Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGUST 1975 21 færslum. Og skipist sá lögmaður i „sértrúarsöfnuð lögfræðinga", sem vill veg lýðræðisskipulags sem mestan, er mér ærinn heiður að vera skipað á bekk £ slíkum söfnuði. Eg vil leiðrétta þá rangfærslu J. ú. V., að ég sé lögfræðingur Rikis- útvarpsins. Það hefi ég aldrei verið, þó að ég hafi flutt nokkur mál fyrir stofnunina í Hæstarétti. Það er þá einnig rangt, sem J. ú. V. segir um afskipti mín af „Indr- iðamáli", sem hann nefnir svo. Ég hefi engin afskipti af þvi máli haft. Þessar fullyrðingar J. ú. V. og rangfærslur hans um fyrra lög- bannsmálið, sem ég leiðrétti í fyrri grein minni, benda til þess, að J. ú. V. geti hætt til að álykta að óathuguðu máli. Það hefur stundum verið nefnt i lögfræði að hrapa að niðurstöðum. Og þykir slæmur eiginleiki eða ávani. Eins og ég gat um hér að framan gaf síðasta grein Jóns úr Vör mér næsta litið tilefni til and- svara. Og hefði ég látið kyrrt liggja, ef ekki hefði komið til frétt að forsiðu Morgunblaðsins sama dag og þessi grein birtist. Á ég þar við frétt undir fyrirsögninni: „Alþýðudómstóll sýknar morð- ingja.“ I frétt þessari segir: „Fyrsti „alþýðudómstóll“ Portúgals hefur úrskurðað morð- ingja saklausan og fordæmt fórnarlamb hans sem óvin fólks- ins. Dómstóllinn sem settur var upp í skyndi, sniðgekk réttarkerfi landsins.. “ Hér blasir við ein afleiðing Gunnar M. Guðmundsson, hrl.: þess, að hið stjórnskipulega dóms- vald lýtur i lægra haldi og býður raunar algjört skipbrot fyrir almenningsálitinu. Þarf frekari vitna við varðandi kenningt’ Jóns úr Vör um, að eðlilegt sé, að al- menningsálit hafi áhrif á dóms- valdið? ekki laust við, að nokkurrar fyrir- litningar gæti: „Er dómarahug- mynd hæstaréttarlögmannsins okkar ekki orðin forngripur?" Og i niðurlagi greinarinnar kallar hann „kenningar" mínar (þ.e. ákvæði stjórnarskrárinnar!) um óháða dómstóla, er eingöngu skuli dæma éftir lögunum, ólýðræðis- legar. Mér verður á að spyrja, hvað er lýðræði og hvað ekki að áliti Jóns úr Vör? Vill hann ekki gera lesendum blaðsins grein fyrir þvi skýrt og skorinort og umfram allt alveg vafningalaust? Hann hefur látið uppi álit sitt á almenningsáliti við uppkvaðn- ingu dóma. Og hann hefur sýnt viðhorf sitt að þvi leyti í verki með því að taka sæti I eins konar „alþýðudómstóli" utan laga og réttar, svo sem ég vakti athygli á I fyrri grein minni. Ætla verður, að hann telji það dæmi um lýðræðis- lega dómsskipan. Ég vil þvf biðja Iesendur blaðs- ins að gefa þvi góðan gaum, hvor okkar Jön úr Vör flytji boðskap hins sanna lýðræðis á þvf sviði, sem um er rætt, og hvort mundi eftirsóknarverðara hlutskipti Is- lendinga: óháðir dómstólar ríkis- ins eða „alþýðudómstólar" með Framhald á bls. 37 Um almennmgsálit og óháða dómstóla o. fl. 16. júlf sl. ritaði ég grein i Morgunblaðið til svars við tveim greinum eftir Jón úr Vör, er birt- ust í sama blaði 22. marz sl. og 10. júlí sl. Gat ég I upphafi greinar- innar tilefnis hennar, en tók sfðan orðrétt upp nokkur ummæli úr grein Jóns úr Vör frá 22. marz sl„ sem urðu mér sérstakt tilefni at- hugasemda. Þá vék ég að tveim alkunnum lögbannsmálum gegn Rikisútvarpinu og meiðyrða- málum forgöngumanna Varins lands. Gerði ég stuttlega grein fyrir þeim eðlismun, sem er á lögbannsmáli og meiðyrðamáli. Ég gerði einnig að umtalsefni við- horf Jóns úr Vör til téðra mála eins og þau höfðu komið fram í blaðagreinum hans og vakti at- hygli á tvfskinnungi hans. Ég ræddi um jafnrétti manna fyrir Iögum, hlutverk dómstóla og ábyrgð dómara. Jafnframt mót- mælti ég þeirri fullyrðingu Jóns úr Vör, að ég hefði f málflutningi I meiðyrðamálum forgöngumanna Varins lands misskilið ummæli hans og færði að því rök. Enn- fremur bar ég fram margvislegar spurningar af tilefni ýmissa um- mæla I greinum Jóns úr Vör. Spurningar þessar hnigu m.a. að þvf, hvort lögbann gegn birtingu hugverka væri rithöfundum þyngra f skauti en lagaábyrgð á ærumeiðandi ummælum samkvæmt 72.gr. stjórnarskrár; hvort lögvernd ærunnar færi f bága við „heilbrigða réttlætis- kennd almennings" og hvort opin- berri umræðu nægði ekki mál- efnaleg rök. Fleiri spurningar bar ég fram. Spurningar þessar gáfu að sjálfsögðu tilefni til rök- studdra svara. Að lokum leiðrétti ég ýmsar rangfærslur um lög- bannsmálið gegn Sverri Kristj- ánssyni og Rfkisútvarpinu. Það varð bið á svörum frá Jóni úr Vör. En í Morgunblaðinu 20. júlí sl. birtist orðsending frá skáldinu og bar keim nokkurrar örvæntingar. „Rithöfundur hristir ekki slikar ritsmfðar fram úr ermi sinni“ sagði þar. En skáldið kvaðst vilja „fá að sitja einn að þeim feitu bitum“, sem framreiddir höfðu verið i grein minni. Þá hafði skáldið áhyggjur af þvi, hvað lesendur Morgun- blaðsins hugsuðu um undanfar- andi skrif þess í blaðið. Var það raunar ekki ófyrirsynju. Þess mátti því vænta, að svar- grein sú, er boðuð var og birtist í Morgunblaðinu 29. júli sl. mark- aði einhver þáttaskil i þessum blaðaskrifum Jóns úr Vör, að hann sýndi a.m.k. tilburði f þá átt að hnekkja röksemdum mfnum og svara að einhverju spurningum mfnum margvfslegum. En það var öðru nær. Jón úr Vör er enn við sama heygarðshornið og þrástag- ast á hinum annarlegu hug- myndum sfnum um hlutverk dóm- stóla, sem ég ræði hér á eftir. Hins vegar vfkur hann sér algjör- lega undan því að svara nokkru í grein minni. Hvað varð um alla feitu bitana, sem J. ú. V. vildi fyrir alla muni fá að sitja einn að? Voru þeir of feitir fyrir hann? Eða standa þeir kannski í honum? Þess sér a.m.k. ekki stað f grein hans, að hann hafi melt þá ennþá. Það verður oft úrræði þeirra, sem þrýtur rök f ritdeilu eða á málþingi að drepa máli sínu á dreif og seilast til að dylja rök- þrotin með köpuryrðum f garð viðmælandans. I þessa freistni fellur Jón úr Vör. En að sjálf- sögðu sést strúturinn, þótt hann stingi höfðinu f sandinn. Þar sem ekkert finnst bitastætt f svargrein J. ú. V. hefi ég næsta lítið erindi til andsvara. Enda er það annað en umrædd sfðasta grein J. ú. V., sem varð mér til- efni þessa greinakorns og víkur að þvf síðar. Ég hefi hvorki köllun til þess né skyldur að beina Jóni úr Vör vegvilltum f lögfræði inn á réttar brautír þeirra fræða, enda lftil von um ár- angur, úr þvf að röksemda- færsla er honum ekki tamari en raun ber vitni. En því get ég þessa, að hann kveður mig hafa haslað sér völl á því sviði og segir, að ég muni þykjast hafa ástæðu til að koma sér þar f nokk- urn vanda. Þetta er alveg rangt hjá J. ú. V. Sé hann f vanda staddur, er sá vandi sjálfskapar- víti, og er ég fjarri því, að vera þar nokkur upphafsmaður. Það voru ummæli hans um mig, sem urðu tilefni andsvara af minni hálfu, en um leið sá ég ástæðu til að leiðrétta nokkrar firrur hans og ræða lítillega annarleg viðhorf hans til dómstóla. Jón úr Vör bregzt þannig við, að hann kallar hlutlægar upplýs- ingar mfnar um nokkur lögfræði- leg grundvallaratriði „lögbóka- hroka“ og skipar mér I „sértrúar- söfnuð lögfræðinga" fyrir að að- hyllast þær grundvallarreglur lýðræðisskipulags, sem á góma bar f grein minni. Gunnar M. Guðmundsson. Sé það hroki að leiðrétta rang- færslur með staðreyndum, sem sóttar eru f stjórnarskrá og al- menn lög, þá felst væntanlega lftillætið f því að una rang- ? -> . W ' ."/ífi. #/•.-/ f ' .C ■ .. f, r .-> - v ... ' ' v .-.•• -r ’' i -rz. r • f' ■ /••■. ■ ' > *••'' ' . '. rf ^ ; ? */ Vegna hagstæðra samninga við Land Rover verksmiðjurnar, getum við nú boðið verðlækkun á Land Rover 1975, diesel. r ' * o .s-* _ „ *y Land Rover - fjölhæfasta farartækið á íslandi. ■'t T U» c Það borgar sig að aka á diesel. BRITISH © P. STEFANSSON HF. LEYLAND HVERFlSGÖTU 103 REYKJAVÍK SÍMI 26911

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.