Morgunblaðið - 25.04.1976, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.04.1976, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1976 21 n ö ld Elskuðust og voru husluð lifandi Þorpið Garton Slack i Austur-Yorkshire er stærsta forna dauðraborg, sem fundizt hefur á. Bretlandi til þessa Fornleifafræðingar hafa grafið i Garton Slack i 10 ár Þeim lá á, vegna þess að leggja átti staðinn undir steinnám Þeir hafa haft margt merkilegt upp úr krafsinu Einkum hefur komið þarna upp fjölbreyttur fróðleikur um greftrunarsiði í Bretlandi til forna Þorpið i Garton Slack er frá járnöld. En fram að þessu hefur minna verið vitað um járnmenninguna í Bretlandi en menninguna i Egyptalandi á dögum faraóanna Nú er komið á daginn, að þessum tímaskeiðum i Egyptalandi og Bretlandi hefir svipað saman um ýmislegt og til dæmis útfararsiði Um daginn fundust í Garton Slack minjar um grimmúð- legan refsingarsið Svo virðist, að maður um tvitugt og kona um þrítugt, sem uppi voru einhvern tíma frá 1 00— 200 f Kr hafi fellt hugi saman en það ekki fallið að siðgæðishugmyndum almennings Hjónaleysm hafa verið grafin saman lifandi Þau voru jörðuð þannig, að staur var rekinn djúpt i jörð, en þau bundin sitt hvorum meginn við hann og mokað yfir Nú virðast þau hafa verið uppi á talsverðum velmegunar- og siðmenningar tíma En jafnframt hafa menn verið siðavandir Fornleifafræðingar segjast ekki kunna önnur dæmi um slika refsingu fyrir ..hórdóm ' frá þessum tíma í Bretlandi Hins vegar mun hún hafa tíðkazt í Þýzkalandi í dalnum umhverfis Garton Slack er fjöldi grafa og má segja, að dalurinn sé einn allsherjar kirkjugarður Þar er sérstaklega gott til fanga vegna þess, að fornmenn þarna voru vei stæðir og lögðu þvi margt forvitnilegt í grafir dauðra. sem fátækari eftirlifendur hefðu hagnýtt sér sjálf- um Til dæmis fannst heill vagn i gröf höfðingja nokkurs og var maðurinn grafinn í vagninum Fátækt fólk hefði að minnsta kosti brætt hjólin undan vagnmum Höfðmginn fyrrnefndi tók ekki aðeins með sér farkost inn i eilifðma Hann hafði líka með sér nesti Það var svínshaus og hafði verið klofinn i tvennt En fleiri hafa fundizt en höfðingjar einir, og eitthvað er að græða á flestum gröfum þarna Karlmenn eru grafnir með verkfærum sinum og konur með speglum og skartgripum, og mætti svo lengi telja Eitt hið einkennilegasta. sem fannst í Garton Slack var safn lítilla kritarstyttna af mönnum og var höfuðið af þeim öllum Þetta er talið benda til þess, að hausaveiðarar hafi búið í Garton Slack Hefur þeim stundum orðið óvinavant Þeir hafa þá gripið til þess i leiðindum að gera likneski af fjandmönnunum og skella hnappinn af þeim i staðinn. þar til annað betra byðist. —JOHN EZARD Herforingja- stjórnin bætir ráð sitt — að eigin sögn... Herforingjastjórnin í Chile hefur nú verið við völdin í tvö og hálft ár. Hefur henni náttúru- lega orðið ýmislegt mót- drægt eins og öðrum stjórnum, en einkum veldur það henni áhyggjum hve frammi- staða hennar i mann- réttindamálum hefur vakið litla hrifningu. Herforingjar gerðu stjórnarbyltingu í Chile árið 1973 og steyptu þá Salvador heitnum Al- lende, eins og menn minnast. Á stuttum tima eftir byltinguna voru fleiri en 45 þúsund menn hnepptir í fang- elsi —að því er herfor- ingjastjórnin segir sjálf. Kaþólikkar í Chile halda því hins vegar fram, að óhætt sé að tvö- falda þessa tölu. Væri það þá u.þ.b. einn hundraðshluti af öllum Chilebúum. Enn eru tæplega 4000 manns i fangelsi i Chile. Aðra 1000 fanga „vant- ar“ og kveðst stjórnin ekkert vita, hvað orðið hafi um þá. En kirkju- menn og lögfræðingar, sem fást við mannrétt- indamál þykjast vita, að margt af þessu fólki hafi látið lífið í fangels- um. Að öðru leyti er mannréttindaástandið i landinu ennþá heldur lakt. Stjórnmálaflokkar eru annað hvort bann- aðir eða ströng höft eru á starfsemi þeirra. Blöð stjórnarandstöðunnar eru horfin úr umferð. Þau, sem eftir lifa eru flest einlæg stuðninga- blöð stjórnarinnar. Hin, sem hafa eitthvað út á hana að setja í einstök- um greinum hafa vit á því að birta ekki efni, sem gæti komið þeim i koll. Verkalýðsfélög eru ekki til lengur nema á papprírnum. Búið er að flæma alla marxista úr háskólum og opinberum störfum og nú er röðin komin að frjálslyndum. Þetta hefur aflgð Chilestjórn mikillar andúðar um heiminn. Það veldur henni ber- hans voru tugþúsundir fangelsaðar. sýnilega einhverjum áhyggjum, því hún er farin að reyna að bæta hinn slæma orðstir sinn. Ekki er þó að vita hve mikið er að marka þá viðleitni. Stjórnin hefur m.a. látið hæstaréttardóm- ara og starfsmenn dómsmálaráðuneytisins lita inn i fangelsi og hafa þeir undantekn- ingarlaust lýst því yfir, að allt sem þeir sáu, væri i sómanum. Það þarf naumast að taka fram, að þessir menn eru allir vinir ríkis- stjórnarinnar. Leyniþjónustan f Chile hefur verið i 11- ræmd og nú hyggst stjórnin ráða bót á þvi. Hefur hún gefið út til- skipanir um starfsemi leyniþjónustunnar og gætu þær kannski orðið til einhvers góðs — ef þeim yrði framfylgt. En þær eru á þá leið, að aðeins þrjú pólitísk fangelsi verði i land- inu leyniþjónustumenn verði að kynna sig, er þeir handtaka fólk, þeir verði að leggja fram sakalista, ástvinir hand- tekinna skulu látnir vita innan tveggja sólar- hringa frá handtöku, og fangar skuli sjálfir frjálsir ferða sinna inn- an fimm sólarhringa frá þvi þeir eru handteknir, eða þá leiddir fyrir rétt innan sama tíma. Loks er ákveðið, að læknir skuli skoða fanga strax fyrir og eftir fangavist- ina. Þetta hljómar ekki illa. Að minnsta kosti yrði það til bóta. Meinið er, að ósennilegt þykir, að leyniþjónustan láti sér þessi „höft“ lynda. — JONATHAN KANDELL. NJÓSNIR „Grár gróður”, morð og svoleiðis brellur Það hefur verið mikil skemmtun undanfarið að fletta ofan af vélabrögðum sovézkra og bandarískra leyniþjón- usta. Stjórnmálamenn hafa leikið mörg stærstu hlutverkin í þessum alþjóðlega samkvæmisleik Þetta er nærri þvi orðið að áráttu Stundum hefur það minnt á sjálfspyntingar Náttúrulega hefur margt Ijótt komið upp úr kafinu i uppljóstrunarherferð þessari, og hafa menn gleypt i sig fréttirnar af fúlmennsku leyniþjónustanna jafnóðum og þær bárust Liklega hafa þó Asiumenn lesið þær af mestri athygli Þeir hafa nefnilega orðið mest fyrir barðinu á leyniþjónustunum Fyrir skömmu fundust um það sannanir, að CIA hefði oft látið alþjóðlegum fréttastofum (Reuter t d.) í té loginn fróðleik Svona „fréttir" eru nefndar ..grár eða svartur áróður", og eru þáttur i ..sálrænum hernaði", sem rekinn er um allan heim Einkum hefur slikur hernaðarmáti tekizt vel i Austurlöndum Er svo komið fyrir löngu að þar er þykkt loft af lygum og hálflygum leyniþjónusta Leyniþjónustur hafa stundað þvílíkan áróður lengi og hefur aðferðunum auðvitað fleygt mjög fram. Áróðurs- meistarar Bandarikjanna voru m a.s. orðnir svo sleipir, að þeir urðu fyrir barðinu á sjálfum sér Þannig var, að CIA kom á kreik fréttum um óróa i Kina og erjur milli Kinverja og Sovétmanna. Útvarpaði CIA „fréttum" þessum og áttu útvarpsstöðvarnar að vera i Kínverska alþýðulýðveldinu. Svo óheppilega vildi til, að fleiri trúðu „fréttunum" en starfsmenn fréttastofanna Það kom i Ijós, að stjórnmála- menn í Washington höfðu líka lagt trúnað á þær og studdust við þessar „upplýsingar" i ráðagerðum sinum um utanrikisstefnu stjórnarinnar Annars eru Bandarikjamenn fráleitt einir um „sálrænan hernað KGB, sovézka leyniþjónustan. flytur lika „fréttir" af þessu tagi og það i stórum stil. Svo eitthvað sé nefnt lugu útsendarar KGB því eitt sinn að Súkarnó veslingnum Indónesiuforseta, að CIAmenn hygðust myrða hann Og fyrir nokkrum árum komu þeir „fréttum" á kreik um það. að rannsóknadeild bandariska flotans hefði játað, að miklar birgðir sýklavopna væru komnar til Vietnams og ætti að nota þennan hrylling á Vietnam Þessar fréttir tókust svo vel. að The Times i London birti þær En lygahernaðurinn er ekki alltaf háður með orðum einum Það er t d ein aðferðin, að fremja útspekúleruð morð, sem vist þykir, að muni hafa „heppileg, sálræn" áhrif. Eru KGBmenn sérstaklega útfarnir i þessum „áróð- ursmorðum" Það eru ekki nema tæpir þrir mánuðir frá þvi, að yfirmaður lögreglunnar i Malaysíu lét liggja að þvi, að „marx-leninistar" og sovétvinir úr kommúnistaflokknum i Malaysiu hefðu myrt forvera sinn i enbættinu i því skyni að spilla vináttu stjórnanna i Kuala Lumpur og Peking (flestir hryðjuverkamenn í Malaysiu eru nefnilega maóistar). Það hefur reyndar ekki sannast, að KGBmenn hafi framið þetta morð En allra augu beindust samt strax að þeim, og fylgir Framhald á bls.39 ER SÉRVERZLUN MEÐ LISTMÁLARA OG FÖNDURVÖRUR. AEG BORVELAR Vandið valið og notið sterk og vönduð verkfæri. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 Aó sjálfsögóu vegna einstakra gæóa Reyplasteinangrunar. 1. Hitaleióni er mjög takmörkuó (lomdogildi 0,028 - 0,030)^ 2. Tekur nálega engan raka eóa vatn í sig 3. Sérlega létt og meófœrileg Yfirburóir REYPLASTeinangrunar eru augljósir og enn sem fyrr er REYPLAST í fararbroddi. REYPLAST hf. mmmmmimmmmmmimmmmmÉimmgmimmimmmmmm S.- Armúla 44 Húsbyggjendur Einangrunar- piast Gefum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavíkursvæðið með stuttum fyrirvara. Afhending á byggingarstað. HAGKVÆMT VERÐ. GREIÐSLUSKILMÁLAR Borgarplast hf. Borgarnesi simi: 93-7370 Kvöldsími 93-7355. Ttbre/ Hótel Valhöll Þingvöllum LUff NJÓTIÐ GÓÐRA VEITINGA í FÖGRU UMHVERFI w Félag járniönaöarmanna Félagsfundur Verður haldinn þriðjudaginn 27. apríl 1 976 kl. 8.30 e.h. í Félagsheimili Kópavogs, niðri. Dagskrá: 1 , Félagsmál 2. Önnur mál 3. Erindi: „Lífeyrissjóðsmálin" Hrafn Magnússon framkv.stjóri Sambands almennra lífeyrissjóða flytur. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.