hann, að viss dönsk greifynja hafi sagt sér, að margt fólk væri undrandi yfir þvf, „að ég, sem um- gengist fólk af æðstu stigum, skyldi geta hafa skrifað aðra eins sögu og „Son dyra- varðarins". Meðal spakmæla hans, sem gefin voru út að honum látnum, er að finna þetta: „Það er enginn annar sannur aðall til en aðall sálarinnar, og þegar fram líða stundir, munu þjóðhöfðingjarnir velja sína helztu menn úr honum. I Danmörku merkir aðall Tordenskjold, Bartholin, Griffenfeld, Tycho Brahe, Örsted, Thor- valdsen . .. Flestir hinna „göfugu ætta“ eru ekki annað en skjaldsveinar aðals sálarinnar. Þeir eru ekkert annað en matur til sýnis, algjörlega bragðlaus.” f fórum Andersens fannst uppkast, sem hét „Hvaða iðngildi er frægast?" og þar er þessi kafli: „Ég held því fram, að Iðngildi skósmið- anna sé frægast, af þvi að ég er skósmiðs sonur. Fyrir alla muni látið hin gildin öll, trésmiðanna, járnsmiðanna, klæðsker- anna, úrsmiðanna ... senda málsvara sina til að sýna fram á, að frægð þeirra sé meiri en skósmiðanna. Phidias og Ahasverus, Hans Sachs, skósmiðurinn! ... Örn er í skjaldarmerkjum konunga. Skósmiðirnir hafa lfka örn og það meira að segja með tveim höfðum, og enginn hefur enn gert neina athugasemd við það. Ekki hefur verið skrifað jafnmikið um neina hefðar- fjölskyldu og ritað hefur verið um Gyðing- inn gangandi, skósmiðinn. Hann lifir í sögum og söngvum og er ódauðlegur. Frá Nurnberg, frá tfmum Meistarasöngvar- anna, stafar ljóma af nafni Hans Sachs, skósmiðsins. öld okkar hefur veitt hverri starfsgrein sinn eigin rétt, hverjum manni er frjálst að tjá hugsanir sinar. Orðið „göfgi“ skírskotar til alls, sem er frábært, hvort sem það gerist við plóginn, i verk- stæðinu, í vísindum eða listum. Það hefur verið sagt. Það hefur verið skrifað. En nú skulum við halda okkur við verkstæði skósmiðsins. Ég, sem þessar línur rita, fæddist þar.“ Andersen gerði sér vel ljóst hið mein- lega við það, að hann, sem í rauninni fyrirliti „aðal hins bláa blóðs" og trúði á „aðal sálarinnar", skyldi una sér svo vel og eyða svo miklum tíma hjá dönsku hefðarfólki í hinum fögru herragörðum þess og höllum. Vandi hans var vandamál álfsins í sögunni um álfinn og kaupmann- inn, en hann gerði sér ljóst, að hann unni fátæka stúdentinum í þakherberginu og þar ætti hann heima. En svo fór hann að hugsa um annað, áður en hann færi upp: Andersen 1874. Ljósmynd Georg E. Han- sen. „Ég get samt ekki yfirgefið heimili kaup- mannsins — vegna rjómans og smjörsins,” og sögunni lýkur á heimspekilegan hátt: „Það var alveg eins og um mennina. Við verðum líka að fara til kaupmannsins eftir smjöri og rjóma.“ Andersen heimsótti vini sfna i yfirstétt- inni vegna „rjómans og smjörsins", en hann unni þeim ekki. En þó haýðí þsfrfj slitnað úr tsngsium við þá þjóðfélagsstétt, 'sem hann kom frá, og ef hann rakst skyndilega á úrhrök þjóðfélagsins, gat hann orðið skelfingu lostinn. Hann ritaði í dagbók sina 26. júni 1850: „Oþrifalegur umrenningur stóð nálægt brunninum og ég hafði það á tilfinningunni, að hann vissi hver ég væri og vildi segja mér eitt- hvað óskemmtilegt, eins og að ég væri úrhrak, sem hefði komizt í æðri stétt.“ Skortur á konuást Þó að hann yrði ástfanginn af nokkrum konum, giftist hann aldrei, og þrátt fyrir það að hann þráði að eignast eigið heimili, hefur hann sennilega fundið það, að sér myndi reynast erfitt að lifa lífi ráðsetts og gifts manns. Þvi hefur stundum verið haldið fram, að hann hafi í rauninni verið kynvillingur, og að ást hans á Riborg Voigt, Louise Collin, Jenny Lind o.s.frv. hafi verið hrein látalæti, nokkurs konar gluggatjöld til að draga fyrir sannleikann um eðlið rétta á þeim tímum, sem litið var á kynvillu al- mennt með hryllingi og viðbjóði. I þessu sambandi vil ég aðeins draga fram eina staðreynd, sem mér finnst vega þungt á metunum, en hún varðar Edvard Collin, mann, sem þekkti Andersen betur en nokkur annar og hafði þekkt hann frá unglingsárum þeirra. Hjalmar Helweg, prófessor í sálarfræði, sem ritað hefur ftarlega um H.C. Andersen frá sjónarmiði sinnar fræðigreinar, segir svo: Edvard Collin var vel gefinn maður, sem þekkti Andersen mjög náið. Ef nokkur minnsti grunur hefði leikið á því, að Andersen væri kynvilltur, er alveg óhugsandi, að Collin — á þeim timum, sem kynvilla var álitin fyrirlitlegur löstur og ekkert annað en fyrirlitlegur löstur — hefði leyft hinum unga syni sínum að ferðast um alla Evrópu sem eini ferða- félagi Andersens. Andersen var i svo nánu vinfengi við Collins-fjölskylduna, að hún hefði ekki getað komizt hjá þvi að verða vör við eitthvað tortryggilegt, ef hann í rauninni hefði verið kynvilltur og lotið sfnu eðli. En slik tortryggni var ekki til.“ Það eru margar sannanir þess i dag- bókum Andersens (sem nú hafa verið gefnar út i heild sinni í fyrsta sinn), að hann hafi haft holdlegar fýsnir til hins gagnstæða kyns, en einnig hins, þvi að einlægni og hreinskilni dagbókanna gerir það nær öruggt, að hann hafi aldrei haft kynferðisleg mök við aðra persónu. Hér skulu aðeins tilfærð nokkur dæmi úr dagbókunum frá 1834 í Napoli: „19. febrúar. Þegar rökkvaði, var ég umkringdur af ástamöngurum, sem vildu útvega mér bella donna. Ég finn, að lofts- lagið hafur áhrif á blóð mitt, ég fékk ákafa holdlega löngun, en stóðst freist- inguna. 21. febrúar. Ég fékk ekki frið til að skoða Vesúvíus fyrir ástamöngurum, tíu eða tólf ára drengur elti mig endilanga götu til að lýsa fyrir mér frábærlega fallegri stúlku. það vakti hjá mér miklar fýsnir, en ég stóðst freistinguna eigi að siður. Ef ég kemst heim án þess að glata hreinleika minum, missi ég hann aldrei. 26. febrúar. (Eftir að hafa verið boðin þrettán ára stulka, sem „hafði aðeins þennan mánuð verið á holdsins vegurn") Guð! Leiddu mig til þess, sem er bezt og skynsamlegast. Ég lit ekki á þessa full- MORGUNBLAÐIÐ, SÚNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1975 25 Riborg Voigt, æskuást Andersens Sumir segja að til hennar hafi hann ort Ijóðið „Min tankesTanke". nægingu sem synd, en mér finnst það andstyggilegt og hættulegt með slíkum manneskjum og ófyrirgefanleg synd gagn- vart saklausum stúlkum." Ég held, að Andersen hafi verið hræddur við kynmök og einnig við hugsanlegar afleiðingar þeirra. Þegar hann var staddnr f Locie f Sviss í ágúst i»33, skrifaði hann í dagbók slna: „Ég heimsótti hæli fyrir foreldralaus börn, sem Marianne Calame stofnaði. Þarna voru mörg sérstaklega falleg börn. Ef til vill eru feður sumra þeirra vell- auðugir eða voru ungir ferðamenn, sem áttu daðurstundir inn milli fjallanna, og nú urðu hin ógæfusömu börn, sem fæddust vegna þess í heiminn, að líða fyrir það. Þau sungu hjartnæma söngva fyrir okkur, svo að ég táraðist. I hjarta mér lofaði ég Guði að fifla aldrei neina manneskju og valda því þannig, að svo ógæfusöm börn þyrftu að fæðast.“ Mörgum árum síðar skrifaði hann í dag- bók sina á herragarði í Bregentved, 1842: „Holdlega sinnaður, allt að því dýrsleg ástrlða ólgar I blóði mlnu, villt löngun eftir konu til að kyssa og faðma, nákvæm- lega eins og þegar ég var suður I löndum." Að svo miklu leyti sem treysta má dag- bókunum, var það I París 1866, 1867 og 1868, sem Andersen komst næst því að „syndga“, þegar hann fór nokkrum sinnum með dönskum ferðafélögum sinum i vændishús til að horfa á naktar stúlkur. Eftir eina slíka heimsókn skrifar hann: „Ég fór þaðan fullkomlega saklaus, en hafði talað alllengi við unga stúlku, sem ég kenndi I brjósti um og sem var undrandi yfir þvi, að ég vildi ekki neitt annað en að tala við hana.“ Árið 1868, þegar hann var I París með Einari Drewsen, systursyni Edvards Collins, fóru þeir í vændishús, „þar sem ég aðeins talaði við Fernanda, litla, tyrkneska stúlku, meðan E. skemmti sér. Hún var laglegust þeirra allra. Við töluðum um Konstantinópel, fæðingarborg hennar, um ljósadýrðina þar á fæðingardegi Múhameðs. Hún vildi endilega faire l’amour, en ég sagði henni, að ég hefði aðeins komið til að tala og ekkert annað. „Komið fljótt aftur," sagði hún, „en ekki á morgun þvi að þá á ég fri.“ Aumingja stúlkan!” Það er eitthvað frábærlega sakleysislegt yfir Andersen gamla, þar sem hann heldur uppi kurteisislegum samræðum við nakta vændiskonu i frönsku pútna- húsi. Hann var of hræddur til að ganga lengra en það. Og hann varð ókvæða við, þegar læknir hans, sem var andstæðingur kynferðilegs- bindindis, skaut því að hon- um, að það kynni að vera góð hugmynd, „að hann heimsækti konur á laun“. — „En hvað þeir dæma mig ranglega! “ skrifaði hann i dagbókina. (Jtlitið var honuni andstætt Ein af ástæðunum, en þó engan veginn eina ástæðan til þess, að Andersen giftist aldrei, kann að hafa verið hið óvenjulega og að því er mörgum samtfmamönnum hans fannst greinilega óaðlaðandi útlit. Sjálfur var hann sér þess alltaf mjög með- vitandi, að útlitið væri honum andstætt. Eins og hans eiginn ljóti andarungi, var hann „afbrigðilegur”. Hann var svo hár vexti, að á námsárum sinum gekk hann undir nafninu „langi Andersen". Þýzki rithöfundurinn Chamisso kallaði hann 1831 „þvengjalengju Danann". En það, sem olli honum mestu hugarangri, var, að hann var talinn ófríður. Frá Florence skrifaði hann þannig dönskum vini sínum 9. apríl 1834: „Oft hugsa ég sem svo: ef ég aðeins væri laglegur eða ríkur og hefði svolítið em- bætti af einhverri tegund, þá myndi ég Jenny Lind, „sœnski nsturgalinn". And- ersen kynntist henni fyrst 1840. Tékkneski málarínn Cyril Bouda mynd- skreytir þannig „Nýju fötin k.eisarans" (1956). Ljósmynd Wellers af Andersen 1865. kvænast, ég myndi vinna, eta og leggjast loks niður í kirkjugarð — en hvað það yrði skemmtilegt líf. En þar sem ég er ljótur og mun alltaf verða, vill vesalings engin giftast mér, því að þetta er það, sem stúlkurnar sækjast eftir ™ J)a5 er alveg rétí iíjá peim. Þvi mun ég verða að standa einn allt mitt lif eins og einmana þistill og þola aðkast, þvi að það varð hlutskipti mitt að hafa þyrna." Sú staðreynd, að Andersen sjálfur hafi fundið sárt til þess, hve ófríður hann var, kemur einnig ljóslega fram af eftirfarandi sögu, sem danski Ieikarinn William Bloch hefur sagt, en hann þekkti H. C. Andersen vel á efri árum hans: „Kvöld nokkurt hitti Ludvig Phister, hinn kunni danski leikari, H. C. Andersen í Konunglega leikhúsinu og sagði við hann: „Hamingjan góða, herra Andersen, mikið þykir mér alltaf gaman að sjá yður. Þér misvirðið það ekki við mig, þótt ég segi yður, að sem unglinngur hafið þér ekki verið sérlega friður, en hvilík ánægja að sjá þá breytingu, sem hefur átt sér stað: nú eruð þér alglegur." Andersen svaraði reiðilega: „Hvernig getið þér, sem ég hef talið skynsaman og gáfaðan mann, látið yður detta það í hug, að ég myndi trúa því, sem þér eruð að segja? Ég veit það ósköp vel, að ég er ljótur en ekki laglegur, en þér ættuð þó að minnsta kosti að virða það við mig, sem er virðingar vert, en ekki að gera grín að mér upp i opið geðið á mér. Nú hafið þér eyðilagt kvöldið fyrir mér. Þakka yður kærlega fyrir — ég ætla að fara heim núna.“ Phister var ekki einn um að andmæla hinum almenna dómi, að Andersen væri ljótur. Kristian Zahrtmann Iistmálari skrifar í endurminningum sinum um Andersen: „Fólk ætti að segja, að hann hefði sterkan og fallegan svip. En það var orðin venja að telja hann ljótan, og þess vegna varð það að vera svo. Siðar á ævinni, þegar hann var orðinn laus við hinar löngu, fölsku tennur, tók höfuðið á sig einstaklega fallega lögun, en fyrir þvi var fólk almennt blint." Og Edvard Brandes, sem þekkti Andersen vel sem ■skinn mann, minntist I grein um hann á hið „stórkostlega höfuð“. Margar ljósmyndir voru teknar af Andersen, en sjaldan var hann ánægður með árangurinn. I Dresden skrifar hann i dagbók sína 22. máí 1854: „Var rekinn til á láta taka mynd af mér, sat þrisvar fyrir og leit svo út eins og hnetukjarni." Þegar hann sat fyrir hjá danska myndhöggvar- anum H. V. Blissen 1864, sagði listamaður- inn honum, að Drottinn hefði tekið sér tima til að gera höfuð hans sérstæðara en annarra manna. Erlendis átti fólk, sem ekki þekkti hann, það til að hlæja að honum. Þegar Andersen kom úr heimsókn til Gautaborgar 1871, skrifaði hann í dag- bókina, að „þarna var auðvirðilegt fólk, sem virtist glápa á mig og ekki lika útlitið, og það hló, eins og hlegið var að mér I Granada. Mér leið illa út af þessu, þó að þetta fólk í Svíþjóð liti út eins og soðnar kartöflur." William Bloch lýsir útliti Andersens gamla, eins og hann minnist hans, á þessa leið: „Hann var langur og mjór, undarlegur og afkáralegur í hreyfingum og limaburði. Handleggir hans og fótleggir voru langir og grannir, svo ekki náði neinni átt, hendur hans voru breiðar og flatar, og fætur hans svo feikilegrar stærðar, að eðlilegt virtist ætla, að engum hefði nokkru sinni dottið i hug að stela skóhlífum hans. Nef hans var af hinni svokölluðu rómversku gerð, en svo fárán- lega stórt, að það virtist yfirgnæfa allt andlitið. Eftir að menn höfðu misst sjónar af honum, var bað tvímælalaust nefið, sem menn mundu gleggst, en augun aftur á móti, sem voru lftil , dauf og vel falin í tóftunum bak við stóreflis augnalok, sem huldu þau að hálfu, festust mönnum lítt i minni. Þau voru blíð og vinaleg, en hinn hrifandi leikur ljóss og skugga, hið sibreytilega, tjáningarfniio íjöfv sem Kerir angu félks að speglum þess, sem gerist hið innra með því, — það var ekkert af slíku i þeim. En aftur á móti var bæði sál og fegurð i hinu háá, breiða enni og um hinn óvenjulega vel lagaða munn.“ Frumstæð og kreddulaus trú Faðir H.C. Andersens var trúleysingi, en sjálfur var hann einlægur trúmaður, sem einfaldlega er hægt að segja að hafi trúað á tilveru Guðs, mikilvægi góðrar hegðunar og ódauðleika sálarinnar. Þessi fræga þrenning, Guð, Dyggð og Ödauð- leiki, sem er grundvöllur hinnar guð- fræðilegu skynsemistrúar, var þannig einnig undirstaða trúar Andersens. Hann trúði staðfastlega á einhvers kon- ar guðlega forsjón og var svo sannfæróur um, að Guð ætlaði honum ákveðin hlut- verk, að hann gat stundum jafnvel rök- rætt við Guð. Á skólaárum sinum skrifaði hann eitt sinn i dagbókina: „Það var ekki sanngjarnt af Guði að láta mig vera svona óheppinn i latinu”, og á gleðistundum gat hann langað til „að þrýsta Guði að hjarta mér “. Trú Andersens var frumstæð og kreddulaus og hann leit á Krist sem hinn mikla uppfræðara og fyrirmynd mann- kyns og á Náttúruna sem allsherjar kirkju Guðs. Hann fór mjög sjaldan í kirkju og hann hafði engan áhuga á hinum and- stæðu trúarstefnum hinna miklu samtima- manna sinna, Grundtvigs og Kierke- gaards. Ein af eftirlætis tilvitnunum hans I bibliuna var: „Sannlega segi ég ykkur: Aldrei komizt þið í himnariki, nema þið snúið við og verið eins og börn.“ Að sjálf- sögðu er þetta megin boðskapurinn I „Snædrottningunni". Einu sinni, þegar Andersen dvaldist í Holsteinborgar kastala, las hann tvö af ævintýrum sinum fyrir deyjandi sjúkling, og þegar hann kvaddi konuna, sagði hann: „Við munum hittast aftur.“ „Já,“ sagði hún, „þarna uppi.“ „Ef til vill,“ sagði Andersen, „og ef þér komið þangað á undan mér, þá berið vinum mínum kveðju mina. Ég á nokkra þarna uppi.“ „Það er enginn vafi á því,“ sagði hún. Skopskyn og gamansemi Stundum hafa menn litið svo á, vegna þess hve H. C. Andersen var viðkvæmur að eðlisfari og oft meyr, svo jaðrað gat við grátklökkva, að hann hafi ekki haft skopskyn. Ekkert gæti verið fjær sannleikanum. Hver sá, sem lesið hefur ævintýri Andersens á frummálinu, veit, að skopið er einn af dýrmætustu eiginleikum þeirra. En því miður hefur mörgum þýð- endum orðið það á að draga úr miklu af skopinu, þannig að ótilhlýðilega mikil áherzla verður lögð á hið YÍ5«Væma, svo 25 UaigífM kiökkva. En það var ekki einungis í ævintýrum sinum og skáldsögum sem Andersen gat látið i ljós gamansemi sína. Fjöldinn allur er til af sögum af þvi, er skopskyn hans naut sín i hversdagslegu lífi. Um það skrifar vinur hans Edvard Collin: „Hann gat verið framúrskarandi skemmtilegur, þegar talið barst að ein- hverju spaugilegu eða skoplegu og kimnigáfa hans fékk notið sin til fulls. Ég hef aldrei kynnzt neinum manni, sem á sama hátt og hann gat dregið fram ein- staklingsbundin einkenni, sem virtust Iitlu máli skipta út af fyrir sig, en urðu svo bráðskemmtileg og merkileg í meðferð hans, án þess þó að hann raskaði réttu samhengi og staðreyndum um of. Hann hafði næstum þvi á hverjum degi skemmtilega sögu að segja um eitt eða annað, sem fyrir hann hefði borið, og það er ekki að furða, þótt Wulff skipstjóra (en Andersen var daglegur gestur heima hjá honum) yrði það á eitt sinn eftir að hafa heyrt eina slíka sögu að rffa i hár sitt og hrópa: „Nei, þetta er ekki satt, þetta er haugalýgi, slíkir hlutir koma aldrei fyrir neitt okkar —,“ en Andersen sagði mjög skemmilega frá þessu atviki.” Við heimspekilega skilgreiningu á ævin- týrum Andersens kemur i ljós djúp tví- hyggja. Hina sömu tvíhyggju er að finna í Andersen sjálfum. í honum mættust djúp- tækar andstæður, sem oft gerðu honum lifið erfitt. Stundum var ein hliðin sýni- legri umheiminum en önnur: allir gátu séð hégómagirnd hans, en þeir einir, er þekktu hann vel, urðu varir við auðmýkt hugarfarsins. Andstæðurnar í þessari margbrotnu persónu voru óteljandi. Hann var kristinn maður, sem hafnaði megin kennisetningum kristindómsins. Hann var örlátur nirfill. Hann var þjóðfélagslegur höfðingjasinni, sem undantekningariaust varði þann, sem var minni máttar. Hann var ákafari bæði i hatri og ást til föður- lands sins en flestir aðrir rithöfundar á hans tíma. Hann var dauóhræddur við allar þær hættur, sem ferðalögum fylgja, en þó ferðaðist enginn rithöfundur í Evrópu, sem var samtíma honum, meira en hann. I sjálfsævisögum hans (og mörg- um bréfa hans) er stöðugur undirtónn djúps þakklætis fyrir það, hve dásamlega ævi hans hafði þróazt og þó skrifaði hann í dagbók sína ári áður en hann dó: „Innra með mér er ég hvorki góður, þakklátur né þolinmóður." Saga lífs hans er ekki hið rósfagra ævin- týri, sem hann gjarnan vildi vera láta. Og það var heldur ekki eins sorglegt, eins og hann reyndi stundum að telja sjálfum sér trú um. En það er undarleg og hrífandi saga um hinn undarlega og merkilega einstæðing Hans Christian Andersen, sem átti tungumál, sem reyndist auðskildara hverjum manni en mál nokkurs annars rithöfundar. —sjá— Andersen i banabeöi f sumarhúsi Melchior-fjölskyldunnar á Norður-Sjálandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.