Morgunblaðið - 25.04.1976, Síða 31

Morgunblaðið - 25.04.1976, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRIL 1976 31 Kristján Pétursson: Hver ber ábyrgð á slíkum bréfum? Þann 14. aprfl s.l. birti dagblað- ið Timinn enn eina rógsgrein um mig og Hauk Guðmundsson, rann- sóknarlögr.m. í Keflavik. I þessari grein erum við m.a. sakaðir um brot á 17. kafla hegningarlaga, svo og um brot i opinberu starfi. Þau sakaratriði, sem tilgreind eru í umræddri grein, varða margra ára fangelsisrefsingu, og að sjálf- sögðu stöðumissi. Æskilegt er að sem flestir lesi þessa grein Timans, svo að þeir gæti á raun- hæfan hátt fylgzt með rannsókn málsins og endanlegri afgreiðslu þess. Það þarf að fara áratugi aftur i tímann til að finna sambærileg niðskrif og þau sem Timinn hefur viðhaft i minn garð á undanförn- um mánuðum. Hvaða orsakir liggja til grundvallar slíkum skrifum? Hvers vegna hefur aðeins mál gagn Framsóknarfl. talið sér skylt að stunda slfk nfðskrif um löggæzlumenn? Eru þessi skrif hugsanlega framkvæmd með þeim ásetningi að reyna að koma f veg fyrir að ég rannsaki ákveðin sakamál? Slfkra spurninga hef ég oft verið spurður undanfarið. Eins og kunnugt er hófust níð- skrif Tímans fljótlega eftir að ég kom fram í þættinum Kastljósi. Þar greindi ég m.a. frá rannsókn og dómsmeðferð Klúbbmálsins, sem alþjóð er nú kunnugt um, að er eitt mesta hneykslismál í dóms- málum hér á landi fyrr og síðar. 1 þessu sambandi vil ég vekja sér- staka athygli á nokkrum atriðum úr grein, sem ég skrifaði í Morgunblaðið 10. marz s.l. 1. Að sú rannsókn sem laut að söluskattsbroti veitingahússins, skyldi aðeins ná til tímabilsins jan. 1970 — okt. 1972. Rannsókn- in átti að sjálfsögðu að ná aftur til ársins 1966, þar sem rökstuddur grunur var á að sömu aðilar hefðu einnig til þess tíma dregið háar peningaupphæðir undan sölu- skatti, en þá fór veitingarekstur- inn fram í Glaumbæ. Fyrning slíkra brota er 6 ár og þvi engum vandkvæðum bundið að rann- sóknin næði aftur til þess tíma. 2. Rannsóknin átti einnig að ná aftur til sama tima varðandi launaframtöl allra starfsmanna veitingahúsanna (þar með taldar greiðslur til hljómsveitamanna). Sannað er að á tæpum tveimur árum, sem skattarannsóknin nær til, nam sú peningaupphæð um 30 millj. kr. Ennfremur sannaðist að fyrirtækið gaf ekki út launamiða á því tímabili. Rannsókn varðandi tekjuskatt og útsvar þessa starfs- fólks átti því einnig að ná aftur til ársins 1966. 3. Ef bókhaldsgögn hafa ekki verið lengur til staðar en fram til ársins 1970 til að grundvalla skattaálagningu á, þá átti að yfir- heyra allt starfsfólk veitinga- húsanna og hljómsveitamenn og athuga jafnframt skattaframtöl þessara aðila aftur til ársins 1966. 4. Þá bar að rannsaka allar „óeðlilegar" greiðslur og önnur viðskipti til og frá veitingahúsinu til ýmissa aðila, sem ekki höfðu sannanleg eða eðlileg fjármála- tengsl við fyrirtækin hvorki í formi þjónustu né vegna annarrar starfsemi í þeirra þágu. Þessar rannsóknir hefðu Saka- dómur Reykjavíkur og Skattrann- sóknadeildin átt að framkvæma, ella átti saksóknari ríkisins að fyrirskipa að svo yrði gert. 5. Þá átti rannsóknin einnig að ná aftur til sama tíma, varðandi óleyfilega flutninga og afgreiðslu Kristján Pétursson. á áfengi frá Á.T.V.R. til Glaum- bæjar og Klúbbsins. 6. Rannsaka hefði þurft sérstak- lega starfsemi vineftirlitsmanna veitingahúsanna varðandi eftir- talin atriði: Hvernig þeirra fram- kvæmd sé háttað við eftirlit í veit- ingahúsum, m.a. flöskumerking- um (VH) og flöskuinnsiglum. Hvort þeir hafi orðið einhvers vísari um óleyfilega meðferð áfengis í umræddum veitingahús- um og hvort einhverjar skýrslur séu til frá þessum opinberu starfsmönnum þar að lútandi. Hvaða afgreiðslu hafa kærur þessara aðila, ef einhverjar eru, fengið hjá dómstólum. Þetta tel ég mikilvægt varðandi könnun á virkni víneftirlits almennt I veit- ingahúsum. Ýmis fleiri veiga- mikil atriði eru hér ekki tilgreind þar sem ekki er tímabært að skýra frá þeim nú vegna þeirrar rannsóknar sem nú fer fram hjá Sakadómi Reykjavíkur á manns- hvörfum. Þá vann ég einnig að lögreglu- rannsókn Oliumálsins h.f. á árunum 1958—1961 og Byggis, sem var verktakafyrirtæki á Keflavíkurflugv. Sú rannsókn leiddi m.a. til þess að fyrirtækið var svipt heimild til rekstrar á Keflavíkurflugvelli. Ástæðan fyrir því að ég nefni þessi mál nú, er sú, að einnig þá réðst sama málgagn á mig vegna rannsóknar á þeim málum. Það virðist þvi nokkuð ljóst, að ef rannsóknir sakamála beinast að fyrirtækjum, sem valdamenn Framsóknarflokksins eiga aðild að, þá sé málgagn flokksins notað bæði til að verja sakborninga og ófrægja þá aðila, sem framkvæma rannsóknina. Hvaða Iærdóm getur þjóðin dregið af slíkum við brögðum? Um það mun ég ekki fjalla i þessari grein enda ætti hverjum manni að vera ljóst hvaða hagsmuni verið er að vernda. Hins vegar skulum við vera þess minnug, að þeir, sem reyna að hvitþvo hendur sínar eru þó ekki hreinir af verknaði afbrotamanna, enda verða þeir oft fórnardýr píslarvotta sinna. Eru það ekki staðreyndir að löggæzlumenn forðast að rann- saka ýmis meiriháttar sakamál, vegna þess aðkasts og áhættu sem slfku fylgir? Ennfremur hefur reynslan sýnt, að uppljóstrun stærri sakamála nær sjaldnast til- ætluðum árangri vegna ófullnægjandi dómsmeðferðar. Ef við athugum hverjir fara með stjórn dagblaðsins Tfmans, hlaðsins sem hefur birt fram- haldsnfðgreinar um löggæzlu- menn, kemur eftirfarandi í Ijós: Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason, formaður Fulltrúa- ráðs Framsóknarfélaganna f Reykjavfk, ritstjóri og ábyrgðar- maður, Þórarinn Þórarinsson, sem jafnframt er formaður þing- flokks Framsóknarfl., og Ólafur Jóhannesson. sem er formaður blaðstjórnar og jafnframt for- maður Framsóknarfl. og nú- verandi dómsmálaráðhr. Öllum má vera ljóst, að þegar svo margar rógsgreinar hafa birzt i umræddu blaði um nokkurra mánaða skeið, að þá sé það gert með vitund og vilja allra framan- greindra manna, sem eru aðal- ráðamenn flokksins i dag. Það verður því bæði fróðlegt og at- hyglisvert að sjá hver þessara manna vill eða þorir að viður- kenna að hann eða þeir beri ábyrgð á umræddum niðskrifum eða er hugsanlegt að enginn vilji „afkvæmið" eiga, eins og átti sér stað f Olíumálinu h.f. og í Klúbb- málinu. Að vísu kæmi engum það á óvart þó að „afkvæmið" yrði : bæði föður- og móðurlaust enda bendir síðasta níðgrein Tímans eindregið til þess, þar sem hún er birt undir dulnefni og viður- kennir höfundur, að það sé litil- mannlegt. Það hefur ávallt verið einkenni hugleysingja og lítil- menna að flýja af hólmi þegar á reynir. Verið þess minnugir að útgönguleiðir ykkar eru lokaðai og þið verðið að standa andspænis gjörðum ykkar flóttinn er því alltof siðbúinn. Greinarhöfundur og ábyrgðar- maður blaðsins hefðu átt að kynna sér rækilega, áður en greinin var birt, hvaða viðurlög eru samkvæmt hegningarlögum að bera aðilja þeim sökum, sem fram komu í margnefndri Tíma- grein. Samkvæmt 15. kafla i 1. mgr. 148 gr. hegningarlaga gætu ábyrgðarmenn hlaðsins eða greinarhöfundar átt á hættu mjög alvarlega refsingu vegna slíkra skrifa, en þar segir orðrétt: Hver sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna. öflun fals- gagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sa>ta varðhaldi eða fangelsi allt að 10. árum (tilvitnun lýkur). Það er kaldhæðni ör'aganna, en engin tilviljun þó, að málgagn dómsmálaráðhr., þar sem hann er sjálfur formaður blaðstjörnar, skuli þurfa að standa andspænis meiðyrðalöggjöfinni með svo stuttu millibili eins og raun ber vitni. Það er eindregin áskorun til dómsmálaráðhr. og ábyrgðar- manns blaðsins, að þeir skýri af- dráttarlaust frá því hvaða ástæður eða orsakir liggja til grundvallar umræddum níðskrif- um og að þeir rökstyðji framburð sinn sannleikanum samkvæmt. Verði þeir ekki við því, ber að líta á níðskrif blaðsins sem árás á alla löggæzlumenn í landinu. Ég hef þegar gert ráðstafanir til að stefna blaðinu og verður fjöl- miðlum gefin kostur á að fylgjast með framvindu málsins. Kristján Pétursson Grænlandsvikan í Norræna húsinu Sýningar, fyrirlestrar, skemmtanir og umræður Grænlensku fyrirlesararnir á Grænlandsviku Norræna hússins: Frá vinstri: Ingmar Egede skólastjóri i Góðvon, Kristian Olsen rithöfundur og mvndlistarmaður, Hans Lvnge rithöfundur og myndlistar- maður, Karl Elias Olsen rektor Knud Rasmussen lýðháskóla í Holsteinsborg, Peter Ehede deildar- stjóri, Qunerseq Rosing ijósmyndari Arkaluk Lvnge rithöfundur, Pálfna kennaranemi, Karen I-vnge frá KGH og Karl Kruse frá GOF. Ljósmvnd Mbl. Friðþjófur. GRÆNLANDSVIKA Norræna hússins hófst 1 gær með ávarpi Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaráðherra, en dag- skrá vikunnar er hin fjölbreytt- asta með sýningum, fyrirlestr- um og skemmtunum. Alls eru 35 Grænlendingar vfða að úr Grænlandi komnir hingað til þess að taka þátt ( Grænlands- vikunni með fyrirlestrum og uppsetningu sýninga. 1 sýningarsal í kjallara verður sýnd grænlenzk mynd- list: Olíumálverk, höggmyndir og grafik eftir Hans Lynge, grafik eftir Kristian Olsen, grafik eftir Aka Hoegh, grafik eftir Anne-Birthe Hove, grafik eftir Emil Rosing og teikningar og vatnslitamyndir eftir Jens Rosing og Johan Kreutzman. Þá eru verk eftir nemendur lista- skólans i Góðvon. Einnig eru þar sýndir munir úr þjóðminja- safni Grænlands: þjóðbúning- ar, stein- og beinamyndir, perlusaumur og fleira. Quenerseq Rosing sýnir ljós- myndir, en um árabil hefur hún tekið myndir viða um Grænland. 1 bókasafni Norræna hússins eru sýndar bækur úr Lands- bókasafni Grænlands, þróun grænlenzkrar bókaútgáfu og ýmislegt sem að bókaútgáfu lít- ur. Kaffistofa Norræna hússins verður opin alla daga vikunnar frá 9—23 og eitthvað verður þar af grænlenzkum mat á boð- stólum. I dag, laugardag, verða sýningarnar opnaðar kl. 17, en kl. 17,15 mun Karl Elias Olsen lýðháskólastjóri flytja fyrirlest- ur um stöðu Grænlands í norr- ænni samvinnu. Kl. 23 verður sýnd leikin kvikmynd frá 1933, tekin á Austur-Grænlandi, leik- in af heimamönnum sem Knud Rasmussen valdi úr ýmsum byggðum. Myndin er mjög sér- stæð og sýnir vel mannlíf frá þessum tíma og náttúru Græn- lands.^Að öðru leyti er dagskrá- in þessa viku eftirfarandi: Sunnudagur 25. aprfl kl. 14:30 HANS LYNGK og KRISTIAN OLSEN vfsa til vegar á bókasýning- unni (í bókasafninu). kl. 16:00 Kvikmyndasýning. kl. 17:15 II.C. PKTKRSKN. f.v. lýð- háskólastjóri, fyrirlestur um náttúru Grænlands. kl. 20:30 Gramlenzkar hókmenntir: IIANS LYNGE, KRISTIAN OLSEN, AQUGSSIAQ MÖLLKR og ARKALUK LYNGE lesa úr eigin verkum og ra*óa um ritstörf sín. KARL KRUSK kvnnir. KINAR RRAGI kynnir grænlenzk ljóð í fslenzkri þýðingu. Mánudagur 26. apríl kl. 15:00 Kvikmyndasýning. kl. 17:15 II.C. PKTKRSEN, f.v. lýð- háskólastjóri, fyrirlestur: „Den grön- landske sag“. kl. 20:30 AKA IIOKGII og KARL KRUSE ræða um listamenn og val á viðfangsefnum og segja frá list- sýningunni (sýningarsalir í kjallara). kl. 22:00 Kvikmyndasýning. Þriðjudagur 27. aprfl kl. 15:00 Kvikmyndasýning. kl. 17:15 PETER EGEDE. deildarstjóri: Fyrirlestur um gramlenzkt atvinnu- Iff, einkum fiskveiðar. kl. 20:30 ÞOR MAGNUSSON, þjóðminja- vörður, fyrirlestur: „Norrænu bvggðirnar á Grænlandi" (m. lit- sk.vggnum). Miðvikudagur 28. aprfl kl. 15:00 Kvikmvndasýning 1*1- 17:15 ÓLAKUR ll.ALLDÓRKSON. handritafræðingur, fyrirlestur: „Grönland I Islandske kilder44 (á dönsku). kl. 20:30 IIANS LYN(iK og BODIL KAALUND vfsa til vegar á listsýning- unni og segja frá Grafisk Værksted í Godtháb. kl. 22:00 Kvikmyndasýning. kl. 20:30 Kvöldvaka í llátfðasal Mennta- skólans v/llamrahlfð: Nemendur kennaraskólans f Godtháh syngja og segja frá Grænlandi. Fimmludagur 29. aprfl kl. 15:00 Kvikmyndasýning kl. 17:15 Sr. KOLBKINN ÞORLKIKS- SON. fyrirlestur: „Missiona*r Kgill Thorhallesen og vækkelsen i Pisugfik44 (ádönsku). kl. 20:30 KARL KI.IAS OLSKN, lýð- háskólast jóri, fvrirlestur. „Andels- beva*gelsen i Grönland". kl. 22:00 Kvikmynd. Föstudagur 30. april kl. 15:00 Kvikmvndasýning. kl. 17:15 INGKMAR K(iKI)K. kennara- skólastjóri, fyrirlestur. „Uddannelse i to kulturer". kl. 20:30 Kvikmyndasýning. „Palos brudefa*rd". kl. 22:00 „Knurt". kvikmynrt uni Knurt Rasmussen. Laugardagur 1. niaí kl. 14:00 Kvikmyndasýning. kl. 15:00 l'mra*ður um efnið „At leve i et kultursammenstöd". Þátttakendur: KARL KLIAS OLSKN. IIANS LYNGE, INGEMAR KíiKDK. KARL KRCSK o.fl. ÞORBJOKN BRODDA SON, lektor. stýrir umra*ðum. kl. 17:15 Kv ikmyndasýning. „Palos brudefa*rd‘‘. kl. 22:00 Kvikmyndasýning. Sunnudagur 2. maí kl. 14:00 Kvikmyndasýning. kl. 15:00 Svipmyndir frá (irænlandi: IIKRDtS VKíFÚSDDTTIR. FKIDRIK KINARSSO.N ()(i BJOR.N ÞOR- STEINSSON segja frá og svna lit- skyggnur. kl. 17:30 Kvikmyndasýning. P

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.