Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR í. AGUST 1975
Zhores Medvedev
Leonid Plyushch
Valerie Kaye þekkir náið til geðiækninga f Sovétrfkj-
unum og lýsti þvf nýlega í Lundúnablaðinu The Times,
hvernig sálarfræði er beitt sem pólftfsku vopni af
sovézkum yfirvöldum. Bernard Levine, kunnur dálka-
höfundur blaðsins, skrifaði aðra grein um ástand þess-
ara mála í framhaldi af grein Valerie Kaye. Hér greinir
frá þvf helzta sem þau höfðu að segja.
Geðlækningum er í vaxandi
mæli beitt sem pólitísku vopni í
Sovétríkjunum. Sovézkir geð-
læknar eru ekki bundnir þagnar-
skyldu og starfsmenn ríkisstjórn-
arinnar og ýmissa stofnana geta
notað upplýsingar frá þeim til að
meina fólki að fá atvinnu eða fara
til útlanda í sumarleyfi. Andlega
heilbrigt fólk er ofsótt með sálar-
fræðilegum ráðum af því það er
ríkinu til ama. t Sovétríkjunum
stendur mönnum stuggur af geð-
sjúkrahúsum: þau eru spítalar
óttans.
hver sá sem gagnrýnir ríkið sé
ekki heill á geðsmunum.
FRÆGT DÆMI
Frægasta dæmið er kannski
„veiki“ Zhores Medvedevs. Ein-
kennum sjúkdómsíns var lýst
þannig að hann væri „klofinn
persónuleiki sem lýsir sér í því að
hann finnur þörf hjá sér til að
sameina auglýsingastarfsemi vís-
indalegu starfi sinu, og kemur
fram I ofmati á eigin persónu-
Marina Voikhanskaya og Viktor
Fainberg: Hún bjargaði lffi hans.
ullaiar
ðttans
Annaðhvort er um að ræða
venjuleg geðsjúkrahús eða sér-
stök geðsjúkrahús, tólf að tölu.
Þau eru fangelsi, þar sem heragi
rikir og andófsmenn, álitnir
fjandsamlegir ríkinu, eru innan
um geðveika glæpamenn. Frá
sjónarmiði ríkisvaldsins er þægi-
legt að stinga andófsmönnum í
geðsjúkrahús til að komast hjá
fréttaskrifum sem réttarhöld
hafa í för með sér og auðvelt er að
draga andlegt heilbrigði sakborn-
ings í efa með tilvitnun í skýrslu
frá geðlækni. Ef hann er ekki
talinn hæfur til að mæta fyrir
rétti er hægt að svipta hann flest-
um mannréttindum sem hann
annars hefði notið. Hann getur
kannski ekki varið sig, yfirvöldin
þurfa jafnvel ekki að segja hon-
um frá nýjum ákærum sem eru
bornar fram gegn honum. Réttar-
höldin eru oft lokuð og oft fær
heilbrigður maður ekki að vita
fyrr en seint um síðir að hann
hefur verið úrskurðaður geðveik-
ur og verður látinn sæta sérstakri
meðferð sem getur staðið enda-
laust.
Samkvæmt lögum sem voru sett
1961 er kveðið á um hvaða með-
ferð eigi að veita andlega veilu
fólki sem er hættulegt almanna
reglu. Þar eru margar hættulegar
málsgreinar þar sem þær eru tví-
ræðar eins og þessi sem á að lýsa
sjúkdómstilfellunum: „Imyndun-
arveiki og ofskynjunarástand sem
veldur óeðlilegri árásarhneigð í
sjúklingnum gagnvart einstakl-
ingum, samtökum eða stofnun-
um.“ Þessa málsgrein mætti með
öðrum orðum nota til að sanna að
leika og lélegum hæfileikum til
að samlagast hinu samfélagslega
umhverfi" o.sv.frv.
Gennady Shimanov, sem er
kristinn, var sagt 1969: „Allt sem
þú hefur sagt okkur staðfestir þá
skoðun okkar að veikindi eru
undirrót þess að þú tókst kristna
trú.“
Boy Medvedev, sagnfræðingur
og bróðir Zhores Medvedev, sá að
í nokkrum „sérlegum sjúkdóms-
greiningum sérfræðinga“ voru
tínd til einkenni „andlegra sjúk-
dóma“ á borð við þessi: „álítur að
það hafi verið árás þegar sovézkt
herlið fór inn í Tékkóslóvakíu“ og
„haldinn þeirri þráhyggju aðleita
að sannleika".
Marina Voikhanskaya heitir
fyrsti sovézki geðlæknirinn sem
komíð hefur frá Sovétríkjunum-
og talað opinskátt um reynslu
sína í sovézkum geðsjúkrahúsum.
„Eg heyrði fyrst í BBC World
Service að andófsmenn sættu
meðferð í geðsjúkrahúsum og síð-
an las ég um neðanjarðarblöðin
(„samizdat”), en trúði þessu ekki
og afgreiddi þetta sem fjand-
samlegan, andsovézkan áróður."
Seinna hitti hún marga sem komu
henni til að endurskoða það álit
sitt að sovézk sálarfræði væri
meinlaus.
Árið 1970 var kona ílutt í
sjúkrahúsið þar sem hún starfaði,
frú Kondakova, lögfræðingur að
mennt, sem hafði verið gift for-
stjóra nokkurra verksmiðja í
Leníngrad, sem var auk þess hátt-
settur í flokknum í borginni.
Kondakova hafði lengi gagnrýnt
spillingu sem hafði viðgengizt
meðal lögfræðinga í borginni og
gerði það opinskátt meðan eigin-
maður hennar var á lífi. Staða
hans skýldi henni. Dag nokkurn
eftir andlát hans fór hún í póst-
húsið og sendi langt símskeyti til
Brezhnevs um þessa spillingu.
Hún var rétt komin út úr póst-
húsinu þegar hún var handtekin
og send í Spftala nr. 3 þar sem
Marina Voikhanskaya beitti
áhrifum sínum til þess að hún var
útskrifuð.
IVANOV
Síðan kynntist Mariana Voik-
hanskaya öðrum sjúklingi sem
hafði verið fluttur í geðsjúkra-
húsið, Yuri Ivanov. „Hann var
málari og hafði setið í fangelsi
síðan 1955, því að hann hafði ver-
ið staðinn að því að smygla
málverkum sfnum úr landi, svo að
hann var sakaður um að dreifa
borgaralegum listaverkum. Þegar
hann hafði verið 15 ár í
fangabúðum var hann fluttur í
Spítala nr. 3 og settur á sérstaka
deild fyrir stórtruflaða sjúklinga.
Belayev, yfirgeðlæknir
Leníngrad, lét setja hann þar án
þess að skoða hann hvað þá meira
og lét semja um hann sjúkdóms-
greiningu þar sem honum var lýst
sem geðklofa."
Marina Voikhanskaya fékk ekki
einu sinni að sjá skýrsluna um
sjúkdómsferil Ivanovs. Hún var
vöruð við því að blanda sér í
málið og seinna bannaði dr.
Tobok, yfirmaður deildar hennar,
að hún fengi að heimsækja
Ivanov. Þegar Lvanov hafði dval-
izt f eitt ár og tíu mánuði í
geðsjúkrahúsum fékk hann
vottorð þar sem sagði að þessi
tfmi hefði verið notaður til
læknisfræðilegra rannsókna.
Sjúkdómsgreining: Heilbrigður.
Að sögn Marinu Voikhanskaya
gera aðrir geðlæknar á sovézkum
geðveikraspftölum sér ekki grein
fyrir þvf að þeir stunda heilbrigða
menn. Að öðrum kosti eru þeir
hræddir eða láta sér standa á
sama.
Dr. Semyon Glyzman frá Kiev
er eini sovézki geðlæknirinn fyrir
utan hana sem hefur mótmælt
notkun lyfja á heilbrigðu fólki, og
hann var dæmdur til langrar
fangelsisvistar í vinnubúðum þar
sem hann situr nú. Marina
Voikhanskaya var beitt þvingun-
um og flutt í aðra deild. Þar
kynntist hún Fainberg-málinu.
FAINBERG
Viktor Fainberg hitti Mariönu
Voikhanskaya þegar hann var
frjáls í stuttan tíma milli þess sem
hann var á Sérlega Fangelsis-
spftalanum í Leníngrad og Geð-
sjúkrahúsi nr. 3. Hann hótaði að
svipta sig lífi ef hann yrði látinn
sæta lyfjameðferð og Marina
Voikhanskaya bjargaði lffi hans
með því að tala um fyrir honum.
Seinna var Fainberg látinn laus
vegna þrýstings sem yfirvöldin
urðu fyrir frá almenningsálitinu
á Vesturlöndum, meðal annars
frá Amnesty International, sem
vísindamaðurinn Sakharov og
fleiri gerðu viðvart.
Þegar Fainberg komst til Vest-
urlanda hóf hann mikla áróðurs-
herferð sem bar þann árangur að
Marina Voikhanskaya fékk að
fara úr landi. Hann sendi henni
bréf til Israel. Hann vissi að KGB
las bréfin sem höfðu að geyma
kveðjúr til starfsmanna leyni-
lögreglunnar: „Ég ætla að koma
af stað svo miklu fjaðrafoki í
heimsblöðunum,“ sagði hann, „að
miðað við það verður baráttan
fyrir þvf að Panovhjónunum var
leyft að fara úr landi hreinasti
barnaleikur." Barátta hans bar
tilætlaðan árangur. Nú er hann
kvæntur Marinu Voikhanskaya
og nú berjast þau fyrir því á
Englandi að sovézk yfirvöld leyfi
níu ára gömlum syni Marinu,
Misha, að fara úr landi.
Viktor Fainberg er frjáls og
hefur haldið andlegri heilbrigði
sinni. Fáir eru eins heppnir og
hann. Hvað um Semyon
Gluzman? Og Vladimir
Bukovsky, sem safnaði upplýs-
ingum um misbeitingu geðlækn-
inga og afhenti þær vestrænum
blaðamönnum. Hann samdi ásamt
Gluzman merkilegt skjal, „Hand-
bók í sálarfræði handa pólitískum
andófsmönnum" (gefin út af
Amnesty International í
London), sem nýlega var smyglað
til Vesturlanda og hefur að geyma
ráðleggingar handa þeim sem
eiga yfir höfði sér fangavist í geð-
sjúkrahúsum. Nú er Bukovsky
sjálfur alvarlega veikur í
Vladimir-fangelsi. Nýiega var
sagt f blaðinu frá heimsókn
móður hans til hans í fangelsið.
GLUZMAN
Gluzman var dæmdur í sjö ára
fangabúðarvist fyrir að fletta
ofan af falsaðri sjúkdómsgrein-
ingu á Grigorenko hershöfðingja.
Fyrir nokkrum mánuðum var
smyglað bréfi frá honum úr
fangabúðunum og nú hefur það
borizt til Vesturlanda. Þar segir
hann:
„Á hverjum degi og hverri
klukkustund sem líður er verið að
tortíma líkama mínum og per-
sónuleika. Hundarnir utan við
girðinguna fá betri mat með
meiri fjörefnum en ég. Þeir eru
ekki aldir á rotnu káli og úldnum
fiski. Éghefverið krúnurakaður.
Ég er alltaf svangur og skelf úr
kulda á steyptu gólfi hegningar-
klefanna. Ég get átt von á því á
hverri stundu að verða af-
klæddur. Ég er þræll. Hvaða
óþokki sem er hefur vald og rétt
til þess að neyða mig til að vinna
hvaða Iftillækkandi starf sem er.“
Brezka geðlæknafélagið sam-
þykkti í nóvember 1973 ályktun
þar sem fordæmd er beiting geð-