Morgunblaðið - 23.11.1976, Side 41

Morgunblaðið - 23.11.1976, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976 21 Friðrik Jósepsson með hinn glæsilega verðlaunagrip er hann vann til á kraftlyftingamötinu. Friðrik Jósepsson setti tvö ný met HIÐ árlega kraftlyftingamót KR var háð í hinu nýja æfingahús- næði félagsins við Reykjaveg á sunnudaginn. Keppendur voru 6 talsins. Agætur árangur náðist á mótinu og bera þar hæst tvö Is- landsmet Vestmannaeyingsins Friðriks Jósepssonar I þungavigt. Hann setti Islandsmet í bekk- Auðfengin stighjá Þórsstúlkum KVENNALIÐ Þórs í hand- knattleik fékk tvö auðfengin stig í 1. deildar keppninni á sunnudaginn. Þá áttu þær að leika við KR fyrir norðan, en KR-stúlkurnar mættu ekki til leiks. Var leikurinn flautaður á og síðan af, og Þór dæmdur sigur í leiknum. Upphaflega átti leikur þessi að fara fram á laugardaginn, en var síðan frestáð til sunnu- dags vegna þess að ekki voru flugsamgöngur við Akureyri á laugardaginn. Á sunnudag var hins vegar flogið og fóru þá dómarar norður til þess að dæma leikinn. KR-stúlkurnar sátu hins vegar heima. pressu, lyfti 200 kg og samanlagt lyfti hann 782,5 kg í hinum þrem- ur greinum kraftlyftinganna, og er það einnig Islandsmet. Arang- ur Friðriks gefur 955 stig sam- kvæmt stigatöflu, og var það lag- bezti árangur mótsins. Fyrir það hlaut Friðrik fagran verðlauna- grip, sem Björn Lárusson fyrrum lyftingakappi gaf. fyrra var fyrst keppt um grip þennan í fyrsta skipti og hlaut hann þá Gústaf Agnarsson. Arangur einstakra manna var sem hér segir. Fyrsta talan er árangurinn i hnébeygju, sú næsta um árangur í bekkpressu, siðan í réttstöðulyftu og loks er það samanlagður árangur: LÉTTVIGT: Þorsteinn Leifsson Á 120+70 + 130=320 kg LÉTTÞUNGAVIGT: Ölafur Sigurgeirsson KR 150 + 155+200=505 kg MILLIÞUNGAVIGT: Helgi Jónsson KR 217,5 + 155+240=612,5 kg Stefán Hallgrímsson KR 130+117,5+170=417,5 kg Magnús Óskarsson Á 215+125+óg=óg ÞUNGAVIGT: Friðrik Jósepsson IBV 282,5+200+300=782,5 kg Arangur Helga Jónssonar er athyglisverður, en þetta er hans bezti árangur i greininni. Þá var Stefán Hallgrimsson tugþrautar- maður meðal keppenda og stóð sig ágætlega. sigraði í opnu júdómóti í Rnnlandi VIÐAR Guðjohnsen, hinn ungi júdómaður úr Ár- manni, vann það frækilega afrek að sigra í sínum þyngdarflokki, léttþunga- vigt, á opnu júdómóti sem fram fór í Finnlandi um helgina. Meðal keppenda í þyngdarflokki Viðars á móti þessu voru margir mjög góðir júdómenn, meðal annarra sá er hreppti bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Montreal í fyrra. Viðar keppti til úrslita við Sví- ann Bengt Snöbengt og vann á yppon, þ.e. hlaut fullnaðarsigur — tíu stig. Er afrek Viðars þeim mun glæsilegra þegar tekið er til- lit til þess að hann er aðeins 18 ára, og var til muna léttari en flestir keppinautar hans. Viðar hefur til þessa keppt i millivigtar- flokki, en var aðeins of þungur þegar keppendur voru vigtaðir fyrir mótið og fór því í næsta flokk fyrir ofan. Pressuleikur í ÁKVEÐIÐ hefur verið að leika pressuleik I körfuknattleiknum og hefur landslið verið valið í þvi tilefni og er það skipað eftir töldum mönn- um: Jón Sigurðsson Ármanni, Kári Marlsson UMFN, Kristinn Jörunds- son ÍR, Kolbeinn Kristinsson ÍR og Rikharður Hrafnkelsson Val verða bakverðir. framherjar verða Ingi Stefánsson ÍS. Þórir Magóusson Val. Torfi Magnusson Val, Jón Jörunds- son jR og Birgir Guðbjörnsson KR og miðherjar verða þeir Bjarni Gunnar Sveinsson ÍS og Einar Bollason KR. Liðið mun leika tvo leiki fyrir lands- leikina við Norðmenn um mánaða- Tveir aðrir íslenzkir keppendur voru á móti þessu og stóðu þeir sig einnig mjög vel. Gisli Þor- steinsson keppti i sama þyngdar- flokki og Viðar og varð í fjórða sæti og Svavar Carlsen sem keppti í þungavigtarflokknum sigraði tvo andstæðinga sina, en tapaði tveimur glimum og var þvi úr leik. körfuknattleik mótin og verður það pressuleikur við lið sem blaðamenn velja og verður hann á fimmtudagskvöldið og einnig verður leikinn einn leikur við Njarð- víkinga á sunnudaginn og verða þá fleiri leikmenn reyndir Liðið sem iþróttaf réttaritarar hafa valið er skip- að eftirtöldum leikmönnum: Kolbeini Pálssyni og Bjarna Jóhannssyni úr KR, Þorsteini Hallgrimssyni, Agnar Friðrikssyni og Erlendi Markússyni ÍR, Steini Sveinssyni og Jóni Héðinssyni ÍS, Guðmundi Böðvars- syni Fram, Jimmy Rogers Ármanni, Stefáni Bjarkasyni UMFN og Kristjáni Ágústssyni Val. Vonsvikinn meistarí Á sunnudaginn var krýndur nýr Norðurlandameistari I badminton I Laugar- dagshöllinni, Flemming Delfs frá Danmörku, en hann sigraði landa sinn, Svénd Pri, fyrrverandi heimsmeistara i íþróttagrein þessari með óvæntum yfirburðum i úrslitaleiknum. Var auðséð að mótlætið á móti þessu fór i taugarnar á Pri og sýnir hann það t.d. á þessari mynd. Þarna hefur hann hlaupið fram að netinu og lyftir þvi með spaða sinum, þannig að sending Delfs lendir netinu. Mjög grunnt hefur verið f þvi góða milli Delfs og Pri að undanförnu, og varla batnar andrúmsloftið eftir úrslitin i Laugardagshöllinni. Sjá nánari frásögn af mótinu á bls 24—25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.