Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4, DESEMBER 1976
12
H vad kostar raf magn
til heimilisnotkunar?
r
•3
4,
Tankvæðing
fiskiflotans
Ég hef aldrei heyrt nokkurn
mann halda því fram að raf-
magn sé ódýrt. Ei heldur sfmi.
Hvað veldur?
Ein ástæðan mun vera sú að
erfitt er að gera samanburð.
Rafveitur og sfmi eru þess eðlis
að hvert fyrir si^ verður að
hafa einkasölu á sfnu svæði.
Kaupandinn getur ekki farið í
aðra búð til samanburðar á
verðlagi. Þótt flestir telji raf-
magnið rándýrt vill þó enginn
án þess vera, og getur raunar
ekki.
Einn af mörgum þáttum raf-
orkunotkunar er til alm.
heimilishalds, en þar eru æ
fleiri og fullkomnari tæki tekin
í notkun, sem þurfa á raforku
að halda. Öll þessi tæki nota nú,
á meðalstóru heimili, um 3.300
kflówattstundir (kwst.) á ári,
en hver kWst. kostar nú, t.d. f
Reykjavík, kr. 11.97. Ársreikn-
ingur slfks heimilis verður þvi
kr. 39.500.-, eða til jafnaðar um
kr. 3.300,- á mánuði. Að sjálf-
sögðu getur þetta orðið minna
eða töluvert meira eftir stærð
og aðstæðum heimila.
En hvaða heimilistæki eru
það sem valda þessari notkun,
og hve mikinn þátt á hvert
þeirra i heildarreikningi?
Hér á landi hefur nær ekkert
verið gert að þvf að mæla notk-
un hvers tækis fyrir sig, t.d.
hvað notar eldavélin, ryksugan,
kæliskápurinn eða útvarpið,
svo eitthvað sé nefnt. Hvert
þessara tækja veldur mestu um
háan rafmagnsreikning?
Slík könnun hefur verið gerð
vfða erlendis, en útkoman orðið
nokkuð misjöfn. Ég hef hér
með höndum danska og sænska
rannsókn á þessari skiptingu,
og hef með hliðsjón af henni,
svo og mjög lauslegri athugun
hér á landi, reynt að finna út
hvern þátt hvert einstakt
heimilistæki á í áðurnefndum
39.500,- kr. rafmagnsreakningi
meðalheimilis á ári.
Til þess að þvæla ekki með
mjög margar tölur, mun ég að-
eins tilgreina krónur, en ekki
kWst., en útreikningar eru
byggðir á rafmagnsverði f
Reykjavík, þ.e. kr. 11.97 á
kWst.
Þannig kostar notkun hvers
tækis á ári þetta: Kr.
Eldavélin 7.780.-
Kæliskápurinn 7.180,-
Uppþvottavélin 5.390.-
Brauðristin 360,-
Strokjárnið 600.-
Ryksugan 600,-
Ljósin 960.-
Sjónvarpið 1.200.
Utvarpið 600.
Þvottavélin 5.980.
Frystikistan 8.300.
Tmisleg smátæki 470.
Samtals 39.500.
Á þessu sjáum við t.d. að ef
einhver húsmóðir vildi sleppa
þvottavélinni og jafnvel lfka
frystikistunni, myndi raf-
tjek.nl
eftir VALGARÐ
THORODDSEN
magnsreikningurinn lækka um
nálægt 33%, en þá er að vega
og meta hvort sá sparnaður ét-
ist ekki upp á öðru sviði.
Ef húsbóndinn ætti rakvél,
og notaði slíkt apparat, myndi
það valda 6,- kr. hækkun á raf-
magnsreikningi hans — sam-
kvæmt sænskum heimildum.
Ef keypt yrði litasjónvarp í
stað hins svarthvíta, myndi það
hækka rafmagnsnotkun
heimilisins um 100 kWst. á ári,
einnig samkvæmt sænskri
reynslu.
En að lokum — þvf umræður
um litasjónvarp eru nú í tísku
— hver verður aukinn kostnað-
ur heimíla við það að taka upp
litasjónvarp í stað hins svart-
hvíta? Við skulum athuga það,
en þá verður að nefna nokkrar
tölur til þess að auðvelda les-
anda dóm á réttmæti útreikn-
inga.
Látum mun nærri að litasjón-
varp kosti f innkaupi um
150.000 kr. meira en svarthvítt.
Af þessum aukaútgjöldum
stafar fjármagnskostnaður og
verður hér miðað við 20% árs-
vexti og 10 ára lifstíð tækisins.
Við jafnar greiðslur til vaxta og
afborgana verður fjármagns-
kostnaður 24% af þessum auka-
kostnaði á ári. Viðhaldskostnað
vegna bilana vil ég giska á að
telja megi 3%. Nú mun vera
venja að afnotagjald litasjón-
varps sé hærra en hins svart-
hvita. Þá erlendu venju vil ég
reikna með að islenska sjón-
varpið taki einnig upp, og vil i
þeim efnum nefna 50% ofan á
núverandi gjald fyrir svart-
hvitt, sem er 13.000,- á ári.
Hækkunin fyrir notanda með
talkomu litasjónvarps, verður
þá þessi:
Kr.
Fjármagnskostnaður
24% af 150.000,- 36.000,-
Viðhaldskostnaður
3% af 150.000,- 4.500,-
Afnotagjald 6.500.-
Rafmagn 1.200,-
á ári 48.200,-
Svo má velta fyrir sér hinum
ýmsu og mörgu kostnaðarliðum
heimilanna, ásamt með raf-
magninu.
Það er ekki langt um liðið
siðan hafist var handa um tank-
væðingu í landbúnaði. 1 stað
þess að nota mjólkurbrúsa var
tekin upp dæling og flutningur
mjólkur í kældum tönkum og
þótti það mikil framför á sviði
vinnusparnaðar og vörugæða.
Við fiskveiðar var fyrir
nokkrum árum tekin upp notk-
un plastkassa í stað þess að nota
lestarstíurnar beint til geymslu
á fiskinum. Þó mun þetta ekki
vera algild regla.
Það hvarflar nokkuð að
mönnum hvort plastkassarnir í
sjávarútvegi séu svipað
þróunarstig sem brúsarnir I
landbúnaði. Eitthvað mun þó
hafa verið um það að islenzk
skip við síldveiðar í Norðursjó
noti tanka, en sérstök nefnd, á
vegum opinberra stjórnvalda I
Noregi, er í þann veginn að
skila áliti um notkun tanka í
veiðiskipum, almennt við fisk-
veiðar. Nefnd þessi var skipuð
til þess að kanna úrbætur i fisk-
veiðum Norðmanna, varðandi
arðsemi þeirra og nýtingu allra
verðmæta, sem dregin eru úr
sjó.
Nefndin segir m.a. í bráða-
birðgaáliti sínu, að Norðmenn
hendi í sjóinn á ári hverju um
300.000 tonnum af proteinrikri
fæðu, sem þeir meðhöndli sem
einskis nýt úrgangsefni, á sama
tíma sem fæðuskortur hrjái
milljónir jarðarbúa. Norðmenn
dragi úr sjó 1 milljón tonna af
fiski Af þvi magni notist
400.000 tonn beint til fæðu,
unnin sé fæða og annað úr
300.000 tonnum sé kastað. Það
er talin venja hjá norskum
fiskiskipum, sérstaklega á tog-
urum, ati hausa fiskinn um borð
og henda honum og slóginu.
Með því einu að hirða hausinn
og láta fiskiverksmiðjurnar
vinna úr honum, megi auka
verðmætin um 4—5%.
Þá er ennfremur bent á
bætta hirðingu á hrognum og
lifur, auk þess að vinna mætti
næringarríkt dýrafóður úr gell-
um, þörmum og öðru.
Afgangsfisk frá vinnslustöðv-
um mætti nýta betur en nú er
gert, til manneldis, i stað þess
að henda eða senda í fiskimjöls-
verkverksmiðjur. Mjölverk-
smiðjurnar ættu aðeins að taka
beinin, en annað ekki.
Þá er minnst á fiskkassana.
Notkun þeirra sé mjög kosn-
aðarsöm, bæði I innkaupi og
viðhaldi. Kassarnir séu á sí-
felldum þeytingi — um borð —
fylltir fiski — fluttir í land —
tæmdir — þvegnir — geymdir í
landi — fluttir aftur um borð
— hlaðið upp — og svo sama
hringrásin aftur og aftur.
Hér sé full nauðsyn að kanna
hvort ekki mætti koma við hag-
kvæmari vinnubrögðum til auk-
innar arðsemi í rekstri og til
bættra gæða hráefnisins.
Nefndin leggur til að gerðar
verði ýtarlegar rannsóknir á
því að nota stáltanka, þar sem
fiskurinn sé geymdur um borð,
en f tönkunum sé ísvatn eða
kældur sjór (blóðgun?). Við
löndun komi þá til greina að
flytja þessa tanka beint i fisk-
vinnslustöðvarnar.
Hrafli úr þcssu bráðabirðga-
áliti norsku nefndarinnar er
hérmeð komið á framfæri til
þeirra, sem betur kunna skil á
sjávarútvegsmálum en sá sem
þetta skrifar.
I>6rður Jónsson skrifar frá Bandaríkjunum:
Erfðaverkfræði á næsta leiti
I ágústmánuði s.l. gerðist merk-
ur atburður í Tækniháskóla
Massachusettsríkis í Bandarikj-
unum. Hópi visindamanna undir
forystu Nóvelsverðlaunahafans
H.G. Kohrana tókst að búa til
fyrsta starfhæfa genið, sem gert
er af mannahöndum. Genin eða
erfðavísarnir eins og þau eru
einnig nefnd eru flókin efnasam-
bönd, sem er að finna í kjarna
sérhverrar frumu. í genunum eru
fólgnar upplýsingar um gerð líf-
veranna og með genunum berasta
milli kynslóða fyrirmæli um vöxt
og þroska sérhverrar tegundar líf-
ríkisins. Með breytingum á gen-
unum er unnt að framkalla breyt-
ingar á gerð dýra, plantna og ann-
arra lífvera. Það er því augljóst
að þekking á gerð genanna óg
hinu efnafræðilega dulmáli sem
erfðirnar eru ritaðar á, opnar nýj-
an og ókannaðan heim f liffræði.
Lengi hefur verið vitað að geisl-
un, Röntgengeislar, gammageisl-
ar o.s.frv., getur valdið breyting-
um f genum, sem sfðan orsaka
stökkbreytingar f lífverum. Þess-
ar breytingar eru hins vegar til-
viljunarkenndar, eru i nær öllum
tilvikum til hins verra og leiða til
dauða. Vísindamenn hefur því
talsvert lengi dreymt um að ráða
gátu erfðanna og geta framkallað
breytingar að eigin geðþótta og
öðlast þar með fullkomið vald yfir
þróun lífheimsins. Þessi gáta er
ein hin alflóknasta og erfiðasta,
sem mannsandinn hefur tekizt á
við. Dr. Kohrana og samstarfs-
mönnum hans tókst að ákvarða
gerð eins gens í einni bakterfuteg-
und. Rannsóknirnar tóku u.þ.b.
níu ár. Genafjöldi í flestum ein-
frumungum skiptir þúsundum og
fer ört vaxandi með stærð lffver-
anna, svo að ljóst er, að nákvæm
þekking á erfðalykli æðri Iffvera
er ekki í sjónmáli.
Rannsóknir og tilraunir af lfku
tagi og dr. Kohrana fæst við eru
stundaðar af kappi vfða um heim,
einkum í Bandarfkjunum. Genin
eru hluti risastórra sameinda,
svonefndra DNA-sameinda, sem
líkjast einna helzt keðjum í lag-
inu. Tilraunir þessar eru m.a.
fólgnar í þvi að slíta þessar keðjur
í sundur með efnafræðilegum að-
ferðum, bæta síðan stubbum inn i
þær eða taka búta úr og athuga
hvað gerist. Ennfremur er fengizt
við að blanda saman genum úr
óskyldum lffverum. 1 þessum
rannsóknum virðist ekki annað
kleift en að þreifa sig áfram í
blindni.
Ekki eru allir á einu máli um
ágæti þessara tilrauna. Ymsir
telja að ,,fikt“ við erfðaefnið bjóði
heim ýmsum hættum, t.d. gætu
hugsanlega sprottið upp nýjar og
óþekktar bakteríur og veirur, er
ógnað gætu mönnum og öðru lífi,
eða sýklar gætu órðið ónæmir fyr-
ir þeim lyfjum, sem nú eru notuð
gegn þeim. Vilja sumir að tekið
verða upp strangt eftirlit með öll-
um genrannsóknum.
Allir eru sammála um að fullrar
aðgátar sé þörf og í fyrra voru
samþykktar reglur á þingi vís-
indamanna, sem leggja bann við
þeim tilraunum, er augljóst virð-
ist að gætu haft hættu f för með
sér. Talsmenn vfðtækra og
óheftra rannsókna hafa hins veg-
ar bent á hina geysifjölbreyttu
gagnsemi sem þekking a ' erfða-
lyklinum gæti haft í för með sér.
Unnt ætti að vera að kynbæta
húsdýr og nýtjajurtir f mun
stærri stíl en tíðkazt hefur. Sumir
þykjast jafnvel sjá fyrir endann á
fæðuskorti mannkyns. Afdrifa-
ríkastar yrðu afleiðingarnar ef til
vill í læknavísindum. Krabba-
mein lýsir sér í ofvexti einstakra
frumna í likamanum, sem sfðan
mynda æxli. Talið er, að í mörg-
um tilvikum sé orsök ofvaxtarins
stökkbreytingar, sem ónæmis-
kerfi likamans ræður ekki við að
kveða niður af einhverjum
óþekktum orsökum. Er það trú
ýmissa vísindamanna, að þekking
á erfðalyklinum muni að lokum
leiða til lækningar á krabbameini.
Stórkostlegustu afleiðingar af
þessum rannsóknum verða þó ef-
laust þær, sem enginn sér fyrir,
eins og gerzt hefur svo oft áður f
sögu vísindanna, og á það við
kosti jafnt og galla. Nærtækasta
hliðstæðan er lfklega beizlun
kjarnorkunnar, sem býður heim
gereyðingu jarðarinnar en leysir
jafnframt orkuþörf mannkýns
um komandi kynslóðir. En nú eru
viðhorfin dálítið öðruvísi. Margir
þeirra vfsindamanna, er unnu að
gerð fyrstu kjarnorkusprengj-
unnar i Bandaríkjunum á stríðs-
árunum töldu sig vera í kapp-
hlaupi við Þjóðverja um smfði
sprengjunnar og gafst þvf lítill
tfmi til siðfræðilegra bollalegg-
ina. Nú er á hinn bóginn unnt að
hafa gát á og fhuga vandlega
hvert skref, sem stigið verður.