Morgunblaðið - 04.12.1976, Side 16

Morgunblaðið - 04.12.1976, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. DESEMBER 1976 Sendið efni í jólablað bamanna AÐ VENJU mun Morgunblaðið verða með serstakt jólablað barn- anna og eru nú börn hvött til að senda efni af öllu tagi. Sögur og frásagnir eru vel þegnar, svo og reikningar og ef til vill leikir og þrautir. Bregðið nú við, krakkar, og sendið skemmtilegt efni. Umslögin skulu merkt: Morgun- blaðið, „Jólablað barna“, Aðalstræti, Reykjavík. Saga f jallagarps: Vogun vinnur VOGUN VINNUR er heiti á bók Edmund Hillary, sem hefur að geyma frásagnir af fjallgöngum og ferðalögum höfundar. Bók þessa hefur Skuggsjá sent frá sér. Á kápusfðu bókarinnar segir orð- rétt: „Hér er sögð saga manns, sem lifað hefur heiliandi ævintýralífi, þar sem hættur leyndust svo að segja við hvert fótmál. Þetta er saga fullhuga, sem í orðsins fyllstu merkingu hugsaði og náði hærra en samferðamenn hans, sem ungur að árum uppgötvaði undraheim fjallanna á Nýja- Sjálandi, hinna hrikalegu og fögru fjalla, sem heimamenn kalla „Alpana". Hann fór í fjall- göngur hvenær sem færi gafst, — einn eða með öðrum, — honum var fyrir öllu að njóta þess frelsis, sem hvergi er að finna nema á fjöllum uppi. Þessi ást hans á fjöllum og firnindum varð til þess að hinn 29. mai 1953 varð hann fyrstur manna til að stíga fæti á hæsta tind jarðar, Everesttindinn i Himalajafjöllum, á mörkum Nepals og Tíbets." Oili Elin Sandström við verk sfn. Finnsk málverk á Akranesi DAGANA 3—5. des. mun standa yfir i Bókasafni Akraness mál- verkasýning finnsku listakon- unnar Oili Elínar Sandström. Listakonan sýnir að þessu sinni um 50 olíumálverk og eru fyrir- myndirnar sóttar í íslenzkt og finnskt landslag. Einnig eru margar blómamyndir á sýning- unni. Frú Sandström er iðinn málari og er þetta þriðja sýning hennar hérlendis á þessu ári. Sýn- ingar hennar hafa verið fjölsótta og fengið góðan róm. Sýningin verður sem fyrr segir í Bókasafni Akraness og er opin föstudag 3. desember frá 17—22 og laugardag og sunnudag frá 14—22. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Sýning á verkum Ragnheidar Jónsdóttur Á LAUGARDAG, 4. desember, verður opnuð sýning á graffk- myndum eftir Ragnheiði Jóns- dóttur f bókasafninu á tsafirði. Á sýningunni verða 19 myndir, fiestar unnar á þessu ári og eru þær allar til sölu. Sýningin mun standa næstu vikur og er opið virka daga. Ólafur Jóhannesson hjá mynd sinni „Heilög kvöldmáltfð". r Olafur Jóhannes- son á Loftinu ÓLAFUR Jóhannesson opnaði f gær sýningu á penna- og túss- teikningum á Loftinu við Skóiavörðustfg. Ólafur sýnir þar 31 mynd, sem allar eru gerðar fyrr á þessu ári. Ólafur Jóhannesson fæddist árið 1948 á Neskaupstað. Hann hefur ver- ið f einkatfmum hjá t.d. Vetur- liða og Benedikt Gunnarsson- um og Hafsteini Austmann og var um tfma f Myndlistarskól- anum við Freyjugötu. Ólafur hefur áður tekið þátt f samsýn- ingum, en þetta er hans fyrsta einkasýning. Ólafur Jóhannesson tók þátt f samkeppni um myndskreyting- ar við safn íslenzkra ljóða, sem nýlega komu út í Noregi og safnað var af Ivar Eskeland. 21 listamaður tóku þátt í sam- keppninni og varð Ólafur einn þeirra fjögurra, sem eiga mynd- ir i bókinni, en hún heitir Váren kjem ridand. Myndir Ól- afs í bókinni eru gerðar í sama stíl og þær sem hann sýnir nú á Loftinu. Þær eru hárffnar teikningar gerðar með penna og tússi. Ólafur kvað myndirn- ar vera hugsaðar sem spurning- ar frekar en svör og sagðist vona að gestir sýningarinnar kæmu til með að velta þeim spurningum fyrir sér við skoð- un á myndunum. Sýningin verður opnuð laug- ardaginn 4. desember kl. 2—6 og stendur yfir næstu viku að- eins. Egill Hallgfmsson, fyrrverandi kennari, skólabróðir og vinur Jóhannesar S. Kjarvals frá skólaárum f Flensborgarskólanum f Hafnarfirði, hefur gefið Kjarvalsstöðum teakningu eftir Kjarval, sem Kjarval gaf honum f afmælisgjöf árið 1943. Egill hefur einnig gefið Kjarvalsstöðum 4 bækur eftir Kjarval og hefur áður ánafnað safninu olfumálverk af Þingvöllum. Gjafirnar verða afhentar eftir dag Egils Haligrfmssonar. Á meðfylgjandi mynd tekur borgarstjóri Reykjavfkur við gjafabréfinu frá Agli. Jólakaffi Hringsins Á SUNNUDAGINN kemur, 5. desember, býður Kvenfélagið Hringurinn borgarbúum upp á sitt árlega jólakaffi á Hótel Borg. Hefur þetta verið fastur liður í starfsemi félagsins í áraraðir. Auk veitinga verða á boðstólum margs konar handunnir jólamun- ir og jólagóðgæti, jólakort og jóla- plattar félagsins. Einnig verður skyndihappdrætti með fjölda góðra vinninga, m.a. ferð til Kaupmannahafnar. Auk tækjakaupa og endurnýj- unar á Barnaspítala Hringsins á Landspítalanum, hefur félagið lagt kapp á að byggja upp Geð- deild Barnaspítala Hringsins við Dalbraut. Basar í Garðabæ 4 ÞANN 5. desember n.k. heldur kvenfélag Garðabæjar basar í Barnaskóla Garðabæjar. Þar verður margt góðra og nýtilegra muna til jólagjafa. Ýmiss konar leikföng, sem félagskonur hafa sjálfar unnið, uppstoppuð dýr, brúður, jólaskreytingar og laufa- brauð. Ágóðinn af þessum basar mun allur renna i sundlaugarsjóð, en mikill áhugi er meðal bæjar- búa að hér f byggðalaginu komi sundlaug sem allir ibúar geti notað. Basarinn hefst kl. 14.30. (Fréttatilkynning). Leikrit eftir Véstein Lúð- víksson frumflutt á Isafirði EINÞÁTTUNGUR eftir Véstein Lúðvfksson rithöfund var frum- fluttur á Isafirði hinn 1. desem- ber s.I. Vésteínn skrifaði leikritið sérstakiega fyrir tsfirðinga, en hann var staddur fyrir vestan I tilefni af fundi Herstöðvaand- stæðinga á tsafirði 1. des. Ein- þáttungurinn fjallar um ísfirzkan útgerðarmann, sem fer suður til að vera á Land'sfundi Sjálfstæðis- flokksins. Sviðið er barinn á Hótel Sögu. Fund Herstöðvaandstæðing- anna sóttu um 100 manns. Aðal- ræðu kvöldsins hélt Njörður P. Njarðvík, en meðal skemmti- atriða auk leikrits Vésteins var kórsöngur undir stjórn Leifs Þórarinssonar tónskálds, sem starfar nú sem kennari á Isafirði, og Bryndís Schram skólameistari las kvæði eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Jólamark- aður í Kópavogi LIONSKLUBBUR Kópavogs gengst fyrir jólamarkaði f félags- heimili Kópavogs sunnudaginn 5. desember klukkan 14. Á markaðinum verður margt muna, m.a. leikföng. Ágóðinn rennur til viðbyggingar við sumardvalar- heimilið að Kópaseli við Lækjar- botna. Fullveld- isfagnað- ur Suomi FULLVELDISFAGNAÐUR Finna er 6. des. n.k. Af því tilefni efnir Finnlandsvinafélagið Suomi til fagnaðar í Norræna húsinu n.k. mánudag kl. 8.30. e.h. eins og jafnan á undanförnum árum að kvöldi 6. des. Ávarp flytur formaður félags- ins, Barbro Þórðarson, og aðal- ræðu kvöldsins Ragnhildur Helgadóttir forseti íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Þá koma gestir frá Finnlandi, álenzkir vísnasöngvarar, Pia- Gunn Anckar og Börje Láng. Þau eru hér gestir félagsins og Noræna hússins og syngja við undirleik Karls Billich. Sýning verður á finnskum skartgripum, sem stúlkur frá Karon- samtökunum kynna. Einnig verða sýndar finnskar borðskreytingar og ofin veggteppi. . • í hléi verður kaffi framborið og finnsk terta og að loknum dag- skráratriðum snædd létt máltíð og leikin tónlist af plötum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.