Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGUST 1975 ^uO^tnu^PA Spáin er fyrir daginn ( dag Hrúturinn |TJ| 21. marz — 19. aprfl Þú ættir að fara varlega í að taka nokkra þá áhættu, sem þú getur komizt hjá að taka. Reyndu að tileinka þér nýja hluti, sérstaklega skaltu huga að nýjum tóm- stundaviðfangsefnum. Nautið 20. apríl - • 20. maf Lestur bóka og blaða kann að verða þér tilefni til nokkurrar umhugsunar og bolialegginga. Vertu fljótur að hjálpa öðrum sem þú sérð að eru hjáipar þurfi. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Gættu vel að þér, margt bendir til að þú eigir eftir að lenda í klípu. Að öðru leyti ætti dagurinn að færa þér ánægjulegar minningar, nema þú farir að setja þig á háan hest við þfna nánustu. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Láttu ekki raska um of ró þinni þótt einhverjir séu að re>na að reita þig til reiði. Ný ástarævintýri eru í vændum. & Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Fjölskyldan verður mjög f brennidepli f dag. Reyndu að Ijúka sém mestu af þeim verkefnum, sem þú átt ólokið, og þú ættir að huga nokkuð að umhverfi heimilisins. Mærin 23. ágúst — 22. sept. Þér er ýmislegt til lista lagt, gerðu þér far um að sýna á þér nýjar hliðar og vertu ekki hræddur þótt einhverjir kunni að hæðast að þér. Gleymdu ekki rómantíkinni, hún getur oft kryddað hið daglega amstur. m W/i:r4 Vogin 23. sept. — 22. okt. Þetta er dagurinn til að leysa frá skjóð- unni og gefa öðrum innsýn inn í hugðar- efni þín. Ferðalög ættir þú vart að legga upp í nema þú eigir brýnt erindi. Drekinn 23. okt. — 21. nóv. Gömul og ný sannindi lífsins gefa þér tækifæri til að hamra enn á skoðunum þfnum. Þú ættir að njóta dagsins vel, ef þú tekur ekki óþarfa áhættu. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Vertu ekki of óþolinmóður þótt símtöl sem þú átt von á, komi síðar en gert var ráð fyrir. Hugleiddu hvort þú getur ekki nýtt þér fréttir dagsins til ávinnings. WÍRk Steingeitin 'KtWkS 22. des. — 19. jan. Astarlffið virðist ætla að skipa stóran sess f Iffi þínu f dag. Ekki sakar að vita hvort gamall vinur er ekki til f að rifja upp gamlar minningar f kvöld. i Vatnsberinn 20. jan. — 18. feb. Gefðu hugmyndaflugi þfnu lausan taum- inn. Börn gætu komið verulega við sögu hjá þér í dag. Leyfðu Ijósinu óhikað að skfna á dökku hliðarnar á málunum. ■4 Fiskarnir 19. feb. — 20. marz Eithvað sem þú hefur verið að bjástra við upp á sfðkastið fær skyndilegn endi f dag. Þetta yrði góður dagur til að heim- sækja sjúka og til að veita öðru fólki gleði. Gleymdu ekki að þú getur hjálpað til að breyta þjóðfélaginu, er þú leggur þig fram. SMÁFÓLK SUPPERTIME ISN'T FOR AN0TH6P HALF HOUR Kvöldmaturinn er ekki fyrr en eftir hálftfma. •l»7t by UnlM fM I U)AS JUST H0PIN6 F0R A FEli) CELEÍW STICKS... Ég var bara að vonast eftir nokkrum saltstöngum ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.