Morgunblaðið - 07.12.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.12.1976, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976 2 Fjölmenni heimsótti f orsetann á af mælinu FORSETI Islands, herra Kristján Eldjárn, varð sextugur í gær. Af því tilefni var margt um manninn á Bessastöðum, en þar var opið hús á tímabilinu frá klukkan 17 til 19. Forsetan- um var færður fjöldi gjafa í tilefni þessara tímamóta i lifi hans. Klukkan 15 í gær afhenti Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra forsetanum gjöf frá ríkis- stjórn Islands. Var það silfur- líkan af sögualdarbænum, smíðað af Leifi Kaldal gullsmið að forsögn Harðar Ágústsonar. Þá gáfu sendiherrar erlendra ríkja silfurmuni, sem kínverski sendiherrann afhenti forsetan- um. Hæstiréttur íslands gaf for- setanum, herra Kristjáni Eldjárn, ljósrit af Flateyjarbók og Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjóri afhenti honum Þingvallamálverk eftir Kristínu Jónsdóttur listmálara. Löggæzlusvædid allt of stórt og sundurslitid — segir bæjarstjórinn í Gardabæ og harmar ad bæjarfógeta skuli ekki kunnugt um óánægju med löggæzlumálin LÖGGÆZLA í Garðabæ hefur talsvert verið rædd að undan- förnu 1 kjölfar hins hörmulega banaslyss er varð nýlega á Vffils- staðavegi 1G : rðabæ. Morgunblað- ið spurðast fyrir um þetta mál hjá Elfasi Elfassvni, settum sýslu- manni í Gullbringusýslu. Elfas sagðist ekki hafa setið f embætti nema frá þvf f júif, og á þeim tfma hafi honum ekki borizt nein ósk frá bæjarstjórn Garðabæjar um aukna löggæzlu á Vífilsstaða- vegi, en það geti meir en verið að Einar Ingimundarson hafi fengið sffka beiðni. Elias sagði að sér fyndist vafa- samt að tala um löggæzlu á þess- um stað í sömu andrá og banaslys- ið, þetta sé fremur mál bæjarins um nauðsynlegar öryggisráðstaf- anir — lögreglan reyni að hafa eftirlit þarna eins vel og efni og ástæður leyfi, en sé ætlazt til aðf sérstök löggæzlueining annist þennan veg einvörðungu, þurfi að koma til aukin fjárveiting til emb- ættisins. Garðar Sigurgeirsson, bæjar- stjóri í Garðabæ, kvaðst harma að bæjarfógetinn skyldi ekki hafa haft tækifæri til þess að setja sig betur inn í málið en komi fram í ofangreindu. Garðar kvaðst myndu senda bæjarfógetanum ljósrit af löngum bréfaskriftum um þessi mál, sem fengið hafi mjög takmarkaða úrlausn hingað til. Garðar kvað rétt að benda á, að Steingrímur Atlason, yfirlög- regluþjónn í Hafnarfirði, hefði mikið að gera með löggæzlumálin fyrir bæjarfógetaembættið og væri honum vel kunnugt um þá miklu óánægju, sem ríkt hefði í Garðabæ með löggæzlumál. Hanri kvað heldur ekki mega gleyma Framhald á bls. 28 Skreiðarmarkaður í Nígeríu opnast FORYSTUMENN f Samlagi skreiðarframleiðenda hafa undanfarið dvalizt f Nfgerfu, þar sem þeir hafa verið að semja um söiu á skreið. Nú fyrir helgina tókust samningar um sölu á öll- um skreiðarbirgðum, sem til eru í landinu, svo og þeirri skreið, sem enn er f verkun. Eru Islendingar þar með einu skreiðarframleið- endurnir, sem tekizt hefur að selja Nfgerfumönnum skreið, en eins og kunnugt er, þá er Nígeríu- markaður mjög mikilvægur. Undirskrift samningsins átti að fara fram f gær, en staðfesting á þvf að hún hefði farið fram hafði ekki borizt og þvf var ekki unnt að gera upp verðmæti samnings- ins. Einar Sveinsson, stjórnarfor- maður Samlags skreiðarframleið- enda, kom heim á laugardags- kvöldið frá Nfgerfu. Hann kvaðst hafa farið til Nígerfu í nóvember- byrjun ásamt Braga Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Samlagsins. Rikisstjórn Nígerfu hafði f júlí- byrjun afnumið frjálsan skreiðar- innflutning til landsins og tók þá innkaupafyrirtæki hennar við allri skreið, sem þá var á leið þangað. Taldi rfkisstjórn Nígeriu allt verðlag á skreið þá of hátt. Þeir félagar fóru síðan til Nígerfu til þess að freista þess að ná tali af stjórnvöldum þar og selja þeim skreið. Með þeim var og Bjarni Magnússon, sem fór þangað á vegum Sameinaðra fisk- framleiðenda. Náðu þeir tali af ráðherra, sem fer með samvinnu- og birgðamál. Sigurður Bjarnason sendiherra var í Nfgerfu um þess- ar mundir að afhenda trúnaðar- bréf sitt og fór hann til fyrsta fundarins með þeim félögum. Á miðvikudag náðust sfðan samn- ingar, munnlegir um kaup á áður- nefndu magni, sem mun vera um Aðalfundur L.Í.Ú. hefst á morgun AÐALFUNDUR Landssambands íslenzkra útvegsmanna hefst f Átthagasal Hótel Sögu kl. 14 á morgun, miðvikudag 8. desember. Hefst fundurinn með venjulegum aðalfundarstörfum og í upphafi hans mun Kristján Ragnarsson, formaður L.Í.Ú., flytja skýrslu stjórnar. 2.500 tonn. Einar Sveinsson kvað hér vera um tiltölulega hagkvæm- an samning að ræða og sagðist hann bjartsýnn á áframhaldandi skreiðarkaup Nígeríumanna af Is- lendingum. Á sama tíma og ís- lendingarnir voru f Nígeríu var norsk viðskiptanefnd þar sömu erinda, en henni tókst ekki að selja nokkra skreið. Sfðustu skreiðarsölur Islendinga f Nfgerfu hafa verið um 750 krónur fyrir kfló af þorski. Bartlett hættir við flug milli íslands og Fiji FORRÁÐAMENN Flugleiða h.f., sem átt höfðu viðræður við mr. Bartlett, er sýnt hafði áhuga á farþegaflutningum milli tslands og Fiji-eyja i Kyrrahafi, hittu hann aftur ný- lega í Frankfurt, en þá hafði ekkert heyrzt frá honum síðan hann kom til Islands og fékk upplýsingar um verðlag á hó- telum hérlendis og flutnings- getu Flugleiða h.f. A fundin- um í Frankfurt kom fram að markaðskönnun sem hann fyrst gerði hafi ekki verið eins ábyggileg og skyldi og við nán- ari athugun hafi komið í ljós að flutningar þessir voru ekki nægilega ábatasamir. Samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar, blaða- fulltrúa Flugleiða h.f., hefur mr. Bartlett hins vegar ákveð- ið að kanna möguleika á flutn- ingum með Air Bahamas frá Nassau til Luxemborgar og til baka. Hefur hann hug á að flytja með einhverjum hætti farþega til Evrópu frá Fiji og síðan áfram til Bandaríkjanna um Nassau. Hvað úr þessu verður er ekki vitað á þessari stundu — sagði Sveinn Sæmundsson. Um 530 rúm skortir fyrir gedveikt fólk - Ad óbreyttum framkvæmdahrada verður geódeild Landspítala ekki lokið fyrr en 1980 NU ER talið, að um 530 rúm skorti hér á landi fyrir fólk, sem þjáist af hinum ýmsu teg- undum geðsýki. Þar af skortir um 280 rúm á geðdeildir fyrir skammtfma vistun sjúklinga. Á hjúkrunarheimili vantar a.m.k. 120 rúm fyrir geðsjúklinga til langdvalar. Um 100 rúm skortir á sérstökum geðveikrastofnun- um og á drykkjumannahæli vantar um 30 rúm fyrir lang- dvalarsjúklinga. Um nokkurra ára skeið hefur verið f bygg- ingu geðdeild við Landspftal- ann og var lokið við að steypa þá byggingu upp á sl. sumri en að óbreyttum aðstæðum verða engin rúm tekin þar f notkun á næsta ári, hins vegar mun stefnt að þvf að Ijúka göngu- deild f hinni nýju geðdeild á næsta ári. Nú eru í íandinu samtals 157 rúm fyrir skammtíma vistun geðsjúkra, þar af 126 á Klepps- spítala og 31 á geðdeild Borgar- spitalans. Þá eru 23 rúm á Vifilsstöðum fyrir drykkju- sjúka. Af þeim 126 rúmum sem eru á Kleppsspitala fyrir skammtfma vistun eru 18 rúm, sem sérstaklega eru ætluð fyrir drykkjusjúka og auk þess eru 50 rúm notuð fyrir langdvalar- sjúklanga. A svonefndum geðhjúkrunar- heimilum, sem ætluð eru fyrir langdvalarsjúklinga eru 104 á vegum Kleppsspítalans og 86 á vegum Borgarspitalans eða samtals 190 rúm. Af þeim 104 rúmum, sem þannig eru á veg- um Kleppsspítala eru 16 á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi og 14 á Bjargi. Þá eru til samtals 81 rúm á drykkjumannahælum, þar af 46 á Akurhól (Gunnarsholti) og 35 í Viðinesi. I greinargerð heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis frá 1973 um þörf fyrir sjúkrarúm er talið að á hverja 100.000 ibúa þurfi 210 rúm fyrir skammtíma sjúklinga eða um 460 rúm hér á landi. I sömu skýrslu er þörfin fyrir rúm á langdvalarstofnun- um talin 125 rúm á hverja 100.000 íbúa eða um 280 rúm hér á landi, auk 100 rúma á sérstökum geðveikrastofnun- um. Þá er í þessari greinargerð talin þörf á rúmlega 100 lang- dvalarrúmum á drykkjumanna- hælum. Framkvæmdir við hina nýju geðdeild Landspítalans hófust í janúar 1974. Lokið var við að grafa grunn i júní það ár en hafizt var handa við að steypa byggihguna upp seinni hluta sumars það ár. Þeim hluta verksins lauk sl. sumar. Á fjárlögum yfirstandandi árs var áætlað að verja 78 milljónum króna til hinnar nýju geðdeild- ar og I fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1977 er áætlað að verja 125 milljónum til sömu fram- kvæmdar. Þótt sú upphæð hækki ef til vill nokkuð í með- förum Alþingis benda núver- andi áætlanir til þess að bygg- ingu geðdeildar við Landspítal- ann verði ekki lokið fyrr en á árinu 1980 eða eftir 4 ár. Sem fyrr segir er ekki fyrirsjáanlegt að öllu óbreyttu að nokkur sjúkrarúm i hinni nýju geð- deild verði tekin í notkun fyrr en i fyrsta lagi á árinu 1978. Þessi mynd var tekin cr unnið var að þvf að steypa upp hina nýju geðdeild við Landspftalann. Því verki lauk sl. sumar en eins og fram kemur 1 meðfylgjandi frétt benda áætlanir til þess að byggingu þessari verði ekki lokið fyrr en á árinu 1980 og að engin sjúkrarúm verði tekin þar f no

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.